Þjóðviljinn - 20.10.1974, Side 22
22 StÐA — ÞJÖÐVILJINN SBnniidagnr. 2*. október. 1*74
StqMn Deibtv
Fæddust í Moskvusirkus
Afsökun
Framhald af bls. 4.
stjóri bréf til allra viðtakenda
skýrslunnar þar sem kemur fram
aö ráðuneytið beri enga ábyrgð á
þessari skýrslu sem hafi verið
send i heimildarleysi frá fræðslu-
máladeild. Auk þess eru einstak-
ir aðilar sem sneitt er að eða
gagnrýndir i ráðuneytinu beðnir
afsökunar á gagnrýninni.
— Hver er þá þin afstaða,
Bragi?
— Það er einfalt. Ég tel að
rannsóknaraöili eigi að bera fulla
ábyrgð á sinni rannsókn og þeim
niðurstöðum sem hann kemst að.
Þess vegna sé það ekki nauðsyn-
legt fyrir ráðuneytið að taka það
fram að það beri ekki ábyrgð á
skýrslu Arnórs. Hitt er svo annað
mál að ásakanir þær sem koma
fram i skýrslu rannsóknaraðilans
eru mjög alvarlegs eðlis en það er
skoðun min að ráðuneytið eða
einstakir ráðuneytismenn eigi
ekki að vera undanþegnir þegar
verið er að kanna hina ýmsu þætti
skólastarfsins. Með þessu er ég
ekki að segja að ábendingar
Arnórs séu endilega réttar, en
þær eru hans niðurstöður af rann-
sókninni og þær gefa tilefni til at-
hugunar hér i ráðuneytinu. Ég hef
þvi farið fram á það við ráðherra
að hann beiti sér fyrir athugun á
þvi hvort þær eru réttar og hvern-
ig beri þá að bregðast við.
List og
veru-
leiki
Ekki alls fyrir löngu áttu sér
stað einkennilegirárekstrar
listar og veruleika i Róm.
Soffia Loren, sem nú
stendur á fertugu, hafði labb-
að sig spölkorn frá flokki
manna, sem voru að vinna
með henni að kvikmynd sem
heitir „Gun Moll”. Hún var að
sjálfsögðu klædd eins og hlut-
verkinu sæmir — en i mynd-
inni leikur Soffia afturbata-
hóru. Vörubilstjóri einn féll
fyrir þessum nýrealisma,
stöðvaði farkost sinn, og gerði
konunni tilboð. Tilboðinu var
hafnaö. Bilstjórinn steig á
startarann dapur i bragði og
tuldraði fyrir munni sér:
Djöfuls vesen. Hún var alveg
eins og Soffia Loren i laginu.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför mannsins mlns
FINNBOGA GUÐMUNDSSONAR
frá Gerðum
María Pétursdóttir
Stefna Kissingers:
Styö j u m
S-Afríku
Portúgal
Framhald af bls. 9.
félagsins m.a. til að foröast
endurtekningu atburða i Chile.
Það er auðséð á bandariskum
blöðum, að i Washington hafa
menn miklar áhyggjur af vel-
gengni kommflnista og annarra
vinstri sinna um sunnanverða
Evrópu. Hvert blaðið af öðru
endurtekur heimildir og spár um
styrkleika kommúnista i Portú-
gal og á Grikklandi, þar sem
steypt hefur verð einræðis-
stjórnum sem voru einkar þægi-
legar hermaskinu Nató, og á
Spáni þar sem Franco einvaldur
er senn hættur að bleyta smjörið.
Time minnir á að nú hafi banni
á starfi Kommúnistaflokks
Grikklands loks verið aflétt,
Moskvusinnar og Moskvugagn-
rýnendur innan hans hafa sliðrað
vopnin um sinn og bjóða fram
saman undir merkjum Sam-
einaða lýðræðisflokksins, EDA.
Er þeim flokki spáð 25% atkvæða.
I Grikklandi bætist svo við sósia-
listahreyf ing Andreasar
Papandreú — með henni væri ef
til vill komið hátt i meirihluta
fyrir vinstri stjórn.
