Þjóðviljinn - 07.09.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 07.09.1974, Blaðsíða 8
|8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. september 1974. r Hannes A. Hjartarson, Akranesi: Telur þú þingmenn Framsóknar hafa vegabréf til eyðimerkurgöngunnar? Heill og sæll. Ég vil taka það fram i upphafi, til að fyrirbyggja allan misskiln- ing, að ég var einlægur stuðnings- maöur stjórnar ólafs Jóhannes- sonar sem komst til valda sællar minningar að afloknum kosning- um 1971. Þrátt fyrir vonbrigði min, og þá helst i sambandi við efnahags- málin, sem hún náði enganveginn nógu góðum tökum á að minu viti, tel ég að hún hafi gert marga góða hluti, og finnst mér þrátt fyrir allt að henni eftirsjá. Hér veröur ekki farið út i neinar bolla- leggingar um störf og örlög þess- arar stjórnar. Ekki þarf að fjöl- yrða um þá stöðu sem kom upp i alþingiskosningunum á þessu sumri, hún er öllum i fersku minni. Þá gildir sama um tilraun Geirs Hallgrimssonar sem hann gerði fyrstur manna til stjórnar- myndunr. Þá væri það að bera i bakkafullan lækinn að ræða um tilraun Ólafs Jóhannessonar i þá veru að koma saman nýrri vinstri stjórn og hvernig henni reiddi af. En nú erum við, ágæti fyrrver- andi samherji, komnir að tilraun Ólafs Jóhannessonar til að mynda vinstri stjórn með svonefndum Sjálfstæðisflokki. í leiðara dagbl. „Visis” 20. ág. s.l., sem ber yfirskriftina: „Enn er langt i land”, segir svo i upp- hafi: „Ekki er um annað meira talað þessa dagana en tilraunir sjálf- stæðismanna og framsóknar- manna til að ná samkomulagi um myndun nýrrar rikisstjórnar. (Þetta fer ekki milli mála. — Inn- skot mitt). Og svo virðist sem kjósendur flokkanna tveggja, sem standa að þessum viðræðum, séu almennt ánægðir með, að rik- isstjórn þeirra sé á næsta leiti”. Ég vil áður en lengra er haldið spyrja þig i fullri einlægni: Er þetta, þ.e.a.s. um ánægju kjós- enda flokkanna, rétt álytkaö hvaö þig snertir? Frómt frá sagt vona ég, að svo sé ekki. 1 fyrrnefndum leiðara „Visis” segir svo áfram : „Hitt er svo jafn rétt, að vandfundinn er sá kjósandi Sjálfstæðisflokksins, sem getur sannfærst um, að það teljisttil þjóðarhags að Ólafur Jó- hannesson verði áfram forsætis- ráðherra.” Svo mörg voru þau orð. Þetta upphaf leiðarans ber m.a. að sinu ieyti vott um það, að hjá forustu- mönnum viðkomandi flokka sé ekki um málefnaágreining að ræða, heldur skipan ráðherra- embætta, samanber ummæli blaðsins um hugsanlegan forsæt- isráðherradóm Ólafs Jóhannes- sonar, og i annan stað fullyrðing um aimenna ánægju kjósenda flokkanna um samstarf og úrræði til lausnar þeim vanda sem óum- deilanlega lá fyrir i sambandi við efnahagsmálin. Niðurlag leiðar- ans sem hér er áður vitnað i hljóðar svo: „Það væri jafnvel betra, að við- ræðurnar færu út um þúfur en að nýja stjórnin bæri keim af gömlu stjórninni með sama forsætisráð- herranum og sömu bráðabirgða- aðgerðum”. Þetta var sagt 20. ágúst. Bréf fil frarhsóknar- manns o Leiðari „Visis” 22. ágúst bar fyrirsögn sem er hrollvekjandi, svo ekki sé meira sagt: „Þjóðin er gjaldþrota”. Þessi siðarnefndi leiðari er með þeim hætti, að ég tel að þú getir tæplega að honum ólesnum gert þér fulla grein fyrir sjónarmiðum þeirra manna, sem flokkur þinn er að ganga til samstarfs við um stjórn landsins, og yfirleitt þvi föruneyti sem forusta flokks þins virðist geta fellt sig við með nokk- urri velþóknun. Ég leiði hjá mér að fjalla um skrif Morgunblaðsins um þjóðmál frá valdatöku stjórn- ar 01. Jóhannessonar ’71 og til þessa dags. Þau eru að minu viti kjörið verkefni fyrir sálfræðinga. Samtsem áður hljótum við einnig að taka mið af þeim i sambandi við áðurnefnt föruneyti. En