Þjóðviljinn - 22.10.1974, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 22.10.1974, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur. 22. október. 1974. 21 — Fimm og tvö voru likir hvor öörum. En það var ekki númer tvö, það er ég viss um. Augun voru ekki rétt, ekki ennið heldur, hann kemur ekki til greina ef ég get treyst minum eigin augum. Það skrýtna er... Borck kyngdi. Hugmynd- ina hafði hann fengið i miðri setn- ingu, honum gafst ekki timi til að ihuga hana, hann lét hana vaða i trausti þess að sér væri óhætt að fylgja hugboðum. — Það skrýtna er, að þótt ég sé viss um að númer tvö sé ekki rétti maðurinn, þá finnst mér einhvern veginn... að ég hafi... að ég hafi séð hann áður, einhvers staðar. Leynilögregluþjónninn horfði lengi þegjandi á Borck. Miriam horfði á þá báða á vfxl. — Herra Borck, þér eruð athug- ull maður. Þér hafiðséð manninn áður. Við sýndum ykkur mynd af honum þegar þið komuð hingað siðast. Númer tvö var okkarmaö- ur. Misskiljið mig nú ekki, ég á við að hann er jólasveinninn okk- ar, sem missti stjórn á sér og fleygði af sér búningnum. Ytri fötunum. Hann er með öðrum orðum gamall kunningi okkar og við höfðum hann i myndskránni. Þá hafið þér séð hann. Þér hafið gott minni, herra Borck. Miriam horfði á hann með á- huga, hann reyndi að vera hóg- vær á svipinn. — Og þér eruð vissir um að hann sé ekki lika yðar maður? Sá sem slapp? — Var ég ekki viss um það þeg- ar ég sá myndina? Ég man ekki lengur... — Jú, þér voruð það. Lausn á síðustu krossgátu I = S, 2 = K, 3 = A, 4 = M, 5=0, 6 = T, 7 = R, 8 = E, 9= I, 10 = P, II = 0, 12 = G, 13 = É, 14 = L 15 = Y, 16 = A 17 = F, 18 = Ð, 19 = 0, 20 = Æ 21 = N, 22 = V, 23 = D, 24 = Ú, 25=H,, 26 = B, 27 = J, 28 = Þ, 29 = 1,’ 30 = Ý, 31 = U. — Ég er vist viss um það enn. — Enda verðum við vist að við- urkenna að flugurnar tvær — að- ferðirnar ef nota má svo fint orð, — voru ekki likar heldur. — Hvernig náðuð þið i hann þennan? spurði Miriam og hætti loks að einblina á Borck. — Við fengum nafnlausa upp- hringingu. Klipið um nefið, i simaklefa. Það er svo með flesta brotamenn, að þeir eiga óvini.Ef þeir stæðu betur saman, þá næð- um við ekki helmingnum af þeim. En þeir geta aldrei lært að vinna saman, það hef ég margrekið mig á. Herra Borck, finnst yður ekki að við ættum að kalla manninn hingað inn til öryggis? — Ekki min vegna. — En okkar vegna? Leynilögreglumaðurinn og Miriam hlógu. Borck fann allt i einu að hann gat ekki staðið i þessu einu sinni enn. • — Ekki ykkar vegna heldur. Ég er alveg viss i minni sök. Það var ekki hann. — Hann hefurfjarvistarsönnun, það verð ég að viðurkenna, ekki sérlega merkilega en... — Mótorhjólið, hafa hundarnir ekki ennþá þefinn af þvi? spurði Miriam. Það hlýtur að vera... — Góða min, þvi miður endist svona þefur ekki til frambúðar. Leynilögregluþjónninn sneri sér aftur að Borck. ■ — Viss? • — En peningarnir? sagði Miri- am. — Þvi miður hefur hann haft nægan tima til að koma þeim undan, rétti maðurinn, hver svo sem hann er. Jafnvel þótt það heföi verið þessi náungi, þá hefði hann verið búinn að þvi. Borck mætti augnaráði hins sem hafði hvflt á honum allan timann. — Hefði það verið númer fimm, byrjaði Borck, hefði það verið númer fimm, þá hefði ég... nei. Mig getur ekki rangminnt svo. Svarið er já. Alvegviss. Dyrnar lokuðust fyrir aftan þau. Honum fannst sem það væru dyrnar sem höfðu staðið opnar dögum saman bakvið hann og Brúðkaup Þann 21.9. voru gefin saman i hjónaband i Þjóðkirkjunni I Hafnarfirði af sr. Braga Benediktssyni Þórhildur Sigur- jónsdóttir og Jón Ölafsson. Heimili þeirra verður að Hverfis- götu 50, Hafnarfirði. (Ljósm.st. Gunnars Ingimars) Þann 14.9. voru gefin saman i hjónaband af sr. Þorsteini Björnssyni Guðrún Asmunds- dóttir og Magnús Þorkelsson. Heimili þeirra verður að Álfhólfs- vegi 43, Kópavogi. (Ljósm.st. Gunnars Ingimars) hann hafði beðið þess að þeim væri skellt aftur. — Drykk? • — I