Þjóðviljinn - 05.07.1974, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.07.1974, Blaðsíða 10
10 SÍÍ)A — ÞJÓDVILJINN Föstudagur 5. júll 1974 Gamalt land © Skáldsaga eftir J.B. Priestley bæ&i þykk og draugaleg fyrir. Og svo var au&vitað enn eitt sem ger&i hann frábrugðinn öllum ö&rum feröalöngum. Hann var hér f London, i Englandi, að leita aö fööur sinum. Þótt hann gæti ekki stillt sig um a& verja fyrstu dögunum til a& sko&a sig um, var hann stö&ugt meö hugann viö leitina. Reyndar ger&i hann fyrstu tilraunina fá- einum minútum eftir aö hann haf&i tekiö upp farangur sinn I litia svefnherberginu. Þar var simi en engin simaskrá, svo aö hann fór niður og bað um heftiö sem náöi frá A—D og þar bu&ust honum yfir fimmtiu Adamsonar. Og þar blasti vi& honum nafn, sem virtist gera ekkert úr öllum þessum leyndardómi I sambandi viö fööur hans —• Adamson Charl- es, 3 Asthtree Place, SW3. Auðvit- aö gat þetta veriö allt annar Charles Adamsoaen þaö var eng- an veginn vist. Þaö gat svo sem veriö aö faöir hans ætti heima á næsta götuhorni, og þegar hann hringdi I númeriö, vissi hann ekki hvort hann átti að vera glaður eöa hryggur. Hann haföi búið sig und- ir langvinna og erfiða leit, þar sem hann snuðraði uppi visbend- ingar hér og þar, og það var næst- um móðgandi tilhugsun aö faö- ir hans byggi i næstu götu i besta yfirlæti og góðu gengi. En þaö var enginn sem ansaði hringingu hans. Hann reyndi við númerið sex sinnum fyrstu tvo dagana, en árangurslaust. Simastúlkan á hótelinu heföi getað álitiö hann plágu, en það gerði hún samt ekki. Þess i stað fór hún að sýna honum samúö, rétt eins og hann væri i ástarsorg. Hann haföi fengið vist á hótel- inu gegnum ferðaskrifstofuna I Sydney. Þaö var litiö og dálitið gamaldags, aftan viö Brompton Road. Það virtist alls ekki I Lond- on, heldur einhvers staðar á ír- landi. Flestir gestanna virtust ýmist vera guöhræddar gamlar konur á leiö til og frá messu eöa rómversk-kaþólskir prestar, bústnir og blómlegir, á snakki tveir og tveir. Þjónustustúlkurn- ar voru ýmist mjög gamlar og nöldursamar eöa kornungar og ringlaöar, komnar beint frá ein- hverju afskekktu þorpi i Donegal. Hótelstýran, frú O’Shea, var há- vaxin og hörkuleg, trúlega fyrri tima fegurðardis, og þegar hún opnaði augun, sem voru venju- lega hálflukt vegna sigarettu- reyks, blossaöi þar blár himinn. Yfirþjónninn, sem ailir kölluöu Mikael, var lika hávaxinn og mjög dökkur yfirlitum og dular- fullur eins og hann hræröist i and- rúmslofti njósna og gagnnjósna. Hann gat tekið við pöntun á kraft- súpu og steik, endurtekiö hana meö hálfluktar varir eins og um væri aö ræöa fáeinar sprengjur handa IRA. Roskni dyravöröur- inn, Fergur, var aldrei beinlinis fullur, en ekki allsgáður heldur, og hann var einn af þessum þreytandi náungum sem vilja allt fyrir þig gera, svo framarlega sem þú hefur ekki orö á neinu sér- stöku og allt er undantekning, erfitt viöfangs, trúlega ógerlegt. A sunnudag frestaði Tom öllum a&geröum. Hann fór út i Hampton Court, þar sem sólin var loks far- in aö skina, en á alltof margt ann- aö fólk. Þaö var á mánudags- morgni sem hann hóf leit sina fyr- ir alvöru og byrjaöi á þvi að hringja aftur I simanúmer Charl- es Adamsons. Að þessu sinni var svaraö i simann, og þaö geröi kona sem sagðist vera þar stödd til a& hreinsa og laga til og herra Adamson væri að heiman og heföi veriö fjarverandi I upp undir viku. Tom haföi orö á þvi, aö herra Adamson væri vist roskinn maöur. Konan sag&i aö þar færi hann villur vegar og hlyti aö hafa hringt I skakkt númer, herra Adamson væri i mesta lagi þrjá- tiu og fimm ára og yrði trúlega aldrei roskinn maður, ef dæma mætti af aökomunni á morgnana