Þjóðviljinn - 20.10.1974, Side 15

Þjóðviljinn - 20.10.1974, Side 15
Sunnudagur. 20. október. 1974 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Slefán í'mrsrn ÍSLENSK BÓKHEMNTÁ SAGA 874“ 1960 im islensk bókmenntasaga 874—1960 Kyrsta verk sinnar tegundar, ernær yfiralla Islandssöguna, eöa 1086 ár. Þeir, sem vilja kynna sér is- lenskar bókmenntir að fornu og nýju fá hér þá bók, sem lengi hefur vantað. Bókmenntasagan fæst hjá næsta bóksala og útgefanda. Upplagið á þrotum SNÆBJÖRN JÓNSSON & CO. H.F. BÓKAVERSLUN HAFNARSTRÆTI 9, SIMAR 11936 OG 13133. FÉLAGSBÓK BREF TIL LARU Mál og menning WA SEIMMHEISER Hljóðnemar og stereóheyrnartól aðalumboð caaa Sími 26788 ■ - — . ■ ; Húseigendur \ ■ athugið! ; Látið okkur skoða hús- ; in fyrir veturinn. önn-; 2 umst hvers konar* I húsaviðgerðir. « Húsaviðgerðir sf. I :Sími 12197 : Það skal stranglega fram tekið, að þessi saga gerðist ekki á rit- stjórn Þjóðviljans. Blaðamaðurinn kom með grein til ritstjórans, sem las hana yfir og sagði: — Skrifaðu hana upp aftur. Þetta er alltof þungmelt kjaftæði. Þú verður að skrifa þetta þannig, að hver einasti hálfviti skilji það! — Allt í lagi, sagði blaðamað- urinn. Hvað er það sem þú ekki skilur? Ungur maður gekk fram og til baka með barnavagn fyrir utan hárgreiðslustofu. Barnið grét og öskraði svo það var orðið dumbrautt i framan. Maðurinn sönglaði i sifellu: Ró- legur, Jónas, rólegur nú.... vertu nú alveg rólegur, Jónas... svona Jónas, stilltu þig... uss, Jónas. Eldri kona stansaði við þessa sjón: — En hvað það er indælt að heyra yður reyna að róa barnið! Það eru ekki svo margir feður færir um sllkt. — Þessi i vagninum heitir sko Halldór. Það er ég sem heiti Jónas. Heimiliskötturinn var að fara að eignast kettlinga, og faðirinn ætlaði að nota tilefnið til að skýra Hann spurði þvl dótturina með ánægjulegu brosi: — Jæja, skilurðu nú, hvers vegna kisan ætlar nú að eignast kettlinga? — Já, auðvitað, svaraði sú stutta. Hún var stungin af bý- flugu! út staðreyndir lifsins fyrir litlu dóttur sinni. / s'" ( (/ Sveittum og stamandi tókst honum að komast i gegnum þetta meö blómin og býflugurnar og fannst sjálfum á eftir, að sér hefði bara gengið býsna vel. : 1 . ' . 9SWBP (D VISNA- ÞÁTTUR SVEINN FRÁ ELIVOGUM Ég verð að byrja þennan visnaþátt á að biðjast afsökunar á leiðinlegri villu sem var I fyrstu visunni eftir Árna Eyja- fjarðarskáld I siðasta þætti, þar stendur I fyrstu linu: Fyrir mér liggja forlög grimm — en á að vera forlög mörg. Að þessu sinni vel ég sama snið á þáttinn og siðast, að kynna einn sérstakan hagyrð- ing. Það er Sveinn Hannesson frá Elivogum sem við birtum visur eftir að þessu sinni. Sveinn fæddist að Móbergsseli i Húnavatnssýslu 3. april 1889 en lést 2. júli 1945. Hann var lengst af bóndi og bjó lengst á Refs- stöðum i Húnavatnssýslu og á Elivogum i Skagafirði, en við þann bæ kenndi hann sig og varð undir nafninu Sveinn frá Eli- vogum kunnur sem einn af betri hagyrðingum sins tima. Sumir liktu honum við Bólu-Hjálmar, sökum þess hve hvassar visur hans voru. Skammarvisur hans eru með þeim beittustu sem til eru, þannig að oft hlýtur að hafa sviðið undan. Heyrthef ég hannhafi mjög ungur byrjað að yrkja og þá mest skammarvisur, og sagt er að einu sinni hafi móður hans ofboðið, og hún kvað: Gættu þess að guð er einn gáfurnar er iéði. Ef þú yrkir svona, Sveinn, sál þin