Þjóðviljinn - 07.09.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.09.1974, Blaðsíða 5
Laugardagur 7. september 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 5 Göran Palm hefur sent frá sér siðari hluta skýrslu sinnar um lif stóriðjufyrirtækis sem hann vann við sjálfur i eitt ár. Þetta er hugmyndarik og raunsæ bók, sem margir munu telja „endurskoðunarsinn- aða” vegna þess hve efagjarn höfundur er á hug- myndir um skjótar byltingarlausnir á vanda verka- mannsins. Hún fjallar m.a. um undirstöðuatriði er varða starfið sem verðmæti i heillegri tilveru — og hvernig ýmsar aðstæður i nútimanum koma i veg fyrir að starfið verði slikt verðmæti. Rithöfundur í verksmiðju NY BOK EFTIR GÖRAN PALM Göran Palm heitir sá sænskur höfundur sem af hvað mestri ástriðu hefur skrifað heimilda- bækur, þungaðar af pólitiskri skilgreiningu og gagnrýni. Hann trúir á beina reynslu: hann réði sig t.d. i vinnu hjá stórfyrirtækinu L.M. Ericsson i heilt ár. Þeirri vist hefur hann lýst i bókinni „Ar hjá L.M.”. Og nú hefur hann bætt við þá bók, endurskoðað hana, tekið nótis af viðnrögðum við henni. Og gefið út nýja bók, sem heitir Bokslut frán LM (Otgef- andi er Författarforlaget). Lesandinn fær i þessari bók beinlinis að fylgjast með þvi, hvernig Göran Palm glimir við efnið, skilgreinir það, rökræðir við sjálfan sig, verkamenn, for- stjóra, lesendur. Einn gagnrýn- andi segir á þá leið, að styrkur Görans Palms sé kannski ekki i þvi fólginn að bera fram spánýja hluti. Heldur i þeirri gáfu hans að kunna að segja það betur sem menn vissu svona nokkurnveginn — með þeim afleiðingum að menn fara að taka alvarlegar en áður sina dreifðu vitneskju um verk- smiðjur og verkafólk. Málið Sá sami gagnrýnir segir, að Göran Palm fari i þessari bók einstaklega fróðlega með tungu- málið. Það er gömul og góð regla, að listamaðurinn skapi sitt per- sónulega mál til að ryðja sér með leið i gegnum slappa hefð og klisj- ur. I þessum efnum hefur hann sótt innblástur til talmáls verka- mannanna, sem hann teflir gegn valdstungutaki forstjóranna og er tungutak hvorra tveggja rann- sakað ýtarlega. Mikill hluti bókarinnar er segulbandaviðtal við finnskan vinnufélaga Görans Palms við LM. Finninn hefur tileinkað sér mjög skemmtilega og persónu- lega sænsku, hugsar mikið um starf sitt og sjálfan sig, leggur sig fram um að koma blæbrigðum til skila, láta skilja sig. Hann telur það sinn höfuðvanda að endur- heimta tilfinninguna fyrir þvi að hann vinni gott starf, heillegt, heiðarlega. Og það kemur fram að aðstæðurnar vinna gegn þvi, að svo sé. Palm dregur og fram aðra mynd — af Pelle sem er eins og uppdópaður af vinnu, sem reynir aö reka frá sér þá tilfinningu, að allt sé meiningarlaust, með enda- lausu striti-. Fristundir Göran Palm gefur rækilegar upplýsingar um hið óeðlilega samband milli vinnu og fristunda. Hann lýsir þvi mjög vel hvernig kjarabaráttan hefur að mjög verulegum hluta snúist um breyt- ingar og umbætur sem visa ein- mitt til fristundanna. Mjög vel skrifaður er kafli sem fjallar um yfirheyrslur af hálfu verksmiðjustjórnarinnar: Spyrj • andi er á höttum eftir hafsjó af einkalegum upplýsingum um eina verkakonu. Samtalið fer fram innan ramma hugtaka sem notuð eru i svonefndri vinnu- sálarfræði og afhjúpar hyldýpi sem er staðfest milli hagkvæmn- ishugsjónar iðnaðarins og al- mennra lifnaðarhátta. Þar kemur og fram sú lausn, sem stjórn fyrirtækisins býður upp á bæði að þvi er varðar vinnutima og fri- tima, og það er ljóst að sú lausn mundi ekki aðeins gera vinnu- daginn óbærilegan, heldur og fri- stundirnar. Svo það