Þjóðviljinn - 01.08.1974, Síða 1

Þjóðviljinn - 01.08.1974, Síða 1
UOBVIUINN Fimmtudagur 1. ágúst 1974 — 39. árg. —138. tbl. APOTEK OPIÐ OLL KVÖLD TIL KL. 7. I NEMA LAUGARÖAGA TIL KL. 2, SUNNUOAGA MILLI KL. 1 OG 3 SlMI 40102 (U) ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON Dansað á sauð- skinni 65 dansarar og söngvarar úr Þjóðdansafélagi Reykjavikur munu nk. föstudagskvöld siita sauðskinni á fjölum Þjóðleik- hússins i tilefni af þjóðhátiðar- haldi í Reykjavik. Öansarnir erú settir upp af Sigriði Val- geirsdóttur en lögin útsett af Jóni Ásgeirssyni. Þau Sigriður og Jón styðjast i dagskrá sinni við kvæðin um þau Elif og (Jlfhildi en nánar er sagt frá þvi á þriðju siðu blaðsins i dag. —gsp Stjónuirmynduii: Niðurstaða í lok næstu vikii? Ennhefur enginn árangur orðið af samningaviðræðum flokkanna fjögurra um myndun rikisstjórn- ar. Eins og sagt hefur verið frá, hafa undirnefndir setið að störf- um og haldið nokkra fundi, og eins hafa.forystumenn flokkanna ræðst við og kannað ým'sa þætti þessara mála. Blaðið fékk þessar upplýsingar hjá Magnúsi Kjartanssyni ráð- herra og taldi hann óliklegt að sjá myndi fyrir enda á 'þessum mál- um fyrr en i lok næstu viku. í DAG í opnu er sagt frá meirihlutamynd' unum í hinum 19 kaupstöðum * landsins, og Arni Bergmann skrifar. um bókmenntaróð- stefnu, sem haldin var hér á landi Lög um tekjuöflun ríkisins nú undirbúin Jón Sigurðsson ráðuneytisstjóri vinnur að undirbúningi nýrrar lagasetningar Fjármálciráðherra hefur falið Jóni Sigurðssyni ráðuneytisstjóra að vinna að undirbúningi nýrrar lagasetningar um tekjuöfl- un ríkisins. Þá hefur Jón verið leystur undan starf- skyldum sínum i fjár- málaráðuneytinu um sinn svo að hann geti einbeitt sér að áðurgreindu verk- efni. Þá hefur Höskuldur Jónsson skrifstofustjóri verið settur ráðu- neytisstjóri i fjármálaráðuneyt- inu fyrst um sinn, frá deginum i dag að telja. Jafnframt hefur Þorsteinn Geirsson, núverandi deildarstjóri launadeildar, verið . settur skrifstofustjóri ráðuneytis- Höskuldur Jónsson hefur verið starfsmaður fjármálaráðuneytis- ins frá 1965. Bakkus og heila- sellur stjórna þrálátum nœturheimsóknum landans i sundlaugar borgarinnar Stöðugt fjölgar illa liðnum og oft afdrifarikum nætur- heimsóknum i sundlaugar borgarinnar. Munu það einkum vera Islendingar, sem taka sundtökin að næturþeli, og þa' oft undir öruggri hand- leiðslu Bakkusar. Að sögn Ragnars Stein- grimssonar, forstjóra sund- laugarinnar i Laugardal, er tjón vegna næturheimsókna orðið mjög verulegt og þeir eru ófáir dagarnir, sem laugarnar hafa lokað, vegna hreinsunar og lagfæringar eftir nátthrafnana. Sagði Ragnar að litill ágangur væri frá gestum tjaldstæðisins, við laugarnar — meira kæmi frá Klúbbnum og öðrum nær- liggjandi dansstöðum. Einnig væru nokkur brögð að þvi á vorin. að örbreyttar heilsellur eftir stifan próflestur geri kröfu til sundferða og væri þá ekki spurt um kristilegan tima i þvi sambandi. Sl. föstudag voru sundlaug- arnar i Laugardal lokaðar vegna næturheimsóknar. Var þá bliðviðri hið mesta og fjöldi manns varð frá að hverfa án þess að fá sólbakstur á laugar- barmi.' Giskaði Ragnar á að tjón vegna þeirrar heimsóknar yrði um 100 þúsund krónur, bæði vegna þess aðgangseyris sem tapaðist og eins vegna hreinsunarkostnaðar, en það virðist vera árátta ýmissa að gera þarfir sinar á við og dreif i þessum heimsóknum. — Það má segja að á einhverju gangi um hverja einustu helgi og svo stundum i miðri viku. sagði Ragnar. ..Lögreglan virðist litið geta gert annað en að reka fólkið i burt, — i mesta lagi að nöfnin séu skrifuð niður. Við erum eðlilega orðin langþreytt á amstrinu, en fáum litið að gert. Sennilega er næturvörður eina lausnin.” —gsp Teflt með lifandi taflmönnum Friðrik ólafsson, stórmeistari mun tefla á Laugardalsvellinum á sunnudaginn klukkan 15.30 við Noregsmeist- arann i skák, Sven Johannsen. Johannsen er alþjóðlegur meistari, og kemur hann hingað tíl lands og teflir við Friðrik i' tilefni af land- námshátið Reykvíkinga um helgina. Og tafl þeirra verður næsta ó- venjulegt, þvi þeir tefla með lif- andi taflmönnum. Taflmennirnir eru börn og unglingar á aldrinum 10—18 ára, sagði Friðrik, skóla- börn sem teflt hafa hjá Æskulýðs- ráði, þvi það er nauðsynlegt að þau kunni mannganginn. ,,Táflvöllurinn” verður i stærra lagi, fiver reitur verður 2,5 metr- ar á hvern kant, þannig að sjálft taflborðið mun ná yfir væna sneið af knattspyrnuvellinum. Börnin sem leika taflmennina verða klædd hvitum fötum og svörtum, og siðan með höfuðbún- að sem greinir þau sundur, peð frá manni, riddara frá biskupi o.s.frv. Ég reikna með að við Johann- sen munum svo sitja einhvers staöar fyrir framan stúkuna, kannski á hlaupabrautinni, og þar verðum við með venjulegt tafl- borð. Við fáum hálfa minútu fyrir hvern leik, og mun sérstakur timavörður gefa merki, þegar hver hálf minúta er liðin, en þá eigum við að vera tilbúnir með leik, sagði Friðrik Ólafsson. Guðmundur Arnlaugsson verð- ur skákstjóri, eða kynnir, og mun hann standa skammt frá borðinu, fylgjast með þvi sem þar fer fram og tilkynna hvern leik i hátalara. Og taflmennirnir verða þvi að kunna skil á mannganginum, þvi þeir eiga að bregða við hart um Laugardalsvelli breytt í skákborð á sunnudaginn leið og hver leikur er kynntur, og færa sig um set, hafi þeim verið leikið. Lifandi skák, eins og sú á Laugardalsvellinum á sunnudag- inn hefur ekki oft verið tefld hér á landi. Siðast hefur það sennilega verið i sambandi við heims- meistaraeinvigið 1972, þegar þeir tefldu á Laugarvatni, Friðrik og sá danski Larsen. Friðrik vann þá skák. Og þá er aðeins að vona að tafl- mennina rigni ekki niður i Lauglardalnum á sunnudaginn. —GG

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.