Þjóðviljinn - 29.09.1974, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 29.09.1974, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 29. september 1974. DJOtmmm MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝOSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: útgáfufélag Þjóðviljans Ititstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 línur) Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Prentun: Blaðaprent h.f. TEKJUSKERÐING ALDRAÐRA Með setningu bráðabirgðalaganna um „launajöfnunarbætur” sem i reynd eru lög um kjaraskerðingu, hefur rikisstjórnin óvart viðurkennt að hér er um stórfellt kauprán að ræða. í upphaflegum hug- myndum rikisstjórnarinnar er gert ráð fyrir bótum allt að kr. 4500 á einstakling, þó lengst af hafi verið miðað við 4000 kr. Þannig hafa þeir reiknað út að kjara- skerðingin næmi 48000—54000 kr. á ári. Bæturnar nema hinsvegar aðeins 42000 kr. á ári. Fyrir tilbeina ASl greiðast samskonar bætur á yfirvinnu, sem að sjálfsögðu þýðir að þeir sem lægst laun hafa og ekki hafa aðstöðu til að vinna yfir- vinnu fá tiltölulega minna en ella. Enn einu sinni er yfirvinnu-þrældómurinn verðlaunaður. Réttlætinu virðist stundum vera nokkuð mislagðar hendur. En tekju- ránið er enn hrikalegra, ef miðað er við lifeyri aldraða fólksins. Samkvæmt lögunum fá einstaklingar 16149 kr. tekju- uppbót á ári eða naumlega 1340 kr. á mánuði. Ef 4000 kr. mánaðarleg uppbót átti að nægja til að vega upp á móti tekju- skerðingunni, þá nemur sú skerðing sem þetta fólk verður fyrir 2660 kr. á mánuði eða 31920 kr. á ári. Hér eru eingöngu notaðar tölur sem talsmenn rikisstjórnar- innar hafa sjálfir hampað. Enginn þarf að gera þvi skóna að stjórnin hafi ofætlað uppbótina i fyrstu og þvi munu allar þessar tölur vera of lágar. Þær sýna þó hlutföll, sem eru einkar athyglisverð. Morgunblaðið þreytist ekki á þvi að mæra rikisstjórnina fyrir stórhug hennar i garð elli- og örorkuþega. Samanburðurinn hér að framan sýnir að komin er til valda stjórn sem svifst einskis og ætlar að feta dyggilega i fótspor viðreisnarinnar, en þá voru kjör aldraða fólksins hvað lökust, og langt fyrir neðan framfærslulágmark hér á landi. Þetta gerðist meðan þjóðartekjur islendinga voru einhverjar þær hæstu i heimi og auðmenn rökuðu saman gróða. Kjör aldraða fólksins voru smánarblettur i islensku þjóðinni. Vinstri stjórnin gerði verulegt átak til að bæta kjör þessa fólks og bráðabirgða - lög sem hún setti i upphafi starfsferils sins voru hrakyrt af Morgunblaðinu sem veisluhöld og bruðl. Nú hefur enn verið höggvið i þennan sama knérunn og meira mun á eftir fylgja. Málefni aldraðra hafa lengi verið látin sitja á hakanum, og nær það afskiptaleysi ekki eingöngu til peningahliðarinnar. Ævi- kvöld fjölmargra islenskra gamalmenna er vægast sagt ömurlegt. Halda mætti að fólk sem búið er að þræla hörðum höndum allt sitt lif fengi að lokum umönnun og um- bun fyrir framlag þess til þeirrar vel- ferðar sem þjóðin býr nú við. En þjóðin er þvert á móti sinnulaus um kjör þeirra og aðbúnað. Eitt stærsta elliheimili landsins er rekið af einkaaðila,eins og hver önnur fjárgróðastarfsemi. öll þjónusta er þar fyrir neðan allar hellur og starfsliðið langt