er I veði. Ekki hefur hann tekið mikið mark á þessari visu ef dæma skal eftir sumum skammarvis- um hans. Sagt er að hann hafi einu sinni lent i harðvitugri deilu við mann einn, og ásakaði Sveinn hann um bragarþjófnað og kveðið magnaðan skammar- brag sem hefst þannig: Nú skal laga litinn óð, leita óragur hófsins. Saman draga og setja i ijóð svar til bragarþjófsins. Ekki kann ég fleiri visur úr þessum brag utan þá siðustu sem er sögð svona: Lifðu aldrei ljúfa stund, löngum kvalinn sértu, fram f kaldan banablund bölvun haldinn vertu. Tryggvi Emilsson, sem kynntist Sveini, sagði mér að Sveinn 'hafi verið svo minnugur að undrun sætti. Tryggvi sagði að einu sinni af einhverju tilefni hafi Sveinn ort 50 visur á einu kvöldi, allar hringhendar, og munað þær allar næsta morgun. Systir Sveins átti börn með tveimur mönnum og útaf þvi Vísubotninn Margir botnar hafa borist við fyrripartinum sem við vorum með siðast og birtum við þá alla i næsta þætti, þar eð við ætlum aö gefa 2ja vikna frest til að skila botnum við hvern fyrri- part hjá okkur. Og þá er bara eftir að koma með nýjan fyrripart og skora á hagyrðinga að botna og eins að senda okkur visur, nýjar eða áð- ur óprentaðar. Ellcfu hundruð ára byggð allir fagna vildu —S.dór orti Sveinn 100 visur, og er ein svona: Ég vil heyra andsvarsfull og keyra i mærðarletur. Hvor er meira kvennagull Kúa-Geiri eða Hlöðu-Pétur? Þessum nöfnum voru þeir nefndir sem áttu börnin með systur hans. Sagt er að einu sinni hafi ung- ur ofláti verið með svivirðingar i garð Sveins i verslun á Sauðár- króki og þá snéri Sveinn sér að honum og sagði: Hafðu ungur hóf við Svein hreyfðu ei þungum nótum, eiturþrunginn á ég flein undir tungurótum. Sagt er að strákurinn hafi steinþagnað. En Sveinn orti fleira en skammarvisur. Margar visur hans um annaö efni eru snilld, eins og til að mynda þessi sem greinilega er til orðin I einhverj- um raunum. Ekki mér um æviskeið oftar byggi hallir. Hrundir eru á langri leið loftkastalar allir En svo hefur eitthvað létt til, og þá segir hann: Þó ei hlotnist höpp né skjól, heldur fækki vinum, enn þá drottinn sendir sól Sveini eins og hinum. Eitt sinn orti hann heim- kominn frá lækni: Langa vegi haldið hef og hindrun slegið frá mér. Hingað teygja tókst mér skref | til að deyja hjá þér. Fagur suma.rmorgunn hefur mörgum orðið að yrkisefni, og oft hefur tilveran breytt um svip til hins betra á slikum morgni. Sveinn yrkir á fögrum sumar- morgni: Blunds af dýnum drótt er leyst | deyfðum týna allir. Allt mér sýnist endurreist, einnig minar hallir. Við v istaskipti kveður Sveinn: Augum glaður llfið lit leystur þrældómsböndum. Tólf mánaða skal nú skit skola af snjáldri og hönduin, Sagt er að visan hafi hér fyrr- um oft verið eina vopn þeirra sem minna máttu sin og oft hafi hún verið „hvöss sem byssu- stingur” þegar snillingar svör- uðu fyrir sig. Um þetta segir Sveinn: Móti opnum illskuheim eg læt munninn glima. Margt að vopni verður þeim, vel sem kann að rima. Skuldahaftið var mörgum smábóndanum sá djöfull sem erfiðast var að draga. Eitthvað hefur árað vel hjá Sveini þegar hann yrkir: Skuldahaftið hálsi að herti og krafti spillti, sleit ég aftur okið það, alla kjafta fyllti. Nú skulum við láta staðar numið með visur Sveins frá Eli- vogum, þótt af nógu sé enn að taka.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.