Þjóðviljinn - 20.10.1974, Side 19

Þjóðviljinn - 20.10.1974, Side 19
Sunnudagur. 20. október. 1974 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 19 HALLÓ KRAKKAR Halló, krakkar! Kompan er blaðið ykkar. Sendið visur, sögur frásagnir og myndir til birtingar i henni. Þeir sem eru feimnir að skrifa undir nafni geta tekið sér skemmtilegt dulnefni, en verða samt að láta fullt nafn, aldur og heimilisfang fylgja. Rétta nafnið verður auðvitað ekki birt, heldur aðeins dulnefnið, þegar þess er óskað. Þau ykkar sem langar að eignast pennavini geta auglýst eftir honum i Kompunni. Verið dugleg að skrifa, þá verður blaðið ykkar gott og skemmtilegt. ÞRJÚ LJÓÐ EFTIR INGRID SJÖSTRAND Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi Þegar Lotta svaf yfir hjá mér lágum við og töluðum saman um kvöldið Ég sagði frá kvikmynd sem ég hafði séð gasalega spennandi mynd um hest og svoleiðis Og svo var annar hestur sem þau kölluðu Blesa — veistu hvað blesa er, Lotta? sagði ég. Lotta sagði ekkert. Ég reis upp á olnbogana og kikti á Lottu Hún lá kyrr með lokuð augun og dró bara andann Dragðu llnu frá punkti nr. 1. til nr. 2, 3, 4 og svo framvegis og þá sérðu á hvern krakkarnir eru að horfa. Hún hafði kannske sofið allan timann! Og mér sem hafði þótt svo gaman að tala við Lottu En fyrst ég hafði ekki verið að segja Lottu neitt þá hafði mér ekki fundist gaman...... Mamma og ég erum einar i fjölskyldu Okkur liður ljómandi vel en stundum er dálitið einmanalegt. Það er sérstaklega þegar ég sé aðrar fjöl- skyldur þar sem eru margir og sitja kringum matborðið að snæðingi að ég verð öfundsjúk. Það eru margir i okkar húsi sem borða aleinir á hverjum degi. Gætum við ekki öll hist stundum og borðað saman og ta'lað saman og verið saman alveg eins og stór fjölskylda? — Gjarnan fyrir mér, segir mamma. En hvar eigum við að fá pláss? Hjá okkur er það ekki hægt! — 1 sumar, segi ég, getum við lagt dúk á grasflötina fyrir neðan húsið! — Gjarnan fyrir mér, segir mamma, en ÞAÐ ER BANNAÐ AÐ GANGA A GRASINU! — Þá breiðum við mottu yfir það, segi ég, og göngum á henni! — Gjarnan fyrir mérí. segir mamma. Þegar við Anna Kristin komum heim úr skólanum þá fylgi ég önnu Kristinu heim svo fylgir Anna Kristin mér heim og ég fylgi henni til baka svo fylgir hún mér og ég fylgi henni svo skiljum við nákvæmlega á miðri leið (af þvi okkur er orðið svo kalt) og hvor fer heim til sin. Veistu hvað ég geri þegar ég kem heim? — Hringi i önnu Kristinu!

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.