Þjóðviljinn - 22.10.1974, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur. 22. október. 1974.
MOaVIUINM
H MÁLGAGN SÓSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
tJtgefandi: (Jtgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Óiafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
VL-DRAUGUR í DAGSLJÓSIÐ
1 dag verður tekið fyrir i borgardómi
Reykjavikur kærumál prófessora og fleiri
„aðstandenda” „Varins lands” gegn rit-
stjóra Stúdentablaðsins, Rúnari Ármanni
Arthúrssyni. A fimmtudag verða siðan
tekin fyrir mál „aðstandendanna” gegn»
Einari Braga rithöfundi, Guðsteini
Þengilssyni lækni, Árna Björnssyni, þjóð-
háttafræðingi, Gesti Guðmundssyni, þjóð-
félagsfræðinema, Garðari Viborg, rit-
stjóra Nýs lands, blaðamönnunum Degi
Þorleifssyni, Hjalta Kristgeirssyni og
Úlfari Þormóðssyni og gegn Svavari
Gestssyni ritstjóra. Þá hefur þegar komið
fyrir dóminn mál Helga Sæmundssonar,
og nýlega stefndu „aðstandendurnir”
Ragnari Arnalds, formanni Alþýðu-
bandalagsins.
Hér er um að ræða umfangsmesta
meiðyrðamál, sem háð hefur verið á ls-
landi. Það er byggt á löggjöf sem er að
ýmsu leyti úrelt, en fyrst og fremst eru
meiðyrðastefnurnar byggðar á pólitisku
ofstæki og fordómum, sem á vart sinn lika
i þessu landi. Það er VL-deild Sjálfstæðis-
flokksins og þar með Sjálfstæðisflokkur-
inn sjálfur sem ber ábyrgð á þessu mála-
ofstæki.
Stefnurnar skirskota til skrifa frá sl.
vetri um undirskriftasöfnun „Varins
lands” fyrir áframhaldandi hersetu i
landinu. 1 þeim skrifum sem stefnt er út
af, er verið að fjalla frá almennum sjónar-
miðum um undirskriftasöfnun þessa sem
pólitiska athöfn. Út frá þeim sjónarmiðum
er undirskriftasöfnunin gagnrýnd óvægi-
lega svo sem tiðkast i þjóðmálaumræðu,
þegar um mikil hitamál er að ræða og sem
eðlilegt er þegar svo er að hlutunum farið
sem VL-menn gerðust berir að i vetur við
undirskriftasafnanir á vinnustöðum og
með tölvuvinnslunni svo nokkuð sé nefnt.
Þegar stefnur þessar komu fram seint i
júni, rétt fyrir alþingiskosningar, sem
innlegg i kosningabaráttu Sjálfstæðis-
flokksins, sneri einn stefndra, Einar Bragi
sér til Rithöfundasambands íslands og fór
þess á leit að tilnefndir yrðu rithöfundar i
12 manna nefnd til þess að fjalla um þessi
kærumál, enda er tilgangur Rithöfunda-
sambandsins m.a. að standa vörð um
tjáningarfrelsi. 1 þessari 12 manna nefnd
áttu sæti Andrés Kristjánsson, Björn
Bjarman, Gunnar Gunnarsson, Hilmar
Jónsson, Jón óskar, Jón úr Vör, ólafur
Jóhann Sigurðsson, Sigurður A. Magnús-
son, Stefan Júliusson, Snorri Hjartarson,
Thor Vilhjálmsson og Þorsteinn
Valdimarsson. Niðurstaða rithöfundanna
var einróma, meðal annars á þessa leið:
„Kærumál og fjárheimtur af þessu tagi
eru árás á tjáningarfrelsi manna og stefna
að þess konar tálmunum fyrir prentfrelsi,
sem stjórnarskráin kveður svo skýrt á
um, að aldrei megi i lög leiða.”
152 þjóðkunnir einstaklingar úr menn-
ingarmálum og félagsmálum á íslandi
tóku i sama streng i undirskriftarplaggi,
og fjöldi fólks skrifaði greinar i Þjóðvilj-
ann þar sem stefnunum var mótmælt á
þessari grundvallarforsendu: að þær fælu
i sér árás á tjáningarfrelsi og stefndu að
háskalegum tálmunum á prentfrelsi.
