Þjóðviljinn - 01.08.1974, Síða 7

Þjóðviljinn - 01.08.1974, Síða 7
Fimmtudagur 1. ágúst 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Forseti bæjarstjórnar er fram- sóknarmaðurinn Guðmundur Bjarnason. Ein kona situr i bæjarstjórn Húsavikur. Seyöisf jöröur A Seyðisfirði samanstendur meirihlutinn af þremur fulltrúum Framsóknarflokks og tveimur fulltrúum Sjálfstæðisflokks. Framboðsflokkur kom að einum bæjarfulltrua, sem ekki er form- lega aðili að méirihlutanum, en mun hafa kpsið með meirihluta- mennunum i nefndir og ráð bæjarins. i minnihlutanum eru þrir fulltrúar af sameiginlegum lista óháðra kjósenda, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, einn fra hverj- um framboðsaðilanum fyrir sig. Kristján Þorgeirsson, sem ráð- inn var bæjarstjóri til Seyðis- fjarðar 1. september i haust er leið, hlaut ekki náð fyrir augíiti hins nýja meirihluta og hefur þvi vérið ráðinn maður að nafni Jónas Hallgrimsson til þess að gegna starfinu. Forseti bæjar- stjórnar er framsóknarmaðurinn Hörður Hjartarson. Tvær konur eiga sæti i bæjar- stjórn Seyðisfjarðar, og ganga Seyðfirðingar næstir Grindvik- ingum i kvensemi við val bæjar- fulltrúa. Eskif jöröur Eskifjörður var endurreistur sem kaupstaður með lögum frá alþingi i vor. Eftir bæjarstjórnar- kosningarnar höfðu framsóknar- menn forgöngu um meirihluta-, myndun, og völdu sér til sam- starfs einn Alþýðuflokksmann og tvo sjálfstæðismenn. Tveir bæj- arfulltrúar Alþýðubandalagsins eru i minnihluta. Bæjarstjóri var ráðinn Jóhann Klausen, sem verið hafði sveitar- stj. þeirra Eskfírðinga. Forseti bæjarstjórnar er Kristmann Jónsson framsóknarmaður. Engin kona er i bæjarstjórn á Eskifirði. Vestmannaeyjar Fyrir kosningarnar i vor var meirihluti starfandi i Eyjum, sem mýndaður var:af Alþýðubanda- lagi, krötum og framsóknar- mönnum. 1 kosningunum i vor buðu framsóknarmenn og Alþýðubandalag fram sameigin- legan lista og fengu tvo fulltrúa, en kratar fengu þrjá. Sjálfstæðis- flokkurinn fékk fjóra menn kjörna eins og áður var. Meirihlutinn i Eyjum stendur ekki alveg traustum fótum fyrir þær sakir, að framsóknarmenn langar öll lifandis ósköp til þess að gera frægasta fallkandidat úr tvennum kosningum þessa árs að bæjarstjóra i Vestmannaeyjum, en þó féllust þeir á, að kjósa sér Magnús H. Magnússon sem bæj- arstjóra til éins árs, en Magnús hefur gegnt þvi starfi i það minnsta um tveggja kjörtimabila skeið. Fyrir vikið má segja að fram- sóknarmenn hafi fengið kosinn forseta bæjarstjórnar, 'Sigurgeir Kristjánsson. Ein kona situr i bæjarstjórn Vestmannaeyja. Samtals t þeim þrettán kaupstöðum, sem einn framboðslisti náði ekki hreinum meirihluta, hafa meiri- hlutar verið myndaðir á þennan hátt: Framsókn + Sjálfstæðisfl = 3 Framsókn + kratar = 2 Framsókn + kratar + ihald = 2 Framsókn + kratar + Alþýðubandalag = 4 íhald + óháðir = 1 íhald + Samtök frjálsl. = 1 Af þessu sést, að ihaldið vinnur með hverjum sem er. Framsókn einnig. Alþýðubandalagsmenn hafa ekki efnt til meirihlutasam- starfs nema með þeim flokkum, sem sjálfir kenna sig við vinstri stefnu. 