Þjóðviljinn - 07.09.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.09.1974, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 7. september 1974. eiiendum vettvangi Fyrir skömmu var þess minnst með miklum hátiðahöldum i Rúmeniu, að 30 ár voru liðin siðan fasiskri stjórn var steypt i land- inu og þar með hafin sú þróun sem leiddi til þróunar til sósial- isma þar i landi. Einmitt á hátiðisdaginn, 23ja ágúst, minntu sjónvarpsmyndir fólk um mörg lönd á sérstöðu rúmena meðal rikja Austur-Evrópu Ceausescu forseti stóð á palli og horfði á skrúðgöngur og stóðu honum sitt til hvorrar handar fulltrúar þeirra rikisstjórna, sem um þess- ar mundir senda hver annarri hvassari skeyti en þekkjast i öðr- um samskiptum: forsætisráð- herra Sovétrikjanna og háttsettur fulltrúi Kina. Þessi sérstaða Rúmeniu meðal aðildarrikja Varsjárbandalags og COMECON, efnahagsbandalags sósialisku rikjanna, hlýtur að vera i meira lagi forvitnileg, einnig fyrir þau riki eða öfl sem stefna að auknu svigrúmi innan vestrænna hernaðár- og mark- aðsblakka. Af þeim sökum birtast hér á eftir meginatriði úr grein sem einn af foringjum SF flokks- ins danska, Torben Krogh, skrif- aði nýlega að aflokinni heimsókn til Rúmeniu. Svigrúm Rúmenia hefur nú meira svig- rúm, er óháðari Sovétrikjunum bæði i utanrikismálum og efna- hagsmálum, en nokkuð annað aðildarriki COMECON. Þetta er niðurstaöa tiu ára baráttu stjórn- ar og flokksforystu i Rúmeniu fyrir þvi, að hugmyndir þeirra um jafnræði og sjálfstæði rikja og kommúnistaflokka séu viður- kenndar. Og það er ekki talið að sigur hafi unnist i þessum efnum i eitt skipti fyrir öll, heldur er reynt að renna traustari stoðum undir það sjálfstæði sem náðst hefur. Þetta kemur bæði fram i mikilli iðnvæðingu i Rúmeniu og virkri utanrikisstefnu, sem beinist ekki hvað sfst að þriðja heiminum og kapitaliskum rikjum. Afstaða rúmenska kommún- istaflokksins til annarra flokka byggir á svipuðum forsendum. Forysta hans byggir á þvi að allir flokkar hafi rétt til að ákveða sjálfir stefnu sina og neita þvi að taka afstöðu i stórdeilum milli kommúnistaflokka. Hinsvegar leitast flokkurinn við að hafa sem best samskipti við eins marga kommúnistaflokka og unnt er. Samfylkingarstefna En auk þess hafa rúmenskir kommúnistar á siðari árum lagt mikla áherslu á það að efla flokksleg samskipti við flokka sem ekki eru kommúniskir — bæði sósialistaflokka og kapital- iskum löndum og framfarasinn- aða flokka i þriðja heiminum. Hér mætti segja að um væri að ræða samfylkingarstefnu á alþjóðleg- um vettvangi. 1 samtöium við SF lögðu full- trúar flokksins áherslu á, að kommúnistaflokkar hefðu enga einokun á þvi, að berjast fyrir fé- lagslegum framförum. Þeir vis- uðu m.a. til þriðja heimsins, þar sem i ýmsum löndum hefur margt verið unniö i þágu alþýðu, hvort sem kommúnistaflokkar eru þar til eða ekki. Þessi virðing fyrir rétti hvers lands og hvers flokks til að móta og fýlgja eigin stefnu er að sinu leyti endurspeglun á eigin reynslu rúmenska flokksins. Hefði hann ekki barist til sliks rétts hefði Rúmenia máski verið enn i dag landbúnaðarland fyrst og fremst sem hefði gegnt þvi hlutverki að sjá öðrum COMECON- löndum fyrir matvælum og hráefnum. Það er haft fyrir satt, að Krúsjof hafi 1962 viljað ætla rúmenum slikt hlutskipti. Og að Ceaucescu forseti: iðnvæðing heima fyrir, dreifing viðskipta, andstaða við rlkjablakkastefnu skiptasamningar við EBE sem heild. 1 samræmi við kenningu sina um óskert fullveldi rikja leggja rúmenar áherslu á, að sllkir samningar séu tvihliða, gerðir milli einstakra rikja. Þetta er ekki kreddufesta, heldur kem- ur þarna fram raunverulegur ótti rúmena við viðskipti EBE og COMECON verði leyst með samningum þessara aðila sem tveggja heilda.samsteypna. Hinn sovéski aðalritari COMECON, Fadééf, hefur ekki alls fyrir löngu látið að þvi liggja að slik yrði stefnan. En rúmenar eru hins- vegar þvi mjög mótfallnir, að aðrir geri samninga sem bindi hendur þeirra, og leggja i póli- tiskum viðræðum mikla áherslu á, að COMECON, andstætt EBE, hafi ekki eninar yfirþjóðlegar stofnanir. Sjálfstæöis- viðleitni RÚMENA þessi áætlun hins sovéska for- ingja hafi einmitt ýtt undir sjálf- stæðisstefnu rúmenska flokksins. Iðnvæðing Þessi stefna kom opinberlega fram i samþykkt sem miðstjórn rúmenska flokksins gerði 22. aðril 1964. 