væri eins gott þessvegna að látta kyrrt liggja og ekki reyna með visindum að fella saman þessa tvo hluta dagsins meir en gert er. Valkostir En hvað vill Palm þá sjálfur að gert sé? Hann trúir þvi ekki, að bylting með þvi að „verkamenn taki framleiðslutækin i eigin heldur ’ leysi vandann af sjálfu sér eða svo gott sem. Hann mælir með þvi, að umbætur séu gerðar með þvi að koma upp sjálfstjórnar- deildum i verksmiðjum, kveða á um eigin ábyrgð verkafólks og tengja við bónusgreiðslur fyrir umbætur á framleiðslunni, sem væru fólgnar i þvi að menn gætu lifað starf sitt sem eitthvað það sem verðmætt er i staðinn fyrir að tortima sjálfum sér hægt og bitandi i akkorðspuði. Hann hafn- ar áformum um atvinnulýðræði og setur fulltrúa verkamanna i stjórnum fyrirtækja, telur að þar sé um gildrur að ræða sem þoka til hliðar beinum tengslum við komandi manna við veruleik verkamannsins og kennir fulltrú- um þeirra að horfa á málin ofan- frá, en ekki að neðan. Spennandi Bókin er, segir gagnrýnandi Information ennfremur, blátt áfram spennandi lesning fyrir sakir þeirrar vitneskju sem hún miðlar, fyrir sakir hins óvenju- lega kappræðuforms sem hún er felld i og vegna þess hve rösklega höfundur dregur fram það al- genga sem menn láta sér sjást yfir, þegar menn lifa i langan tima með sjúkdómseinkenni sið- menningar. Bókin er áhrifamikil og ein þeirra sem fær menn til að trúa þvi að starf rithöfundar sé ekki út i bláinn. Göran Palm hefur skrásett ýtarlega hvað gerðist — illt og gott — hjá fyrir- tækinu L.M. Ericson, eftir að hann gaf út sina fyrstu bók um veru sina þar. Og þar var ekki svo litið sem i raun og veru gerðist. Þetta minnir okkur á, að það geta orðið breytingar á verksmiðjum. Sem og á vitund manna. Feröalög og þröngsýni I ÍSLENDINGAR snúa nú sem óðast heim úr sólarferðum, von- andi hressir vel, þvi ekki mun af veita: ihaldsstjórn tekur á móti þeim. Það sést strax og opnaðir eru aðalfjölmiðlarnir: Frétta menn keppast um að miðla vel- viljaðri ábyrgðartilfinningu, eins og sá sem spurði Geir Hall- grímsson á dögunum að þvi, hvenær hann ætlaði að „leið- rétta” gengiö. Við aörar að- stæður er vist spurt um gengis- fellingu. Timinn hefur falið heldur slaka samvisku á bak við ágæta uppslætti um aðvifandi pöddur og kyndeyfð kúa. Og þjóðkirkjan heldur átta messur ú einum degi i Skálholti. EN ÞAÐ var reyndar ætlunin að halda sig við ferðalög að þessu sinni. Aldrei fóru fleiri til Spánar, Italiu, Rúmeniu og Júgóslavíu en i sumar — bæði af þvf að menn voru að búa sig undir gengisfall og svo blátt á- fram af þvi, að mikill fjöldi er orðinn vanur slikur sólarreis- ,um. Það er margt hvimleitt við alþjóðlegan túrisma sem iðkað- ur er á ströndum um sunnan- verða álfuna, ekki sist vegna þess, að þar skapast einskonar gervitilvera, sem er oftast i litlu samræmi við raunverulegt mannlif i viðkomandi löndum, og i ýmsum tilvikum reyndar beinlinis tilræði við þetta mann- lif. Kona frá Kanarieyjum hefur sagt I min eyru, að þaðan hafi yngra fólk flúið undan túristum i stórum stil til meginlands Spánar — og siðan hafa stjórn- völd bætt þeirri heimsku ofan á allt saman, að selja útlending- um sjálft landið eins og hverjar aðrar appelsinur. 