Þjóðviljinn - 29.09.1974, Page 13
Landauðn
Framhald af bls. 1.
styðja það fólk sem þar er nú.
Eina úrræðið til að koma i veg
fyrir auðn væri að fá nokkrar að-
fluttar fjölskyldur til að setjast
þar að og hefja búskap, 5-7 mundu
bjarga málinu við”.
Það er skoðun ráðunautanna að
ábúendur kynnu að fást „gegn
greiðslu” (orðalag ÞJV) eða eins
og þeir segja „ef þeim væri veitt
til þess nokkru meiri fyrir-
greiðsla en almennt er látin i té”,
enda eru jarðirnar nær mann-
virkjalausar.
Þorpsbúar á Bakkafirði lifa af
sjávargagni en útgerðin er ein-
ungis á litlum vélbátum.þar sem
setja þarf bátana upp um vetrar-
timann og i stórviðrum ella.
Færst hefur i vöxt að stærri hand-
færabátar sunnan af fjörðum sem
fiska við Langanes leggi þar dag-
lega upp fisk til söltunar. „Hafa
skipstjórar slikra báta talað um
að þeir vildu setjast að á Bakka-
firði, ef þeir gætu fengið þar hús-
næði og mættu vænta framhalds á
hafnarbótum” segir oddvitinn
vongóður. — A vetrum fara
margir að heiman til að leita sér
vinnu.
Ekkert frystihús er á Bakka-
firöi en einn heimamanna hefur
saltfiskverkun. Kaupfélag Lang-
nesinga rekur verslun á staðnum
en kaupir engan fisk.
Meðal þess sem oddvitinn telur
aðkallandi að framkvæma til við-
halds og eflingar byggðinni er
þetta:
„Framhald hafnargerðar með
lengingu bryggjunnar og öðrum
þeim umbótum sem bæta aðstöðu
útgerðar. Meðan ekki hefir verið
komið upp frystihúsi verði athug-
að hvort hægt væri að hafa þar
vinnslu sjávarafurða til atvinnu-
aukningar yfir vetrartimann.
Hreppnum verði gert kleift að
byggja leiguhúsnæði, 4-5 ibúðir,
svo að greitt verði fyrir ungu fólki
sem nú þegar vill setjast að i
þorpinu, svo og öðrum sem vilja
flytjast þangað”.
Það er ekki beinlinis svart-
sýnistónn i skýrslu oddvitans,
séra Sigmars, um þessa norð-
lægu byggð. Þvi að eins og hann
AFMÆLI
Adam Þór Þorgeirsson
múrarameistari Háholti 5
Akranesi veröur fimmtug-
ur á morgun, mánudaginn
30. september.
Bergsteinn Hjörleifsson, Flóka-
götu 4, Hafnarfirði, verður átt-
ræður á morgun, mánudaginn
þritugasta september. Berg-
steinn var togarasjómaður i
fjölda ára, en hefur seinni árin
unniö i landi hjá Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar. Hann verður að
heiman á afmælisdaginn.
Sunnudagur 29. september 1974. þjóÐVILJINN — SIÐA 13
segir: „Nú bendir ýmislegt til
þess að fólk vilji setjast að i
strjálbýli og smærri þorpum.
Vonandi er það merki þess að
framvegis vilji islendingar
byggja land sitt allt”.
Heimild: Kynningarrit sam-
bands sveitarfélaga á Austur-
landi og félags- og atvinnumál
þar. hí
NATO
Framhald af bls. 4.
meiri fylgjendur tjáningarfrelsis
á Islandi en talsmenn vestrænnar
samvinnu.
Sjálfstæðisfl. er að því leyti
heiðarlegur, að hann gengur
hreint til verks sem erindreki er-
lends hervalds á tslandi og reynir
á engan hátt að dylja það, og það
er að vissu leyti vert að meta. Þvi
gegnir furöu, að hann skuli ekki
vera búinn að skipta um nafn fyr-
ir löngu, þvi fátt er I jafn æpandi
mótsögn við íslenskt sjálfstæði
eins og að beita sér fyrir ævar-
andi hernámi erlends stórveldis á
Islandi.
A undanförnum flokksþingum
hefur Framsóknarfl. samþykkt
að láta herinn fara úr landi. Og
hann gekk til kosninga með slika
stefnuskrá. Allir sem kusu hann
hafa eflaust reitt sig á, að eitt-
hvaö væri að marka stefnuskrá
flokksins og samþykktir flokks-
þinga, enda erfitt að skilja til
hvers er verið að kalla flokksþing
saman til að marka stefnu i
ákveönum málum, ef kjörnum
þingmönnum flokksins er ekki
ætlað aö fylgja þeirri stefnu eftir.
Þvi verður maður aö ætla, að
allir þeir sem greiddu Fram-
sóknarfl. atkvæði við kosningarn-
ar I sumar, hafi greitt honum at-
kvæði I þeirri trú að hann fylgdi
markaðri stefnu með að láta her-
inn fara, en þvi miður gefur mál-
efnasamningur stjórnarflokk-
anna litla von um það.
Þvi beini ég þeirri spurningu til
þingmanna flokksins: Voruð þið
kjörnir til að framkvæma stefnu
þeirra sem ekki kusu ykkur?
Metið þiö þeirra sjónarmið meira
en þeirra sem greiddu ykkur at-
kvæði?
Eigum við að hafa það fyrir satt
að flokkssamþykktir Fram-
sóknarfl. og kosningastefnuskrá
sé marklaus þvættingur, sem
öngvum sé ætlað að taka mark á?
