Þjóðviljinn - 12.11.1974, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 12.11.1974, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 12. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 ÓÞOLANDI AÐ EIGA BLÁSÝRUMENGUN YFIR HÖFÐI SÉR: Ragnar Halldórsson9 forstjóri ÍSALS\ í Kastljósi: „Mengunin kemur almenningi ekki við” Ragnar Halldórsson Eið Guðnasyni/ frétta- manni, tókst að varpa kastljósi sjónvarpsins á kerbrotamengun Alversins í Straumsvik á föstudags- kvöldið og fá fram upplýs- ingar, sem ekki hafa staðið öðrum f jölmiðlum til boða, enda þótt þær hafi hvergi nærri verið fullnægjandi. I þættinum ræddi Eiður við Ragnar Halldórsson, forstjóra ISALS, og Svein Guðbjartsson, heilbrigðisfulltrúa Hafnarfjarð- ar. Meðal annars kom fram að heilbrigðisnefndin hefur borið málið fyrir brjósti allt frá árinu 1966 og staðið i bréfaskiptum viö landlæknisembættið og heil- brigðiseftirlitið, án þess að heil- brigðisyfirvöld gripu til aögeröa fyrr en nú alveg á seinustu mán- uðum. Afstaða Ragnars Halldórssonar til almennra afskipta af mengun- armáli álversins kom afar skýrt fram er hann var spurður um hversvegna almenningi hefðu ekki verið veittar upplýsingar um kerbrotamengunina: ,,Égfæ ekki séð að þarna hafi verið um að ræða mál, sem almenning út af fyrir sig varðaði, þannig séð. Það er ekkert nýtt fyrirbrigði meö slikan úrgang eins og þennan og við höfum hugsaö okkur að byggja á reynslu annarra um meðferð hans. Mér er ekki kunn- ugt um að hann hafi nokkurn tima valdið tjóni, sem ekki er hægt að bæta. Nú, auk þess komust yfirleitt rétt yfirvöld i þetta mál. Það ætti þá hugsanlega að vera þeirra, ef einhver vill koma þvi fkerbrota- menguninni — ath. Þj.) á fram- færi, ....þá gátu þau gert það aö sjálfsögðu”. EKH Skilgreining á kerbrotamengun I Kastljósi á föstudags- kvöldið var skýrt frá þvi hvernig kerbrotaúrgang- ur fellur til, hvað miklum úrgangi hefur verið hent, hvert efnisinnihald hans er talið vera í grófum dráttum og skýrt frá hug- myndum um að gera hann óskaðlegan. Kerbrot: A1 er framleitt i stálkerjum með rafgreiningu. Kerin eru fóðruð að innan með klæðningu úr glerull, asbesti og kolefni aðallega. Þessi klæðning mynd- ar svokallað bakskaut. Kola- stengur eða kolablokkir, sem stungið er niður i kerin, mynda svo forskaut. Þegar rafstraumi er hleypt á kerskautin breytist áloxið i ál, en kolastengurnar eyðast. Endingartimi hvers kers er rúmlega þrjú ár. Kerj- unum er siðán hent, en klæðn- ingin brotin innanúr. Kerbrotaúrgangur: Organginum var fyrst hent á sjávarkamp, siðan á öskuhauga hafnfirðinga og loks i hraun- gjótu við athafnasvæði álvers- ins. Gert er ráð fyrir að 20 lestir af úrgangsefnum komi úr hverju keri. Fram til 1. október siðastliðinn haföi verið brotið innanúr 76 kerjum. Það má þvi gera ráð fyrir að álverið hafi losað sig við um 1600 lestir af þessum óþrifum. Nú er gjótan við álverið full, og yfir hefur verið sett lag af skeljasandi og kalki, ,,sem eiga að hafa áhrif i þá átt að draga úr áhrifum eiturefna i kerbrotunum”, eins og komist var að orði i sjón- varpsþættinum. Eiturefnin: Einangrunin