Þjóðviljinn - 29.09.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.09.1974, Blaðsíða 1
UOmiUINN Sunnudagur 29. september 1974 — 39. árg. 188. tbl. 200 tonn af ryki út i andrúmsloftið - SJÁ BAKSÍÐU Á VALDATI'MABILI VINSTRISTJÓRNAR: Sagt frá viðburðum í Grikklandi Þorsteinn Gunnarsson leikari dvaidist i Aþenu um það lejti sem þar gekk mest á i sumar. Þjóð- viljinn ræddi við Þorstein um það sem fyrir augu og eyru bar i Grikklandi i sumar. Viðtalið birt- ist á siðu 3. Kaupmáttur dagvinnutíma kaups jókst um þriðjung í dag kemur út 25. fréttabréf kjararannsóknarnefndar. Þar eru meðal annars nýjar tölur um kaupmátt launa og þróun hans á undanförnum árum. Þar kemur meðal annars i ljós hvernig þessi mál stóðu á valdatima vinstristjórnarinn- ar. t tölunum um kaupmátt timakaupsverkamanna er miðað við framfærsluvisitölu kauplagsnefndar og töluna 100 fyrir meðalkaupmátt ársins 1971. Tölurnar fara hér á eftir: 1971 1. ársfjórðungur 99.3 1971 2. ársfjórðungur 98.3 1971 3. ársfjórðungur 100.1 1971 4. ársfjórðungur 102.3 1972 1. fjórðungur 113,2 1972 2. fjórðungur 113.2 1972 3. fjórðungur 120.0 1972 4. fjórðungur 122.9 1973 1. fjórðungur 117.3 1973 2. fjórðungur 119,7 1973 3. fjórðungur 120.8 1973 4. fjórðungur 120.5 1974 1. fjórðungur 132.8 1974 2. fjórðungur 133.5 Hækkun kaupmáttar tima- kaups verkamanna á valda- tima vinstristjórnarinnar nemur þvi um 33.5%, en strax og hægristjórnin tekur við er þessi kaupmáttur skertur. einnig á lægstu laununum. Kisiliðjan við Mývatn. Áætlað er að hún spýti 2000 tonnum af kisilryki út i andrúmsloftið árlega. / Skeggjastaðahreppi liggur við landauðn, en viðreisn möguleg „Vilja íslendingar ekki byggja land sitt allt?” Veiðispekálantar kaupa upp jarðir og leggjast þannig á sveif með erðileggingaröflunum 21 félag hefur sagt samningum lausum Eitt félag fengið verkfalls- heimild 19 verkalýðsfélög hafa þeg- ar sagt upp samningum og til- kynnt það til skrifstofu ASl. Þjóðviljinn hefur frétt af tveimur félögum til viðbótar, og hefur annað þeirra, Eining á Akureyri, þegar aflað sér verkfallsheimildar. Þessi félög hafa tilkynnt uppsögn kjarasamninga til skrifstofu Alþýðusambands íslands: Bifreiðastjórafélagið Keilir Keflavik, Verkalýðsfé- lag Þórshafnar, Vaka Siglu- firði, Verkalýðsfélagið Vörn Bidludal, Verkakvennafélagið Framsókn, Trésmiðafélag Reykjavikur, Starfsstúlknafé- lagið Sókn, Stjarnan Grundar- firði, Verkalýðsfélag Stykkis- hólms, A.S.B.,Félag Bifreiða- smiða, Sveinafélag húsgagna- smiða, Sveinafélag málmiðn- aðarmanna Akranesi, Félag járniðnaðarmanna, Flug- freyjufélag íslands, Verka- lýðsfélag Húsavikur, Hlif Hafnarfirði, Félag islenskra rafvirkja, Verkalýðsfélag Skagastrandar og Dagsbrún. Þá var á fimmtudagskvöld- ið haldinn fundur i Einingu á Akureyri og i Verkalýðs- og sjómannafélági Keflavikur. Eining sagði sinum samn- ingum lausum, og var sam- þykkt verkfallsheimild til handa stjórn og trúnaðar- mannaráði, og er blaðinu ekki kunnugt um að önnur félög hafi aflað sér slikrar heimild- ar. Verkalýðs og sjómannafé- lag Keflavikur samþykkti að segja samningum lausum á 60 manna fundi, og hafa þvi þeg- ar 21 félag sagt lausum samn- ingum miðað við 1. nóvember. —úþ Eittaf þeim byggðarlög- um sem stendur mjög höll- um fæti ,,\ lifsbaráttunni" er nyrsti hreppur Austur- landS/ Skeggjastaðahrepp- ur. Héraðsráðunautarnir telja að eina ráðið til að koma í veg fyrir auðn i sveitinni sé að kaupa nokkrar fjölskyldur til að setjast þar að við búskap, en oddvitinn hef ur trú á út- gerð frá Bakkafirði ef höfnin væri bætt og ungu fólki gert kleift að setjast að i þorpinu með þvi að byggja þar nokkrar leigu- ibúðir. ibúar i Skeggjastaðarhreppi eru aðeins 124 að tölu, þar af búa 56 i þorpinu á Bakkafirði. Byggð- in gengur saman og hefur ibúum fækkað um 50 siðan 1960. 17 bændur eru i hreppnum og sitja þeir samtals 14 jarðir. Oddvitinn, séra Sigmar á Skcggjastöðum, segir um bú- skapinn: ,,Sum búanna eru mjög smá. Kemur þar ýmislegt til, hár aldur sumra bænda, heilsubrest- ur o.fl. Telja má i eyði a.m.k. 11 jarðir og jarðahluta. Af þeim eru a.m.k. 6 vel fallnar til búskapar, þó að bæði þurfi að efna til bygg- inga og ræktunar til viðbótar þvi sem er. Ekki hafa jarðir þessar verið til sölu, nema þrjár þeirra seldust vegna veiðiréttinda i ám. Fram að þessu hefur litlum sveitarfélögum verið ofviða að fara i kappboð við slika kaupend- ur”, Héraðsráðunautar Austur- lands, þeir Páll Sigbjörnsson og Þorsteinn Kristjánsson, taka svo djúpt i árinni að segja að búseta og búskapur hangi á bláþræði i sveitinni. ,,Litlu má muna til að sá hreppur leggist i auðn”. Of fátt fólk eftir Ráðunautarnir vekja athygli á þvi að aðeins um helmingur jarð- anna er setinn og aðeins á öðru hverju heimili er einhver til að taka við búinu þegar núverandi bóndi fellur frá. Þarna séu ekki nema 5-6 fjölskyldur sem virðast geta tryggt eðlilega endurnýjun við búskapinn. Hins vegar séu skilyrði til sauðfjárræktar einkar góð i sveitinni, ræktanlegt land mikið og upprekstarlönd góð. „Þarna eru skilyrði til að reka 20 stór fjárbú”. ,,Eins og nú er komið, segja ráðunautarnir, er ekki hægt að bjarga þessari sveit með þvi að Framhald á bls. 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.