Og ef svo er, þá er Fram-
sóknarflokkurinn • sannarlega
ekki öfundsverður af þeim kjós-
endahóp, sem tekur svona vinnu-
brögð fyrir góða og gilda vöru.
Annars fer ósjálfrátt að læðast
aö manni sá grunur, að við ráðum
ekki eins miklu um eigin mál eins
og látið er I veðri vaka. Okkur er
ennþá sagt að við ráðum hvort
herinn fer eða hvenær.
Hvers vegna þarf þá að vera að
semja um það I marga mánuði?
Hvers vegna dugir ekki að utan-
rikisráðherra tilkynni Banda-
rlkjastjórn að hún eigi að kalla
herinn heim með hæfilegum
fyrirvara?
Vinstri stjórnin hafði þrjú ár til
aö framkvæma þetta stefnu-
skráratriði. Það er léleg viðbára,
að henni hafi ekki unnist timi til
þess fyrir landhelgismálinu.
Nema hún hafi verið að biða
eftir að sjá hvað vörnin var öflug
þegar I harðbakka sló.
Og það erum við búin að sjá.
Eða er það kannski svo, að
Framsóknarfl. meti viðhorf
hernaðarbandalagsins meira en
eigin sjónarmið og telji sjálfsagt
að meta meira hagsmuni þess en
sjálfstæði eigin lands.
I sumar var farin herferð um
sveitir landsins og bændur hvattir
til, af tilefni þjóðhátiðarársins, að
fjarlægja allt rusl frá hibýlum
sinum. Og er það góðra gjalda
vert. En áhrifamesta land-
hreinsunin hefði þó orðið ef rikis-
stjórnin hefði haft manndáð til að
fjarlægja allt morðtóladraslið af
Miðnesheiði.
Það hefði orðið sú landhreinsun
sem mesta athygli hefði vakið og
aflaö þjóðinni mestrar virðingar.
Þvl sú þjóð nýtur hvergi virðing-
ar i heiminum sem gerist leppriki
einhvers stórveldis.
Strandarhöfði 24-9-74
Jónas Magnússon
Fangar
Framhald af bls. 2.
Við höfðum samband við annan
kvenfangavarðanna I Siðumúla
28, Jónu Sigurjónsdóttur, og sagöi
hún þaö rétt, að þær kvenfanga-
verðirnir væru aðeins i hálfu
starfi, en þær vinna 6 tima vaktir
i fjóra daga og hafa svo fri I fjóra.
Þó er þetta eina kvennafangelsið
og þangaö fara allar konur, sem
úrskurðaðar eru i gæslvarðhald
eða dæmdar til fangelsisvistar
fyrir afbrot. Litla-Hraun, þar sem
öll tilhögun er mun frjálslegri, er
aðeins fyrir karlmenn.
Jóna tók fram, að þaö væri ekki
vegna þess að kvenfangaveröirn-
ir tveir vildu ekki vinna lengur,
þvert á móti, en þær fengju ekki
nema hálft starf. Yfirmaður
þeirra hefur farið fram á það við
viðkomandi yfirvöld, að þær verði
ráðnar i fullt starf, en svarið hef-
ur veriö, að ekki sé veitt meira fé
til löggæslu. Sagöist hún búast við
að hætta störfum vegna þessa,
þar eð laun fyrir hálft starf nægðu
sér ekki til viðurværis.
En þótt fé vanti til þessarar
tegundar löggæslu eru allir karl-
fangaverðirnir I fullu starfi.
—vh
Söluskrifstofan
flytur
Söluskrifstofa Loftleiða h.f. að Vesturgötu
2, Reykjavik, flyst þann 1. október að
Lækjagötu 2 og sameinast þar söluskrif-
stofu Flugfélags íslands h.f.
FRAMVEGIS
verður farmiðasala flugfélaganna að
Lækjargötu 2 opin frá kl. 9.00 til 17. 30
alla virka daga nema laugardaga frá kl.
9.00 til 12.00. Simi söluskrifstofunnar
verður frá og með 1. október:
2 66 22
FLUGLEIÐIR hf.
FÉLAGS-
FUNDUR
Verslunarmannafélag Reykjavikur
heldur félagsfund að Hótel Esju, mið-
vikudaginn 2. október kl. 20.30.
FUNDAREFNI:
Uppsögn kjarasamninga
V erzlunarmannafélag
Reykjavíkur
Atvinna ■ Atvinna
LAUSAR STÖÐUR
Danska utanrikisráðuneytið hefur óskað
eftir þvi að auglýstar verði hér á landi sex
stöður leiðbeinenda við Norræna sam-
vinnuverkefnið i Kenya. Þessar stöður
eru:
Tvær stöður leiðbeinenda við bókhald.
Ein staða leiðbeinanda við stjórn sam-
vinnufélaga.
Ein staða leiðbeinanda við bankarekstur i
dreifbýli.
Ein staða leiðbeinanda við rekstur
verslunar með landbúnaðarvörur.
Ein staða leiðbeinanda um samvinnu-
fræðslu.
Góð enskukunnátta er nauðsynleg. Enn-
fremur er æskilegt, að umsækjendur hafi
starfað hjá samvinnufyrirtækjum, en þó
er það ekki skilyrði.
Nánari upplýsingar um störfin, m.a.
launakjör, verða veittar á skrifstofu Að-
stoðar islands við þróunarlöndin, Lindar
götu 46, en hún er opin kl. 17—19 á
miðvikudögum og 14—16 á föstudögum.
Þar fást ennfremur umsóknareyðublöð.
Umsóknarfrestur er til 11. október.