Þjóðviljinn - 29.08.1974, Blaðsíða 7
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 29. ágúst 1974.
Fimmtudagur 29. ágúst 1974. ÞJODVILJINN — StÐA 7
Tomoko Uemara, fáviti og vansköpub frá fæöingu.
Kötturinn bar númerið 400 i
bandi um hálsinn, og hann
virtist vera óður: hann hljóp
fram og aftur i óreglulega
hringi, dansaði og teygði sig,
og stundum nam hann staðar,
stökk kannske upp i loftið, en
hélt svo áfram hlaupunum.
Eftir þrjá daga ákvað læknir-
inn, dr. Hagime Hosokvaqa,
að farga honum, og sendi höf-
uðið til háskóla Kyu Shu.
Niðurstöðurnar voru ótviræð-
ar: kötturinn, sem hafði verið
látinn drekka úrgangsvatn frá
verksmiðjunni Chisso, var
með visinn heila.
Strax og niðurstöðurnar
höfðu borist, ákvaö yfirstjórn
verksmiðjunnar aö halda
þeim leyndum og hætta öllum
frekari tilraunum. Til vonar
og vara voru settir verðir við
siðar, þegar rannsóknarnefnd
spurði hann um orsakirnar að
dauða kattar nr. 400, þvældist
hann i vafa og mótsögnum:
minni hans brást skyndilega.
ölóðir fiskar?
Þetta gerðist haustið 1956 —
og það ár var erfitt fyrir fleiri
en dr. Hosokawa. Nokkru áður
höföu fiskimenn i bænum
Minamata á austurströnd
eyjarinnar Kyu Shu, syðst i
Japan, tekið eftir undarlegum
fyrirbærum: það var eins og
fiskarnir, sem voru þeirra
lifsviðurværi, yrðu óðir, þeir
reyndu ekki lengur að forðast
báta fiskimannanna, heldur
syntu í óreglulega hringi við
yfirborðið og lentu beint í net-
in. Það var nóg að koma sér
fyrir á rólegum stað og hirða
hundar og kettir, að hegða sér
mjög undarlega. Dýrir urðu
skyndilega veik, sum urðu óð
og hlupu stanslaust i hringi
eða stukku út i loftið án afláts
og án nokkurrar sýnilegrar á-
stæðu, en önnur vældu stöðugt
og engdust sundur og saman
uns þau drápust. Svo kom röð-
in að fólkinu, og þá voru fiski-
mennirnir fyrir löngu hættir
að hlæja.
óþekktir sjúkdómar.
1 Minamata eru 45.000 ibúar
og lifa langflestir á fiskveið-
um, þvi að i bænum er aðeins
ein verksmiðja efna- og á-
burðarverksmiðjan Chisso.
Sumarið 1956, efíir að þessi
óþekkti sjókdómur hafði sýkt
fiska og húsdýr, fóru börn
fiskimannanna skyndilega að
Fyrst létu fiskarnir eins og þeir væru óöir, síðan kettirnir,
og loks fengu börn fiskimannanna undarlegan sjúkdóm.
Það vissu allir að þetta stafaði af kvikasilfurseitrun frá verksmiðju,
en samt liðu sautján ár áður en fiskimennirnir í Minamata
náðu rétti sínum.
Þá höfðu hundruð manna látist eða beðið varanleg örkuml
fram lifið á útjaðri þjóðfélags-
ins.
Vansköpuð börn.
Eftir þvi sem árin liðu urðu
sjókdómstilvikin i Minamata
sifellt fleiri og alvarlegri.
Börn tóku að fæðast, sem
höfðu þegar sýkst i móður-
kviði. Eitt þeirra var
Masaaki, sem fæddist 1958.
Þegar hann var þriggja mán-
aða fór móðir hans með hann
til læknis. Læknirinn fann
undarlegar krampateygjur
hjá barninu og sendi það á
spitala til frekari rannsókna.
Þar var móðurinni sagt að það
hegðaði sér eins og heilinn
væri lamaður. Á heimleiðinni
barðist móðirin við þá freist-
ingu að kyrkja barnið og kasta
þvi i sjóinn. Skömmu siðar
uppgötvaði hún aö hálsvöðvar
barnsins voru svo veikir að
þaö gat ekki haldiö höfði.
Masaaki hefur aldrei gefið
frá sér hljóð. Þegar við hann
er talað bregst hann ekki við
— þvi að hann er heyrnarlaus.
