Þjóðviljinn - 20.10.1974, Síða 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur. 20. október. 1974
s|ónvarp
um helgina
Borgarættin
og Manzoni
Sjónvarp í vikunni er um
sumt forvitnilegt. Hér
verða þó aðeins kynntir
tveir dagskrárliðir. í kvöld
klukkan 21.20 verður
,,Saga Borgarættarinnar
sýnd". Varla þarf að
kynna þessa mynd íslend-
ingum, en hún var gerð hér
á landi og erlendis.
Tökurnar sem fram fóru
hér heima, voru teknar
sumarið 1919, og myndin
hér að ofan var tekin í
Reykjavík. Myndasmiður-
inn var Óskar Gíslason,
sem nú er aðalljósmyndari
sjónvarpsins.
Það var Norræna kvikmynda-
félagið sem gerði mynd eftir
skáldsögu Gunnars Gunnarsson-
ar, og eins og gefur að skilja, var
myndin þögul.
Aðalhlutverk leika Guðmundur
Thorsteinsson, (Muggur), Frede-
rik Jacobsen, Marta Indriðadótt.
ir, Inge Sommerfeldt, Gunnar
Sommerfeldt, Ore Kuhl og Guð-
rún Indriðadóttir. Myndin hefur
oft verið sýnd hér á landi. 1 kvöld
mun Eirikur Hreinn Finnbogason
flytja söguágrip með myndinni.
itölsku „Hjónaefnin"
Á þriðjudaginn byrjar sjón-
varpiðað sýna itaiska framhalds-
seriu sem gerð er eftir skáldsög-
unni ,,I promessi sposi” eftir
Alessandro Manzoni. Þetta er
söguleg skáldsaga, skrifuð af
mikilli stilsnilld og eftir útkomu
hennar var höfundurinn kominn á
bekk með ofurmennum andans og
afreksmönnum i bókmenntum
siðari tima.
Sagan kom fyrst út i þremur
bindum árið 1827, og siðan í end
urskoðaðri útgáfu 1842. Hún er að
efni til ástarsaga og greinir frá
raunum ungra elskenda, sem
bundist hafa heitum og hyggja á
brúðkaup um það, er sagan hefst.
Þau heita Renzo og Lucia og eru
óbreytt sveitafólk, eins konar
„Piltur og stúlka” sins lands og
sins tima.
Manzoni velur sögu sinni stað
og stund i Toskanahéraði á Lang-
barðalandi á fyrri hluta 17. aldar,
og fléttar inn i hana sögulegum
viðburðum samtimans, þrjátiu
ára striðinu, uppreisninni i
Milanó, piágunni miklu og fleiru.
Þessi skáldsaga Manzonis er
mjög viðburðarik, og þvi standa
vonir til að sjónvarpsmyndin sé
vel gerð og skemmtileg. Leik-
stjóri er Sandro Bolchi, en þætt-
irnir eru alls átta. __GG
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
LANDSPÍTALINN:
HJÚKRUNARKONUR óskast til
starfa á eftirtöldum deildum spital-
ans: TAUGADEILD, BARNA-
SPÍTALA HRINGSINS, KAND-
LÆKNINGADEILD, LYFLÆKN-
INGADEILD og GJÖRGÆSLU-
DEILD. Starf hluta úr fullu starfi,
kæmi til greina. Upplýsingar veitir
forstöðukona, simi 24160.
HJÚKRUNARKONA eða FÓSTRA
óskast á næturvaktir á GEÐDEILD
BARNASPÍTALA HRINGSINS frá
20. nóv. nk. Upplýsingar veitir yfir-
hjúkrunarkona, simi 84611.
ÞVOTTAHÚS RÍKISSPÍTAL-
ANNA:
STARFSSTÚLKUR óskast nú þeg-
ar, eða eftir samkomulagi. Upplýs-
ingar veitir forstöðukona, simi
81714.
Reykjavik, 17. október, 1974.
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5,SÍM111765
/unnu(l<i9Uf
18.00 Stundin okkar. 1 stund-
inni kynnumst við að þessu
sinni tveim dvergum, sem
heita Bjartur og Búi, og eiga
heima i holum trjástofni.
Einnig koma Súsi og Tumi
og söngfuglarnir fram i
þættinum, og flutt verður
myndasaga um indiána-
drenginn Kikó njósna-
fuglinn Tsitsi og fleiri
skógarbúa. Þar á eftir
kemur svo smásaga eftir
Ólaf Jóhann Sigurðsson og
siðan sænsk teiknimynd en
þættinum lýkur með heim-
sókn i Þjóðminjasafnið.