i kerjunum drekkur i sig ýmis eiturefni við álframleiðsluna, eiturefni, sem ein sér geta veriö banvæn i sáralitlu magni. I meðaltali og i grófum dráttum er efnisinni- hald kerbrotanna þetta (heim- ilda var ekki getið i þættinum): Flúorsambönd — 17%, ál — 14,8%, matrium — 12,2%, járn — 0,8%, cyansambönd eða blá- sýrusambönd 0,04%. Ein og ó- blönduð er blásýra banvæn þótt aðeins sé um örlitið magn aö ræða. Framtíðarlausn: Hugmyndir virðast uppi um að setja úrganginn i gryfju, sem sjór leikur um, rétt við veginn niður að Straumsvikurhöfn. Ekki eru allir á eitt sáttir um þetta. Heilbrigðisyfirvöld hafa ekki enn sagt sitt i málinu, en sjálfir vilja forráðamenn ISALS gera steinker á sjávarkambi norðan við álverið. Sjór yrði lát- inn leika um kerið og skola eiturefnin úr kerbrotunum. Or- gangurinn yrði siðan fluttur og urðaður „einhvers staðar fjarri mannabyggð”, svo notað sé orðalag Ragnars Halldórsson- ar. —EKH ...BRÁÐUM YERÐUR ALLT ORÐIÐ AÐ SALTFISKI... Umræður um jarðvegsmengun frá álverinu að undanförnu hafa leitt i ljós hversu litið almenningur hefur fengið að vita um stóriðjumengun og hve gjörsamlega grandalaus islensk heilbrigðisyfirvöld hafa verið gagnvart fullyrðingum forráðamanna ISALS og Aluisuisse um að allt sé i stakasta lagi og höfð sé hliðsjón af mengunarvörnum i viðmiðunar- rikjum, eins og sagt er. Eitt af skýrustu dæmunum um það hvernig reynt er að klóra yfir mengunarsyndirnar er meðferð ISALS á kerbrotunum. Þegar bú- ið er að fylla gjótu i hrauninu við verksmiðjuna, er mokað yfir hana nokkrum rúmmetrum af kalki og skeljasandi og reynt að telja mönnum trú um að það geti gert eiturefnin óskaðleg og komið i veg fyrir mengun grunnvatns og vatnsbóla. Ef við gerum ráð fyrir að i gjótunni margumtöluðu sé úrgangur úr svo sem fimmtiu kerjum þá eru það um 200 bilhlöss og cyaninnihaldið eitt um 400 kilógrömm, flúormagnið u.þ.b. 170 þús. kilógrömm, og eru þá öll önnur eiturefni ótalin. Það er þvi næsta ósvifið af álversmönnum að bera það á borð að hægt sé að gera allt þetta magn óskaðlegt með þvi að sáldra kalki og skelja- sandi yfir efsta lagið. Þetta er eins og dropi i hafið. Hugsum okkur saltfiskverkandann sem hlæði upp margra metra stæðu af blautfiski, stráði svo yfir efsta lagið og segði við væntanlegan kaupanda: „Eftir nokkra mánuði verður þetta allt orðið að salt- fiski, vinur minn”. Ragnar Hall- dórsson hefði liklega aldrei náð langt sem saltfiskverkandi, en sem álforstjóri hefur honum haldist uppi að sleppa með svona skýringar. Samkvæmt upplýsingum er- lendis frá er efnameðhöndlun eiturúrgangs mjög vandasamt og kostnaðarsamt verk, og ekki á færi annarra en kunnáttumanna. Alverinu liðst hinsvegar að fúska með losun úrgangsefna og vill greinilega komast hjá þvi að leggja i kostnað til þess að kanna hvernig gera skuli kerbrotin óskaðleg með öllu. Forstjóra álversins hefur nú dottið i hug að gera mikið stein- ker á sjávarkampi norðan álvers- ins þar sem „sjórinn verður lát- inn skola út úrgangsefnunum”, (orðrétt úr sjónvarpinu — ath. Þj.) Lengi tekur sjórinn við, satt er það, en þau eiturefni, sem greint hefur