Móðir hans tekur i handlegg-
og dýrin sem fyrst urðu veik.
Aðrir lömuðust smám saman
og urðu eins og fávitar, en enn
aðrir dóu á skömmum tima.
1 kvikmynd, sem gerð var
um harmleikinn i Minamata
fyrir fáum árum, eru svip-
myndir frá lifi manna, sem
fengu sjúkdóminn en lifðu
hann af, og það eru löng viðtöl
við fjölskyldur sem urðu fyrir
honum. Þótt þessi heimildar-
mynd (sem ber heitið „Mina-
mata”) sé gerð af litlum efn-
um, er hún svo óhuganleg að
þvi fá vart orð lýst. Engum
sem hefur tekið þennan sjúk-
dóm batnar, heldur lifa
fórnarlömbin áfram i algerri
eymd ef dauðinn miskunnar
sig ekki yfir þau. Brugðið var
upp svipmyndum af heimil-
um, þar sem flestir voru
meira eða minna sýktir, og
þeir, sem skást höfðu orðið úti
urðu að sjá fyrir öllum þörfum
hinna. Sýnt var frá lifi manna,
sem voru lamaðir aö meira
eða minna leyti, vanskapaðir
eða orðnir að fávitum, og þvi
lýst hvernig þeir drógu fram
kerfið. Sama þróun held-
ur siðan áfram i þeim
mönnum, sem lifa á eitruðum
fiskum.
En þótt Chisso-verksmiðj-
an hefði farið að gera tilraunir
með ketti strax og fréttist um
fyrstu sjúkdómstilvikin haust-
ið 1956, og komist þá þegar að
raunhæfum niðurstöðum,
harðneitaði stjórn hennar að
hún gæti átt nokkra sök á eitr-
uninni. Þegar starfsmenn
sjúkrahúss kröfðust þess 11.
nóvember 1958 að haldið yrði
áfram tilraunum með úr-
gangsefni verksmiðjunnar til
að úr þvi fengist endanlega
skorið hvort þau væru skaðleg
eða ekki, fengu þeir þvert og
ruddalegt nei. Þar sem stjórn
verksmiðjunnar hafði þá fyrir
löngu sett verði við skolpræsin
til að koma i veg fyrir að nokk-
ur gæti tekið sýnishorn þar,
var ekki lengur nein leið til að
sanna sekt verksmiðjunnar
nema hægt væri að fá valda-
meiri aðila til að taka málið
upp og koma þvi fyrir dóm-
stóla landsins.
markmið hafi náðst — en til
þess urðu Japanir lika að
fórna miklu öðru. Meðal þess
eru gæði eins og óspillt loft og
vatn og óskemmt landslag, og
hefur þvi oft verið lýst hvernig
hamslaus iðnvæðing hefur
gerspillt hinu litla landrými
Japana. Þrátt fyrir það hafa
Japanir ekki möglað mikið
gert sér að góðu flestar fórnir
fyrir þetta göfuga markmið.
Miniamata-málið var fyrsti
beini áreksturinn milli iðn-
væðingarinnar og lifs og heilsu
fólksins i landinu, en þar sem
Chisso-verksmiðjan var alls
ekki eina hættulega verk-
smiðjan i landinu, mátti þetta
ekki verða fordæmi. Þess
vegna hefur þvi jafnvel verið
haldið fram, að yfirvöld
Japans (og er þá nefndur iðn-
aðarráðherrann) hafi hvatt
verksmiðjustjórnina til að láta
ekki undan og beita öllum ráö-
um til að komast hjá þvi að
viðurkenna sök sina.
Ýmsu undirferli mun hafa
verið beitt bak við tjöldin til að
hindra fiskimennina i baráttu
Þennan sama dag kölluðu
verklýðsfélögin saman mót-
mælafund. Aðeins eitt atriði
var á dagskránni: að hindra
fiskimennina i mótmælaað-
gerðum sinum. Það var sam-
þykkt að banna allar slikar
mótmælaaðgerðir: leiðtogar
fiskimannanna skyldu fara
fyrir rétt og fá dóm.
Haldnir voru fleiri mót-
mælafundir viö verksmiðjuna
og við ráðhús bæjarins. Eitt af
vigorðum fiskimannanna var:
„Lif 1600 fiskimanna er i
hættu, það verður að finna
lausn á vandanum”. Svo komu
kröfur um skaðabætur. En
stjórn verksmiðjunnar svar-
aði stöðugt: „Enginn þekkir
hina raunverulegu orsök sjúk-
dómsins, þess vegna er ekki
hægt að tala um neinar skaða-
bætur.