Umsjónarmenn Sigriður
Margrét Guðmundsdóttir og
Hermann Ragnar Stefáns-
son
20.00 Fréttir.
20.30 Jane Goodall og villtu
aparnir. Sumarið 1960 tók
ung ensk stúlka, Jane Goo-
dall, sér ferð á hendur til
Tanganyika i Afriku, til
þess að kynnast lifnaðar-
háttum simpansa i frum-
skógunum þar. Bandariska
kvikmyndafyrirtækið MPC
gerði þessa mynd um leið-
angurinn, sem varð upphaf
aö áralöngu rannsókna-
starfi Jane Goodal og fleiri
visindamanna á þessum
slóðum. Þýðandi Guðrún
Jörundsdóttir. Þulur, ásamt
henni, Ellert Sigurbjörns-
son.
21.20 Saga Borgarættarinnar.
Kvikmynd, byggð á
samnefndri skáldsögu eftir
Gunnar Gunnarsson. Mynd-
in var tekin á Islandi árið
1919 af Norræna kvik-
myndafélaginu, sem þá
hafði um nokkurra ára skeið
verið athafnasamt við gerð
þögulla kvikmynda. Leik-
stjóri Gunnar Sommerfeldt.
Aðalhlutverk Guðmundur
Thorsteinsson (Muggur),
Frederik Jakobsen, Marta
Indriðadóttir, Ingeborg
Spangsfeldt, Inge Sommer-
feldt, Gunnar Sommerfeldt,
Ore Kuhl og Guðrún
Indriðadóttir. Söguágrip,
sem flutt er með myndinni,
gerði Eirikur Hreinn Finn-
bogason. Þulur Helgi Skúla-
son. Áðurá dagskrá 17. júni
1970,
23.40 Að kvöldi dags. Samúel
Ingimarsson, æskulýðsleið-
togi Filadelfiusafnaðarins i
Reykjavik flytur hugvekju.
23.50 Dagskrárlok.
mónu<lo9uf
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.35 Onedin skipafélagið
Bresk framhaldsmynd. 3.
þáttur. Attavitinn sýnir
aðra stefnu. Þýðandi Óskar
Ingimarsson. Efni 2. þáttar:
Á leiðinni heim frá Portúgal
veikist einn skipverja
hastarlega af hitasótt og
deyr skömmu siðar. Annar
slasast á hendi, og þegar
James verður sjálfur fár-
veikur, kemur i ljós, að
Baines er hvorki læs né
skrifandi, og þar með ófær
um að sigla skipinu á eigin
spýtur. Anne hleypur undir
bagga og annast alla út-
reikninga. Hana grunar, að
veikindin kunni að stafa af
neyslu skemmds kjöts, og
þvi lætur hún kasta öllum
kjötbirgðunum i sjóinn.
Skipshöfnin unir illa mat-
aræðinu og um skeið liggur
við uppreisn. En að lokum
kemst James á fætur, og
skipið nær heilu og höldnu
heim til Liverpool.
21.25 íþróttir. Meðal efnis i
þættinum verða svipmyndir
frá iþróttaviðburðum helg-
arinnar. Umsjónarmaður
Ómar Ragnarsson.
22.00 Orkukreppan. Þriggja »
mynda fræðsluflokkur sem
hefur gert um orkuvanda-
mál heimsins. 1. þáttur.
01ian,Þýðandi og þulur Jón
O. Edwald.
22.30 Dagskrárlok*-
o
um helgina
/unnuclo9Uf
8.00 MorgunandaktSéra Pétur
Sigurgeirsson vigslubiskup
flytur ritningarorð og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög Nýja
sinfóniuhljómsveitin i
Lundúnum leikur, Charles
McKerras stj.
9.00 Fréttir. Útdráttur úr for-
ustugreinum dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar. (10.10
Veðurfregnir). a. Messa i C-
dúr op. 86 eftir Beethoven.
Felicity Palmer, Helen
Watts, Robert Tear,
Christopher Keyte, St. John-
kórinn og St. Martin-in-the-
Fields hljómsveitin flytja,
George Guest stj. b.
Sinfónia nr. 1 i D-dúr eftir
Schubert. Filharmóniu-
sveitin I Vin leikur, Istvan
Kertesz stj.
11.00 Messa I Selfosskirkju
(hljóðrituð á sunnudaginn
var) Séra Tómas Guð-
mundsson i Hveragerði
prédikar. Séra Sigurður
Pálsson vigslubiskup og
séra Sigurður Sigurðarson
þjóna fyrir altari. Organ-
leikari: Glúmur Gylfason.
Forsöngvari: Bjarni Dags-
son.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
• 12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.20 Mér datt það i hug Séra
Bolli Gústafsson i Laufási
spjallar við hlustendur.