ég var að minnast á leiðara „Visis” þ. 22. s.l. Mér finnst að glefsur úr honum séu hégómi og þrátt fyrir rúm það sem hann hlýtur að taka get ég ekki átt það á hættu að hann fari fram hjá þér, og hann hljóðar svo i heilu lagi orðrétt: „Þjóðin er gjaldþrota. Stöövunin á öllum þorra gjald- eyriskaupa i bönkum er loka- punkturinn á þriggja ára efna- hagslegri helreið þjóðarinnar. Þetta er siðasta aðgerðin á undan formlegri yfirlýsingu um, að þjóðin sé gjaldþrota. Allir hugs- anlegir yfirdrættir þjóðarinnar erlendis bæði i austri og vestri, eru komnir i hámark og yfir það. Allir lánamöguleikar hafa verið gernýttir og frekara lánstraust er ekki neins staðar að hafa. Gjald- eyrisvarasjóðurinn er svo að segja tómur. Siðasta hálmstráið var að stöðva allan innflutning með þvi að loka fyrir afgreiðslu gjaldeyris. Þetta hálmstrá endist i allmarga daga, áður en þjóðin verður ekki aðeins raunverulega heldur formlega gjaldþrota. Sama auðnin er i efnahagslifinu innanlands. Allir meginaðilar þjóðfélagsins eru um það bil gjaldþrota. Rikissjóður er gjald- þrota. Sveitarfélögin eru gjald- þrota. Opinberir sjóðir eru gjald- þrota, og siðast og ekki sist er at- vinnuíifið gjaldþrota. Seðlabank- inn hamast við að prenta verð- lausa peninga handa bönkunum, svo þeir geti enn um skeið haldið þjóöfélaginu gangandi. Tölurnar sem sýna þetta eru hrikalegar. Árlegt tap frystihúsanna er kom- ið i 1.500 miljónir. Staða sveitar- félaganna er neikvæð um 1.000 miljónir. Staða rikissjóðs er nei- kvæð um svipaða upphæð, sam- kvæmt áætlunum um árið i heild. Og opinbera sjóði skortir um 4.000 miljónir til að standa við útlána- áform sin. Að óbreyttu ástandi verður afleiðingin sú, að atvinnu- vegirnir og opinberar fram- kvæmdir stöðvast að meira eða minna leyti á næstu vikum og mikill hluti þjóðarinnar verður atvinnulaus. Að óbreyttu ástandi hefst þá hrikaleg kreppa, liklega sú hrikalegasta i sögu þjóðarinn- ar. Engar töfralaekningar duga gegn þessu endanlega hruni. Ekki dugar neitt annað en sársauka- fullur uppskurður, sem veldur ó- hjákvæmilega verulegri skerð- ingu á lifskjörum þjóðarinnar. Lifskjörin fara að minnsta kosti niöur i það, sem þau voro fyrir þremur árum, hvaða stjórnmála- flokkar sem nú taka við stjórn. Þetta vissu leiðtogar vinstri flokkanna, sem nýlega voru að reyna að mynda rikisstjórn. Þeir voru búnir að fallast á 15% geng- islækkun og frystingu launa og fleiri aðgerðir til björgunar, þeg- ar viðræður þeirra strönduðu af öðrum ástæðum. Og þetta sama sjá þeir aðilar sem nú eru að reyna að mynda rikisstjórn. Næstu árin verða þjóðinni eng- inn dans á rósum. Það er hægt að lifa hátt á leiðinni til gjaldþrots, en eftir gjaldþrotið er það ekki lengur hægt. Leiðin til nýrrar við- reisnar verður brött og löng. A henni munu margir púkar sitja og hvisla að mönnum, að ósann- gjarnt sé að ráðast á lifskjör þeirra. I vændum er mikilvægt uppgjör púkanna og ábyrgra leið- toga I stjórnmálunum. Á þeirri viðureign veltur, hvort endur- reisn úr þjóðargjaldþrotinu tekst eöa ekki”. Leiðari dagblaðsins „Timinn” 29. mai s.l. að nýafstöðnum sveit- arstjórnarkosningum endar á þessa leið: „Ekki er ósenni- legt að i ýmsum byggð- arlögum átti menn sig betur á þvi hinn 30. júni að vert sé að hafa i huga valdatima viöreisnarflokkanna og hin miklu umskipti sem orðið hafa siðan þeir hrökkluðust frá völdum. í- haldsandstæðingar hafa einnig lært þá lexiu i þessum kosning- um, að varast þá lukkuriddara, sem efna til sundrungar og óein- ingar undir vigorðum samein- ingar og einingar. Timi slikra manna er liðinn. Hannibal og Björn gjalda þess, að þeir slitu tryggð við vinstri stjórn. Bjarni Guönason sem reið á