stundum. Þaö leit þvi út fyrir að hann ætti litið erindi I Ashtree Place 3, SW3. Tom taldi sjálfum sér trú um aö hann heföi svo sem aldrei búist við ööru. Hann fór ekki út úr herbergi sinu heldur sat I svo sem hálftima og staröi i vasabók sina og óljós nöfn og heimilisföng sem móðir hans haföi minnst. á. Eitt nafn var hálft, Ben-eitthvað, eöa Bel- eitthvaö, móðir hans mundi ekki betur, þótt hún væri viss um aö þaö heföi veriö besti vinur Charl- es og leikari þar aö auki. Og hann fór að glugga I leikhúsauglýsing- arnar I Times.Og þarna var maö- urinn, lék i fjölsóttum gamanleik á Haymarket: Benson Belgrave. Hann var meira aö segja I sima- skránni. — Herra Belgrave, ég heiti Tom Adamson. Ég er nýkominn frá Astraliu og er aö spyrjast fyrir um fööur minn, Charles Adam- son. Ég held aö þiö hafiö veriö vinir á sinum tlma, herra Bel- grave. — Ég er hræddur um aö það sé harla langt um liöiö. Og ég hef ekki minnstu hugmynd um hvar hann er ni&urkominn núna. Hon- um virtist dálitiö skemmt — en I þann veginn aö skella á. — Ég vil ógjarnan valda yöur ó- þægindum, herra Belgrave, en ég er kominn hingað til aö hafa upp á honum — eöa komast aö þvi hvað or&ið hefur um hann — og ég veit svo litiö um hann, aö ég veit eig- inlega ekki á hverju ég á að byrja. Mætti ég koma og tala við yöur? Belgrave hlaut aö hafa heyrt örvæntingarhljóminn i rödd Toms og nú var enginn hlátur I rómi hans lengur. Hann svaraði kurt eislega, aö hann væri dálltið önn- um kafinn allan daginn og stakk siöan upp á þvi að Tom kæmi og sæi gamanleikinn um kvöldiö — hann myndi taka frá handa hon- um miöa i miðasölunni — kæmi síöan upp I búningsherbergi hans og snæddi náttverð með honum heima. — Gætuð þér komið þvi viö? sagöi hann loks með vand- lega þjálfaðri leikararödd sinni. — Agætt! Og ef þér eruö að velta þvi fyrir yöur, hvers vegna þér þurfiö endilega að horfa á leikrit- iö fyrst, þá skal ég viðurkenna að það er mestmegnis hégómaskap- ur minn, enda þótt ég hafi fullan hug á að vita hvernig nýkomnum Astraliumanni list á leikritið okk- ar. Viö sjáumst þá i kvöld, herra Adamson. Tom hætti viö frekari leit þann daginn og fór aö skoða sig um með hálfum huga, fann að hann gat ekki gleymt þvi nema andar- tak i senn að hann ætti bráðum að fara I Haymarket og eftir nátt- verð eða meðan á honum stæði, myndi hann eiga viðræður við gamlan vin föður sins. Hann hafði að sjálfsögðu oft komið i leikhús i Astraliu, en hann var óviðbúinn glæsileika og þokka Haymarket- leikhússins. A hinn bóginn voru leikhúsgestir gersneyddir glæsi- leik og þokka, flissandi, hnipp- andi og hvislandi og hefðu getað komiö beina leiö fráSydney.Leik- ritiö var stofukómedia um aura- lausan jarl, sem Benson Belgrave lék af festu og smekkvisi. Meöal annarra góðra leikara var gömul leikkona sem lék systur jarlsins, gjammandi forngrip, og auk þess var þarna ung kona með fallega rödd og yndislegt nef. Allir leik- endurnir virtust lita á leikritið sem skemmtilegt leikfang sem gekk handa i milli, og Tom var þeim alveg sammála. Þegar leik- ararnir voru kallaðir fram — og Belgrave hneigði sig I auömýkt sem var blandin háði — sat Tom eftir altekinn undarlegri angur- værö, sem hann reyndi ekki einu sinni aö skilgreina. Belgrave sat fyrir framan spegilinn i búningsherbergi sinu og nuddaði af sér hreinsunar- krem. Nú var hann allt öðru visi en jarlinn haföi verið, dálitiö gamall og þreytulegur. Tom þáöi whiskýblöndu, settist slöan út I horn og reyndi að sýnast litill og meinlaus. — Ég get séð svip, sagði Bel- grave, þegar hann var búinn að hreinsa á sér andlitið. — En þér eruö stærri og þreknari en faðir yöar var. Hann stóð á fætur og fór úr gamla, upplitaöa sloppnum. — Yerslunar- og skrifstofuhúsnæði óskast Verslunar- og skrifstofuhúsnæði, ca. 150 fermetrar að stærð, óskast til leigu eða kaups. Æskilegur staður Laugavegur eða nágrenni. Til greina kæmi húsnæði, sem væri á götuhæð og 1. hæð, þó ekki minna en 50 fermetrar á götuhæð. