Þjóðviljinn - 07.09.1974, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.09.1974, Blaðsíða 11
Laugardagur 7. september 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Bridgevertiðin er að hefjast Bridgefélag Reykjavikur hefur sent frá sér svolátandi fréttatil- kynningu: Vetrarstarfsemi bridgefélags Reykiavikur er senn að hefjast, og verður spilað á miðvikudags- kvöldum i Domus Medica. Verður starfsemin með svipuðu sniði og undanfarin ár. Byrjað verður á tveimur eins kvölds tvimennings- keppnum, og hefst sú 'fyrri 11. september, en 25. september hefst svo meistarakeppni félags- ins i tvimenning, og veitir sú keppni réttindi i Reykjavikurmót. Bridgefélag Reykjavikur er elsta og tvimælalaust sterkasta bridgefélag landsins. Ungum spilurum hefur fjölgað verulega i félaginu á siðustu árum, og veita margir þeirra orðið gömlu kemp- unum haröa keppni, enda harðna upprennandi kempur naumast öðruvisi en með harðri andstöðu. Bridgefélag Reykjavikur veitir sem fyrr nemendum framhalds- skóla 50% afslátt á keppnisgjöld- um. 1 ráði er að taka upp bridge- kennslu fyrir byrjendur á vegum félagsins siðar i vetur. Nýir félag- ar eru velkomnir. Stjórn Bridgefélags Reykjavik- ur skipa þessir: Karl Sigurhjart- arson, formaður, Gylfi Baldurs- son, varaformaður, Stefán Guð- johnsen, gjaldkeri, Guðlaugur R. Jóhannsson, ritari, Jakob Ar- mannsson, fjármálaritari. Lagt til atlögu gegn Selassie ADDIS ABEBA 6/9 — Svo virðist sem herinn í Eþlópfu, sem ræður öllu 1 landinu, sé nú að búa sig undir að gera úrslitaatlögu gegn Haiie Selassie keisara, sem nú er 82 ára að aldri. Yfirstjórn hersins, sem hefur smám saman verið að svipta keisarann öllum völdum siðan i febrúar, ákærði hann i dag fyrir að hafa dregið fé úr bjórgerð sem sett var á laggirnar fyrir 50 árum og varið þvi til eigin þarfa. Stjórnin sagði að þótt Haile Selassie hefði skipað svo fyrir að hluti af tekjum bjórgerðarinnar, sem hann stofnaöi sjálfur ásamt öðrum aðila meðan hann var krónprins, skyldi varið til bók- mennta, lista og visinda, hefði mestur hluti fjárins farið til for- réttindamanna. Veitt hefði verið fé til sérhæfðra rannsókna meðan þúsundir Eþiópiubúa hefðu verið að deyja úr hungri og drépsótt- um. Ákærunni gegn keisaranum var útvarpað og sjónvarpað, og i sjónvarpi voru sýnd ýmis skjöl, sem keisarinn hafði sjálfur undir- ritað. Það vakti athygli að Haile Selassie var ekki nefndur „keis- ari” heldur „konungur”. Glæpum fjölgar í Bandaríkjunum WASHINGTON 6/9 — Alvarleg- um afbrotum I Bandarlkjunum fjölgaði um sex af hundraði I fyrra, og var framið morð ein- hversstaðar I landinu á hverjum 27 mlnútum. Þetta kom fram i skýrslu bandarisku alrikislögreglunnar FBI um glæpamál þar i landi, sem út kom i gær. Samkvæmt skýrslunni voru 19510 menn myrt- ir i Bandarikjunum árið 1973, en 18550 árið áður, og voru tveir Yiðvörun vegna sporðdreka READING 6/9 — Lögreglu- og heilbrigðisyfirvöld i borginni Reading fyrir vestan London gáfu i dag út viðvörun eftir að ban- vænn sporðdreki hafði fundist i þvottahúsi. Sporðdreki þessi var af hinni gulu evrópsku tegund, en hún er með eiturbrodd sem getur verið banvænn. Hann fannst I hólfi þar sem óhreinn þvottur var geymd- ur, en einn af starfsmönnum þvottahússins drap hann ápur en hann gat valdið nokkrum skaða. Heilbrigðisyfirvöld i London komu strax fram með móteitur ef fleiri sporðdrekar kæmu i leitirn- ar. —Reuter þriðju hlutar þessara manna skotnir. Það kom einnig fram að tala þeirra kvenna, sem frömdu alvarleg afbrot, hafði aukist mik- ið, t.d. höfðu 10% fleiri konur verði handteknar fyrir vopnuð rán en árið áður. Arið 1972 fækkaði alvarlegum glæpum um 4 af hundraði, og gerðu menn sér þá vonir um að baráttan gegn glæpum væri að bera árangur, en skýrsla FBI nú sýnir að sú von hafði ekki við rök að styðjast. Hún sýnir lika að starfshættir glæpamanna eru að breytast, þvi að glæpum i stór- borgum hefur aðeins fjölgað um einn af hundraði, en glæpum i út- hverfum um niu af hundraði. Utan stórborganna hefur morð- um fjölgað um 13,5% bilþjófnuð- um um 16,5% og ránum, innbrot- um og árásum um 17%. Mosambik Framhald af 12 siðu töldu að Mosambik myndi senni- lega verða sjálfstætt i júli, en bráðabirgðastjórnin myndi taka við völdum 25. september, en þá eru liðin tiu ár siðan sjálfstæðis- baráttan hófst. Talið er að i samningnum sé gert ráð fyrir þvi að þjóðfrelsis- hreyfingin fái tvo þriðju ráö- herraembætta i bráðabirgða- stjórninni, þ.