verið frá hér að ofan eru jafnvel talin enn skaðlegri lif- riki sjávar en lands. Það er engin lausn að breyta jarðvegsmengun i sjávarmengun. Ennþá er af- koma islendinga tangdari sjávar- alfa en álverksmiðjum. Ljóst er að gera þarf dýra- og gróðurlifs- könnun úti fyrir Straumsvik til þess að ganga úr skugga um, hversu mikið verksmiðjan hefur eyðilagt þar. Forstjóri álversins sagði i sjón- varpsviðtalinu, að þegar eitur- efnum úr úrganginum hefði verið skolað burt méð sjó yrði „hann urðaður einhversstaðar fjarri byggð”. Hvernig sem eiturefnin verða hreinsuð úr kerbrotunum verður að ganga rækilega úr skugga um að af þeim stafi engin hætta, þegar þeim er hent. Þjóð- viljinn hefur nýverið birt grein þar sem sagt er frá þvi hvernig óráðvandir verktakar hafa losaö verksmiðjur i Vestur-Þýskalandi við eiturúrgang með þvi að aka honum beint á almenna ösku- hauga. Bæði I V.-Þýskalandi og Englandi hefur það komið fyrir að eiturefnamengun frá slikum haugum hefur skyndilega gert vart við sig i grunnvatni og vatnsbólum. Til þess eru vitin að varast þau. Það er engin vörn i þvi fyrir álversmenn að vitna i reynslu fyrirtækja i Noregi og Vestur-Þýskalandi um meðferð úrgangs. Það er engin ástæða til þess að yfirfæra slæmt ástand á islenskar aðstæður, þótt aðrar þjóðir láti sér það lynda. Ragnari Halldórssyni er ekki kunnugt um að tjón, sem ekki hafi verið unnt að bæta, hafi hlotist af kerbrotsmengun. Men þvi viður- kennir hann, að háttuástand hafi skapast annarsstaðar af þessum sökum. Mengunarvarnir eiga að tryggja að slikt hættuástand komi ekki upp. Ragnar Halldórsson benti rétti- lega á i sjónvarpsviðtalinu að i kerbrotunum er ekki um að ræða hreina blásýru heldur blásýru- sambönd. Hann bætti þvi hins- vegar við „að sterka sýru þyrfti til að leysa blásýruna úr læðingi”. Þetta er að visu rétt, ef ætlunin er að blásýruský leggist yfir Straumsvikur-og Hafnarfjarðar- svæðið. Þá þarf vissulega sterka sýru. En eins og ástandið er nú eru flest blásýrusölt auðleysanleg i vatni, og cyanjónin getur tengst vetnisjón i afrennslisvatni, mis- mikið eftir þvi hve súrt grunn- vatnið er. Um blásýru verður þvi alltaf að ræða i vatni, sem seytlar i gegnum ^úrgang sem þennan, likt og kunnugt er af tölum um af- rennsli af þýskum ruslahaugum, sem nýlega var vitnað til i Þjóð- viljanum. Það sem raunverulega hefur verið að gerast við álverið er, að komið hefur verið upp sömu aðstæðum og tiðkast á al- ræmdustu eitúrhaugum Evrópu. Þær mælingar sem vitnað var til i sjónvarpsþættinum eru sjálfsagt meðaltalsmælingar fengnar er- lendis frá og segja okkur þvi ef til vill ekki alla sögu um eiturefna- innihald kerbptanna i Straums- vik. En það er alls ekki boðlegt is- lendingum að eiga yfir höfði sér mengun af völdum blásýru og salta hennar, svo stórhættuleg eru áhrifin. Loftmengunin frá álverinu er nú ekki lengur eingöngu i brenni- punkti þótt með þvi verði fylgst hvort þurrhreinsitækin, sem enn eru á tilraunastigi i Vestur- Frh. á 13. siðu. Ummælum Ragnars Halldórssonar, forstjóra ísals, í sjónvarpsþætti svarað

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.