Þjóðviljinn - 20.10.1974, Síða 13

Þjóðviljinn - 20.10.1974, Síða 13
I 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur. 20. október. 1974 1 Sunnudagur. 20. október. 1974 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 --------------------------------.. i.i . i . .— r Innréttingin I nýju búbinni hjá Helga er meö þeim fallegri ibcnum. TEXTI: V.H. MYNDIR: A.K. SKÓLAVÖRÐUSTÍGURINN Ein skemmtilegasta gatan i borginni finnst mér vera Skólavöröustigurinn. Ekki bara persónulega af þvi aö Þjóö- viljinn er viö hana og hún þvi gamal- kunn eftir margra ára vinnu hér, heldur fyrst og fremst vegna hins, aö óviöa er jafnmikil fjölbreytni i at- vinnulifi og þarmeö mannlifi viö eina og sömu götuna. Þaö liggur viö aö maöur gæti látiö sér nægja aö búa viö Skólavöröustiginn og fara aldrei út af honum. Hér er hægt aö kaupa sér I matinn, allt til klæöa m.a.s. rúmfatnaöinn og flest til heimilishalds, hér fær maöur gert viö úriö sitt, lætur klippa sig, fær innrammaöar myndir og kaupir tæki- færisgjöfina. Hér er kirkja og hér er krá, — nei annars kaffihús, þar sem hægt er aö rabba viö kunningjana I næöi, sjoppur meö pyslusölu, skrifstof- ur verkalýösfélaga og annarra hags- munasamtaka, nóg af andlegu fóöri I formi bókabúöa og listsýninga, alls kyns iönaöur og sérverslanir, sjúkra- húsdeild, banki og mas. tugthús. Þaö er ekki furöa þótt margir eigi erindi á Skólavöröustiginn, enda geng ég aldrei svo um hann aö ég hitti ekki einhverja sem ég þekki. Þegar viö Ari ljósmyndari fórum i göngutúr um götuna okkar um daginn, uppgötvaöi ég reyndar, aö þótt mér finnist þetta gamla góöa hverfi aldrei breytast, er sumt þar splunkunýtt, t.d. er Helgi Einarsson húsg.sm. nýbúinn aö opna smekklega innréttaöa sér- verslun meö italskan kristal og fleiri skrautmuni beint á móti gömlu Pfaff, sem liklega er ásamt úra- og klukku- verslun Sigurðar Tómassonar elsta fyrirtækiö viö götuna. Og gamla timburhúsiö númer 15 er búiö aö mála svo ógurlega fallega upp og Skilta- geröin flutt þangaö meö tómstunda- vörurnar sinar, en hún hefur lengsaf verið nágranni okkar hinumegin Klapparstigsins. Viö drukkum mikiö kaffi þennan dag, bæöi á Mokka, þarsem við skoö- uöum nýjustu myndir Gunnars Geirs Kristinssonar, og svolitiö ofar viö göt- una, hjá rauðsokkum, sem nýveriö komu sér fyrir á efstu hæö nr. 12 og hafa opið hús milli 5 og 7. Viö litum lika i bókabúöir, fyrst til aö leita að gömlum bókum i Bókinni og svo ætluöum viö i Bókabúö Lárusar Blöndal svolitiö neöar, en komumst ekki lengra inn en i dyrnar, þvl dönsku blööin voru nýlega komin og allt fullt. 1 staöinn heimsóttum viö Islenska dýra- safniö 1 gömlu Breiöfiröingabúö, heils- uðum uppá kálfinn fræga, Tuma þum- al, og skoöuöum Löngumýrar-Skjónu. Á Skólavöröustig 16, þar sem all- mörg verkalýösfélög hafa skrifstofur sinar, voru allir mjög önnum kafnir. Þeir I Iöju voru t.d. aö pakka inn til út- sendingar hátiöablaöiö I tilefni fer- tugsafmælis félagsins og þær I Sókn voru lika aö senda út póst: Kauptaxta og samninga til vinnustaöa úti á landi, þvi þótt félagssvæöi Sóknar sé aöeins Reykjavik og nágrenni er miðað viö þeirra samninga annarsstaöar lika og raunar löngu oröiö timabært, aö félag- iö veröi landsfélag. Siöast en ekki slst kiktum viö inn til nokkurra iönaöarmanna viö vinnu sina. Fyrst til Unnar Eiriksdóttur, annars tveggja starfandi feldskera á landinu, en sú iön hefur mjög dregist saman hvarvetna um heim á undan- förnum árum, sagöi hún okkur, m.a. vegna skorts á skinnum. Á verkstæöi Unnar er aöeins saumaö eftir pöntun- um; mest sáum viö af refaskinnshúf- um, en lika gullfallegan möttul sem var veriö aö brydda svörtu skinni. Á hæöinni fyrir neöan Unni sitja Torfi Jónss. og Ottó Ölafss. augl.- teiknarar og bókaskreytingamenn i nýinnréttuðu húsnæöij og hinumegin götunnar var Þóröur Helgason rakari i óða önn viö klippingarnar. En á verk- stæöinu uppá lofti hjá Sigurði Tómas- syni sátu þau Karl Björnsson og Dóra Jónsdóttir gullsmiöir viö viravirkiö. Þar eru allir hlutir mjög fornfálegir, og verkfærin bera þess merki aö hafa verið notuö lengi og af mörgum — er annars nokkuö til fallegra en verkfæri máð af mannshendinni? Verkstæöiö er mjög gamalt aö stofni til, faöir Dóru keypti þaö af Magnúsi Erlendssyni, sem tók viö af fööur sinum, Erlendi Magnússyni, nafn hans er letraö á vinkil úr kopar ásamt ártalinu 1874. I næsta herbergi situr Siguröur Tómasson úrsmiöur, liklega elsti starfandi úrsmiöur á landinu, 83ja ára, og rýnir enn i innvols timamælanna. Og timinn liöur. Fyrr en varir er komiö undir kvöld og viö þó ekki búin að heilsa uppá nema brotabrot af ná- grönnunum viö Skólavöröustiginn. En myndirnar hans Ara geta kannski samt gefiö lesendum einhverja hug- mynd um lifið hér I kringum okkur og hversvegna okkur finnst svona vænt um þaö. —vh ösjálfrátt staldrar maftur vlö hér, þar sem vörurnar utaadyra minna á Hlraiii ltad. Skiltagerftin er flutt á 15. Sumir virtust ætia aft kaupa andlegt fóftur til heiis vetrar f Bókinni. GAMLI, GÓÐI Unnur Eirfksdóttir feldskeri vlft vinnu slna. Hellt uppá kaffift hjá rauftsokkum. Og Þórftur klippir og klippir, þótt Sama fólkift kemur á Mokka dag eftir dag. Hér má greina fastagestl eins og Sig- hártfskan hafi sfkkaft. fús Daðason rithöfund og Erling Glstason leikara. Tumi þumall meft fóstra sinum I tslenska dýrasafnínu. Löngumýrar-Skjóna I baksýn. .. ð 4 r ... ' W- Marla Daviðsdéttír og Maria Þorsteinsdéttír á skrifatahi Sékaar a Bjarni Jakobsson, Björn Bjarnason og Guftmundur Þ. Jónsson sátu viö aft pakka iftjublaðinu. Karl Björnsson vift viravirkissmiftina. Elsti starfandi lirsmlfturinn? — Sigurftur Tómasson. Dóra gultsmiftur vift gamia verkfæraskápinn. Hjá Lárusi voru dönsku blöftin nýkomin. Torfi Jónsson og Ottó ólafsson hjá Graflk og hönnun. I

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.