Þjóðviljinn - 29.08.1974, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. ágúst 1974.
Islendingar taka
þátt í 6 landa-
keppni í skák
Islendingar taka nú þátt i sex-
landakeppninni svokölluöu i ann-
aö sinn. t sexlandakeppninni taka
þátt norðurlöndin fimm og
Þýskaland. Til keppninnar var
fyrst stofnað 1971 og þá teflt i
Grossenbrode i Þýskalandi og
Manna-
skipti á
fjöi-
miðlum
Alfreð Þorsteinsson,
iþróttafréttaritari Timans,
mun taka við störfum Tómas-
ar Karlssonar, ritstjóra þess
blaðs i haust, þegar Tómas
heldur til New York, þar sem
hann mun gegna störfum
sendifulltrúa tslands hjá Sam-
einuðu þjóöunum.
Alfreð mun veröa geröur að
ritstjórnarfulltrúa og gegna
m.a. störfum þingfréttaritara.
Frést hefur einnig, að Jón
Helgason, ritstjóri TImans,láti
af störfum um næstu áramót,
og að eftirmaður hans verði
hugsanlega Jónas Guðmunds-
son, listmálari og rithöfundur.
Jónas hefur skrifað nokkuð i
Timann að undanförnu og
mun eiga upp á pallborðiö hjá
Kristni Finnbogasyni, fram-
kvæmdastjóra blaðsins.
Mannaskipti munu og verða
á Visi. Jón Birgir Pétursson,
fréttastjóri lætur af störfum
þar á næstunni, en ekki er enn
vitað hver tekur við, eöa hvort
nýr maður verður ráðinn I
hans stað.
Þá hefur Þjóðviljinn og
hlerað, að Hjörtur Pálsson,
dagskrárstjóri útvarpsins, sé
að láta af þeim starfa.
einnig 1972. En i fyrra héldu Dan-
ir mótiö og var teflt i Ribe og urðu
þeir jafnframt sigurvegarar,
hlutu 20 1/2 vinning. Islendingar
höfnuðu í næst neösta sæti á und-
an Finnum, hlutu 11 1/2 vinning.
Þjóöirnar reyna aö sjálfsögðu að
tefla fram sinum bestu mönnum i
þessa keppni, en um leið er einum
ungling, innan 24 ára aldurs gefið
tækifæri og einni konu.
Þau sem tefla fyrir tslands
hönd að þessu sinni eru:
1. borö Ingvar Asmundsson
2. borö Björgvin Viglundsson
3. borð Jónas Þorvaldsson
4. borð Magnús Sólmundarson
5. borð Sævar Bjarnason (20 ára)
6. borð Guðlaug Þorsteinsdóttir
(13 ára)
Þau Ingvar Ásmundsson og
Guölaug tefldu i fyrra og var
Ingvar þá á 4. borði.
Þjóðverjar halda þessa keppni
annaðhvort ár, en hitt árið skift-
ast Norðurlandaþjóöirnar á. Eftir
nokkur ár mun væntanlega koma
röðin að íslendingum að halda
þessa keppni. Eckernförde, þar
sem keppnin fer nú fram,er litill
ferðamannabær i Slésvik-Hol-
stein, skammt frá Kiel.
Fararstjóri verður forseti
Skáksambands Islands, Gunnar
Gunnarsson, en einnig verður
með i förinni faðir Guðlaugar,
Þorsteinn Guölaugsson,
Fyrirlestur um
kvikmyndagerð
Júrl P. Salnikof, sovéskur kvik-
myndagerðarmaður heldur fyrir-
lestur f ráðstefnusal Loftleiða á
miövikudaginn i næstu viku, þann
4. september. Fjallar fyrirlestur
hans um gerð heimiidarkvik-
mynda I Sovétrikjunum, og sýnir
hann einnig eigin myndir. Túlkur
flytur mál Salnikofs, og er að-
gangur ölium heimiil og ókeypis.
Hefst fyrirlesturinn klukkan
20.30.
