Þjóðviljinn - 29.09.1974, Síða 2

Þjóðviljinn - 29.09.1974, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. september 1974. „Get ekki talað við karlmenn á sama hátt og við konur”, segir einn fanganna Kvenfangaverðirnir fá bara hálft starf l fangelsinu að Síðumúla 28, eina kvennafangelsinu hér á landi, er aðeins hægt að ná til kvenfangavarða hálfan sólarhringinn, þar sem konurnar sem starfa við fangavörslu eru bara ráðnar í hálft starf þótt karlarnir séu í f ullu starfi. Kona, sem setið hefur i gæslu- varðhaldi I fangelsinu, hafði sam- band við jafnréttissiðuna og vakti athygli á þessu. Alitur hún brotið á konum i fangelsinu að þessu leyti, þar sem regiurnar segi svo fyrir, að konur i fangelsum eigi rétt á að það séu kvenfangaverðir sem hugsa um þær. tfangelsinu i Hverfissteini, þar sem bæði konur og karlar eru sett inn til skamms tima, er þessu framfylgt, sagði fanginn fyrrver- andi, en þarna i Siðumúla 28 eru aðeins tveir kvenfangaverðir, sem vinna til skiptis 6 tima á sólarhring. Maður er þarna i al- gerri einangrun og það er hræði- legt að geta ekki talað við aðra konu eða konur. Ég segi fyrir mig, að ég get ekki talað við karl- menn á sama hátt og við konur, og um sumt get ég bara alls ekki talað við karlmenn. Þar með er ekki sagt, að karlmennirnir sem eru fangaverðir þarna innfrá séu ekki ágætis menn, en það er ekki Fullgildur verkmaður, — en venjur lífseigar Eftirfarandi grein hefur jafnréttissiðan fengið senda frá rauðsokk vestur á fjörð- um, Rögnu S. Eyjólfsdóttur, sem býr þar i sveit, en finnst margt skorta á gagnkvæman skilning sveitakvenna og þeirra sem heyja kven- frclsisbaráttu i þéttbýlinu. Fyrir mörgum árum, löngu áð- ur en rauðsokkar unnu sér til- verurétt i islensku þjóðfélagi, sagði sveitakona ein við mig: „Hjónaskilnaðir eru fátfðir til sveita. Það er vegna þess að þar vinna hjónin saman en lifa ekki I aðskildum heimum eins og i þétt- býlinu”. Mörgum sinnum síöan hef ég hugsað um þessi orð og sannfærst um sannleiksgildi þeirra. tJti á landsbyggðinni þekkir fólk aðeins sem hugtök og af afspurn mörg hin mest knýjandi vandamál borgarbúans. Spurningin — á ég að vinna heima eða heiman? spillir þar ekki heimilisfriðnum. Barnagæsluvandamálið þekkist ekki. Fátitt mun vera að annað hjóna láti sem það sé einhleypt, þannig að allar skyldur heimilis- rekstrarins lendi á hinu, sem þvi miðurmunnokkuð algengt i þétt- býli. Og það yrði hlegið að þeim sem spyrði sveitakonu hvort hún hefði fyrirvinnu. En þótt sveitakonan sé fyrir- tækinu, þ.e. búinu,jafn ómissandi og bóndinn, hafa ýmsar fornar venjur reynst furðu lifseigar til sveita. Það mun t.d. fátitt að hús- freyjur séu i búnaðarfélagi eða hreppsnefndum. Aftur á móti blórpstra kvenfélög viða eins og haugarfi i rigningartið. Verkaskipting er mjög einstak- lingsbundin, enda hægt að haga henni að vild. A sumum bæjum er konan að mestu inni við, einkum ef ungbörn eru i fjölskyldunni. Um sláttinn tiðkast viðast að allir gangi að heyvinnunni og eru þar engin sérstök verk ætluð hvoru kyni siðan vélvæðingin kom til sögu. A mörgum bæjum búa ein- göngu karlmenn eða eingöngu konur, venjulega bræður eða systur og ber ekki á öðru en það fari dável. A þessum bæjum Hún, hann, börnin og heimilið w ©> •>,* \». .w -.* „ .