Sá málarekstur sem i þessari viku hefst
fyrir borgardómi Reykjavikur mun taka
langan tima. Þar munu koma fram ýmsar
upplýsingar, sem vekja munu mikla at-
hygli, og þar munu „aðstandendur” VL
verða til sýnis um nokkurra mánaða
skeið. Þeir menn sem ekki þorðu að tala
fyrir máli sinu á liðnum vetri munu verða
að standa fyrir máli sinu i réttarsölunum.
Það er ekki seinna vænna. Betur að þeir
hefðu fyrr dregið fram i dagsljósið eitt og
annað sem spurt var um á sl. vetri varð-
andi söfnunina: betur að þeir hefðu haft
vit á þvi að gera það sjálfir. Það kemur nú
i hlut stefndra að draga VL-draugana
fram i dagsbirtuna.
Oddgeirsbær frá sjónarmiði
atvinnusögu
Rvikur
fískimál
^eftir Jóhann J. E. Kúld^,
Á síðasta fundi borgar-
stjórnar var samþykkt
með 12 atkvæðum gegn 3
atkv. fulltrúa Alþýðu-
bandalagsins, að húsið að
Framnesvegi 6, Oddgeirs-
bær, skyldi rifið eða flutt
að Árbæ ef talið væri æski-
legt. Var umhverfismála-
ráði falið að meta það. Jó-
hann J.E. Kúlderekki með
byggingarstílinn í huga er
hann ritar meðfylgjandi
grein, en engu að síður tel-
ur hann nauðsynlegt að
varðveita Oddgeirsbæ,
vegna tenglsa bæjarins við
atvinnusögu Reykjavíkur-
borgar.
Mér til sárrar hryggðar hef ég
að undanförnu lesið i dagblöðum
borgarinnar útdrátt úr ummæl-
um borgarfulltrúa i borgarstjórn
Reykjavikur þar sem rætt er um
hver skuli verða örlög Oddgeirs-
bæjar. Enginn af þeim bæjarfull-
trúum, sem ummæli eru birt eft-
ir, virðist þekkja neitt til sögu
þessa merka steinbæjar, þvi þeir
tala aðeins um gamalt steinhús
og eru ósammála um hvort það sé
það merkilegt að borginni beri að
varðveita það. Ég sem þessar lin-
ur rita hef ekki haft tima til að
rifja upp sögu Oddgeirsbæjar frá
öndverðu, en ég þekki einn þátt
þessarar sögu og hann er það
merkilegur að bara hans vegna
ætti Oddgeirsbær að fá að standa
þar sem hann stendur nú sem
minnismerki i atvinnusögu
Reykjavikur. Allir gamlir Reyk-
vikingar kannast við merkisfor-
manninn Þórð i Oddgeirsbæ, hinn
mikla sjósóknara á öld áraskip-
anna, sem hafði bækistöð sina i
Selsvör og sótti á grunn- og djúp-
mið Faxaflóa. Þórður var sam-
timamaður Sveins Jónssonar for-
manns á Seli og Ásmundar for-
manns á Seli við Framnesveg.
Allt voru þetta þekktir sjósóknar-
ar á siðustu áratugum áraskip-
anna hér i Reykjavik. A fyrstu ár-
um Slysavarnafélags íslands,
þegar Þorsteinn skipstjóri og út-
gerðarmaður i Þórshamri, og Jón
Bergsveinsson, hinn þekkti slysa-
varnamaður islendinga efndu til
póstkortaútgáfu til ágóða fyrir
slysavarnir þá var valin mynd af
hinum kempulega formanni
Þórði á Oddgeirsbæ i sjóklæðum
ásamt ungum dreng, á kortið. Þá
mundu enn Reykvikingar eftir
Þórði á Oddgeirsbæ sem öllum
verður /ógleymanlegur er hann
sáu.