fyrir neðan það sem talið er að hægt sé að komast af með. Ef vel ætti að vera ætti elliheimili að hafa mun fleira starfsfólk en venjuleg sjúkrahús vegna þess að á elliheimilum dvelja ekki bara sjúklingar heldur lika ósjálfbjarga gamalmenni, sem þurfa á margskonar aðstoð að halda. Það má nánast kallast furðulegt af hverju hið opinbera ekki sé fyrir löngu búið að yfir- taka einkasjúkrahús fyrir aldraða og flokki umönnun aldraðra undir félagslega skyldu þjóðfélagsins. Fyrr komast þessi mál ekki i viðunandi horf. Allar goðsagnir um fórnfýsi og atorku þeirra manna sem stofnuðu þessi heimili i upphafi breytir þar um engu, gerir málið bara enn tor- leystara, þvi sú skoðun er almennt tekin góð og gild að einkaelliheimili séu fyrir- myndar stofnanir. Skerðing rikisstjórnarinnar á tekjum aldraðra er enn ein sönnun þess að engra umbóta er að vænta úr þeirri átt heldur þvert á móti. Aldrað fólk á heimtingu á mannsæmandi meðferð og þjóð sem vill kalla sig menningarþjóð er þetta ósæm- andi. Guðsteinn Þengilsson, lœknir: Um „mállausa embœttis- menn og aðra aumingja” Seinlega gengur þeim VL- postulum að tæma bikar smánar- innar i grunn, þótt þeir kneyfi drjúgum, svo djúpur er hann.Bætist nú enn við tölu þeirra, sem þeir þykjast geta agað með plagginu mikla, meið- yrðalöggjöfinni. Enn sem fyrr halda þeir sig að mestu frá hinum venjulega vettvangi talaðs og rit- aðs máls, og málefnalegar um- ræður liggja þeim viðsfjarri. Það er helst að þeir birti læriföðurleg- ar ádrepur, þar sem að þvi er látið liggja, að þeir séu að kenna okkur betra eða öllu heldur við- felldnara orðbragð með tiltektum sinum. Hversu þægilegar eða við- felldnar orðræður okkar hafa verið læt ég liggja milli hluta að sinni, mér skilst að á þvi eigi að gera sérfræðilegt mat innan tið- ar. Tólf menn með ærur, sem sam- kvæmt beirra eigin virðingu sýnast ekki hafa verið i brúkhæfu ástandi siðan laust upp úr miðjum siðastliðnum vetri, leita nú til þeirrar einu lækningar sem þeir þekkja við þeim kvilla er tið- ast leitar á pasturslitlar ærur: Þeir krefjast fjárbóta. Reynslan sýnir þó, að batahorfur þeirra, sem hafa slasað sig á þann hátt, sem um er fjallað I stefnuskjöl- um, eru ekki sérlega góðar þrátt fyrir umræddar lækningatilraun- ir, og eitthvað verulegra og rót- tækara þyrfti að koma til, ef ein- hver von ætti að vera um fulla æruheilsu. Svo umsvifamiklar aðgerðir verða þó ekki ræddar hér að sinni, þótt e.t.v. væri það skylt, þar eð undirritaður kvað hafa átt aðild að æruslysinu að nokkrum hluta. Það virðist mér koma fram af þeim dæmum, sem tind hafa verið til sem ærumeiðandi, að viðkomandi hafi ekki skilið sum hugtökin almennilega. Má þar til nefna orðið „auðnuleysingi”. Mætti ætla, að þar skorti ámóta á málkennd og skilninginn á þeirri auðmýkingu, sem bæn um áfram- haldandi hersetu hefur i för með sér. Reynslan hefur sýnt, að til- gangslaust er að fá hina æruhöllu postula „landvarnanna” til mál- efnalegra viðræðna, og skal þess heldur ekki freistað nú. Við þá Útflutningsmiðstöð iðnaðarins hefur ákveöið að gangast fyrir samkeppni um hönnun á merki, sem er ætlað að vera gæðamerki fyrir islenskar iðnaðarvörur, sem seldar eru á íslandi. Verður merki þetta notað á