Þjóðviljinn - 20.10.1974, Page 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnu'dagur. 2Ó. október. Í97l
ÁRNI BJÖRNSSON:
ÞJÓÐFRÆÐAGUTL
Það er alkunna og þekkt um
heim allan, aö menn hafa ýmiss
konar trú á tölum, og er þó ekki
átt við þá oftrú, sem hagfræð-
ingar og stjórnmálamenn virð-
ast stundum hafa á misjafnlega
fengnum tölum, heldur er hér
einatt um snöggtum lægri upp-
hæðir að ræða, einstaka tölu-
stafi, einkum tölurnar 1-13. Þess
konar trú sýnist vera ævagömul
og mun eldri en okkur er yfir-
leitt kennt. Til dæmis mun helgi
tölunnar 3 vera drjúgum eldri
en sögnin um heilaga þrenn-
ingu, og er liklegra, að hún eigi
upphaflega við samstæðuna:
móðir, faðir barn (fremur en
þrihyrninginn fræga: karl,
kona, hjónadjöfull). Sumir álita
reyndar að höfuðskepnurnar
loft, láð og lögur séu hin elsta
merkilega þrenning. En hvað
sem þvi liður mun guð hafa ver-
ið gerður þríeinn, af þvi að talan
3 var fyrirfram ginnheilög.
Talan 4 mun vera merkileg
vegna höfuðáttanna fjögurra,
þar sem sólin i suðurlöndum
Atján barna fabir i áifheimum — teikning Asgrfms Jónssonar
um mannraunir eða hreystiverk
er að ræða. Einu sinni snemma
vetrar lagði hafis mikinn að
Langanesi, og komu mörg
bjarndýr á land með honum.
Eyddu þau bæ einn að mann-
fólki. En þá er það, að átjánára
unglingsmaður i sveitinni, rösk-
ur og hugaður, fer að leita
bjarndýranna. Sér hann hvar
hópurinn kemur neðan frá sjó.
Hafði hann tölu á þeim, og voru
þau átján.en hann varð þrettán
að bana, áður hin hurfu frá.
Heyrt hef ég, að Grimseyingar
særðu björninn, sem nú stendur
inn á Klömbrum, átján sárum,
áður þeir felldu hann, og bókfest
er, að Arni á Hlaðhamri stakk
ástmann dóttur sinnar átján
hnifsstungur þar uppi i útilegu-
kofanum. Það voru átjánskóla-
piltar frá Hólum, sem lögðust út
og gerðust hinir frægu Hellis-
menn i Surtshelli.
Alkunn veðurtrú er það, að
öskudagur eigi átján bræður,
þ.e. að sams konar veður eigi að
vera næstu 18 daga eða næstu 18
miðvikudaga á eftir öskudegi.
En annars er þessi tala einkar
áleitin, þegar um mannskaða
eða náttúruhamfarir er að
ræða.
tJt reri einn á báti
Ingjaldur i skinnfeldi.
Týndi átján önglum
Ingjaldur i skinnfeldi.
Mjög algeng eru einnig þau
álög, að átjánmenn eigi að far-
ast I tiltekinni á, firöi eða fjalls-
hlið, stundum hafa þeir þegar
farist, stundum er einn eftir.
Það eru ugglaust til margar
sögur af þessu tagi, sem aldrei
hafa verið skráðar. Atján bæi
átti að hafa tekið af i Landsveit i
Heklueldi nýársmorgun einn á
dögum Torfa i Klofa og Lén-
harðs. 1 Skógey milli eystri og
vestri Hornafjarðarfljóta áttu
að hafa verið átján bæir, sem
tók af i jökulhlaupi. Það var og á
likum slóðum, viö Borgarhafn-
arhálsa, sem átján skip fórust
nótt eina á dögum Marteins
biskups, þegar sú hin dýra visa
heyrðist kveðin, sem svo byrj-
ar:
Hér i vörum heyrist bárusnarið,
haldinn baldinn aldan fald ber
kaldan,
öflugir tefla afl með reiflum
sveifla
og að toga soga boðann voða.