Aðalfundur
I kvikmyndinni
„Minamata”, sem áður var
nefnd, er sýnt hvernig vanda-
menn sjúklinganna og þeir
sjúklingar sem voru ferðafær-
Efna- og áburðarverksmiöjan Chisso i Minamata.
skolpræsi svo að enginn gæti
safnað sýnishornum. Dr
Hosokawa, sem var tengda-
sonur eins af forstjórum
Chisso, átti i höröu sálarstriöi
— en hann sagði ekkert, og
fiskana um leið og þeir komu.
„Það var eins og þeir hefðu
drukkiö saki”, sögðu fiski-
mennirnir skellihlæjandi. Þeir
höfðu aldrei veitt svona vel.
En svo fóru smærri húsdýr,
GLÆPURINN í MINAMATA
sýkjast af þessum sama sjúk-
dómi. Siúkdómseinkennin
voru svipuð, en menn voru
misjafnlega illa haldnir.
Matsuyio, fædd i september
1950, var falleg litil stúlka, sex
ára gömul, þegar hún fann allt
i einu til mikils sársauka i
handleggjum og fótum, meðan
hún var að leika sér úti. tJt-
limirnir létu ekki lengur að
stjórn. Hún fór að gráta og
sýndi móður sinni hnéð: ef hún
reyndi að beygja það, fann
hún svo mikið til að hún hljóð-
aði. Þegar móðir hennar tók
hana upp, nötraði hún öll frá
hvirfli til ilja. Nokkrum dög-
um siðar tóku foreldrar henn-
ar eftir þvi að Matsuyio sá si-
fellt verr og verr: sjónsviðið
dróst saman.
En Matsuyio slapp samt vel,
þvi að sjúkdómur hennar þró-
aðist ekki lengra, og þegar
hún náði fullorðinsaldri giftist
hún manni, frá Osaka, sem
hafði sjálfur fengið snert af
þessum sama sjúkdómi. Þau
hafa siðan eignast heilbrigt
barn.
Aðrir voru ekki eins keppn-
ir. Eiishi, sem var fæddur
1952, fann fyrst til sjúkdóms-
ins, þegar hann var fjögurra
ára. Hann var að leika sér úti
með móður sinni, þegar hann
fór allt i einu aö stama, svo
missti hann jafnvægið og datt
hvað eftir annað. Siður uröu
hendurnar stiröar og klunna-
legar. Nú ber hann sterk gler-
augu, gengur ekki beint, og
talar með miklum erfiöismun-
um. Orðaforði hans er örlitill.
Stundum liggur hann fyrir
vikum saman I eins konar dái.
Þegar hann ris upp úr þvi er
hann eins og hann sé drukk-
inn, hann hefur ekkert vald á
hreyfingum sinum, og segir
aðeins óskiljanleg orö. Þrátt
fyrirallt getur hann þó dregiö
inn á honum og gefur honum
merki, og þá fara stundum
krampateygjur um andlit
hans. Þetta eru einu tengslin
milli þeirra. Smám saman
tókst foreldrunum með stöð-
ugri þjálfun að efla vöðva
drengsins og kenna honum
fyrst að setjast, en siðan að
stiga nokkur skref. Faðir hans
bjó til e.k. hjólastól úr tré og
siöan tók skóli mállausra og
heyrnarlausra i Kumamoto
viö honum. Þar er nú reynt að
kenna honum að lesa á varir.
Masaaki er þvi heppinn á sinn
hátt: mörg þessara barna
hafa aldrei getað risið úr
rekkju né myndað þau frum-
stæðu „tengsl” við umhverfið
sem hann hefur.
Þannig er Tomoko Uemara,
sem fæddist 1956. Hún er van-
sköpuð: hendurnareru bognar
og afmyndaðar og ófærar um
að halda á nokkrum hlut, og
fæturnir eru örlitlir og linir.
Tomoko getur ekki gengið og
móðir hennar verður að mata
hana. Stundum tekur máltiðin
fjórar klukkustundir.
