Þjóðviljinn - 07.09.1974, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.09.1974, Blaðsíða 12
100VIUINN Laugardagur 7. september 1974. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Kvöldsimi blaðamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Kvöld- nætur- og helgidagavarsla lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna 6,—12. sept. er i Háaleitisapóteki og Vesturbæjarapóteki. Tannlæknavakt fyrir skóiabörn i Reykjavik er i Heilsuverndarstöðinni i júli og ágúst alla virka daga, nema laugardaga, kl. 9-12 f.h. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. ,Við lágmark efniviðar, en SÍS-frystihús Mótmæla aðgerðum stjórnar- valda Sambandsfiskframleiðendur, þ.e. forsvarsmenn frystihúsa inn- an StS, telja að gengisfellingin dugi ekki til þess að bjarga at- vinnufyrirtækjum þeirra vegna þeirra laga, sem alþingi setti á dögunum um ráðstöfun gengis- hagnaðar. Blaðinu barst i gær greinargerð frá fiskframleiðend- unum. Þar segir meðal annars að halli á rekstri frystihúsanna á þessu ári sé þegar orðinn 500 milj. kr. Við það bætist sölutregða, en mörg frystihúsanna séu með hundruð miljóna króna f hreinum vanskilum, ,,og viða er orðið um algert greiðsluþrot að ræða”. Þá kvarta þeir félagar undan skött- unum, sem þeim sé gert að greiða. Þeir mótmæla þvi, að helming- ur gengismunar sé gerður „upp- tækur” og fyrirhugað sé að setja önnur lög „þar sem hinn helming- urinn mun fara sömu leiðina”. „Ekki verður hjá þvi komist að harma þessar ákvarðanir og fyrirætlanir og óska þess að þetta verði tekið til rækilegrar endur- skoðunar”. Segir stjórn SlS-frystihúsa að hætta sé á að mjög geti dregið úr rekstri frystihúsanna á næstu mánuðum þrátt fyrir gengisfell- inguna. „Beinir stjórnin þeirri á- skorun til stjórnarvalda að gera ráðstafanir til að nýtt gengi veröi greitt á birgðir og ógreiddan út- flutning af framleiðslu hrað- frystiiðnaðarins á sama hátt og annars iðnaðar. Jafnframt veröi afuröalánin endurmetin að sama skapi. Loks mótmælir stjórn SAFF þeirri ráöstöfun að nota hluta af gengishagnaði til að greiða geng- isbætur á Verðjöfnunarsjóð, enda er hann gengistryggður að lög- um”. Kýpur Viðræður um flóttamenn NIKOSÍU 6/9 — Glafkos Klerides, forseti Kýpur, og Rauf Denktash, leiðtogi Kýpur-tyrkja, hófu i dag viðræður um flóttamannavanda- málið á eynni. Leiðtogarnir hittust á hóteli við hina svokölluðu grænu línu, sem aðskilur hverfi grisku- og tyrkneskumælandi manna i Nikosiu. Upphaflega átti fundur þeirra að hefast á mánudaginn var, en honum var frestað vegna alvarlegra ásakana um hryðju- verk á eynni. Aðalvandamálið sem Klerides mun fjalla um á viðræðufundun- um eru griskumælandi flótta- menn, sem flýðu undan innrás tyrkja. Þeir munu vera um 190.000 og búa nú við bág kjör, i flóttamannabúðum, breskum herstöðvum eða undir berum himni. Denktash ætlaði að fara fram á að 60.000 Kýpur-tyrkjum, sem Kýpur-grikkir hafa umkringt verði leyft að hverfa til svæða sem tyrkir hafa umráð yfir. Bragi Ásgeirsson í Norrœna húsinu: Mósambih Samningur um sjálf- stæði undirritaður LUSAKA 6/9 — Viðræðum Mario Soares, utanrikisráðherra Portú- gals, og Samora Machel, leiðtoga þjóðfrelsishreyfingar Mósambik, Frelimo, var haldiö áfram lát- laust I dag og var tilkynnt I kvöld að fullt samkomulag hefði náðst. Búist er við þvi að samningur um sjálfstæði Mósambik verði undir- ritaður á morgun. Er þá lokið fjögurra aida nýlenduveldi Portúgals á þessum slóöum og tiu ára sjálfstæðisbaráttu Mósam- bikmanna. Með undirritun samningsins lýkur einnig þriggja mánaða hörðum samningaumleitunum milli Mario Soares utanrikisráð- herra og Samora Machel, leið- toga Frelimo. Fyrsta umferð samningaviðræðnanna endaði i júni án þess að nokkur beinn ár- angur hefði náðst, en i gær, eftir fyrsta fundinn i seinni umferðinni sagði Soares að viðræðurnar hefðu gengið „mjög vel”. Hann og Michel voru i góðu skapi og sögðu gamanyrði á