Þjóðviljinn - 29.09.1974, Síða 15
Sunnudagur 29. september 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15
„Járnbrautin”, heitir finnska leikritið, sem sýnt verður á mánu-
dagskvöldið. Myndin er af gömlu hjónunum, sem fara aö skoða
þá miklu nýjung, járnbrautina.
SJÓNVARP
KASTLJOS OG
KÚREKAR
Shobert skrifar
Sjónvarpið heldur áfram
menningargöngu sinni næstu
viku. Ljóst er af dagskránni
eins og hún hefur verið siðustu
vikurnar, raunar i allt sumar,
að stefnt mun að þvi að fæla
sem flesta áhorfendur frá
imbakassa, ef vera kynni að
fólk snéri sér þá að þarflegri
hlutum.
Dagskrá þessarar viku er
hliðstæð þeirri sem boðið hef-
ur verið upp á: Gamlar am-
eriskar biómyndir, einu sinni
til tvisvar, breskar eða am-
eriskar fræðslumyndir, auk
framhaldsmyndanna tveggja,
Bræðranna og pólsku bænd-
anna.
Það sem helst gæti dregið
mann að kassanum þessa
vikuna er væntanlega finnska
leikritið „Járnbrautin”, sem
sýnt verður annað kvöld,
mánudag.
Leikritið er eftir Juhani
Aho, sem var einn af vin-
sælustu höfundum finna
kringum siðustu aldamót.
Sagan „Járnbrautin” var
mjög vinsæl, endurprentuð 30
sinnum segir i sjónvarpsdag-
skránni, og segir þar frá ævin-
týrum roskinna hjóna sem
fara til bæjarins að skoða eitt
af undrum nýja timans, járn-
brautina og þau járnskrimsli
sem eftir henni renna.
Bandariska myndin sem
sjónvarpið hefur valið til
sýningar á miðvikudaginn
heitir „Barneignir bannaðar”,
á ameriskunni „The Last
Child”. A myndin að gerast
1994, og fjallar um lög sem
stjórnvöld hafa sett, og banna
þau lög hjónum að eignast
fleiri en eitt barn, þar eð
fólksfjölgun i landinu er geig-
vænleg.
Þessi saga minnir menn
kannski á þá islensku skáld-
sögu, sem fjallar um svipað
efni, „Niðjamálaráðuneytið”
eftir Njörð P. Njarðvik, en sú
bók kom út fyrir nokkrum ár-
um og vakti mikla athygli hér
heima.
A föstudagskvöldið er á dag-
skrá fréttaskýringaþáttur
sem kallast „Kastljós”.
Ólafur Ragnarsson sér um
þann þátt, og mun hér vera
kominn innlendi frétta-
skýringaþátturinn, arftaki
Landshornsins frá i fyrra.
Þjóðviljanum hefur borist
bréf frá manni einum i
Pennsylvaniu i
Bandarikjunum. Maður þessi
heitir E.I. Shobert, en hann og
kona hans voru á ferð hér á
landi i sumar.
Bréfið frá Shobert er aðeins
merkt „Dagblaðið”, Reykja-
vik, Island. Ekki er gott að
segja, hvort Shobert álitur
Þjóðviljann eina dagblaðið á
Islandi, eða hvort póst-
þjónustan hér heima litur svo
á, að Þjóðviljinn sé eina
blaðið. En það er reyndar rétt,
að Þjóðviljinn er eina blaðið
með viti.
Hvað um það Shobert
þessi kveðst hafa ver-
iö á gangi i Hljómskála-
garðinum þann 30. júni sl.
ásamt frú sinni. Þar hittu þau
hjón önnur hjón. Þau hjón
„Stúlkan með hörgula
hárið"
Við sátum þarna 190 i
vélinni, svo margir sem hægt
var að koma fyrir i ekki
stærra rými, allt var nákvæm-
lega reiknað út, svo að enginn
ferþumlungur færi til ónýtis.
