Þjóðviljinn - 22.10.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 22.10.1974, Blaðsíða 5
ÞriOjudagur. 22. október. 1974. ÞJóÐVILJINN — SIÐA 5 „Orkukreppa” nefnast þrlr þættir frá BBC, sem sjónvarpiO synir 1 vikunni og þeirri næstu — óhætt er aö benda mönnum á aö horfa. SJÓNVARP Orkukreppa °g Austurstrœti „I promessi sposi”, ný itölsk framhaldsmynd i átta þáttum, hefur göngu sina í sjónvarpinu I kvöld. Á islensku nefnist myndin „Hjónaefnin” en hún er gerö eftir frægu itölsku meistaraverki, samnefndri skáldsögu Alessandro Mansoni, sem uppi var 1785 — 1873. Þetta er ástarsaga, sem gerist á þeim tima sem veldi Habsborgara stendur með blóma, og þeir striða við nágranna sina i djöfulmóði. Á þeim tima sem sagan gerist, ráða Spánverjar yfir Milanó og héraðinu i kring, og héraðsforinginn Don Rodrigo leggur blátt bann við þvi að söguhetjurnar, elskendurnir, fái að eigast. Heimshorn er á dagskrá i kvöld og stýrir Sonja Diegó þvi að þessu sinni. Það er rétt að vekja sérstaka athygli á þrem þáttum sem sjónvarpið sýnir I þessari viku. Hinn fyrsti þeirra var reyndar sýndur i gærkvöldi, þáttur um orku- kreppuna sem BBC lét gera. Að sögn fróðra manna munu þessir þrir þættir vera mjög vel gerðir og þær upplýsingar sem þar er komið á framfæri varðandi auðlindir jarðar athyglisverðar. Og þar sem minnst var á vel gerðan þátt: Austurstræti nefnist þáttur sem sjónvarpið gerði i sumar og sýndi á laugardagskvöldið var. Það tekur þvi reyndar ekki að eyða mörgum orðum á þann þátt, en mikið var þátturinn lélegur, leiðinlegur — gerður af fullkomnu hugmyndaleysi, dæmigerður fyrir sofandahátt og lágkúru þessa sjónvarps. Þáttur Árna Óla var hið eina, sem bitastætt var i „Austur- stræti” þetta kvöld, en vel hefði mátt matreiða það skemmtilegar. Arni er óáheyrilegur, og hefði verið nær að sýna hann minna, en láta þess i stað þul eða leikara læra texta hans — sýna þau hús og þá staði sem um var rætt! og varla hefði það kostað sjónvarpið stórfé, þótt önnu Kristinu hefði verið leyft að spyrja „skemmtiíegu” mennina sem hún hitti i þætt- inum fleiri spurninga? Og varla hefði það verið ofverkið þeirra að segja þá eitthvað skemmtilegt! Nei, nei — bara venjuleg lágkúra. Útvarp Djassmenn fá ofurlitinn skammt i útvarpinu i kvöld. Jón Múli kynnir djass þann sem leikinn var á Norrænu tónlistarhátiðinni. Og harmonikkumenn fá sinn skammt. Jo Basile leikur þegar liða tekur á kvöld, rétt áður en Keith Baxter les smásögu eftir Saki i þættinum á „Hljóðbergi”. —GG r j / Im M m B| Atriöi úr „Hjónaefnunum” sem sjónvarpiö byrjar aö sýna f kvöld. Leiðrétting vegna umbúðasamkeppni: Réttír höfundar Þegar fréttir voru sagöar af úr- slitum i Umbúöakeppni Félags is- lenskra iðnrekenda voru einung- is nefnd nöfn þeirra auglýsinga stofa, sem hlut áttu aö máli, en ekki minnst á eiginlega höfunda umbúöa, sem verölaun hlutu. Þetta reynist vera samningsbrot, samkvæmt þeirri leiðréttingu, sem blaðinu hefur borist frá Sig- urþór Jakobssyni, formanni Fé- lags graffskra teiknara. „Þar sem birst hafa að undan- förnu i fjölmiðlum fréttir um úr- slit i umbúðasamkeppni Félags islenskra iðnrekenda, vil ég sem formaður Félags grafiskra teikn- ara (sem er samningsaðili við þrjár stærstu auglýsingastofurn- ar i Reykjavik) leiðrétta og koma á framfæri réttum höfundum þeirra umbúða, sem verðlaun hlutu, en ekki var getið af hálfu auglýsingastof anna. 1 fimmtu grein i samningi Fé- lags grafiskra teiknara og Aug- lýsingastofanna segir orðrétt: „Auglýsingastofurnar skulu gæta þess að höfunda sé ávallt getið, um leið og nafn fyrirtækis- ins er nefnt, þegar tilkynnt er um verk stofanna i f jölmiðlum og við- ar.” Þar sem þetta hefur ekki verið haft i heiðri á undanförnum árum er almenningi og forráðamönnum fyrirtækja oft óljóst hver rauri- verulegur höfundur umbúðanna er. Svo ekkert fari milli mála þá skal eftirfarandi tekið fram um Umbúðasamkeppni Félags is- lenskra iðnrekenda: 1. Höfundur ostaumbúða, sem verðlaun hlutu, er Friðrika Geirs- dóttir, teiknari F.I.T., Auglýs- ingastofu Kristinar. 