Oddgeirsbær
Mér og mörgum öðrum sem
þykir nauðsynlegt að varðveita
tenglsin við fortiðina, þætti fara
vel á þvi að borgarstjórn Reykja-
vikur varðveitti Oddgeirsbæ i
sinni núverandi mynd og að þar á
húslóðinni yrðu reistar högg-
myndir af hinum þremur miklu
áraskipaformönnum Reykjavik-
ur frá siðustu áratugum þeirrar
útgerðar, þeim Þórði I Oddgeirs-
bæ ásamt Sveini Jónssyni og Ás-
mundi, sem báðir voru kenndir
við Sel. Forráðamenn Reykjavik-
ur hafa ekki staðið nógu vel á
verði gegn þvi að merkisstaðir i
atvinnusögu borgarinnar væru
útþurrkaðir I gáleysi og er grát-
legasta dæmið um það Selsvörin,
sem fyllt hefur verið upp og er
ekki lengur til. Selsvörin var það
merkilegur staður að með sjó-
sókn þaðan var haldið lifi i ibúum
Reykjavikur um árhundruð. Slik-
an stað átti að varðveita, það var
skylda borgarinnar. Látum ekki
slikt slys henda aftur, með þvi að
Oddgeirsbær verði brotinn niöur.
Að tala um að flytja Oddgeirsbæ
upp i húsasafnið i Arbæ er hreinn
barnaskapur. Oddgeirsbær á að
standa þar sem hann er, ekki
vegna þess byggingarstils sem
húsið varöveitir, heldur vegna
þess að hann er óaðskiljanlegur
hluti af vesturbænum I þróunar-
sögu Reykjavikurborgar til
sjálfsbjargar. Ég veit, að hefði
ísleifur Guðmundsson, fiskmats-
maður I Hafnarfirði mátt risa upp
úr gröf sinni hefði hann beðið
dótturson sinn, borgarstjórann i
Reykjavik, að hlifa Oddgeirsbæ
og koma með þvi i veg fyrir fleiri
slys en orðið hafa I atvinnusögu
Reykjavikur.
Það hefur veriö vitnað til þess
að Hörður Agústsson sá merki
listamaður, hafi ekki gert tillögu
um varðveislu Oddgeirsbæjar.
Hörður Agústsson hefur ekki bent
á þetta hús, þegar hann vill
bjarga frá glötun sérstæðum
byggingarstil frá síðustu öld. En
það er gott fyrir háttvirta borgar-
fulltrúa Reykjavikur að gera sér
ljóst, að fleira hefur gildi en
byggingarstillinn einn. Að missa
af sjónarsviðinu hús eða annað
mannvirki, sem er óaðskiljanleg-
ur hluti merkrar atvinnusögu eins
og Oddgeirsbær er i vesturbæ
Reykjavikur, er skaði sem ekki
verður bættur siðar þó menn
vildu. Þess vegna bið ég borgar-
fulltrúa hvar I flokki sem þeir
standa að kynna sér vel og ræki-
lega sögu Oddgeirsbæjar
ogðtengsl hans við atvinnusögu
Reykjavikur áður en þeir endan-
lega ákveða með atkvæði sinu að
heimili hins merka og sérstæða
áraskipaformanns Þórðar i Odd-
geirsbæ verði sléttað við jörðu.
Og verði búið að stiga slikt
óheillaspor þegar þessi orð min
koma fyrir almenningssjónir, að
ákveða að Oddgeirsbær skuli
fjarlægður,vil ég i fullri vinsemd
benda borgarfulltrúum á að taka
málið upp að nýju I borgarstjórn
Reykjavikur, áður en til fram-
kvæmda kemur, svo óbætanlegu
slysi verði afstýrt.
Allir verðum við að hlita dómi
sögunnar og þess vegna eru
framanrituð orð min birt I veikri
von um að þau geti átt þátt i að
koma I veg fyrir slys.
ErútiMn
ekki úessvirfli?
ad citlli vaá sc fyrir luma ijcrt.
Cátid liardvidimi vcm þá prýdi
scin til cr ivtlost.
Vid liöfiiin þckkiugu og
útbúiuid.
Mngoús 03 ^i^uröur
Sími 7 18 15
SENDIBÍLASÍÖÐIN Hf