Þjóðviljinn - 29.09.1974, Side 7
Sunnudagur 29. september 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Ungur búfrœðingur lýsir skoðun sinni á eignarrétti á jörðum
Almannaeign landsins er
eina varanlega lausnin
Bændur hafa ekki ráö til þess aö keppa viö gróöaöfl um jaröirnar. Mynd: Votmúli.
Kafli úr
búnaðar-
blaðsgrein
eftir
Jón Viðar
Jónmundsson
Veðraskil eru í nánd
varðandi yfirráð bænda
yfir landi sínu vegna þess
að landbúnaðurinn stenst
ekki samkeppni við fjár-
magn aðvífandi aðila, —
segir Jón Viðar Jónmunds-
son í síðasta hefti Búnað-
arblaðsins en Jón á sæti í
ritnefnd þess. Sjónarmið
Jóns eru hin athyglisverð-
ustu og fer hér á eftir meg-
inhlutinn af grein hans
„Heilög kýr".
Eignar- og umráðaréttur er
hugtak, sem ávallt hlýtur að vera
háð sögulegri framvindu og verð-
ur því ávallt að skoðast i ljósi
breyttra þjóðfélagsaðstæðna.
Viss umráðaréttur yfir landi er
frumskilyrði þess að landbúnaður
verði stundaður hér á landi. Um
það hygg ég allir munu sammála.
Að eignarréttur sé aftur á móti
skilyrði til að landbúnaður verði
stundaður fæ ég aftur á móti
hvorki séð né skilið. Við þekkjum
það af spjöldum sögunnar að af
landbúnaði hafa menn lifað hér á
landi frá þvi fyrstu menn tóku sér
hér bólfestu. Eignarrétti á bú-
jörðum hefur þó á ýmsan veg ver-
ið varið á þessu timabili. Við
þurfum ekki að leita marga ára-
tugi aftur i timann til að sjá að
þessu var á annan veg farið en i
dag. Þvi til staðfestingar má
benda á rit Björns Teitssonar um
eignarhald á jörðum i Suður-
Þingeyjarsýslu.
Heimsstyrjöldin 1939-1945 olli
miklu umróti i islensku þjóðlífi.
Inn i landið fór að streyma erlent
fjármagn. Þörfin fyrir vinnuafl á
suðvesturhorni landsins jókst
stórlega. Samfara þessu verður
bylting i islenskum landbúnaði
með tilkomu nýrrar tækni við
landbúnaðarstörf, sem dregur
mjög úr vinnuaflsþörfinni. Land-
búnaðurinn og hinar dreifðu
byggðir leggja þvi fyrst og
fremst til það vinnuafl, sem aðrar
athafnir krefjast. Fólksflóttinn úr
sveitunum verður verulegur. Um
leið veikist félagsleg staða hinna
dreifðu byggða, sem i næstu um-
ferð ýtir undir áframhald þess-
arar þróunar.
Á þessum árum voru jarðir ill-
seljanlegar og gæði þeirra að
engu metin nema til búskapar;
þess vegna lagðist fjöldi jarða og
jafnvel heilar sveitir i eyði. Eign-
arrétturinn kann þó frekar að
hafa seinkað þessari þróun, þvi
að sérstaklega dró það úr eldra
fólki, sem var ekki vel sam-
keppnisfær. á hinum nýja vinnu-
markaði, að flytja á mölina og
skilja eigur sinar eftir verðlaus-
ar.
En á allra siðustu árum hafa
orðið verulegar breytingar. Borg-
arbörn hins firrta velferðarþjóð-
félags fara að leita a vit náttúr-
unnar. Þau fundu ekki lifsfyllingu
á malbiki þéttbýlisins. 011 hlunn-
indi sem nýta má til útivista svo
sem veiðiréttur fara að verða eft-
irsótt og jarðir byrja að hækka
i verði. Erlendis veldur mengun
þvi að erlendir auðmenn fara
einnig að sækja þessi gæði hingað
til lands.