Þótt það sé ekki beinlínis talið
til mannskaða eða náttúruham-
fara, má þó bæta þvi við, að i
hinni frægu Jörfagleði, sem af-
skipuð var að sögn 1695 og aftur
1708, áttu 18 eða 19 börn að hafa
komið undir i hinni siðustu, — og
ein stúlkan varð að lýsa átján
feður að barni sinu, áöur en hún
hitti á þann rétta. Þessu er eig-
inlega þveröfugt farið i dansvis-
unni, sem viða kemur fyrir:
Dansinn undir hliða
hann er sig svo seinn.
Atján voru konurnar,
en karlinn einn.
kemur reglulega upp, er hæst á
lofti, sest og sést ekki, en ekki
vegna guðspjallamannanna
fjögurra, hvað þá vegna Marx-
Engels-Lenin-Stalin, eins og
sumir vildu vist sumsstaðar
halda á timabili.
Talan 7 mun draga dýrð sina
af kvartilaskiptum tunglsins, og
þar af kemur vikan, en ekki
vegna þess að guð skapaði
heiminn á 6 dögum og hvildi sig
þann sjöunda. Hann hafði það
svona, af þvi vikan var áður til
og hvildardagurinn þá þegar
kominn inn i kjarasamninga við
almættið.
Puttarnir á höndum okkar
munu hafa veitt tölunni 10 sina
fyrstu upphefð, og af þeim sök-
um hefur Móse haft boðorð sin
tlu, en ekki t.d. niu eða eilefu.
Annars væri bágt að skilja, hvi
niunda og tiunda boðorðið voru
ekki höfð i einu, nema þá konan
hafi ekki verið talin eign eigin-
mannsins á dögum Móse. Talan
12 er svo göfug, af þvl að tunglið
fer hérumbil tólf sinnum kring-
um jöröina á ári, og helgin á tölu
postulanna er langtum yngri en
á tölu mánaöanna.
Ein er sú tala, sem mér vitan-
lega gegnir mun stærra hlut-
verki i islenskri þjóðtrú en
annars staðar, en það er talan
18. Mönnum er þetta liklega
ekki eins meðvitað og um
tölurnar 3, 7, 10, 12 o.s.frv., en
hér skal minnt á nokkur atriði:
— Nú er ég svo gamall, sem á
grönum má sjá,átján barna fað-
ir I álfheimum, og hef ég þó
aldrei séð svo langan gaur i svo
litilli grýtu. — Þessa sögu
þekkja vist allir.
Einu sinni I fyrndinni er mælt,
að bóndinn á Vatnshorni i
Haukadal hafi fyrir dag á útlið-
anda sumri komið I fjós sitt, og
var það þá fullt af átján kúm
sægrám. Voru þær alveg eins og
aðrar kýr nema hvað blaðra var
á nösum þeirra. Bónda tókst að
sprengja blöðruna á niu þeirra,
og kom af þeim besta kúakyn
um Dali, en hinar sluppu i
Haukadalsvatn. Lik saga er t.d.
sögð frá Breiöuvik fyrir sunnan
Borgarfjörð eystra, aö bóndi sér
sænautaflokk I þoku og eltir, og
voru þær eigi færri en átián.
Um eyöibýli er oft tekið fram i
munnmælum, að þar hafi áður
þótt reisulegt og verið átján
hurðir á járnum, svo sem I
Skinney i Einholtssókn i A-
Skaftafellssýslu, Asgarði I Þor-
grimsstaðadal á Vatnsnesi,
Hurðarbaki I Selárdal I Dölum
og á Hraunþúfuklaustri suður
undir Hofsjökli, en þar áttu lika
átjánbæir að hafa lagst i eyði i
Vesturdal i Svartadauða. —-
Jafnvel staðfræðilegir hlutir,
sem tiltölulega auðvelt ætti að
vera að sannprófa, ganga upp i
þessari merkilegu tölu. Þannig
eiga t.d. átján dalir eða dala-
drög að liggja upp að eða i átt-
ina að fjallinu Skeggöxl I vest-
urhluta Dalasýslu, og af þvi
skyldi nafn sýslunnar dregið.