Fullorðnir sýkjast
Meðan þessi sjúku og van-
sköpuðu börn fæddust, fóru
fullorðnir menn einnig að fá
þennan sama sjúkdóm. Fyrstu
einkennin voru jafnan sár-
saukafullir verkir i útlimum,
stöðugir höfuðverkir, siðan
lömun sem greip hægt um sig,
blinda eða heyrnarleysi eða
missir á stjórn yfir hreyfing-
um likamans. Undarlegur
sljóleiki færðist yfir sjúkling-
ana, þeir voru slþreyttir og
svo fór það að koma fyrir að
þeir misstu þráöinn i miðju
samtali, eöa féilu niður i al-
geran sljóleika fyrir umhverf-
inu.
Þróunin var mismunandi og
mishröö. Sumir hljóðuðu si-
fellt eöa hringsóluöu um eins
lifiö. Svo voru viðtöl viö lækna
og hjúkrunarfólk, sem hafði
fengiö sjúklinga til meöferðar,
og sýnt var frá sjúkrahúsum
þar sem sumir þeirra dvelja.
Þessi mynd slæddist til
vesturlanda i vetur og var
m.a. sýndi I kvikmyndasafn-
inu i Paris. Þar mun sýning-
unni hafa lyktað á þann hátt
að flestir gengu út, og þoldu
ekki að sjá meira. Siðar var
hún sýnd i litlu kvikmynda-
húsi i latinuhverfi Parisar —
en hún gekk aðeins örfáa daga
fyrir svotil tómu húsi, þrátt
fyrir áróður sumra blaða, sem
hvöttu menn til að sjá hana.
Margir sem höfðu áhyggjur af
umhverfisverndunarmálum
treystu sér ekki til þess.
Eitruð
kvikasilfursambönd
En skömmu eftir að fyrstu
mennirnir tóku að sýkjast af
þessum óþekkta sjúkdómi i
Minamata 1956, fóru menn að
leita að orsökunum. Og böndin
bárust fljótlega að efnaverk-
smiðjunni Chisso, sem hafði
þá árum saman hellt öllum úr-
gangi beint út I sjóinn, þar
sem fiskimennirnir eru á veið-
um. í honum voru ýmis eitruð
kvikasilfursambönd, en eins
og kunnugt er hættir slikum
efnum, sem eru óskaðleg ef
þau eru nægilega mikiö þynnt
út, að safnast saman á vissum
stöðum I lifkeðjunni. Þau fara
fyrst i svif og smærri sjávar-
dýr, og eru þar litt skaðleg, en
siðan safnast þau saman I
fiskum, sem lifa á þessum
smádýrum, þvi aö likaminn
losar sig ekki við þau heldur fá
þeir alltaf i sig meir og meir af
þeim meðan fæöan innihaldur
þau. Loks er svo komið að
magniö i fiskunum er komið
yfir hættstig og þá fá þeir
eitrunareinkennin: eitriö tek-
ur aö skemma miðtauga-
ir, fóru einu sinni á aðalfund
fyrirtækisins Chisso til að
krefjast réttar slns á þeim
vettvangi. Það varð sprenging
— óhjákvæmilegur árekstur
tveggja heima, sem höfðu
engan sameiginlegan skiln-
ingsgrundvöll. Meðan fiski-
mannaf jölskyldurnar með
áróöursspjöld og jafnvel
helgimyndir fylltu salinn, sátu
stjórnendur fyrirtækisins i röð
uppi á sviði, uppáklæddir á
vestræna visu með andlit eins
og vaxmyndir. Fyrst var and-
artaks hik, en svo fór fólkið að
hrópa upp ásakanir sinar og
kröfur. Það var ekki um neitt
að ræða: samkoman leystist
upp i algeran glundroða, og
yfirmenn fyrirtækisins hugs-
uðu um það eitt að komast
burt.
A þessum árum bauðst
verksmiðjan til þess að borga
nokkrar bætur þeim, sem
verst hefðu orðið úti, en það
var tekið fram að þetta tilboð
væri gert af mannúðarástæð-
um en væri engin viðurkenn-
ing á sekt verksmiðjunnar.
Reynt var að gera það að skil-
yrði að þeir sem fengu bæturn-
ar féllu um leið frá öllum frek-
ari kröfum.
Þessar bætur voru greiddar
en komu að litlum notum, og
baráttunni var haldið áfram
til að fá ábyrgð verksmiðjunn-
ar viðurkennda og fullar bæt-
ur fyrir alla sjúklingana og
fjölskyldur þeirra. Ýmis sam-
tök vinstri manna börðust
fyrir þvi að vekja athygli á
málinu og safna peningum til
þess að unnt væri að höfða mál
gegn verksmiðjunni Chisso.