• - ^ (mynd úr siðasta hefti af Forvitin rauð) „Ilon, han, ungarna, jobbet” nefnist rannsókn, sem gerð var 1973 með viðtölum við 1628 konur i Sviþjóð af kvennasamtökum sænska alþýðuflokksins (Folkpartiet). Nokkrar af niður- stöðunum voru eftirfarandi: Nær 30% af þeim konum, sem stunduðu vinnu utan heimilis, svöruðu, að eiginmaðurinn ynni þvi nær engin heimilisstörf. Astandið var heldur skárra varð- andibörnin: 60% kvennanna sem unnu úti og 45% heimahúsmæðr- anna álitu að báðir foreldrar sinntu börnunum jafn mikið. Af konunum, sem vinna úti fimm daga vikunnar, reyndust 34% sjá einar um öll innkap til heimilisins. munu og vera jöfn hlutaskipti til þeirra sem starfa á búinu. Sem kunnugt er hafa bændur svokall- aðan reikning við kaupfélag sitt, þar sem þeir leggja inn afurðir sínar og taka aftur út nauðsynjar. Á flestum bæjum munu hjón nú hafa aðskilda reikninga. Þetta er þó mest nafnið, reikningur bónda er hinn eiginlegi reikningur bús- ins, en reikningur húsfreyju skoð- ast nánast sem vasapeningar. Gefur henni að visu litið eitt svig- rúm. Sama mun viða gilda um reikninga uppkominna eða stálp- aðra barna, enda alkunnugt hve unglingar tolla illa i sveitunum. Rekstur heimilis i sveit er og að ýmsu leyti frábrugðinn heimilis- haldi i bæ eða borg. Sveitaheim- ilið verður að vera sem mest sjálfu sér nóg, t.d. þar sem vega- sambandslaust er marga mánuði á ári og skipa- og flugsamgöng- ur strjálar. Viða er matur útbúinn ifrysti i stórum stil, einnig er nið- ursuða og sláturgerð. Notkun kaffibrauðs er mikii og almenn i sveitum og er það yfirleitt heima- gert. Allt kostar þetta tima og fyrirhöfn og lendir jafnan innan verkahrings húsfreyju á þeim bæjum sem hún finnst á. Deiti sveitakonu i hug að eign- ast barn þarf það helst að fæðast að sumri til, þegar samgöngur allar eru greiðar. Annars getur illa farið. Sums staðar er hvorki hægt að ná til læknis eða ljósmóð- ur, og verða konur að ferðast langar leiðir, stundum á önnur landshorn, til að fæða. Segja má þvi að stöðu sveitakonunnar fylgi bæði kostir og gallar, en yfirvinnuna marg- nefndu losnar hún við. Hún telst fullgildur verkmaður, þó gamlar venjur riki enn á pappirunum. Vonandi rikja þær ekki lengi úr þessu. Ragna S. Eyjólfsdóttir Kirkjubóli Skutuisfirði. hægt að leita til þeirra á sama hátt. Það er talsvert um geðveilt fólk i fangelsunum, sagði hún, og stundum rifur það utan af sér og flettir sig klæðum. Mér mundi þykja ógeðfellt, ef sllkt kæmi fyr- ir mig, að það væri karlmaður sem ætti að hjálpa. Framhald á bls. 13 ORÐ félaginu fylgdi eiginkvenna- félag, nokkurskonar sauma- klúbbur. Eins gætu konur tekið sig saman og stofnað eigin klúbb. En Jóna vildi komast i Rotary sjálft. — Nei, við getum ekki hleypt konum inn, var svarið, Þetta er nú siðasta vigið okkar! Dömustötar ogsófar Bótstrun Guðm. H. Þorbjörnssonar. Laugarnesvegi 82, sími 33240. Húsgögnin flokkuð Hvernig list ykkur á þetta? spyr Pála og sendir auglýs- inguna sem myndin er af. Það er ekki nóg með að verkunum á heimilinu sé skipt eftir kynjum, — húsgögnin skulu þannig flokkuð lika. Þarna á náttúrlega ,,daman”/hús- móðirin að sitja og bródera meðan herrann/ húsbóndinn situr i „húsbóndastólnum” (sem ég hef lika séð auglýstan) og les i bók. Til að stjórna stelp- unum" Sóhitti karlmann, sem ma. hefur það að atvinnu að vera flugþjónn i stórum þotum i ferðum til sólarlanda. Hún spurði hann, hvort margir karlmenn væru i þessari