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins merkt „Auglýsingar 1100” fyrir 15. júlí n.k. Föstudagur 7.00 Morgunútvarp. Veðurr fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Heiðdis Norðfjörð heldur áfram lestri ,,Ævin- týris frá annarri stjörnu” (5). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Spjallaö viö bændur kl. 10.05. Morg- unpopp kl. 10.25. Morgun- tónleikar kl. 11.00: Josef Suk og Tékkneska fil- harmoniusveitin leika fiölu- konsert I a-moll op. 53 eftir Dvorák. Gachinger kórinn syngur „Sigenaljóð”, laga- flokk op. 103 eftir Brahms.. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan.úr endur- minningum Mannerheims. Sveinn Asgeirsson les þýð- ingu sina (11). 15.00 Miödegistónleikar, Hljómsveitin Philharmonla leikur atriöi úr „Svanavatn- inu” eftir Tsjaikovský; Igor Markevitsj stj. Hljómsveit Covent Garden óperunnar leikur svitu úr „Hans og Grétu” eftir Humperdinck; John Hollingsworth stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popphorniö. 17.10 Tónleikar. 17.30 Þættir úr feröabók Duff- erins lávarðar. Þýðandinn, Hersteinn Pálsson les (2). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Spurt og svarað. Ragn- hildur Richter leitar svara viö spurningum hlustenda. 20.00 Frá listahátíö. Kamm- ertónleikar að Kjarvals- stööum 19. f.m. Flytjendur: Jón H. Sigurbjörnsson, Pét- ur Þorvaldsson, Rögnvald- ur Sigurjónsson, Robert Jennings, Siguröur E. Garö- arsson, Helga Ingólfsdóttir, Kristján Þ. Stephensen, Einar Jóhannesson og Rut Ingólfsdóttir. a. „Mánasilfur”, trló fyrir flautu, selló og planó eftir Skúla Halldórsson (frum- flutningur). b. „Poem” eftir Sigurö E. Garöarsson (frumflutning- ur á íslandi). c. Konsert fyrir sembal, flautu, óbó, klarinettu, fiölu og selló eftir Manuel de Falla. 20.40 Suöur eöa sunnan? End- urtekinn fyrsti þáttur um dreifbýlismál, sem Hrafn Baldursson sá um. Þar ræddu þingmennirnir Helgi Seljan, Karvel Pálmason, Pálmi Jónsson og Stefán Valgeirsson vandkvæöi þess aö búa úti á landi. Aður útv. I apríl. 21.30 (Jtvarpssagan: „Gatsby hinn mikli” eftir Francis Scott Fizgerald. Þýöandinn, Atli Magnússon, les (11). 22.00 Fréttir. 22.15 Veöurfregnir. Búnaöar- þáttur: (Jr heimahögum. Magnús Kristjánsson bóndi I Norðtungu greinir frá bú- skaparháttum I Þverárhllð I viötali viö Glsla Kristjáns- son ritstjóra. 22.35 Slöla kvölds. Helgi Pét- ursson kynnir létta tónlist. 23.20 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. Ófrúlega Idgt verð Einsfök i goe&i OLL MET BARUM BREGST EKKI EINKAUMBOÐ: TÉKKNESKA BIFREIDAUMBODIÐ Á ÍSLANDI SoLUSTADIR: Hiólbaröaverkstæðift Nýbarði, Garöahreppi, simi 50606. Skodabúðin, Kópavogi, simi 42606. Skodaverkstæðið á Akureyri h.f.,simi 12520. Varahlutaverilun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstöðum, simi 1158. Indversk undraveröld. Mikiö úrvai af sérkennilegum, handunnum munum til tækifærisgjafa, m .a. Bali-styttur, veggteppi, gólf-öskubakkar, vegg- og horn- hillur, rúmteppi og púöaver, bahk- og ind- versk bómullarefni, Thai- og hrásilki, lampa- fætur, gólfvasar, slæöur, töskur, trommur, tekk-gafflar og -skeiðar I öllum stæröum, skálar, öskubakkar, kertastjakar, borðbjöll- ur, vasar, könnur og margt fleira nýtt. Einnig reykelsi og reykelsisker. Mikið úrval af mussum. iððl Jasmin Laugavegi 133 (viö Hlemmtorg). Auglýsingasiminn er 17500 DJQÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.