Rannsókn
Sögnunin gekk hægt, en 14.
júni 1969 höfðu samtökin
„Akæra gegn Minamata” yfir
nægilegu fé að ráða til aö
leggja fram ákæru gegn
Yahei Ikeda, lamaður i sex ár.
megi virðast höfðu þeir ekki
aðeins yfirvöld verksmiðjunn-
ar á móti sér heldur lika alla
opinbera aðila og verklýðsfé-
lögin. Hversu óhugnanlegt
sem Minamata-málið var i
sjálfu sér náði það lengra en
til fiskimannanna einna og
verksmiðjunnar: það var i
rauninni prófmál.
Nú i langan tima haf^
Japanir sett sér það eitt mark-
mið að iönvæöast sem mest og
fá sem allra hæstan hagvöxt.
Ekki verður annað sagt en það
smiðjuna. Verksmiðjustjórnin
reyndi að loka aðganginum að
henni, en það var of seint, þvi
að hundruð manna ruddust
þangað og þröktu burt alla
verði. Þeir rákust þá á lög-
reglu, sem lumbraði á þeim
með kylfum sinum og skildi
sex hundruð særða menn i
valnum. Verksmiðjudyrnar
létu undan og skriða af reiðum
mönnum féll yfir byggingarn-
ar: allir gluggar boru brotnir
og sömuleiðis húsgögn i skrif-
stofum og matstofu.
Fimmtán ára barátta
Þannig hófst barátta fiski-
mannanna i Minamata til að
ná rétti sinum — og hún stóð i
fimmtán ár. Þótt undarlegt
sinni, en samt gat ekkert
stöðvað þá. Undir forystu leið-
toga sins, fiskimannsins
Tagesaki, skipulögðu þeir
mótmælafund við Chisso-verk-
Kenishi Shimada, aðalforstjóri Chisso-fyrirtækisins.
Chisso og kröfur um skaða-
bætur við dómstólinn i Kuma-
moto. Til að réttvisin væri af
stað þurftu fulltrúar fiski-
mannanna að leggja fram
meir en þrjár miljónir yena
(rúmlega miljón isl. krónur).
Sex mánuðum siðar lagöi
verksmiðjan fram svar sitt við
ákærunni: stjórn hennar neit-
aði þvi ekki lengur að hinn
dularfulli sjúkdómur i Mina-
mata stafaði af kvikasilfurs-
eitrun, en hún reyndi að flækja
málið sem mest með þvi að
segja að enginn vissi neitt um
hættumark kvikasilfurs og þvi
Sumarið 1972 var hafin opin-
ber rannsókn á málinu, og
voru þá menn sendir heim til
allra fjölskyldnanna. Þeir
komust fljótlega að raun um
að vandamálið var viðtækara
en nokkurn hafði grunað. 1 lok
júli 1972 hafði 231 sjúkdómstil-
vik verið opinberlega viður-
kennt, og voru 59 sjúklinganna
látnir. Fjórum mánuðum sið-
ar var búið að viðurkenna 292
sjúkdómstilvik. 1 mars 1973,
rétt áður en máliö kom fyrir
rétt, voru sjúkdómstilvikin
talin 197 og var þá vitað um
68, sem hefðu latist. En fimm
Fiskimenn i Minamata.
væri þetta allt mjög óljóst.
Baráttunni var haldið
áfram, og árið 1970 geröi kvik-
myndatökumaðurinn Niriaki
Tsuchimoto ásamt nokkrum
félögum sinum, kvikmyndina
„Minamata”. Sýning hennar
átti að vera liður i viðleitni til
að vekja Japani til meðvitund-
ar um harmleikinn, en svo fór
að sárafáir þeirra sáu hana:
bióstjórar neituöu allir nema
örfáir að sýna hana. En ljós-
myndum úr kvikmyndinni var
dreift um landiö.
mánuðum siöar var talað um
44 ný sjúkdómstilvik, og
óopinberir aðilar giskuðu á aö
sjúklingarnir á eynni Kuy Shu
kynnu aö vera yfir 600. Svo var
farið að bera á sjúkdómnum
utan þess svæðis, sem hafði
opinberlega verið viðurkennt
sem mengað.
*