Það er augljóst að landbún-
aðurinn getur ekki staðist frjálsa
samkeppni við þetta fjármagn.
Eignarrétturinn hefur þvi á
skömmum tima orðið islenskum
landbúnaði tvleggjað sverð.
Almenning jafnt til sjávar sem
sveita varðar þvi öllu i dag, að til
varnar verði snúist gegn fjár-
raagni braskaralýðs i Reykjavik.
Tilraun i þá átt var frumvarp til
nýrra jarðalaga, sem þó hlaut
ekki afgreiðslu á siðasta þingi.
Ég tel að við þessum málum
verði ekki snúist nema með auk-
inni félagslegri samvinnu og t.d.
að utanaðkomandi tekjur eins og
veiðitekjur hljóti að eiga að renna
óskiptar til viðkomandi sveitarfé-
laga. Það, sem bændur nú varðar,
er félagsleg samstaða gegn auð-
valdinu til að vernda afnotarétt
sinn að landinu. Þau vandamál,
sem þá biða úrlausnar, i sam-
bandi við útivistarsvæði þétt-
býlisfólks eru þá áreiðanlega
auðleyst.
Eignarrétturinn verður aftur á
móti aldrei varinn gegn ásókn
auðmannanna. Tillögur um al-
mannaeign landsins, þar sem
bændum er tryggður óskertur af-
notaréttur að landinu held ég sé
eina varanlega lausnin á þessum
vanda. Að slikt muni skerða at-
hafnafrelsi bænda held ég sé al-
gerlega úr lausu lofti gripið.
Stjórn byggðarinnar mundi þvert
á móti á þennan hátt færast meira
i hendur fólksins sjálfs i stað þess
að vera meira og minna háð ,,ill-
skýranlegum náttúrulögmálum
efnahagslifsins”. Menn mundu á
þennan hátt öðlast sterkari kennd
til að standa vörð um hagsmuni
byggðarinnar. Einnig mundi
þetta auðvelda kynslóðaskiptin i
landbúnaðinum, sem vissulega er
vandamál i dag. Menn yrðu
frjálsari að þvi leyti, að þeir væru
ekki lengur þrælar eigna sinna.
Nokkrir landeigendur mundu
að visu missa spón úr aski sinum,
þ.e. þeir menn, sem ráða yfir
landi, sem hefur komist á óeðli-
lega hátt verð vegna þjóðfélags-
legra aðgerða, svo sem til lóða-
sölu. Aftur á móti er mér alveg
ósárt um slika hagsmuni og að
blanda þeim saman við hagsmuni
bændastéttarinnar skyldu bænd-
ur forðast i lengstu lög. Ég álit
það beinlinis þjóðfélagslegt órétt-
læti, að menn njóti ávaxta af slik-
um aðstöðumun, sem þeir hafa
engan þátt átt i að skapa, en þjóð-
félagið hefur fært þeim upp i
hendurnar.
(Fyrirsagnireru Þjóöviljans)
HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN
ríkisins mm$m
Frá og með 1. október næstkomandi verður
Húsnæðismálastofnun rikisins opin kl. 8.00 —
16.10 daglega alla virka daga nema
laugardaga.
HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS
LAUGAVEGI77, SlMI 22453
þeim f jölgar
sem fara i
sólarfri
i skammdeginu
Vegna sifellt aukinna viðskipta
og langrar reynslu okkar á
Kanaríeyjum getum við boðið
ferðir þangað á besta fáanlega
verði. Þannig kostar 2ja vikna
ferð nú frá krónum 28.800 og
3ja vikna ferð kostar frá krón-
emmg
hópafslátt, serpT rfemur 2.500
krónum á mann ef um er að
ræða 30 manna félagshóp eða
stærri.
Þetta hagstæða verð gildir jafnt
fyrir alla okkar viðskiptavini.
Upplýsingar um Kanaríeyjaferðir hjá skrifstofum
flugfélaganna og umboðsmönnum þeirra
FLUGFÉLAC L0FTLEIDIR
/SLAJVDS