vaðið, á sér ekki viðreisnar von. Hann var þurrkaður út. Höfuðatriðið er, að kjósendur glöggvi sig nægjanlega vel á þeim málefnum sem raunverulega er verið að kjósa um 30. júni. Þeir þurfa að gaumgæfa aödraganda þingrofsins og ástæðurnar fyrir þvi að Ólafur Jóhannesson visaði málunum undir þeirra dóm fyrr en ætlað var. Framsóknarflokk- urinn er stoltur af verkum sinum i rikisstjórn. Hann leggur málin i dóm kjósenda i þeirri von að þeir kynni sér þau og meti hlut- drægni.” Ég tek fram til skýringar, að kafli þessi úr leiðara „Timans” hefur greinilega brenglast i prentun, og vænti ég að hér sé farið nærri hinu rétta. En hvað um það, hér ber mikið á milli. Ég lit svo á að ef fram fer sem horfpr eru á, að Framsóknarflokkurinn myndi stjórn með ihaldinu, felist i þvi viss viðurkenning á þeim við- horfum og fullyrðingum, sem fram koma i leiðara „Visis” þ. 22. ágúst. Ert þú mér ekki sammála um þetta? Og ef svo er, og reyndar hvort sem er: Hvernig má það ske að Framsóknarmenn sem eru samkv. leiðara T.K. stoltir af verkum sinum i fráfarandi rikis- stjórn, geta átt samleið með Sjálfstæðisflokknum sem hefur það viðhorf til málanna sem „Visir” gefur svo greinargóða lýsingu á? Ég er þess fullviss að megin- þorri Framsóknarmanna eru ein- lægir vinstri menn. A þeirri forsendu byggi ég þá skoðun mina að kjósendur Framsóknarflokks- ins hafi ekki ætlast til þess að hann gengi þá leið sem nú er far- in. Enda gengur það i berhögg við málflutning frambjóðenda og blaða flokksins fyrir kosningar — og raunar lengur. Þú hefur ef til vill upp þá skýr- ingu, að myndun vinstri stjórnar hafi verið reynd til þrautar og mistekist. Þetta er rétt, svo langt sem það nær, þó að eflaust mætti deila um það hvort sá möguleiki hafi verið alveg vonlaus, en það verður ekki gert hér. Við skulum til samkomulags slá þvi föstu að vinstri stjórn hafi ekki verið möguleiki, eins og málin stóðu. Þú muntef til vill segja þegar hér er komið, að það sem nú virðist vera yfirvofandi, sé eini mögu- leikinn til að koma saman starf- hæfri rikisstjórn. Ég leyfi mér þrátt fyrir allt að halda fram hinu gagnstæða, og á þar við nýjar kosningar. Og er þá kominn að slöustu spurningunni: Telur þú að framámenn Framsóknarflokks- ins hafi upp á vasann vegabréf frá kjósendum sinum til þeirrar eyðimerkurgöngu sem nú stendur yfir, og i annan stað hvort ekki hefði verið rétt að verða sér úti um það áður en lagt var af stað? Akranesi 25. ágúst 1974. Með bestu kveðju. Þinn einlægur Tilboð óskast Stjórn Verkamannabústaða i Reykjavik óskar eftir tilboðum i raflögn i 308 ibúðir I Seljahverfi i Reykjavik. Útboðsgögn verða afhent i Lágmúla 9, 5. hæð, gegn 10 þúsund króna skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð föstudaginn 27. september 1974. ÚTBOÐ i gatna og holræsagerð i Bjargatanga, Mosfellssveit. Út- boðsgögn verða afhent á verkfræðiþjónustu Guðmundar Óskarssonar, Skipholti 15, eöa I skrifstofu Mosfellshrepps, Hlégarði. Fundur fyrir bjóðendur verður haldinn á skrif- stofu byggingarfulltrúa Mosfellshrepps í Hlégarði, mánu- daginn 9. september kl. 16, og ennfremur verður farið um væntanlegt vinnusvæði. SVEITARSTJÓRINN I MOSFELLSHREPPI. ÓSKA EFTIR 2ja til 3ja herbergja ibúð sem fyrst. Upplýsingar i sima 16972. Hjördis Bergsdóttir. Æb yoga ’ //tjHLfíx yogaæfingar yogaöndun yogaslökun ^CrXHT HEILSURÆKTIN vxvv/ SfM 85655 HEIMILISIÐNAÐARFÉLAG ISLANDS EMBROIDERERS' GUILD VEFUM — SAUMUM — HNÝTUM Útsaums-sýning frá Embroiderers' Guild í London opnar í dag kl. 3 ISLENSKUR HEIMILISIÐNAÐUR Hafnarstræti 3 Sýningin verður opin daglega frá kl. 14.00—22.00. Hannes Á Hjartarson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.