vör- ur eða umbúðir og gefur til kynna að um vandaða vöru sé að ræða. Verður sett á stofn nefnd, af stjórn Útflutningsmiðstöðvar iðn- aðarins, sem á að ákveða hvaða aðra, sem e.t.v. i fijótheitum hafa léð nafn sitt undir bænaskjalið fræga, en væru fúsir til að athuga málin betur, langar mig til að segja: Athugið ferilinn um þau lönd, þar sem hið bandariska her- veldi telur sig hafa átt nokkur Itök, annað hvort á vegum Nato svo sem i Grikklandi, eða vegna auðhringa eins og i Chile. Hvernig gekk þvi að „vernda” Suður Kóreu og Suður Viet-Nam gegn „kommúnistum”? Gaumgæfið byggðir i rústum, fleytifullar fangabúðir, pyntingar og fjölda- morð á saklausu fólki, konum og börnum jafnt sem körlum, fjölda- grafirnar á Kýpur og hryðjuverk- in I Chile. Þetta er slóðin eftir þá vörutegundir mega bera merkið. Áður en slikt leyfi er veitt á að fara fram könnun á gæðum vör- unnar og fylgist nefndin siðan með þvi að sömu vörugæðum sé haldið við. t hinni hörðu samkeppni á al- þjóðlegum mörkuðum, er það m jög mikilvægt að neytendur geti treyst á gæði vörunnar. Þegar merki þetta verður kunnugt á mörkuðum okkar, geta viðskipta- vinir treyst þvi að um gæðavöru sé að ræða. sömu aðila, sem þið eruð nú að biðja um vernd. Hefur það aldrei flökrað að ykkur að eitthvað hlið- stætt gæti gerst hér? Er ekki mælirinn nægilega steyttur og skekinn til þess að ástæða sé að staldra við og athuga sinn gang? Maður skyldi halda það. Allur bægslagangurinn með stefnur, meiðyrði og ærukrenk- ingar gæti virst kátlegur og væri aðeins til að hafa gaman af, ef annað minna væri i húfi en það, sem um er deilt. Fullveldi verður þá fyrst, þegar hver einasti fer- kilómetri landsins er kominn undir islenska lögsögu og það er mál, sem ekki er tilhlýðilegt að hafa i flimtingum. önnur hlið Þá er það von Útflutningsmið- stöðvarinnar, að merkið verði öll- um hvatning til vöruvöndunar, sem að framleiðslustörfum vinna. Samkeppni þessi er með nokk- uð nýstárlegum hætti, þar sem ætlunin er að gefa almenningi kost á að taka þátt i vali þeirra merkja, sem hljóta verðlaun. Dómnefnd hefur verið valin og velur hún bestu merkin, sem al- menningur siðan greiðir atkvæði þessa máls er sú, að nú er úreltri löggjöf ætlað að hindra frjálsar og hreinskilnar umræður um hitamál. Getið þið imyndað ykkur afleiðingarnar, ef slikt nær fram að ganga? Er ekki lika sjálft prentfrelsið i voða? Meiðyrðalöggjöfin er „bara fyrir mállausa embættismenn og aðra aumingja” sagði „snjallasti lögfræðingur landsins” við Hilmar bókavörð i Keflavik hér á dögunum. Að vfsu voru þau um- mæli viðhöfð áður en umræddar málssóknir hófust. Þau sýna þó, hve hér var spámannlega mælt. Guðsteinn Þengilss. um. Verða merkin kynnt i fjöl- miðlum og nánar frá þvi skýrt, hvernig kosningunni um merkin verður hagað. Verðlaun verða þrenn. Fyrstu verðlaun verða 110 þúsund krón- ur og önnur og þriðju verðlaun 25 þúsund krónur hvort. Verða þau veitt þeim merkjum, sem hljóta flest atkvæði frá almenningi. öllum er heimil þátttaka i keppninni, sem búa á íslandi og hafa hér starfsréttindi. Skila- frestur er til 25. október. Samkeppni um merki fyrir iðnaðarvörur: Gœðamerki íslensks iðnaðar

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.