Hinir bönnuðu stjórnmála-
flokkar Spánar eru þegar farnir
að búa sig undir fall Francos, og
kommúnistaflokkurinn er talinn
þeirra best skipulagður, einkum
meðal verkamanna. A Spáni eru
einnig starfandi ýmsar róttækar
og sóslallskar hreyfingar, sem of
langt mál væri að telja upp hér.
Og þá má heldur ekki gleyma
Itallu, þar sem tæplega 30% kjós-
enda styðja kommúnsta og þar
sem skapast hefur ástand sem
gerir æ erfiðara að stjórna án
þeirra.
Newsweek hefur það eftir
Henry Kissinger, að efnahags-
kreppa sú sem nú er mjög á dag-
skrá kunni að ryðja
kommúnistum braut inn I fleiri
rikistjórnir en stjórn Portúgals...
Þetta er rétt hjá Kissinger — að
öðru leyti en þvi að hér koma til
fleiri ástæður en kreppa — þeir
sem hafa unnið með kommúnist-
um gegn einræðisstjórnum, sem
Nató og Bandarikin hafa haldið
uppi, hafa fleiri ástæður til að
treysta rauðum löndum sinum en
stjórnarherrum i Washington. En
hinu mega menn heldur ekki
gleyma, að afturhaldið á mörg
ráð að gripa til — erlend fjár-
festing i viðkomandi löndum,
hægrisinnaðir herforingjar, efna-
hagsleg skemmdarstarfsemi,
sjóðir CIA — öllu þessa má beita
gegn hverri þeirri vinstri stjórn,
sem reynir að risa undir nafni um
•Evrópu sunnanverða. —AB.
AAóðirin, Sjætanka, er ein
aðalstjarnan í prógrammi
dýratem jarans Stepan
Denisovs, og faðirinn,
Pursh, sýnir sig líka í
sirkustjaldinu.
Tígriskettlingarnir hafa
daf nað vel, en eru stundum
dálítið óþekkir, og brátt
kominn tími til að fara að
þjálfa þá, finnst Stepan,
sem sést með þeim hér á
annarri myndinni.
(Ljósrh. Yu. Somov, APN).
Bandaríkjastjórn hefur á
hverja lund reynt að styðja
og styrkja minnihluta-
stjórn hvítra manna f
Suður-Afríku, og var þetta
gert samkvæmt ráðum,
sem Kissinger gaf Nixon
forseta þegar hann var
sérlegur ráðunautur for-
setans um öryggismál.
Einnig lagði Kissinger þá
til að Bandaríkin styddu
við bakið á portúgölsku
ihaldsstjórninni í nýlendu-
stríðum hennar í Afríku.
Þessar upplýsingar koma fram
i skjölum frá þjóðaröryggisráði
Bandarikjanna, og eru skjölin frá
þvi i janúar 1970. Það var hinn
þekkti blaðamaöur Jack Ander-
son við Washington Post, sem
komst yfir skjölin og hefur nú birt
efni þeirra. Anderson skrifar að á
Þrír indælis tígrisketti-
ingar af ussuri-kyni fædd-
ust í sumar í Moskvusirk-
usnum á Lenínhæðum. Það
heyrir til algerra undan
tekninga að ussuri tígrís-
dýr eignist afkvæmi f
dýragörðum eða annars-
staðar í haldi, svo ekki er
að undra, þótt mikið sé
látið með kettlingana f
sirkusnum.
Henry KUiinger
stjórn
á laun
þessum tima hafi Bandarikja-
stjórn ákveðið að bæta sambúð-
ina við Suður-Afriku, svo litið
bæri á, og styðja hvitar minni-
hlutastjórnin i sunnanverðri
Afriku á laun. Ekki fylgir sögunni
hvort nokkur brey ting hafi orðið á
þessari afstöðu Bandarikja-
stjórnar með tilkomu Fords. Það
hefur að visu verið löngu ljóst að
vestrænir auðhringar eiga mik-
illa hagsmuna að gæta i sunnan-
verðri Afriku og hafa þvi stutt
minnihlutastjórnir hvitra manna
þar með stjórnir rikja sinna að
baki, en beinar skjallegar stað-
festingar á þætti rikisstjórnanna i
þvi bralli mun hafa vantað hingað
til.