1 henni var þeim meginat- riðum slegið föstum sem Rúmenia hefur siðan byggt á samskipti sin við umheiminn. En það eru varla ýkjur að segja, að Nicolae Ceaucescu, sem hefur verið helsti leiðtogi landsins siðan 1965, hafi mjög styrkt þessa stefnu. Innanlands setja hinir rúmensku leiðtogar mikið traust á öfluga iðnvæðingu. í fyrra nam hagvöxtur i iðnaði t d. 14.3% og á samkvæmt áætlunum að vaxa ekki minna á næstu árum. Meðan fjárflutningi til iðnaðar held- uráfram, er fjárfesting til land- búnaðar i reynd fryst. Hin hraða iðnvæðing kemur svo greinilega fram i utanrikisversluninni. Rúmenia er allt annað land en það kornforðabúr, sem sovéskir leiðtogar imynduðu sér það fyrir rúmum tiu árum. útflutningur á iðnaðarvöru fer ört vaxandi — og vélar eru t.d. um þriðjungur út- flutningsverðmæta nú. Breytt viðskiptastefna Þá dreifist útflutningurinn og öðruvisi á lönd en áður. Viðskipti við önnur COMECON-lönd eru nú tæplega helmingur heildarvið- skipta, og i staðinn hefur hlutur annarra landa, einkum Efna- hagsbandalagsins, vaxið. Rúmenar halda áfram að dreifa utanrikisverslun sinni. Þeir hafa gert ýmiskonar verslunar- og samstarfssamn- inga við þróunarlönd i þriðja heiminum, sem fela I ýmsum til- vikum i sér aðild rúmena að smiöi iðjuvera, sem þeir eiga slð- an með viðkomandi riki. A svipaðan hátt hafa rúmenar sjálfir opnað fyrir erlent fjár- magn. Nú er verið að reisa þau fyrstu fjögur fyrirtæki, I Rúmeniu, sem vestræn firmu eiga 49% I. Þessi „opnun” er tengt ósk um auðveldari aðgang að nýjustu tækni. Aformað er að reisa fleiri fyrirtæki af þessari tegund, en rúmenskir flokksfor- ingjar leggja á það mikla áherslu, aö þetta tákni ekki neitt fráhvarf frá sósialiskri þróun. Samskiptin við EBE Rúmenia varð fyrsta COME- CON-landið sem Efnahagsbanda- lagið samdi við um gagnkvæmar toilaivilnanir, það var i janúar si. En samkomulag þetta er mjög al- menns eðlis, og rúmenar eiga erfitt með að dylja vonbrigði sin með það hve litið þeir hagnast á þvi. En aðalerfiðleikarnir i sam- skiptunum við EBE eru þeir, að aðildarriki EBE krefjast þess, að i framtiðinni skuli gerðir við- öryggisráðstefnan Rúmenar hafa haft sig mjög I frammi á ráðstefnu Evrópurikja um öryggi og samstarf i Genf, og ber að skoða þau umsvif I tengls- um við andstöðu þeirra gegn stefnu sem byggir á rikjablökk- um. öll riki taka þátt i þessari ráðstefnu á jafnréttisgrundvelli, og þetta telja rúmenar áður óheyrt lýöræði á alþjóðlegum vettvangi. Af þessari ástæðu hafa rúmenskir stjórnarerindrekar lit- ið hornauga viðleitni Efnahags- bandalagslandanna til að koma fram sem ein heild á ráðstefn- unni. Við getum ekki sagt neitt við þvi, segja rúmenar, að EBE- löndin niu láti hvert um sig alveg hliðstæðar skoðanir, en okkur finnst það rangt, ef að einhver lönd fara að tala fyrir hönd ann- arra. Og það er augljóst, að þar með eru þeir ekki aðeins að hugsa um Efnahagsbandalagið. Það eru einmitt rúmenar sem hafa lagt það til að öryggismála- ráöstefnan verði gerð að einskon- ar fastastofnun. Ýmis Evrópuriki hafa tekið þessari hugmynd með efasemdum, en smám saman virðast menn á einu máli um, að kveða á um itarlega útfærslu á ráðstefnunni, þegar henni svo lik- ar á sinum tima. Ráðstefna kom múnista f lokka Rúmenar eru miklu óhressari yfir annarrri ráðstefnu, sem er I uppsiglingu. Forysta sovéska kommúnistaflokksins hefur mik- inn huga á að efna til nýrrar heimsráðstefnu kommúnista- flokka með það fyrir augum með- al annars, að fá kinverska flokk- inn stimplaðan utan hreyfingar- innar. Rúmenar segja um slika ráð- stefnu, að allir flokkar eigi að geta tekið þátt i henni án þess að eiga á hættu að vera úthúðað sem andamarxiskum hentistefnusinn- uðum o.s.frv. Með alla flokka skal fariðsem jafnmerka og hafna ber eindregið þeirri hugmynd, að inn- an kommúniskrar heimshreyf- ingar sé forystuflokkur. Að þvi er varðar ágreining milli sovéska og kinverska flokksins, þá telja rúmenar að þeir eigi að jafna málin sin á milli. Rúmenskir forystumenn tala mjög varlega um þessa ráð- stefnu. Þeir segjast ekkert hafa á móti henni, en segja, að slik heimsráðstefna þurfi að vera vel undirbúin og að meun verði að vera fyrirfram vissir um jávkæð- an árangur. Þrátt fyrir efasemdir sinar bú- ast rúmenskir forystumenn við þvi, að siik ráðstefna verði haldin og nefna árin 1976 eða jafnvel 1977 sem liklega timasetningu. Hlut- verk þeirra mun á slikri sam- komu verða aö likindum svipað og á ráðstefnunni 1969 — þeir munu taka undir hluta af sam- þykktunum en gera fyrirvara um þau atriði sem striða á móti meg- instefnu þeirra. Starfsstúlkur við tölvumiöstöð I Búkarest. (Byggt á „miniavisen”)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.