fljótheitum. Ég á eftir að ganga frá helmingnum af jóla- gjöfunum. Þegar hann opnaði dyrnar að i- búðinni sinni, mundi hann eftir lyklinum sem hinn maðurinn hlaut enn að hafa á sér, og aftur fannst honum sem dyrnar fyrir aftan hann opnuðust. En það var ósköp venjulegur lykill og hverj- um kæmi til hugar að setja hann i samband við hann? Það myndu Hða... kannski mörg ár... áður en maðurinn fengi tækifæri til að nota lykilinn. Og var ekki allt lauslegt hirt af þeim? Til öryggis væri lika hægt að skipta um skrá. — Má ég fá simann lánaðan? spurði Miriam meðan hann hellti I glösin. Hann fann að hann var skjálf- hentur, hann varð að bera glasið alveg upp að flöskustútnum til að sulla ekki niður. — Það er ég. Ég ætlaði bara að segja þér að ég verð dálitið siðbú- inn, það hefur dálitið komið fyrir sem ég segi þér frá seinna.Farði bara inn og reyndu að hafa ofanaf fyrir þér... I Hún sat yst á stólbríkinni og var alltof fljót að tæma glasið sem hann hafði rétt henni. — Hvað gerirðu um jólin? spurði hún. — Það er vanalegi móðurbróð- irinn og pabbi, ef við getum kom- ið honum upp i bil. Hvað um þig? — Fyrrverandi maðurinn minn er fráskilinn, var ég búin að segja þér það? Okkur datt i hug að það gæti verið gaman að halda saman jólin, við uppgjafafólkið. Hugs- aðu þér, við erum orðin svo finir vinir eftir að ekkert er á milli okkar, finnst þér það ekki snið- ugt? Heyrðu, mér fannst sem snöggvast að rétti maðurinn væri þessi númer tvö i röðinni. Sá rétti, sá sem var jólasveinn. Ég hélt að hann hefði verið hjá okkur lika. — Ætli hann hafi bara ekki ver- ið glæpamannslegur svona yfir- leitt. — Það getur vel verið. Hún rak fram tunguna og sleikti glasbrúnina. Hún stóð upp. ■ —■ Flemming, sagði hún. — Liði þér vel yfir jólin. Hún faðmaði hann og kyssti hann á vangann. Reykelsislyktin sem hún losnaði aldrei við, kitlaði nasir hans. Hann þrýsti henni að sér sem snöggvast og varir hans snertu svart og gljáandi hárið á henni. Svo færði hún sig fjær hon- um og honum fannst einhvern veginn sem það væri endanlegra en endranær. Hann var aleinn i ibúð sinni. Það var búið að kveikja á rauðu neonstöfunum I bakariinu. Hann opnaði flösku af porter og drakk hann þar sem hann stóð við gluggann. Tvær stúlkur stóðu saman inni i simaklefanum og ræddu öðru hverju við hina þriðju sem stóð á gangstéttinni. Hann fór niður og keypti kvöldblöðin, myndin af andliti mannsins var á fyrstu slðunum. Textinn undir myndinni var svohljóðandi: Hinn handtekni, stud. polyt Wilhelm Christian Sorgenfrey, sem þverneitar að vita neitt um jólasveinsránið. Uppi I ibúðinni fleygði hann blöðunum I gólfið jafnóðum og hann lauk við að lesa þau. Ekki sá sami.stóð i undirfyrirsögn. Gam- all kunningi lögreglunnar stóð i annarri. Hann setti Flamen- coplötuna á og ráfaði um milli blaðanna með nýjan porter i hendinni. Þeir máttu ekki sjá hann svona. Hann dró gluggatjöldin fyrir þótt ekki væri orðið dimmt ennþá, rétt á eftir tók hann simann úr sam- bandi og hækkaði i plötuspilaran- um. Hann kveikti ekkert ljós, heldur iét tónlistina vekja með sér notalegar sýnir. Okkurgul sól, heitar klappir, reglulegt öldu- gjálfur, skortitur i hlýju rökkri. I notalegri birtu stóð blái nestis- kassinn sem á var skrifað: Verði þér að góðu með skáskrift yfir lokið. Hann stóð gleiðstigur — til aö missa ekki jafnvægið — með sinn fótinn á hvoru dagblaðinu. Dyrnar höfðu lokast fyrir aftan hann og nú komu viðbrögðin. Hann tæmdi flöskuna og hendur hans skulfu ennþá; hann var sæll og hamingjusamur, En eftir nokkra stund hafði skjálftinn breiðst út um allan kroppinn og á- gerðist svo, að hann neyddist til að styðja sig við eitthvað. Þriðjudagur 22. október 7.00 Morgunútvarp, Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Rósa B. Blöndals held- ur áfram að lesa söguna „Flökkusveininn" eftir Hector Malot (8). Tilkynn- ingar kl. 9.30. Létt lög milli liða. Morgunpopp kl. 10.25. Morguntónleikar kl. 11.00: Michel Piguet, Walter Stiftner og Martha Gmiider leika Sónötu i a-moll fyrir blokkflautu, barokkfagott og sembal eftir Diogenio Bigaglia/ Maurice André og Marie-Claire Alain leika Sónötu i e-moll fyrir trompét og orgel eftir Corelli/Annie Challan og hljómsveitin Antica Musica leika Hörpukonsert i Es-dúr eftir Franz Petrini; Warren Stannard og Arthur Polsen og Harold Brown leika Kon- sert i d-moll fyrir óbó, fiðlu og sembal eftir Telemann. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Fólk og stjórnmál.Auð- unn Bragi Sveinsson les þýðingu sina á endurminn- ingum Erhards Jacobsens (5). 15.00 Miðdegistónleikar: Is- iensk tónlista. Þrjár mynd- ir fyrir litla hljómsv.eit eftir Jón Leifs. Sinfóniuhljóm- sveit íslands leikur, Páll P. Pálsson stj. b. Islensk þjóð- lög i útsetningu Róberts A. Ottóssonar og Karls O. Runólfssonar, lög eftir Jón Leifs og Arna Björnsson. Guðmundur Guðjónsson syngurt Atli Heimir Sveins- son leikur á pianó. c. „ömmusögur”, hljómsveit- arsvita eftir Sigurð Þórðar- son. Sinfóniuhljómsveit ís- lands leikur; Páll P. Pálsson stj. d. „Forspil og Daviðs- sálmar”, tónverk fyrir barytón og kammersveit eftir Herbert H. Ágústsson. Guðmundur Jónsson og Sin- fóniuhljómsveit Islands flytja; Páll P. Pálsson stj. 16.00 Fréttir. Tiikynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.15 Popphornið. 17.10 Tónleikar. 17.30 Sagan: „Sveitabörn heima og I.seli” eftir Marie Hamsun.Steinunn Bjarman lýkur lestri þýðingar sinnar (16). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Til umhugsunar. Þáttur um áfengismál I umsjá Sveins H. Skúlasonar. 19.50 „Garður ásta”, ljóða- flokkur eftir Franz Tous- saini,Jón skáld úr Vör les eigin þýðingu. 20.00 Lög unga fólksins.Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 21.00 SkúmaskoLHrafn Gunn- laugsson sér um þáttinn. 21.30 Djass á Norrænu tónlist- arhátiðinni i Kaupmanna- höfn 3.-9. þ.m. Jón Múli Árnason kynnir. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Septembermánuður” eftir Fréderique Hébrard, Gisli Jónsson islenskaði. Bryndis Jakobsdóttir les (12). 22.45 Harmonikulög,Jo Basile leikur með hljómsveit sinni. 23.00 A hljóðbergi. „Gabriel- Ernest”, smásaga eftir Saki. Keith Baxter les. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 20.00 Fréttir. 20.25 Veðúr og auglýsingar. 20.35 Hjónaefnin (I promessi sposi). Ný itölsk framhalds- mynd i átta þáttum, byggð á samnefndri skáldsögu eftir einn helsta brautryðjanda Italskrar skáldsagnagerðar, Alessandro Manzoni, sem uppi var frá 1785 til 1873. 1. þáttur. Þýðendur Sonja Diego og Magnús G. Jóns- son. Sagan gerist á 17. öld og skammt frá Milanó, sem um þær mundir laut stjórn spánverja. 1 landinu rikir stöðugur ófriður og farsóttir og óáran hefja á fólkuð. Aðalpersónur sögunnar, Lucia og Ranzo, eru ung og ástfangin. Brúðkaup þeirra hefur þegar verið ákveðið, en áður en af þvi verður kemur slæm hindrun i ljós. Spænskur valdamaður I bænum, Don Rodrigo að nafni, leggur hug á stúlk- una, og kemur i veg fyrir giftinguna. Aðalhlutverk i framhaldsmyndinni leika Paola Pitagora, Nino Castelnuovo og Tino Carr- aro, en leikstjóri er Sandro Bolchi. 21.45 Þvi fer fjarri^ Norskur skemmtiþáttur með stuttum, leiknum atriðum. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. fNordvision — Norska sjónvarpið) 22.15 Heimshorn, Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur Sonja Diego. 22.45 Dagskrárlok. Indversk undraveröld m Éll Vorum að taka upp mjög glæsilegt og fjöl- breytt úrval af austurlenskum skraut- og list- munum, m.a. útskorin borð, vegghillur, vör- ur úr messing, veggteppi, gólfmottur og margt fleira. Einnig úrvai af indverskri bómull, batik-efn- um, rúmteppum og mörgum gerðum af mussum. Nýtt úrval af reykeisi og reykelsiskerjum. Gjöfina, sem ætlð gleður, fáið þér I Jasinin Laugavegi 133 (við Hlemmtorg). »lS*ffilS*»llíl!H!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.