Likt er að segja um vegalengd-
ina frá Eyrarbakka út i Selvog,
sem þannig er i rim saman
bundin:
Frá Eyrarbakka úti Vog.
er það mældur vegur:
átjánhundruð áratog,
áttatiuogfjegur.
Talan kemur oft fyrir, þegar
Nú er eftir yðvar hlutur. Und-
irritaður er nefnilega ekki alveg
eins og Jesús Kristur, þótt
margt sé likt með þeim. Mér
þykir t.d. sælla að þiggja en
gefa, a.m.k. á vissum sviðum.
Og nú vil ég biðja lesendur að
gefa mér allar smávægilegustu
upplýsingar, sem þeir kannast
viö um töluna 18 og hvernig hún
birtist án sýnilegrar nauösynj-
ar. Ég vil auk þess geta tveggja
atriöa, sem mér eru ekki nægi-
lega kunnug. Annaö er um stærð
Grimseyjar, sem mér skilst sé
öll til mæld I margfeldi af töl-
unni 18. Hitt er um átjándu bár-
una. Sjómenn kannast a.m.k.
við ólagið I brimlendingunni:
Eigi er ein báran stök / yfir
Landeyjasand. Þá áttu þrjár
miklar öldur að fylgjast að hver
á eftir annarri. Þær hétu til
samans ólag, en bilið milli
þeirra og hins næsta hét lag. En
stundum varð ekki lag eöa hlé á
milli ólaga, svo að 6, 9,12, 15 eða
18 ólagsöidur komu i senn.
Hefur nokkur nokkurn timann
heyrt nokkuð sérstakt um
átjándu ölduna?
SITT
AF
HVERJU
Breyting!
Vegna fréttar um breytingu á
sunnudagsblaði Þjóðviljans sendi
einn lesenda eftirfarandi visu:
A blaðinu grundvallarbreyting
er ger,
og boöar oss lesendum sælu:
Laugardagsröflið hans Arna
mins er
oröið að sunnudagsþvælu.
J.Th.H.
Of stuttar
Vegna sifelldra kvartana um að
klósettpappirsrúllurnar væru
sviknar og styttri en uppgefið tók
japanska neytendaverndin loks
til bragðs að mæla rúllurnar á
skrifstofu sinni (Myndin). Niður-
staðan: Talsvert vantaði upp á
uppgefna blaðatölu um 10% rúll-
anna sem mældar voru.
Ökumaður
ökumaður = gangandi vegfar-
andi, sem tókst að lifa af þangaö
til hann fékk ökuskirteini.
Ekkert
ómögulegt
„Góðum sölumanni er ekkert
ómögulegt” er vist mottó þeirrar
stétta^ og þar standa finnar Iik-
lega framarlega ef dæma má
eftir frétt i finnsku blaði, þar sem.
segir að finnskt fyrirtæki sé farið
að selja sand til Saudi-Arabiu!
Ástæðan: Jú, sandurinn i ara-
bisku eyöimörkinni er svo finn, að
það er ekki hægt að nota hann i
steypu.
„Góðum drykk er ekkert
ómögulegt” auglýsa þeir hins
vegar á Italiu .... „Hér hefur
honum tekst að sameina Nixon,
Maó, Moshe Dayan og Fidel
Castro”. Reyndar eru það ekki
þeir sjálfir, sem komnir eru I
auglýsingabransann, heldur fjór-
ir italskir tvifarar þeirra, sem
auglýsa drykk eftir matinn. En
nú verður liklega aö skipta á ein-
um, þótt hætt sé viö að ekki þyki
Ford nógu litrikur persónuleiki til
svona nokkurs.