14 konur hafa verið kjörnar i bæjarstjórnir 11 bæjarfélaga. I þremur bæjum eru tvær konur i bæjarstjórn, það er i Reykjavik, en þar eru þær tvær af 15, á Seyöisfirði eru þær tvær af niu og i Grindavik, þar sem tvær konur sitja i bæjarstjórn sem skipuð er 7 fulltrúum. —-úþ. Af Marx, Freud og kvenfólki Frá fyrsta degi ráðstefnunnar. í siðustu viku var haldin i Háskóla íslands fimm daga ráðstefna um ,,Hugmyndir og hug- myndafræði i Norður- landabókmenntum” og var miðað við timann eftir fyrri heimsstyrj- öld. Samtök háskóla- manna, sem við norræn fræði fást, IASS. héldu þessa ráðstefnu, sem er hin tiunda i röðinni. Erfiðir draumar Sveinn Skorri Höskuldsson próf. var forseti IASS þetta tima- bil og þar með formaður und- irbúningsnefndar, en frá og með aðalfundi IASS flyst þessi ábyrgð yfir til 'Belgiu, og verður næsta ráðstefna haldin i Ghent. Ekki var annað að heyra á ráð- stefnunni en menn væru mjög ánægðir með skipulagningu henn- ar og starf, og margir gátu um mikla gestrisni opinberra aðila, sem eru vissulega vinsamlegri slikum tildragelsum en annars staðar þekkist. Enda sagði hinn nýi forseti IASS, Bolckmans, að sig væri þegar farið að dreyma illa um nætur — ekki svo mjög fyrir innrás Normarina eins og forfeður hans flæmsku á sinum tima — heldur vegna þeirrar þungu byrði, sem hið islenska for- dæmi gæfi. Efnablanda Eins og áður hefur verið raki.ð að nokkru hér i blaðinu, var byrj- að á inngangserindum um þróun hugmyndakerfa i bókmenntum i hverju landi fyrir sig. Vissulega var hún um margt hliðstæð i þess- um skyldu liJndum, enda þekktu þau öll verðmætakreppu eftir fyrra strið, heimskreppu siðar, hörku i stéttastriði, fasisma. Menn leituðust við að setja saman i kerfi þær hugmyndir, sem gætu oröiö þeim einskonar fastur punktur i hraðbreytilegum heimi. Menn beittu Freud til endurskoð- unar á fyrri viðhorfum til fjöl- skyldu, uppeldis og kynlifs og Marx sér til skilnings á þjóðfé- lagsvandamálum, og var algengt að menn reyndu að skeyta þess- um ágætu júðum saman. Menn trúðu á skynsemi, rökvisi, gagn rýni, stéttvisi og mættu viðbrögð- um hjá boðberum dulrænu, trúar- legrar sameiningarhyggju,' þjóð- ernishyggju. Eins og að likum lætur varð efnablandan i bleki bókmenntamanna oft næsta flók- in, ekki sist hjá tslendingum og Finnum, sem urðu ekki fyrir verömætakreppu i sama mæli og aðrir eftir fyrra strið, en voru þá og. lengi siðan afar upp- teknir við þjóðernismál og sjálf- stæöismál, um leið og þeir heyja sin stéttastrið eins og aðrir menn. Finnar mest forvitni að finnska yfirlits- fyrirlestrinum —um Finna vitum við minnst. Johan Wrede frá Helsinki hélt þvi t.d. fram, að það hefði ekki verið fyrr en eftir ósig- urinn i styrjöldinni siðari, að Finnar gátu tekið að lita á sögu sina hlutlægt, gátu „afróman- tiserað” hana, ef svo mætti segja. Hann sagði einnig, að það hefði ekki verið fyrr en Vainb' Linna (höfundur Óþekkta hermannsins) gaf út „Fram þjáðir menn”, að til varð lýsing á hinu heiftarlega borgarstriði milli hvitliða og rauðliða i Finnlandi eftir rúss- nesku byltinguna, sem báðir aðil- ar, arftakar rauðra og „hvitra” hugmynda, gátu sætt sig við. Spyrja má: Er þetta framför? Vist er að bókmenntir