Sætin voru það þétt saman, að
meðalmenn vel i lagi kæmu
rétt'hnjánum fyrir án þess að
vera i skrúfstykki af bakinu af
næsta sæti fyrir framan.
Gangurinn var rétt mátulega
breiður, til þess að hægt væri
að mætast. Væri eitthvað um
að vera, svo sem veitingar eða
sölumennska, var ekki viðlit
að komast leiðar sinnar og
urðu menn þá að standa þarna
eins og illa gerðir hlutir
hvernig sem ástatt var þar til
flugfreyjunum þóknaðist að
gera hlé á og biðja viðkomandi
að fara inn i sætið hjá
náunganum, á meðan
vagninum var skotið fram hjá.
5 1/2 timi er kannski ekkert
langur ef deyfilyfin — vinið —
er notað óspart, meira að
segja i hófi myndi kannski
gera sitt gagn til þess ,,að
drepa timann”, en þegar ná-'
kvæmlega jafnlangur timi
hefur farið i ferðalagið i heild,
þarf að stunda drykkjuna
óslitið ef þolinmæðinni á ekki
að vera misboðið.
Þeir reyna að para sig
saman k u nn in g j a r n i r ,
landarnir eða þeir, sem eitt-
hvað eiga sameiginlegt, æsku
eða elli, mál eða litarhátt, en
oft er það lika tilviljun, og
kannski oftast, hverjir lenda
saman, séu þeir ekki beinlinis
ferðafélagar.
1 bekknum beint út af sitja
tveir piltar á besta aldri og
stúlka á liku reki. Þeir hafa
hana ekki á milli sin, þær eru
ekki alltaf til skiptanna,
kannski aðeins litið brot af
þeim, þegar allt kemur til alls.
Hverju sem það sætir, er
ekki óalgengt, að farþegarnir
fari sjálfir fram til flug-
freyjanna til þess að sækja sér
drykk, kannski er hæverskan
að verki, ef til vill verkar ekki
voru islensk og búa einhvers
staðar nærri Landsspitala-
lóðinni. Eftir að kynni höfðu
tekist með Shobert og frú og
islensku hjónunum i Hljóm-
skálagarðinum, buðu þau is-
lensku þeim amerisku heim i
kaffi þennan morgun. Þar
heima tók amerikaninn með-
fylgjandi mynd af sinum is-
lensku vinum. Nú vill Shobert
fá að vita: Hvað heita þessi
hjón sem ég drakk kaffi hjá og
hvar eiga þau heima?
Shobert sjálfur býr i
Pennsylvaniu og er utan-
áskrift hans: E.I. Shobert.
Residence: Box 343, St.
Marys, Pennsylvania 15857.
Ef islensku hjónin sjá þessa
mynd og þekkja sjálf sig þar
af, ættu þau að vitja um
myndina og aðra til, sem
Shobert sendi okkur.
ljóshnappurinn og óþolin-
mæðin og þorstinn segja til
sin.
Hún kemur aftur með þrjú
hálffull plastglös af einhverj-
um dökkum vökva og réttir
þeim hvorum fyrir sig og
heldur á einu sjálf. En nú er að
komast inn fyrir. Það sýnist
ekki smuga milli stóbaksins
fyrir framan og hnjáa pilt-
anna. En hún leggur i hann,
snýr bakhlutanum i stólbakið
og lunkar með lausu hendinni
eitt hnéð af öðru fram hjá
hvorum sköflung, og loks er
hún heil i höfn. Og vinið ólgar i
likama og sál.
Og þarna fer ein á þeim
aldri, sem álitið var, að ekki
mætti dragast að þær færu að
ganga út. Hún er það lika
sjálfsagt, þótt hún sé ein á
báti, þvi að litill drenghnokki
nýbyrjaður að ganga hangir i
pilsfaldinum hennar, en hún
er augsýnilega kona ekki ein-
sömul, þvi að hún fyllir það út
i ganginn, að vart væri viðlit
að komast fram hjá henni
nema fyllast mikilli við-
kvæmni fyrir að valda henni
og þvi, sem hún ber undir
belti, einhverju hnjaski.
