Þjóðviljinn - 01.08.1974, Síða 5

Þjóðviljinn - 01.08.1974, Síða 5
Fimmtudagur 1. ágúst 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 PRÓUINI Útflutningur vaðmáls, sokka og álftafjaðra Landbúnaðardeild t landbúnaðardeild þróunar- sýningarinnar er að finna merki- leg veggspjöld, sem hönnuð eru af Jóni bónda Kristinssyni í Lambey i Fljótshlið. Styðst hann þar við upplýsingar frá Guðmundi Jóns- syni skólastjóra um ýmsar stað- reyndir varðandi t.d. útflutning tslendinga fyrr á öldum. Má þarna sjá skemmtilega unnin linurit Jóns um sölu til útlanda á vaðniáli óða sokkum.fuglafjöðr- um og fiski.eða öðru því, sem iandinn notaði til tekjuöflunar i gamla daga. Að landbúnaðardeildinni standa 16 aðilar og er fram- kvæmdastjóri deildarinnar Magnús Sigsteinsson ráðunautur. Virðist mikil vinna hafa verið lögð f sýninguna, margir hafa lagt hönd á plóginn, og má geta þess, að svo til daglega er fram- reiddur matur úr islenskum land- búnaðar- og sjávarafurðum, og er sýningargestum boðið að bragða á og borða nægju sina. Auk áðurnefndra lfnurita er að finna m.a. nokkurs konar likan af ræktuðu og óræktuðu landi, og er þar sýndur . áhrifamáttur land- græðslu. Einnig er likan af nú- tima fjósi, svonefndu lausa- göngufjósi eða legubásafjósi, en nokkur slik hafa þegar verið reist hér á landi. Nýjustu matvæli úr land- búnaðarvöru eru sýnd i sérstök- um bás, Skógræktarfélag Reykjavikur gefur innsýn i skóg- rækt á Islandi, og veiðimálastofn- unin sýnir alibleikjur og urriða frá laxeldistöðinni i Kollafirði. Á vegum félags búvélainnflytj- enda eru nýjungar i tækjafram- leiðslu sýndar utan dyra við Laugardalshöll og sameinast i þessari deild gamli og nýi timinn, eins og raunar viðar, þvi það fyrsta;sem fyrir augu ber þegar inn er komið, er orf og ljár ásamt torfhlöðnu fjárhúsi, sem reist var undir stjórn Guðmundar Jósafatssonar frá Brandsstöðum. —gsp Cr landbúnaöardeildinni . Lausagönguf jós og áhrifamáttur landgræðslu eru sýnd á þessu stóra likani, og ofarlega tii vinstri er landgræðsluflugvéiin á flugi yfir óræktað iand. Þjóðhagsstofnunin tekur til starfa Jón Sigurðsson hagrannsóknastjóri skipaður forstjóri Jón Sigurðsson hagrannsókna- stjóri, sem verið hefur forstöðu- inaður hagrannsóknadeildar Framkvæmdastofnunar rikisins, hefur verið skipaður forstjóri Þjóðhagsstofnunarinnar. Alþingi samþykkti hinn 8..mai 197 4 frumvarp til laga um Þjóð- hagsstofnun og breytingu á lögum nr. 93/1971 um Fram- kvæmdastofnun ríkisins. Með lögum þessum, sem öðlast gildi 1. ágúst 1974, er Þjóðhagsstofn- uninni falið það verkefni að fylgjast með árferði og afkomu þjóðarbúsins, vinna að hagrann- sóknum og vera rikisstjórn og Al- þingi til ráðuneytis i efnahags- málum. Lögin fela það i sér, að verk- efni, starfslið og starfsaðstaða hagrannsóknadeildar Fram- kvæmdastofnunar rikisins færast frá 1. ágúst nk. að telja til Þjóð- hagsstofnunarinnar, sem heyrir undir forsætisráðherra, og skipar hann forstjóra hennar. Meðal verkefna Þjóðhagsstofn- unar eru þessi talin i 2. gr. lag- anna: 1) Að færa þjóðhagsreikninga. 2) Að semja þjóðhagsspár og á- ætlanir. 3) Að semja og birta opinberlega tvisvar á ári, vor og haust, yfir- litsskýrslur um þróun þjóðar- búskaparins og horfur i þeim efnum, þar á meðal um fram- leiðslu, neyslu, fjárfestingu, viðskipta- og greiðslujöfnuð, Framhald á 11. siðu. Sala minnispenings Þjóðhá- tíðarnefndar 1974 er hafin. Söluna annast bankar og helstu mynt- salar. Fornar vættir og landnáms- eldur prýða peninginn, sem hann- aður er af Kristínu Þorkelsdóttur teiknara. Peningurinn er 7 cm i þvermál, hátt upphleyptur og þykk- ur. Slegnar voru tvö þúsund samstæðUr af siifur- og bronspen- ingi, sem kosta kr. 18.000,00, og ellefu þúsund eintök af stökum bronspeningum á kr. 1.900,00. Hver pentngur er númeraður. Pen- ingarnir eru seldir í öskjum, og fylgir hverri þeirra smárit, sem gerir grein fyrir landvættum ís- ‘éitf * ' kk -y í . ■» .1 * ,> • , > "k '

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.