Þjóðviljinn - 29.08.1974, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 29. ágúst 1974.
DIOÐVIUINNX
MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: útgáfufélag Þjóðviljans Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur)
Ritstjórar: Kjartan ólafsson
Svavar Gestsson (áb) Prentun: Blaðaprent h.f.
ÁHRIF ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á FRÁFARANDI STJÓRN
1 liðlega þrjú ár hefur nú setið að völd-
um rikisstjórn þriggja stjórnmálaflokka.
Stjórnin var mynduð 1971 i júlimánuði.
Fyrstu mánuðir vinstristjórnarinnar ein-
kenndust þegar af stórfelldum breyting-
um i kjaramálum alþýðumanna, um leið
og lagður var grundvöllur að uppbyggingu
atvinnuveganna og útfærslu landhelginn-
ar. Þessari stefnu var fylgt allan timann
og undir lok valdatimabils fráfarandi
stjórnar komu stjórnarflokkarnir sér
saman um tillöguflutning gagnvart
Bandarikjamönnum um brottför hersins.
Það er sjaldgæft að það sé mark á þvi
takandi sem haldið er fram i áróðri i i-
haldsblöðunum. Þó ber það óneitanlega
við og það er áreiðanlega rétt, sem ihaldið
hefur hamrað, að völd Alþýðubandalags-
ins innan stjornarinnar voru mjög veruleg
og stefna Alþýðubandalagsins setti mark
sitt á flestar athafnir stjórnarinnar og
raunar allar þær sem til frambúðar horfðu
um bætt kjör alþýðu landsins. Völd Al-
þýðubandalagsins helguðust fyrst og
fremst af styrk þess innan verkalýðs-
hreyfingarinnar og samtaka launafólks
yfirleitt. Þau mál sem aðallega verður
minnst af valdaferli fráfarandi rikis-
stjórnar eru tengd Alþýðubandalaginu og
ráðherrum þess Lúðvík Jósepssyni og
Magnúsi Kjartanssyni.
1. Landhelgin var færð út í 50 milur þrátt
fyrir andstöðu ihaldsaflanna. Lögsögn
Haag-dómstólsins var hafnað. Lagður
grundvellur að alþjóðlegri hreyfingu
sem nú virðist ætla að tryggja auðvelda
útfærslu landhelgi okkar og annarra
rikja i 200 milur.
2. Samkomulag tókst um fyrirkomulag á
brottför bandariska hernámsliðsins og
hefur það aldrei áður gerst að unnt hafi
verið að ná samstöðu um þessi atriði
milli stjórnmálaflokka. Enda þótt
framkvæmdin hafi ekki tekist vegna
slælegrar framgöngu Framsóknar-
manna, ofboðslegs þrýstings hernáms-
aflanna og þess að vinstristjórn komst
ekki saman á ný er hér um afar mikil-
vægan árangur að ræða sem hafa mun
varanleg áhrif á alla baráttu hernáms-
andstæðinga i landinu og auðvelda
starf þeirra. Ekki verður skilist við
þetta mál án þess að minna á lokun
Keflavikursjónvarpsins inni á vallar-
svæðinu og munu landsmenn sjá
árangur þess nú um helgina.
3. Tekist hefur að byggja upp atvinnuvegi
landsmanna, togaraflota, frystihús og
iðnað þannig að nú er allt annað um að
litast en áður var. Viðreisnarstjórnin
skildi atvinnuvegina eftir í rúst.
4. Um leið og atvinnuleysisvofunni hefur
verið bægt frá hafa kjör alþýðunnar
batnað að miklum mun frá þvi sem var.
Kaupmáttur launa er nú hærri en
nokkru sinni fyrr um nærri 30 ára skeið.