á m. utanrikisráð- herra, en varnarmálaráðherrann og innanrikisráðherrann muni verða portúgalir. Við þökkum innilega vináttu og samúð við fráfall og jarðarför Thors E. Cortes, prentara Elisabet Cortes og dætur hins látna. Sími 32075 AMLFIRIEIDMQ) A\ILIFIR!IEIDHDI ítölsk-amerisk gamanmynd i litum með ensku tali — um ungan mann, sem Dustin Hoffman leikur — og sam- skipti hans við hið gagnstæða kyn. Leikstjóri: Pietro Germi. ISLENSKUR TEXTI. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Silent night — Bloody night Spennandi og hrollvekjandi ný, bandarisk litkvikmynd um blóðugt uppgjör. islenzkur texti Leikstjóri: Theodore Gershuny. Leikendur: PatricO’Neal, James Patterson, Mary Woronov, Astrid Heeren. Bönnuö innan 16 ára. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Pipulagnir Nýlagnir, breytingar, hita veitutengingar. Simi 36929 (milli ki. 12 og 1 og eftir 7 á kvöldin). Húseigendur athugið! Látið okkur skoða hús- in fyrir haustið. Onn- umst hvers konar húsaviðgerðir. H úsaviðgerðir sf. Sími 12197 Slmi 11540 KID BLUE tslenskur texti A FUNNY THING HAPPENED TO KID BLUE ONTHEWAY. TOTHEROBBERY He was a good kid, but a rotten baodit. He missed the boat and the train and the stage coach and thobank. DENNIS HOPPER WARREN OATES PETER BOYLE BEN JOHNSON "KID BLUE . , LEE PURCELL JANICERULE £ Bráðskemmtileg, ný amerisk gamanmynd úr villta vestr- inu. Aðalhlutverk: Dennis Hopper, Warren Oates. Sýnd kl. 5, — og 9. Valdez kemur Thcy tore his bodv. They buried his pride. his oldunilorm, his Sharps riile, and his Buiiaio gun. Find Tanner, E1 Segundo.and the 16 others. And tell them Valdez is coming. BURT LANCASTER KCOMINC’ i Ný, bandarísk kvikmynd — spennandi og vel leikin, enda Burt Lancaster i aöalhlut- verki. Aðrir leikendur: Susan Clark, Jon Cypher. Leikstjóri: Edwin Sherin. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum^yngri en 16 ára. ÍSLENSKUR TEXTI. KVENNADEILD STYRKATARFÉLAGS LAM- AÐRA OG FATLAÐRA Hin árlega kaffisala deildar- innar verður nk. sunnudag, 8. september, i Sigtúni við Suðurlandsbraut 26, kl. 14 Þær konur, sem vilja gefa kökur eða annað meðlæti eru vinsamlegast beönar að koma þvi i Sigtún sama dag fyrir há- degi. Stjórnin. Laus staða Prófessorsembættið I barnasjúkdómum og staða yfir- læknis á Barnaspitala Hringsins er laus til umsóknar. Gert er ráð fyrir að sarna lækni verði veitt bæði störfin. Umsækjendur mega gera ráð fyrir þvi, að núverandi fyrirkomulag barnaspitalans breytist. Um mat á hæfni umsækjenda verður fjallað samkv. 11. gr. laga nr. 84/1970 og 33. gr. laga nr. 56/1973. Umsóknarfrestur er til 10. október 1974. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókninni upplýsingar um námsferil og fyrri störf, svo og ýtarlega skýrslu um vlsindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rann- sóknir. Umsóknir sendist öðru hvoru ráðuneytinu. MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ, HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAM A.L ARAÐUNEYTIÐ, 5. scptember 1974. Sími 22140 Milli hnés og mittis (It’s a 2 ft 6” above the ground world) ISLENSKUR TEXTI Meinfyndin skopmynd um barneignir og takmörkun þeirra. Leikstjóri: Ralp Thomas. Aðalhlutverk: Hywel Bennett, Nanette Newman. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Övenju spennandi, ný amerisk sakamálamynd i litum um Mafiu-starfsemi i Los Angeles. Leikstjóri Robert Hartford Davies. Aðalhlut- verk: Jim Brown, Martin Landau. Brenda Sykes. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Bönnuö börnum. Simi 16444 Strið karls og konu jACKummoM BARBARAHARRIS Sprenghlægileg og fiörug, ný bandarisk gamanmynd i litum um piparsvein, sem þolir ekki kvenfólk og börn, en vill þó gjarnan giftast — með hinum óviðjafnanlega Jack Lenunon, sem nýlega var kjörinn bezti leikari ársins. ISLENSKUR TEXTI. Sýndkl.3, 5, 9, og 11,15 VELDUR,HVER 0 SAMVINNUBANKINN m HELDUR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.