Þjóðviljinn - 05.07.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.07.1974, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 5. júli 1974 GISTIHEIMILI FARFUGLA HEIMSÓTT Helga Þórarinsdóttir á skrifstofu Farfuglaheimilisins Hannelies Ettrich og Heins Zufall frá Kassel ,3YRJUÐUM í LÍKHÚSI” Farfugiaheimiliö viö Laufásveg. Yst til hægri sést húsiö sem bættist viö I sumar. Á mótum Laufásvegar og Baldursgötu stendur reisulegt sólgult hús og telst númer 41 við Laufás- veg. 1 þessu húsi er Bandalag islenskra farfugla til húsa og i bakgarði þess má iðulega sjá þá manngerð sem íslendingar nefndu til skamms tima „bakpoka- lýð” með nokkurri fyrirlitningu. Flestir hafa þó tek- ið þetta fólk i sátt, enda hefur það ekki annað til sakar unnið en að vilja ferðast sem ódýrast og við- ast. Þjóðviljamenn litu þar inn á dögunum og vildu kynnast starfsemi þessa húss. Á neðstu hæð hússins er skrif- stofa BÍF og jafnframt móttaka fyrir gesti. Þar var I fyrirsvari Helga Þóarinsdóttir önnum kafin við að afgreiða gesti og leiðbeina þeim á ýmsan hátt. Við inntum hana eftir þvi hve lengi BfF hefði rekið gistiheimilið. Verður fullt fram í ágúst — Það byrjaði upp úr 1950. Þá vorum við eitt sumar I litlu húsi sem stóð bak við það hús sem nú er Lindargötuskólinn. Áður nefndist það eins og kunnugt er Franski spitalinn og gegndi þá litla húsið okkar þvi hlutverki að vera likhús. Þaðan fluttum viö upp i Austurbæjarskóla og vorum þar i sjö sumur. Næst vorum viö eitt sumar á Viðivöllum sem var stórt grátt hús og stóð þar sem nú stendur Laugardalssundlaugin. Fyrir tiu árum festum við svo kaup á þessu húsi og höfum verið hér siðan. — Hvað getið þið hýst marga hér i einu? — Hér er rúm fyrir 60 manns i 7—10 manna herbergjum. — Rekið þið fleiri slik heimili úti á landi? — Nei, ekki Farfuglar sem slikir. Hins vegar eru gistiheimili rekin á Akureyri og að Fljótsdal i Fljótshlið i samráði við okkur. Auk þess á bandalagið litið hús i Lækjarbotnum og ræktað land I Valabóli sunnan við Hafnarfjörð. Þar er hellir sem oft var gist I áð- ur fyrr. — Er mikil umferð hjá ykkur? — Já, þetta er komið i fullan gang og i siðustu viku var fullt hverja einustu nótt og þannig verður það liklega fram i ágúst. 1 júli og fram i ágúst fyllist hér allt af Þjóðverjum þvi þá eru sumar- leyfi Iskólum i Þýskalandi. Núna er hjá okkur 27 manna hópur af Þjóðverjum og ég á von á tveimur hópum i næstu viku. Núna i sum- ar bættist við litið hús hér við hlið þessa og þar höfum við svefn- pokapláss. Þar er sömu sögu að segja: allt fullt. Fáir íslendingar — Er mikið um að Islending- ar gisti hér? — Nei, þeir eru sárafáir. Hins vegar eru fleiri sem gista á heim- iiinu á Akureyri. A veturna er nokkuð um aö við hýsum hópa iþróttafólks utan af landi. — Rekið þið einhverja starf- semi hér að vetrarlagi? — Við höfum ekki haft heimilið opið fyrir ferðarhenn að vetrar- lagi fyrr en I vetur leið en það voru ekki margir sem notfærðu sér það. Hér er hins vegar rekin öll félagsstarfsemi Farfugla á veturna. Erum við með vikuleg tómstunda- og skemmtikvöld. — Hvaða reglur gilda um gist- ingu I heimilinu? — Heimilið er opið öllum en þegar mikil aðsókn er ganga fé- lagar i Farfuglahreyfingunni fyrir öðrum. Samkvæmt alþjóða- reglum um svona heimili mega menn ekki gista hér ler.gur en þrjár nætur hverju sinni en út af þessu er þó brugðið þegar ekki er mikið að gera. Heimilið er lokað rnilli kl. 11 og 17 á daginn og svo verða menn að vera komnir inn kl. 23 á kvöldin þvi þá er húsið lokað. Þetta er i samræmi við al- þjóðareglur. 