Þjóðviljinn - 29.09.1974, Side 5
Sunnudagur 29. september 1974. 'ÞJÓDVILJINN — StÐA 5
iginn og
veginn
viö Sigurð
Blöndal
Hallormsstað
Atlavik
Eina frostnótt
vorsins þegar
íhaldið vann kosningasigurinn
Hér hefur veriö slæm hausttíð
það sem af er og um þessar
mundir er veðrið einna likast þvi
sem það er vanalega i október,
sagði Sigurður Blöndal skógar-
vörður á Hallormsstað, er við
ræddum við hann I gær. Við
höfum aö visu sloppið við meiri-
háttar næturfrost, en það er sam-
felldur norðan kuldi alla daga, og
fjallahringurinn oröin grár niður
fyrir miðjar hiiðar. Þá hefur
itrkoma verið með mesta móti I
september.
Vorið og fyrri hluti sumarsins
var mjög góður á Héraði, en
siðari hlutinn hefur verið
bændum erfiður vegna vætu og
hefur heyskapur dregist vegna
þess og má geta þess að enn eru
hey úti á sumum bæjum.
Skógræktin
Hvað skógræktinni viðkemur
hefur sumarið verið all sæmilegt.
Það eina sem skyggir á er að 27.
mai, nóttina sem sjálfstæðis-
flokkurinn vann sigurinn i bæjar-
stjórnarkosningunum, kom
næturfrost. Það var boð frá
himnum. Þetta næturfrost
skemmdi dálitið hjá okkur,
einkum þó rússneska lerkið sem
við höfðum gróðursett. Þar eyði-
lögðust nálar á lerkinu og þótt
nýjar komi i staðinn þá dregur
þetta mjög úr vextinum. Hann
var þvi litill vöxturinn á lerkinu i
sumar, en góður á sigrænum
barrtrjám.
— Við munum eins og undan-
farin ár sjá austfirðingum fyrir
jólatrjám, en ég reikna ekki með
að við seljum neitt til Reykja-
vikureða annarra landshluta. Við
gerðum það fyrir nokkrum árum
en þeir verða nú að sjá um sig
sjálfir fyrir sunnan, i ár að
minnstakosti.
Haustannir
Réttir eru afstaðnar og slátur-
tiðin i fullum gangi hjá okkur. Fé
kom með allra besta móti af f jalli
i fyrra en bændur segja mér að
það sé mun lakara i ár. Astæðan
fyrir þvi er talin vera sú að grös
hafa sölnað mun fyrr i ár en
undanfarin ár vegna þess hve
vorið kom snemma. Það atriði
kemur einnig fram á skóginum
hér. Lauf af birkitrjám eru nú
nær alveg fallið., en um þetta
leyti i fyrra voru þau rétt að byrja
að gulna.
Hreinýraveiðar
Hreindýraveiðar hafa gengið
all vel i haust. Hér hjá okkur i
Vallahreppi hefur sá kvóti sem
við fengum verið fylltur, en það
var á milli 60 og 70 dýr. Hrein-
dýraveiðileyfunum er skipt á
milli hreppanna, fyrst og fremst á
Héraðiven Vopnfirðingar fá
eitthvað lika. Siðan er það þannig
að þeir sem hafa jarðarafnot fá
leyfin og ef þeir hafa ekki áhuga,
þá fá einhverjir aðrir innan
sveitar þau. Siðan er eftirlits-
maður með veiðunum i hverjum
hreppi og er hann launaður af
menntamálaráðuneytinu.
Menn nota leyfin hér að fullu,
enda eru hreindýraveiðarnar gott
búsilag. Veiðileyfin kosta 1500 kr.
á hvert dýr, það er þó aðeins
misjafnt eftir hreppum, og
mönnum þykir ekki mikið að
borga 1500 kr. eða rúmlega það
fyrir dýrið. Hreindýrakjöt
er eitt besta kjöt sem völ er á hér
á landi og leggja menn i verslanir
bestu hlutana, læri og hrygg, en
nota frampartana og sviðin
sjálfir. Þetta er mikill og góður
matur sem ekki er mikið að
greiða 1500 kr. fyrir.