1 nýlegum blöðum sænskum má lesa, að mikill straumur norrænna feröamanna til Gambiu sé með tilheyrandi brennivinsþambi, vændi og yfirburða fjáraustri i þann veginn að riða á slig þjóð- lifi i þessu örsmáa og fámenna Afrikuriki. Mætti lengi rekja slysasögur i þessa veru. EN GERVITILVERA eöa ekki — kannski er islendingum meiri vorkun en mörgum öðrum að þeir séu fiknir i sól og heitan sjó (og er þá átt við þá sem mega vera að þvi að stunda smo einföld gæði fyrir hádramatisku áfengisböli). Við erum reyndar norðurhjaramenn. En það er ekkert á móti þvi, að menn geri sér grein fyrir þvi, að massatúr- isminn er liklega kominn i há- punkt nú þegar, og óliklegt að hann verði til langframa sjálf- sagður hlutur einskonar. Elds- neytið i leiguþoturnar mun ekki lækka i verði. Strendurnar munu halda áfram að mengast, hvað sem liður fögrum loforð- um. Og þó skiptir mestu, aö lifs- kjör munu þatna i hinum snauð- ari sólarlöndum, hvort sem er fyrir vestan eða austan tjald. Þeir eru liklega ansi fáir meðal meðaljóna og svenssona sem hugsa til þess, meðan þeir eru að formæla einhverjum slóöa skap i spánverjum eða rúmen- um, að i raun réttri eru þeir arð- ræningjar i þessum löndum og öðrum, njóta bilifis blátt áfram af þvi, að þeir geta borgað fólki miklu minna fyrir vinnu þess en þeir þyrftu heima fyrir. Og er ansi hætt við þvi, að hinir sjálf- hverfu meðaljónar muni sakna vinar i stað þegar Franco er allur og hans hyski og spænskt iaugarcfags verkafólk heimtar sinn verk- fallsrétt og engar refljar með hækkandi prisum á þjónustu, sem eru eitt af einkennum lýð- ræðis eins og menn vita. ÞAÐ BER AÐ SJALFSÖGÐU að taka vara fyrir þvi, að fella sleggjudóma um þjóðir og þá einnig um islendinga. Auðvitað kunna þeir margir vel að ferð- ast með heiðri og sóma, auðvit- að má alltaf finna ágæta sam- ferðamenn. En satt best að segja er firnamargt af þvi sem maður sér eða fregnar af islend- ingum i sólarhópferðum manni til heldur litillar kæti. Láta lygi- lega margir á sér sannast þetta ágæta spakmæli: Það er leiðin- legt hvað menn eru farnir að ferðast mikið, þeir verða svo þröngsýnir af þvi. Vinsamleg forvitni um þær þjóðir sem við gistum er frekar sjaldgæf. Miklu algengari er nokkur gikksháttur i garð heimamanna, fjandskapur i garð þeirra og alls þess sem er „öðruvisi”, afar takmörkuð skilningsviðleitni og mikil sjálfsánægja. Grátbroslegt pró- dúkt af andrúmsloftinu er blá eygur drengur sem spyr i for- undran: Hvað eru þessir rúmenar að flækjast fyrir okk- ur? Eða þá mikið hnuss i mör- löndum, sem fyrir skemmstu voru nýlendufólk, yfir „öllum þessum svertingjum (banda- riskum reyndar) sem eru bara að kæfa allt hér á Spáni”. Elleg- ar þá hin eindregna fyrirlitning á gjaldeyrisbúðastandi Austur- Evrópulanda af hálfu manna, sem hefur áratugum saman dreymt um að komast i sam- band við „góðan kana” sem gæti keypt eitthvað fyrir þá á vellinum. Og gleymum ekki heldur hinum samræmda söng sem fer um allar Miðjarðar- hafsstrendur um „andskotans frekjuna og lætin i þessum þjóð- verjum” — meðan engum virð- ist detta annað i hug en að is- lendingar séu fyrirfram ákaf- lega skemmtilegir menn og mikið augnayndi þar sem þeir hafa slegið skjaldborg um ein- hvern barinn með skrúðfylkingu af innkaupatöskum i kringum sig. Né heldur viðkvæði kvölds og morgna: ÞETTA þætti nú EKKI gott heima! VIÐSKIPTI islendinga viö aörar þjóðir voru erfið lengi, og má vera að þar sé að nokkru leyti að finna ástæður fyrir þvi, hve skammt okkur mörgum hverjum hefur orðið frá minni- máttarkennd til þjóðrembu. En ég veit satt að segja ekki hvort er lakara, að halda allt mannlán miklu meira annarsstaðar, i Danmörk, Kanada, Bandarikj- unum eða Ástraliu, en slik árátta heimsækir okkur öðru hvoru — eða þá spigspora um i sjálfviljugri þröngsýni i löndum sem liklegast eiga mjög erfiða nána fortið, horfandi i kringum sig með leiðindablöndu af hroka og vorkunnsemi. Arni Bergmann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.