011 áfengisneysla er bönnuð I húsinu og reykingar á herbergjum. Þess er krafist af gestum að þeir taki eitthvað til hendinni við að sópa gólfin og taka til á herbergjum áður en þeir fara á morgnana. Við höfum ekki farið út i að framreiöa neinn mat en hér er litiö eldhús þar sem Georg Classen frá Heidelberg. gestir gpta mallað sér sjálfir. Gjaldið fyrir hverja nótt er 200 krónur fyrir félagsmenn en 300 fyrir aðra. — Reka Farfuglar einhverja aðra þjónustu við ferðamenn? — Já, við erum með margar hópferðir á hverju sumri. Helgar- ferðir eru um hverja helgi frá júnibyrjun fram i september og auk þess eru þrjár lengri sumar- leyfisferðir. Svo gefum við gest- um okkar hér upplýsingar um ýmsa feröamöguleika og aðstoð- um þá á ýmsan hátt. Þaö má eiginlega segja að þessi skrifstofa sé hálfgildings ferðaskrifstofa. Svo mörg voru orð Helgu. Þessu næst lögðum við leið okkar upp á efri hæðir hússins til að ná tali af og festa á filmu einhverja af gestum hússins. Svo einkenni- lega vildi til að allir þeir sem við ræddum við voru af þýsku bergi brotnir. Haraldur frá Frankfurt Sá fyrsti heitir Harald Mohrog stóð hann fyrir utan húsið og var aö ganga frá bakpoka sinum. Til landsins kom hann á kosninga- daginn og kvaðst ætla að dveljast hér i fjórar vikur. Harald er 19 ára námsmaður og býr I smábæ um 30 km fyrir sunnan Frankfurt. Hann ætlar aö freista þess að komast i háskóla næsta vetur og stunda nám i læknisfræði en ekki var hann viss um að hann fengi inngöngu i skólann. Við spurðum hvernig hann hyggðist verja tima sinum hér á landi. — Fyrt ætla ég til Borgar- ness en þar á vinkona min sem er i för með mér pennavinkonu. Þaðan liggur leiðin norður til Akureyrar og siðan e.t.v. austur fyrir til Suðurlands. Leist ekki á blikuna Inni á einu herbergjanna var Georg Classen að ganga frá rúmi sinu. Georg er 18 ára piltur frá Heidelberg og lauk stúdentsprófi i vor. Hann kveðst hafa fullan hug á frekara námi en herskyldan kallar. Ekki ætlar hann þó að taka hana út innan vébanda hers- ins heldur sagði hann að þeir sem mótfallnir væru herþjónustu gætu unnið timann af sér hjá Rauða krossinum eða öðrum slikum stofnunum og ætlaði hann að gera eitthvað i þá veruna. Hingað kom Georg fyrir tiu dögum og verður hér til 19. júli er hann heldur áleiðis heim með við- komu á Englandi. Hann var búinn að vera nokkra daga á Skógum þar sem hann á vinkonu en þaðan drógu þýskir vinir hans hann til Reykjavlkur. Afimmtudag ætlaði hann til Akureyrar. Blaðamaður innti hann eftir þvi hvernig honum likaði við landið og lét hann vel af þvi. Hins vegar sagði hann að fyrstu áhrifin hefðu ekki verið allt of góð. Þegar hann kom til Keflavikur óaði honum við þvi hversu landið virtist gróðursnautt og ömurlegt og ekki bætti herstöðin úr skák. Fuglaskoðun og afslöppun Oti á gangi hittum við þau Ileinz Zufallog Ilannelies Ettrich frá borginni Kassel. Þau komu til landsins á þriðjudag og voru að tygja sig til ferðar út á land. Heinz er liffræðistúdent og Hannelies nemur sögu. Hann sagði að tilgangur ferðarinnar væri fyrir honum að skoða fugla sem væri honum mikið hjartans- mál. Hún kvaðst hins vegar bara ætla að taka það rólega og njóta lifsins og sumarleyfisins. — Við ætlum að ferðast norður i land og reyna að fylgja strönd- inni. Þegar til Akureyrar kemur ætlum við að athuga hvort ein- hverjar rútur fara með ströndinni um Austfirði. Ef svo er ekki verður við að leigja bil en það er svo hræðilega dýrt. — Af hverju veljið þið fsland? — Hér er mikið um sjaldgæfa fugla, segir Heinz, og landslag fagurt. Og svo höfðum við heyrt að hér væri færra um túrista en viða annars staðar. Og hér lýkur frásögninni af morgunheimsókn Þjóðviljans I Farfuglaheimiliö viö Laufásveg. —ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.