hafa unnið pokkurn sigur i hlutlægni. Sem svarar þá liklega til þess, sem Finnar missa i pólitískri ástriðu. Ég spurði Johan Wrede að þvi, hvort það væri eins i Finnlandi og hér, að höfundar hefðu af þvi þungar áhyggjur, að þeir skrifuðu fyrir litið samfélag og raddir þeirra heyrðust ekki um viðan heim. Hann taldi sig kannast nokkuð við þennan söng, ekki sist meðal sænsk-finnskra höfunda. Svo er mál með vexti, sagði hann, að sænsk-finnskar bókmenntir eru litiö lesnar i Sviþjóð, og hér við bætist, að sænskir Finnar lesa ekki sinar bókmenntir, þótt að- eins sé það nú farið að skána upp á siðkastið. Að þvi leyti eru is- lenskir höfundar betur settir að þvi mér skilst, en að öðru leyti má vel bera þessi málsamfélög sam- an. Misjafnir marxistar Leið ráðstefnunnar lá frá yfir- litsfyrirlestrunum til umræðu- hópa og svo til fyrirlestra, sem fjölluðu um hugmyndir og strauma i verkum einstakra höf- unda. I hópunum var rætt um freudisma og marxisma, existen: sialisma og trúarhreyfingar, barnabækur og kynskiptingu I bókmenntum. Einn þátttakandi hefur ekki möguleika á að fylgj- ast nema með einum hópi, og eins og kannski var eðlilegt hnusaði undirritaður af marxistum. Þar mættust fulltnlar þess marx- isma, sem iðkaður er um austan- veröa álfuna (tveir háskólamenn frá Greifswald i DDR), og svo Norðurlandamenn, sem meira hafa lagt sig eftir nýjum, vest- rænum „vinstrivilium”. Eins og viö mátti búast fór svo, að hver át úr sinum poka, og hefði þurft betri undirbúning til að takast mætti að koma á raunhæfara sambandi. En allavega má segja, að menn hafi haft góðan vilja til að hlusta hver á annan, og skyldi ekki vanþakka það: Ætlar konan að lifa? Kannski er dálitiö út i hött að reyna að drepa á einstaka fyrir- lestra; þá er allavega ekki hægt að skoða svo vit sé i, fyrr en þeir koma út á prenti. Helga Kress talaöi t.d. um meðferð á konum i siðustu bókum Indriða G., Thors, Svövu og Guðbergs. Má vera að einhverjum hafi fundist máls- meðferð full ögrandi, jafnvel ósanngjörn i garð Indriða, til dæmis. En þvi ekki það? Kvenna- málin eru i reynd ferskasti „mál- staðurinn” og einkar fróðlegt framhald á glimu rithöfunda við bæöi Freud og Marx á fjórða ára- tugnum. Þvi er engin ástæða til aö frábiðja sér „einhliða” skoð- un, að hlutirnir séu yddir til að menn taki við sér, veiti betur at- hygli þvi sem þeir áður létu sér sjást yfir. Ég get t.d. játað fyrir mina parta.aðræða Helgu minnti mig á, að ég hafði sem lesandi Leigjandans eftir Svövu Jakobsdóttur gleymt að hugsa um húsmóðurina i sögunni sem persónu með sérstakri aðild og rétti, svo mjög var maður upp- tekinn við sameiginleg viðbrögð hennar og manns hennar við leigjandanum, — við samskipti þessara tveggja tslendinga við þann sem kom. Og svo börnin Fyrirlestur Mettu Winge frá Danmörku minnti rækilega á, að hvergi er auðveldara að fylgjast með framvindu hugmyndakerfa en i barnabókum, og um leið á það, að ihaldsöm viðhorf eru þar miklu sterkari og seigari en i þeim bókum, sem skrifaðar eru fyrir fullorðna. Barnabækur hafa verið hólfaðar i drengja- og telpnabækur og kynjahlutverkun- um óspart haldið fram með