Það myndi sjálfsagt vera mikil
ásókn i þessar veiðar af sport-
veiðimönnum, væri það leyft, en
sú stefna hefur verið tekin upp að
láta ábúendur i hreppunum hafa
leyfin og þeir geta svo.ef þeir vilja,
látið vini sinahafaþau ef þeir ekki
nota þau sjálfir.
Ferðamannastraumur
Þegar við vorum að tala um
sumarið áðan, þá gleymdi ég að
geta þess, sem raunar hefur oft
áður komið fram i fréttum að
ferðamannastraumur á Héraði
var meiri en dæmi eru um áður.
Við hér á Hallormsstað urðum
kannski manna mest varir við
þetta, þvi flestir koma hingað og
tjalda i Atlavik. Að jafnaði voru
hér i Vikinni þetta 130 til 150 tjöld
á nóttunni og komust mest upp i
200 tjöld eina nóttina. En svo
gerðist það að 10. ágúst tók
algerlega fyrir ferðamanna-
strauminn. Ég veit ekki ástæðuna
en sjálfsagt á afar slæm tið
einhvern þátt i þvi.
Það merkilega við þennan
mikla gestagang i Atlavik var, að
umgengni fólks var með miklum
ágætum, næstum óaðfinnanleg.
Við höfum komið þarna fyrir
ruslatunnum og eins er þar
rennandi vatn og var öll um-
gengni til fyrirmyndar. Það eina
sem hægt er að finna að er það, að
i þeim hluta Atlavikur, sem við
leyfum mönnum að fara á bilum
sinum, sést náttúrlega nokkuð
eftir bilana. Það er aðeins þessi
eini staður, þ.e. sá hluti Vikurinn-
ar, sem menn mega fara með bila
sina að, sem á sér, en þó minna en
við óttuðumst. Þegar mestur
gestagangur var, tjaldaði fólk
miklu viðar, en varð þá að bera
allan sinn útbúnað.
Þá held ég að upp sé talið svona
það helsta sem af okkur er að
segja á Héraði, sagði Sigurður
Blöndal að lokum. —S.dór
LAN DSy N
getur nú boðið félagsmönnu
Alþýðuorlofs orlofsferðir til
Kanaríeyja ó sérstaklega
hagstæðum kjörum
Verð til allra meðlima Alþýðuorlofs (A.S.Í.)
og skylduliðs þeirra 2ja vikna frá kr. 33,600,-
3ja vikna frá kr. 36,500,-
íslenzkir fararstjórar.
Skrifstofa Playa Del Ingles, fslenzkt starfs- .
fólk, f jölmargar skoðanaferðir. Pantið tíman-
lega.
Upplýsingar gef nar í simum 22890 — 13648 —
28899
Flogið með Air Viking þotum
beint Keflavik — Las Palmas
Brottfarardagar
eftirtalda
laugardaga:
23/11 (3 vikur) 14/12, 21/12 Uppseld, 28/12 (2-4
vikur) 11/1, 1/2, 5/4 (3 vikur), 22/2, 8/3, 22/3 (2-
4 vikur)
Brottför alla daga kl. 9,00 frá Keflavík og til
baka kl. 16,30 frá Las Palmas.
IBÚÐIR, HÖTEL, SMÁHÝSI, PLAYA DEL
INGLES, SUÐURSTRÖND GRAN CANARIA
Hægt að velja um ibúðarhótel Escoríal,
íbúðarhótel Los Salmones, ibúðarhótel Koka,
smáhýsi Santa Fe og Hótel Waikiki.
Ferðaskrifstofan
LA NDSVN T
ALÞÝÐUORLOF
Laugavegi 54 — Reykjavik
c,® V
Xr