2. Höfundur möppu fyrir Ice- land Review, sem verðlaun fékk, er Þóra Baldvinsdóttir, teiknari F.I.T., Auglysingastofunni h.f. 3. Höfundar að útliti á áburða- pokum, sem verðlaunað var, eru Sigurþór Jakobsson, teiknari F.Í.T., og Gisli B. Björnsson, teiknari F.Í.T., Auglysingastof- unni h.f. Hjúkrunarfélag Islands: Nýr formaður Um mánaöamótin september- október lét Maria Pétursdóttir aí störfum sem formaöur Hjúkrun- arfélags islands. Hún hefur sem kunnugt er verið i stjórn félagsins i 25 ár og þar af formaður frá ár- inu 1964. Áriö 1972 var stofnaður nýr hjúkrunarskóli i tenglsum við Borgarspitalann, Nýi hjúkrunar- skólinn, og hefur Maria verið skólastjóri hans frá upphafi. Hinn nýi formaður Hjúkrunar- félags íslands er Ingibjörg Helga- dóttir, hjúkrunarkona á Klepps- spftalanum. Hún lauk hjúkrunar- námi frá Hjúkrunarskóla íslands árið 1963 og hefur verið i stjórn fé- lagsins frá 1970. I stjórn með Ingibjörgu eru Nanna Jónasdóttir, Kleppsspital- anum, Madgalena Búadóttir, Borgarspitalanum, Sigurveig Sigurðardóttir, Laugarvatni, Margrét Jóhannsdóttir, Landspi- talanum, Rögnvaldur Stefánsson, Hjúkrunarskóla íslands og Krist- björg Þórðardóttir, Rauða Kross íslands. MINNINGARSPJÖLD MINNINGARSJÓÐS ISLENSKRAR ALÞVÐU UM Sigfús Sigurhjartarson fást á skrifstofu Áíþýðiíbanda- lagsins Grettisgötu 3 og Bþkabúð Máls og menningar Laugavegi 18. Hjónin Helga og Bent Exner. Norrœna húsið: Danskt Dönsku gull- og silfursmiðirnir, hjónin HELGA og BENT EXNER sýna nú skartgripi sfna i bókasafni Norræna hússins til 25. október þ.m. Exner hjónin eru talin i röð fremstu listamanna Dana, og skart þeirra hinir mestu dýrgrip- ir. „Skart er skúlptúr”, segja þau, og þau smiða aldrei tvo gripi eins. Smiðisgripir þeirra hafa verið á fjölda mörgum listsýningum i Danmörku og viðar, til dæmis á Heimssýningunni i Montreal 1967, skart Victoria og Albert Museum 1968, Helsinki 1968, Moskvu 1969, Japan 1970, Munchen 1971 og 1972, Ham- borg 1973. Þau hafa hlotið fjölda verðlauna fyrir smiðisgripi sína, (sjá skrá). Exner hjónin selja aðeins gripi sina frá eigin verkstæði, aldrei i verslunum. Hjónin verða á sýn- ingunni i Norræna húsinu daglega og veita þar allar upplýsingar. Nokkrir skartgripanna munu verða til sölu. Sýningin er opin frá kl. 14:00- 19:00 til föstudagsins 25. okt. Hagkvæmt er heimanám Nú fer í hönd ágætur tími til heimanáms. Bréfaskólinn veitir kennslu á fimm áhugasviðum með um fjörutíu námsgreinum. Eitt þeirra er: FÉLAGSMÁLASVIÐ Sálar- og uppeldisfræði. 4. bréf. Námsgjald 1.100.00. Saga samvinnuhreyfingarinnar. 8 bréf og þrjár fræðslubækur. Námsgjald 1.200.00. Áfengismál I. 3 bréf um áfengismál frá fræðilegu sjónarmiði. Námsgjald 800.00. Fundarsljórn og fundarreglur. 3 bréf. Námsgjald 1.100.00. Bókhald verkalýðsfélaga. 4 bréf ásamt færslubókum og eyðu- blöðum. Námsgjald 1.000.00. Staða kvenna í heimili og þjóðfélagi. 4 bréf. Námsgjald 1.100.00. Lærið á réttan hátt. 4 bréf um námstækni. Námsgjald 1.100.00. Hagræðing og vinnurannsóknir. 4 bréf. Námsgjald 1.100.00. Skipulag og starfshættir samvinnufélaga. 5 bréf. Námsgjald 800.00. Póstið úrklippuna vel útfyllta — eða komið, hringið, skrifið — og skólinn sendir yður allar nánari upplýs- ingar. I Undirritaður óskar að gerast nemandi i eftirt. námsgr. □ Vinsaml. sendið gegn póstkröfu □ Greiðsla hjálögð kr.............. (Nafn) I I I I ----------- I I -------— Klippið auglýsinguna úr blaðinu og geymið! (Heimilisfang) Bréfaskóli SÍS & ASÍ SUÐURLANDSBRAUT32 REYKJAVÍK SÍMI 81255

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.