13.40 islensk einsöngslög
13.55 „Bláfjólu má I birkiskóg-
num lita”. Böðvar Guð-
mundsson gengur um Hall-
ormsstaðaskóg
15.00 Miðdegistónlcikar: Frá
tónlistarhátíð i Hollandi
Flytjendur: Concertgebouw
hljómsveitin i Amsterdam
og söngkönan Teresa Berg-
anza. Stjórnandi: Jean
Fournet. a. Sinfónia nr. 4 i
A-dúr op. 53 eftir Albert
Roussel. b. Tvær ariur úr
óperunni „La Vida Breve”
eftir Manuel de Falla. c.
Habanera úr óperunni
„Carmen” eftir Bizet. d.
Sinfónia nr. 36 i C-
dúr (K 425) eftir Mozart.
16.00 TIu á toppnum Orn
Petersen sér um dægur-
lagaþátt.
16.55 Veðurfregnir. Fréttir.
17.00 Barnatími: Gunnar
Valdimarsson stjórnar a.
Geta börnin skapað betri
heim? Þorsteinn V. Gunn-
arsson les kafla úr bókinni
„Litla lávarðinum” eftir
Burnett i þýðingu Friðriks
Friðrikssonar. Svanhildur
óskarsdóttir les þjóðsöguna
„Sálina hans Jóns mins” og
flytur kvæði Daviðs
Stefánssonar. Skólakór
Hlíðaskóla syngur gamla
húsganga og þjóðvisur,
Guðrún Þorsteinsdóttir
stjórnar. b. útvarpssaga
barnanna: „Strokudreng-
irnir” eftir Bernhard Stokke
Sigurður Gunnarsson lýkur
lestri þýðingar sinnar (15).
18.00 Stundarkorn með þýska
gitarleikaranum Siegfried
Behrend Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Eftir fréttir Jökull
Jakobsson við hljóðnemann
i þrjátiu minútur.
19.55 islensk tónlist Sinfóniu-
hljómsveit íslands leikur,
Páll P. Pálsson stj. a. for-
leikur að óperunni „Sigurði
Fáfnisbana” eftir Sigurð
Þórðarson b. íslensk þjóð-
lög I útsetningu Jóns Þór-
arinssonar. c. Tilbrigði um
rimnalag eftir Arna Björns-
son.
20.30 Frá þjóðhátið Norður-
Þingeyingai Ásbyrgi 7. júli.
Aðalbjörn Gunnarsson setur
hátiðina, Stefán Þorláksson
frá Svalbarði flytur hátiðar-
ræðu. Snæbjörn Einarsson
og Þorfinnur Jónsson flytja
frumort ljóð, einnig flytur
Anna Helgadóttir ávarp
Fjallkonunnar eftir hinn
siðarnefnda. Lúðrasveit
Húsavikur leikur og bland-
aöir kórar úr héraðinu
syngja. Stjórnendur: Hólm-
fHður Benediktsdóttir, séra
Marinó Kristinsson, Hólm-
friður Árnadóttir og Ragnar
Helgason. Kynnir Sigtrygg-
ur Þorláksson.
21.25 óbókonsert i A-dúr eftir
Johann Sebastian Bach
21.45 Inn kemur sögukennar-
inn, sögukafli eftir Svein
Bergsveinsson
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Danslög.
23.25 Fréttir i stuttu máli.
mónud<>9Uf |
7.00 Morgunútvarp
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Fólk og stjórnmái Auð-
unn Bragi Sveinsson heldur
áfram að lesa þýðingu sina
á endurminningum Erhards
Jacobsens (4).
15.00 Miðdegistónleikar: Nor-
ræn tónlistLiv Glaser leikur
á pianó Tónaljóð eftir
Edvard Grieg. Finnski há-
skólakórinn syngur þrjú lög
eftir Erik Bergman undir
stjórn höfundar. Einsöngv-
ari: Matti Lehtinen. Zino
Francescatti og Filhar-
móniusveitin i New York
leika Fiðlukonsert i d-moll
op. 47 eftir Jean Sibelius:
Leonard Bernstein stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.25 Popphornið.
17.10 Tónleikar.
17.30 Sagan: „Sveitabörn,
heima og i seli” eftir Marie
Iiamsun Steinunn Bjarman
les þýðingu sina (15).
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Mælt málBjarni Einars-
son flytur þáttinn.
19.40 Um daginn og veginn
Vigdis Finnbogadóttir leik-
hússtjóri talar.
20.00 Mánudagsiögin
20.30 „Hugsjónamaðurinn
mikli”, smásaga eftir Jón
R. Hjálmarsson Knútur R.
Magnússon les.
20.50 Pianókvintett I A-dúr op
81 eftir Antonin DvorákClif-
ford Curzon og Fil-
harmóniukvartettinn I Vin-
arborg leika.
21.30 Útvarpssagan: „Gang-
virkið” eftir Ólaf Jóh. Sig-
urösson Þorsteinn Gunnars-
son leikari les (5).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. íþróttir
Umsjón: Jón Ásgeirsson.
22.40 Hljómpiötusafnið
23.35 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.