Elli- og örorkulifeyrir er margfalt hærri
að kaupmætti en þegar stjórnin tók við
og þannig mætti lengi telja. Alger end-
urskipulagning heilbrigðisþjónustunnar
hefur verið lögfest og framkvæmdir
hafnar. Létt hefur verið af öllum nef-
sköttum og skattbyrði létt. Þegar sið-
asta ASl-þing var haldið voru kjara-
samningarnir 1971 kallaðir bestu kjara-
samningar sem gerðir hefðu verið, en
þeir höfðu í för með sér stórfelldar
kjarabætur, orlofsaukningu og 40
stunda vinnuviku. Það var hlutur Al-
þýðubandalagsins i fráfarandi rikis-
stjórn, sem þarna olli mestu um. Þessar
umbætur á kjörum launamanna og við-
skiptamanna alþýðutrygginganna for-
dæmdi ihaldið og kallaði i vandlæting-
artón ,,veisluhöld”!
Allur sá árangur stjórnarinnar, sem hér
hefur verið talinn á beint rætur að rekja til
stjórnaraðildar Alþýðubandalagsins. Þess
vegna mun Alþýðubandalagið einnig nú i
stjórnarandstöðu sýna miklu meiri styrk
og afl en svarar þingmannatölu flokksins
og Alþýðubandalagið mun beita þessum
styrk til þess að verjast árásum aftur-
haldsstjórnarinnar, sem Ólafur Jóhannes-
son myndaði handa hinum islenska
Rockefeller, auðmanninum Geir Hall-
grimssyni. Þennan styrk mun Alþýðu-
bandalagið einnig nota til þess að vinna
svo öflugan kosningasigur i næstu kosn-
ingum að auðstéttarstjórnin falli og það
fyrr en seinna.
Þeirrar rikisstjórnar sem nú er farin frá
mun lengi verða minnst fyrir þau mál sem
hér voru nefnd og mörg fleiri. Þegar hún
skilar af sér er hagur landsmanna betri en
nokkru sinni fyrr/ hagur atvinnuveg-
anna góður og lagður hefur verið grund-
völlur að áframhaldandi bættum lifskjör-
um og menningarlegra lifi. Þeir sem bera
ábyrgð á þvi að hafa eyðilagt möguleik-
ana á framhaldi þeirrar stjórnar axla
þunga byrði.
Því lakara bræðsluhráefni-
þeim mun minna proteinmagn
Viö sölu á fiskimjöli (þorsk-
mjöli, loönumjöli o.s.frv.) er, eins
og kunnugt er, veröiö miöaö viö
proteineiningu, þ.e. þvi þrotein-
rikara sem mjöliö er, þeim mun
hærra verö fæst fyrir hvert tonn
aö ööru jöfnu.
Það er þvi augljóst mál, að m
ikils er um vert að nýta til hins
ýtrasta það prótein, sem i hráefn-
inu (fiskúrgangi, loðnu) er. Hin
ákjósanlega vinnsla er að sjálf-
sögðu sú, að proteiniö og raunar
þurrefnið allt, þ.e. protein, aska
og salt, skili sér 100%. Svo gott
verður ástandið liklega aldrei
með þeim tækjabúnaði og aðstæð-
um, sem verksmiðjurnar nú búa
við, en hins vegar má örugglega
hafa töluverð áhrif til betri nýt-
ingar þess proteins, sem hráefnið
inniheldur, með til þess að gera
einföldum aðgerðum. Frumskil-
yröi fyrir sliku er þó það, að verk-
smiðjueigendur og aðrir þeir,
sem vinnslunni stjórna, geri sér
grein fyrir þvi, að hvern hátt töp-
in eiga sér stað.
1 höfuðdráttum verða þessi töp
á próteini á tvennan hátt, annars
vegar fyrir vinnsluna, þegar hrá-
efnið skemmist, og hins vegar I
vinnslunni, sérstaklega við of-
þurrkun mjöls i eldþurrkurum.
Markmið þessarar greinar er
að reyna að varpa nokkru ljósi á
fyrrnefnda atriðið, þ.e. samband-
ið á milli próteinmagns I mjöli og
rotnunar og annarra skemmda i
hráefni fyrir vinnslu. Vitað er, að
ein afleiðing rotnunar er sú, að
eggjahvituefnin (proteinið)
brotna niður, og niðurbrotsefnin
rjúka að hluta i burtu. 1 þessu
sambandi skal bent á niðurstöður
geymslutilraunar, sem sagt er
frá i grein Geirs Arnesen og
Hjalta Einarssonar, „Hagnýting
á slógi” i bók Verkfræðifélags
Islands, „Vinnsla sjávarafla” frá
árinu 1967.