Salnikof er hér staddur ásamt
tuttugu öðrum ferðamönnum frá
Sovetrikjunum, en Sovétmenn-
irnir eru úr hinum ýmsu Sovét-
lýöveldum, Rússlandi, Úkrainu,
Hvita-Rússlandi, Georgiu,
Armeniu, Eistlandi, Lettlandi og
Litháen — i hópnum eru læknar,
kennarar, jarðfræðingar, kvik-
myndagerðarmenn, námuverka-
maður, formaöur samyrkjubús,
ritstjóri, myndhöggvari o.fl.
Það er MÍR sem stendur fyrir
fyrirlestrinum á miövikudaginn,
og einnig efnir MIR til fagnaðar i
Leikhúskjallaranum þann 5. sept.
um kvöldið, og gefst mönnum þá
færi á að hitta Sovétmennina og
ræða við þá. Það kvöld verða og
ýms skemmtiatriði á boðstólum i
Leikhúsk jallaranum.
—GG.
Nýtt skip í flotann
„Eldvik” heitir nýtt skip, sem
bættist f fslenska flotann f gær.
Það er útgerðarfyrirtækiö „Vfkur
h.f.”, sem keypti skipið frá Vest-
ur-Þýskalandi, og er það fimm
ára gamalt, 2800 tonn að stærð.
Vikur h ,f. eiga aðeins þetta eina
skip, en fyrirtækið seldi eldra
skip sem það átti og fékk sér þetta
nýja I staðinn.
Heimahöfn „Eldvikur” er
Reykjavik, en skipið verður i
flutningum milli Islands og
Evrópu eftir þvi sem flutningar
falla til, en einnig verður það leigt
til flutninga á almennum mark-
aði. Skipstjóri á Eldvik er Garðar
Agústsson, en alls eru 12 manns á
skipinu.
KV ÁLLSÖPPETINORDENSHUS
Lektor Haraldur ólafsson káserar um
ámnet ,,Finns det ett modernt Island?” i
samlingssalen kl. 20:30.
Kafeterian ar öppen kl. 20:00—23:00.
Lás dagstidningar hemmifrán með kaffet.
VÁLKOMNA
Nordens hus
NORRÆNA
hCjsið
FRÁ ÞINGHOTSSKÓLA
I KÓPAVOGI
Staðfesting umsókna og innritun nýrra
nemenda fer fram á skrifstofu skólans
föstudaginn 30. ágúst kl. 10—12 árd. og
2—4 siðd. Simar 43010 og 43015.
Gert er ráð fyrir, að skólinn taki til starfa
17. sept. en skólasetning verður auglýst
siðar.
Skólastjóri.
FRÁ BARNASKÓLA
GARÐAHREPPS
Nemendur mæti i skólann mánudaginn 2.
september sem hér segir:
11 og 12 ára börn komi kl. 10.
10 og 9 ára börn komi kl. 11.
8, 7 og 6 ára börn komi kl. 14.
SKÓLASTJÓRI.
VÓLUSKRÍN
vill ráða áhugasamt fólk til starfa hálfan eða
allan daginn.
Umsóknir sendist í verslunina fyrir 2. septem-
ber.
Völuskrín h.f.
Sérverslun með þroskaleikföng og barnabækur, Lauga-
vegi 27,
PÓSTUR OG SÍMI
Laus staða hjá Rekstursdeild
— ísafjörður
staða loftskeytamanns eða símritara
við loftskeytastöðina.
Nánari upplýsingar veitir umdæmis-
stjóri Pósts og síma Isafirði.
Stöður 2ja
deildarfulltrúa
i fjölskyidudeild stofnunarinnar eru lausar til umsóknar.
Umsækjendur skulu hafa próf i félagsráögjöf.
Laun samkvæmt kjarasamningi við Starfsmannafélag
Reykjavikurborgar.
Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri
störf þurfa að bcrast fyrir 14. september n.k.
SMS Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
VONARSTRÆTI 4 - SIMI 25500
—GG