En hún er lika á leið fram i
lindina eilifu, sem liklega
aldrei þrýtur, meðan heimur-
inn stendur. Og þegar hún
kemur aftur, er litli snáðinn
kominn i hægindið á maga
mömmu sinnar og heldur
hægri arminum um háls
henni, en hún sinum vinstri
um drenginn og á glasi hátt á
loft i þeirri hægri. Löngunin er
sú sama, hvernig svo sem
ástatt er. Nautnin og náttúran
eru systur, sem leita sinnar
fullnægingu, hvað svo sem öllu
velsæmi og siðgæði liður.
En svo kom kaffið og með
það ljómandi falleg ljóshærð
flugfreyja eins og þær flestar
eru og tiu dropar af koniaki
með. Það féll áreiðanlega
i góðan jarðveg, þar
sem gúllassinn var, og
sótthreinsaði, ef nokkuð var
þar misjafnt fyrir.
SIÐAN
Umsjón:
GG
En það var ekki nema i einn
bollann i sætaröðinni, þá var
búið úr könnunni. „Veistu,
hvað þetta er kallað i
sveitinni, ungfrúð góö, þegar
þetta kemur fyrir hjá konum.
Það er kallað, að þær séu
orðnar geldar.” „Og þetta
leyfir þú þér að segja,
maðurinn, kominn fast að
sjötugu.” „Þú hefur auðvitað
aldrei heyrt um það, að faðir
Guðmundar Magnússonar
læknaprófessors var 82 ára,
þegar lifið kviknaði rétt einu
sinni og strákur varð til.”
Mannlifið er þarna fjöl-
breytt, norrænt, Ijóshært og
ljósleitt og bláeygt fólk frá
Norður-Þýskalandi eða
Norðurlöndum. Þarna eru kol-
svarthærðir menn og konur
dekkri i andliti en nokkur
Majorku-íslendingur, og ekki
sjáanlegt að nokkur blóðdropi
sé i andliti þessa fólks, sem er
með svört eða dökkbrún augu.
Þarna eru lika negrar með
svarta kollinn sinn, og hvergi
segir intelligensan til sin eins
og hjá negra. Menntunin segir
miklu meira til sín i útliti og
framkomu hjá þeim svarta en
hvita.
Farþegarnir eru alltaf 80%
karlmenn, það er ekkert
rauðsokka jafnrétti þegar um
það er að ræða að íerðast
kringum hnöttinn.
Og þarna út við gluggann
tveimur bekkjaröðum framar
situr stúlkan með hörgula
hárið. „Er þetta kannski ekki
dýrðlegt. Svona ætti að mála
dýrlinga i norðanverðri
Evrópu, þá yrði meira um þá.
„ Maria mey er japönsk i
Japan og kinversk i Kina.”
„Það er þá svo gott, að hör-
gula hárið sé ekta”, segir
sessunauturinn. Er ekki svo
fátt orðið ekta að mat manna á
þeim hlutum hefur breyst og
það er ekki lengur það sálu-
hjálparatriði, sem það var.
Skipti það annars nokkru
máli, hvort stúlkan með
hörgula hárið sé ekta eða ekki,
ef út i það færi?
Og nú kemur kallið: Nó
smoking. Fasten seat belts.
(Stytt úr Mogga)
Salon Gahlin
Eftir þvi sem hjónaskilnuðum
fjölgar, rekur fljótt að þvi, að
silfurbrúðkaup breyti um. Það
mun þá merkja 25. brúðkaup
sama mannsins.
—GG
Yuma, heitir bandarisk kúrekamynd, sem sjónvarpiö sýnir
iaugardaginn 5. október. Segir i dagskránni að myndin gcrist I
smábæ einum vestra, þar semskálmöid rikir og nýr lögreglu-
stjórikemur til bæjarins — eitthvað er þetta gamaikunnugt...
£ c W _ m ur verinu eftik einar sigurðsson