portúgölsku. Areiðanlegir heimildarmenn sögðu þá að aöeins væri eftir að ganga frá samningum um tvö at- riði: hvaða dag nýlendan skyldi formlega fá sjálfstæði og sam- setningu bráðabirgðastjórnarinn- ar, sem á að taka við völdum seinna i þessum mánuði. Þeir Bragi og Madame sans qeue. Blaðbera vantar Þjóðviljann vantar blaðbera í eftirtalin hverf i: Fellahverfi Skálagerði Drápublíð Laugavegur l Hverfisgafa Blönduhlíð F reyjugata Laufásvegur Háskólahverfi Melahverfi Melhagi Grímstaðaholt Skjól Seltjarnarnes Kleppsvegur Kvisthagi Sendlar Þjóðviljann vantar sendla allan daginn eða hluta úr degi. Hafið samband við af- greiðsluna. Þjóðviljinn, sími 17500 Kópavogur Þjóðviljann vantar blaðbera í Kópavog, aðallega í austurbæ, uppl. í síma 42073. ÞJÓÐVILJINN hámark ævintýraþrár’ I dag klukkan fimm opnar Bragi Ásgeirsson listmálari mál- verkasýningu i kjallara Norræna hússins. Sýnir hann þar fimmtiu og fimm myndir, flestar frá þessu ári en nokkrar eldri. Er þetta fyrsta sýning Braga I þrjú ár, en siöast sýndi hann einnig i Nor- ræna húsinu i nóvember 1971. Hinn persónulegi og sérstæði still Braga er að sjálfsögðu mjög áberandi á þessari sýningu, en jafnframt er þar margt nýstár- legt að sjá. Bragi notar hin ólik- legustu efni viö gerð verka sinna, og slikt gefur vitaskuld tilefni til nánast ótakmarkaðrar fjöl- breytni. Sjálfur leggur hann ekki mikið upp úr efniviðnum. jVöalat- riðið er ekki að efniviðurinn sé góður,” segir hann, „heldur að höndin bakviö pensilinn standi fyrir sinu.” Af málverkunum á sýningunni má til dæmis nefna eitt sem hlotiö hefur heitið Madame sans qeue, eða Frúin blygðunarlausa. Hár konunnar I þeirri mynd er svart- fuglsvængir, hertir i fljótandi plasti. Sá efniviður eru raunar mjög mikið atriði i þessari sýn- ingu. Atriði i nokkrum myndum eru smámyndir lokaðar inni i kassa, til dæmis vindlakassa, fylltum meö fljótandi plasti og innsigluðum með málningu. „Það varðveitist i fimm hundruð ár,” segir Bragi. Þarna er lika málverk, sem er einskonar endurminning um kynni listamannsins af Dresden, sem eitt sinn var Flórens norðan Alpa. Sú mynd heitir Blómarósin óvinnandi,og á henni miðri er Ágúst sterki, kjörfursti saxa og konungur pólverja, sem rétti úr skeifum og klemmdi gullbikara i greip sinni, á prjónandi hrossi, en við jaðra myndarinnar eru klind- ar Underberg-flöskur, sem I kurt- eislegri fjarlægð lita út eins og hornturnar á kastala. Rikjandi atriði i myndinni eru þó rauð augu og munnur, svartnætti i bakgrunni. Ein myndin á sýningunni hefur heitið Þjóðhátið. Hún er nokkuð veðurbarinn tunnubotn með nokkrum rörbútum. „Við vorum úti i Viðey meðan þjóðhátiðin stóð yfir,” segir Kolbrún, eiginkona Braga. „Og þá fundum við þenn- an tunnubotn rekinn i afskekktri vik.” Sú er skoðun þess, sem þessar linur ritar, að ekki hafi önnur listaverk betri komið fram i tengslum við margumrædda þjóðhátið. Bragi hefur á ferðum sinum er- lendis tekið fjölda litmynda af listaverkum ýmsra stila og tima- bila, og verða þær sýndar i kjall- aranum I þremur sýningarvélum þá daga, sem sýningin stendur yfir. Þar kennir margra grasa, til dæmis sigildra verka flæmskra og hollensrka málara, fornra skirnarfonta frá Finnlandi og þess nýjasta af þvi nýja i Modern museet i Stokkhólmi. Og raunar sýnir Bragi þarna ekki einn?synir þeirra Kolbrúnar tveir, Fjölnir og Asgeir Reynar, eiga þarna lika myndir, en vera kann að visu að faöir þeirra hafi eitthvað hjálpaö til við myndbygginguna. „Kjörorð sýningarinnar er: Við lágmark efniviðar en hámark ævintýraþrár,” sagði Bragi við okkur að lokum,— dþ Vestmanna- eyjar Blaðbera vantar strax. Vinsamlegast hafið samband við Huldu Sig- urðardóttur, Ve?t- mannabraut 8. Alþýðubandalagiö Alþýðubandalagsfélag Árnessýslu Fundur verður sunnudaginn 8. september kl. 14 i litla salnum i Selfoss- biói. Rætt verður um vetrarstarfiö og nýir félagar teknir I félagið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.