vinnu. Nei, hann reyndist eini flugþjónninn um borð, hitt þjónustufólkið voru alit flug- freyjur. — En það þarf auðvitað karlmann til að stjórna stelpunum! sagði hann. Hvað segja flugfreyjur? Sfðasta vígið Jóna hringdi og sagði frá þvi, að borinn hefði verið út i Kópavoginum i sumar i tilefni 1100 ára afmælisins bæklingur um alla félagsstarfsemi i bænum. Henni leist nokkuð vel á starfsemi Rotary i Kópavogi og hringdi þvi og spurðist nánar fyrir og sagðist vilja gerast félagi. Nei, það var ekki hægt. Hinsvegar benti sá sem fyrir svörum varð á kvenfélag i bænum og svo að Rotary- I bikini á skrifstofuna? Andstyggilega ósmekkleg þykir mér þessi sumarstúlku- keppni Visis, skrifar Björn, og forkastanlegt, að velmetið dagblað skuli vera farið að nota likamsfegurð stúlkna sem söluvarning og i auglýsingaskyni á þennan hátt. Allra verst var þó byrjunin. Þar var mynd af ungri stúlku i bikini með | flennistórri fyrirsögn um að hana vantaði skrifstofustarf. Er þetta rétt, læknar? Elin skrifar ma.: „Ég var að lesa grein i „Nova” nú um daginn um það, þegar konur eru klipptar i sambandi við fæðingar. 1 flestum tilfellum er saumað saman aftur án tillits til hvort þær verði færar um að hafa ánægju af hjásoferii á eftir. Það er bara litið á gatið sem fræðingarveg og, eftir þvi sem blaðið segir, fúngerar þab oft bara sem slikt á eftir, nema konur treysti sér til að verða óléttar i hvelli aftur, — en þá er hægt að taka þetta upp og sauma á ný. Ég hugsaði nú með mér eftir lestur greinarinnar: Er eitt- hvert það atriði i lifi kvenna, sem ekki stuðlar einhvernveg- inn að óhamingju og kúgun þeirra? — Mikið djöfull er ég ill!” Heföi átt að vera strákur... Það kom vel menntaður og myndarlegur maður (karl- maður) i heimsókn til min um daginn, sagði S.J. og varð ákaflega hrifinn af barninu minu, sem er rúmlega eins árs stelpa. En hvað heldurðu að hann hafi svo sagt: — Barnið er svo gáfulegt, að það hefði átt að vera strákur. Semsé, gamla mynstrið: Hann er gáfaður, hún er falleg, hann er sterkur, hún er góð... osfrv. osfrv. Ætlar fólk aldrei að losna við fordómana? Fordómarnir lifseigir Já, þeir virðast vera furðu lifseigir, fordómarnir, og mörgum erfitt að hrista þá af sér, þrátt fyrir góðan vilja, jafnvel. En lóði á vogar- skálina i þessum efnum getið þið bætt við með að segja frá fordómunum, vekja athygli á misréttinu þegar það birtist, nú og þá kannski ekki siður hinni hliðinni þá sjaldan hún snýr upp. Leggið orð I belginn. —vh Ekki slitin úr tengslum... „Engin stéttabarátta án baráttu kvenna — engin kvennabarátta án stéttabaráttu” voru aðalslagorð kvennahátiðarinnar, sem haldin var I Fælledparken i Kaupmannahöfn i siðasta mánuði, og minna óneitan- lega á stefnuyfirlýsingu Islenskra rauðsokka frá I sumar, þar sem kveðið er á um, að barátta kvenna fyrir jafnrétti kynjanna verði ekki slitin úr tengslum við baráttu undirokaðra stétta fyrir þjóðfélagslegum jöfnuði, né heldur verði sigur unninn 1 verkalýösbaráttunni án virkrar þátttöku kvenna. Á kvennahátíðina i Fælledparken streymdu konur hvaðanæva að úr Danmörku og nágrannalöndunum og rætt var allan daginn um stöðu og kúgun kvenna og lagt á ráðin um andófsaðgerðir. Teikninguna hér að ofan, sem birtist I „Politiken” i tilefni dagsins, gerði Henrik Flagstad. Viðhorf húsmóður í sveit:

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.