hefð- bundnum hætti. Drengjabækur hafa verið i anda borgaralegrar einstaklingshyggju. Fátækt er þar ekki þjóðfélagslegt fyrirbæri, heldur einstaklingsvandi: Sagan segir frá pilti sem fæddur er til erfiðra kjara en sækir fram með áræðni og foringjahæfileikum, — um leið og hann er hundrað prósent löghlýðinn og hollur opin- beru siðgæði. Hann er ekki til i sinu umhverfi, heldur þrátt fyrir það. A siðari árum hefur þó orðið sú breyting á skárri barnabókum, að telpnabókin hefur horfið inn i drengjabókina. Og i stað aðdáun- ar á hinum sterka einstaklingi, sem öllum tálmunum ryður úr vegi, er komin viss dýrkun á sam- hentum hópi, litlu samfélagi, — sem svo að sinu leyti skákar alls konar illþýði og hættum. Miklu minni breytingar verða siðan á þeim bókum, sem höfundar semja i löngum flokkum með æs- ingar og gróða einn i huga. Og siðan er hin sósialiska barnabók rétt að fæðast, þótt hún sé reynd- ar ekki farin að bera sig um nema i Sviþjóð. Leitin i Atórastöðinni Janet Mawby frá East Anglia háskólanum flutti mjög áheyri- legan fyrirlestur um „kollektiv- ar” skáldsögur; þegar menn á þriðja áratugnum reyndu að gera sér grein fyrir afmörkuðum hópi manna, skipshöfn, vinnufélögum, sambýlisfólki, litlu samfélagi, og þá gefa sem ýtarlegasta heildar- mynd af viðbrögðum þeirra, einkum við ýmsum ótiðindum á timum kreppu og fasisma. Þeir sem heyrðu kunnu margt lofsam- legt að segja frá erindi Eliasar Bredsdorffs um það, hvernig Freud, og þó sérilagi Marx smeygði sér inn I skáldsögur Kirks, t.d. þá sem segir frá heimatrúboðsfiskifólki á hrjóstr- um Jótlands, og hvernig margir létu sér sjást yfir þessi tiðindi. Þá var einnig mjög vel útfærð lýsing Auduns Tvinnereim frá Björgvin á áhrifum Wilhelms Reichs á Sig- urd Hoel, sem fyrir þeirra sakir komst að þeirri niðurstöðu, að fé- lagsleg frelsun væri litill fengur, nema henni fylgdi kynferðisleg frelsun einnig. Þessi fróð- lega blöndunartilraun á ýmsu úr Marx og Freud endaði að ýmsu leyti einkennilega — þegar Sigurd Hoel vildi gera sér grein fyrir fas- imsa eftir striðið, leitaði hann ekki að félagslegum rótum hans, heldur að margVislegum vand- kvæðum i uppeldi og einkalifi við- komandi einstaklinga fyrst og fremst. Siðasta fyrirlesturinn flutti Hermann Pálsson,og var hann um Atómstöðina — og eins og við mátti búast fjölgaði forvitnum að mun meðan þau tiðindi gerðust. Hann nálgaðist þetta efni á nokk- uð óvæntan hátt. Þvi fór fjarri, að hann vildi gera litið úr pólitisku inntaki verksins, sam- hengi þess við átök timans. En hann fjallaði mest um verkið sem einskonar tilbrigði við „leitar- skáldsögu”, söguna af þeim, sem fer aö heiman i leit að merkum sannindum og dýrmætum (og sneri kannski heim til fyrri ver- aldar aftur, þótt Ugla i Atómstöð- inni geri það ekki). 1 þvi sam- hengi lagði hann mest út af val- kostum Uglu, skilningi hennar á þvi, hvað sé að vera frjáls, vera manneskja. Þar með skal sleginn botn i lauslegt spjall — en næstu daga birtum viö nokkur viðtöl við þátt- takendur. —áb. Kannski var Islendingum einna FRÁ BÓKMENNTARÁÐSTEFNU. Á.B. TÓK SAMAN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.