Á s.l. loðnuvertið var fylgst
reglulega með afurðum beggja
loðnuverksmiðjanna i Vest-
mannaeyjum (F.I.V.E. og
F.E.S.) og hafa báðar góðfúslega
veitt leyfi til þess, að þær niöur-
stöður efnagreininga, sem stuðst
er viö i þessari samantekt, birtist
á þennan hátt.
Þegar meta skal tölulega sam-
bandið á milli proteinmagns i
mjöli og skemmda i hráefni, sem
það er unnið úr, þarf að finna not-
hæfar mælieiningar fyrir hvort
atriðið fyrir sig. Proteinið er ein-
faldlega ákvarðað með Kjeldahl-
aðferð (sem N x 6,25). Til sam-
ræmis er það siðan umreikna á á-
kveðinn þurrefnisgrundvöll, sem
i þessu tilfelli er 80%, þ.e. saman-
lagt er vatn og fita talið 20% af
mjölmagni. Skemmd á hráefni
má aftur á móti meta tölulega á
ýmsa vegu, en nærtækust er sú
aðferð, sem hér er valin, að
leggja sýrustig i framleiddu lýsi
til grundvallar.
Þessar tölur, þ.e. proteinmagn
mjöls og súr i lýsi, frá loðnu-
bræðsiunni i Vestmannaeyjum
1974 liggja fyrir. I þessari saman-
tekt hefur proteinmagnið verið
miðað við 80% heildarþurrefni og
fundnar meðaltalstölur fyrir
hvern sólarhring, i hvorri verk-
smiðju. Teknar eru tölur frá alls
55 vinnsludögum sem dreifast
nokkuð jafnt á timabilið 1.
febr,—3. april. I niðurstöðunum
kemur glögglega i ljós sambandiö
á milli þessara tveggja þátta.
Próteinið lækkar um ca. 2%, um
leið og súrinn I lýsinu hækkar úr
2% I 6%, og áhrifin eru einnig
augljós þegar súrinn eykst enn
frekar.
Búast mætti við, siðari hluta
vertiðar, þegar hrognin eru allt
að 25% af þunga loðnuhrygnunn-
ar, á móti innan við 10% i upphafi
vertiðar, að proteinmagn mjöls-
ins væri aö öðru jöfnu hærra, þar
sem hrognin eru talsvert protein-
rikari en aðrir hlutar fisksins.
Ekki fékkst þetta þó staðfest i
þessari samantekt. Punktadreif-
ingin var i aðalatriðum hin sama
fyrri og seinni hluta vertiðar, og
súr i lýsinu var breytilegur allt
timabilið.
Tölfræðilega er þó megin niður-
staða þessarar könnunar nokkuð
ábyggileg, þ.e. þvi meira sem
hráefnið skemmist og súrinn I
lýsinu vex, þeim mun lægra
verður proteinmagnið I mjölinu.
Augljósar ályktanir af þessu
eru þær, að bræðsluhráefni verð-
ur að verja skemmdum (rot-
verja) eins og frekast er unnt, og
að takmörk eru fyrir þvi, hve
skemmt hráefni má vera, svo
vinnsla úr þvi svari kostnaði.
Hvar þessi takmörk liggja
hverju sinni, getur hver verk-
smiðjueigandi reiknað fyrir sig,
ef hann þekkir hráefnisverð,
framleiðslukostnað, nýtingu og
afurðaverð.
MINNINGARSPJÖLD
MINMNGARSJÓÐSl
ISLENSKRAR ALÞÝÐU l)M
Sigfús
Sigurhjartarson
fást á skrifstofu Alþýðubanda-
lagsins Grettisgötu 3 og Bókabúð
Máls og menningar Laugavegi
18.
Þjóðviljinn birtir grein Össurar Kristinssonar úr „Tæknitíðindum”
Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins