Þjóðviljinn - 12.11.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 12.11.1974, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Þriöjudagur 12. nóvember 1974. GUNNAR GUNNARSSON AÐ FINNA GRINDVÍKING GóBi ritverkamaður, Ólafur Haukur Simonarson, ég þakka þér skrifið hér i Þjóðviljanum á laugardaginn var. Ég er hinn dularfulli GG sem þú gerir að skotmarki hugsana þinna þessa dagana, og af þvi tilefni, sendi ég þér umhugsunarefni. Það stendur að sönnu öðrum mönnum nær að svara þér, þvi að þitt skrif var óp út i þá myrku Grindavikurnótt sem svo lengi hefur ruglað kollana hér norður frá. Þegar sjónvarpið lagði i að sýna kvikmynd ykkar Þorsteins, þá mynd sem átti að sýna viðbröeð vkkar tveggia við vinnuþrælkun blóðsprengs hlaupum islenska verka lýðsins eftir vindi, mis heppnaðri kjarabaráttu og þeim kverkatökum sem út- gerðarfasistar og aðrir ómerkari fasistar hafa náö á okkur launa- mönnum, þá fylgdi það með frá ykkur Þorsteini, að eftir bióið ættu menn að fara að tala saman. Eins og þú siðan hefur frétt, Ólafur Haukur, þá varð sú um- ræða dulitið öðruvisi heldur en þú ætlaöir. Strax við hringborð Magnúsar Bjarnfreðssonar, há- skólarektors úr Grindavik og ein- hvers Hafnarfjarðarkrata, þá hefurðu gert þér ljóst, að nú hafi illa snúist upp á hænuhausana. Ég trúi þvi vel að nú sitji grátstafur i kverkum þinum, þvi að velvakendur þessa lands eru fleiri en þú hélst, og inntöku- skilyrðin i Hvöt eru ekki endilega bundin við að vera kvenkyns og vega fjögurhundruð pund. En ólafur Haukur, ég hef lengi imyndað mér, að skýr ritverka- maður eins og þú, hefðir haft nokkurn pata af þessu ástandi áöur. Þú hlýtur oft og einatt á þinni löngu og reynsluriku ævi að hafa horft i augu hænsnisins. Augun þess eru hvikmandi, þau loga af grimmd og fánýti. Og vegna þess að þú hafðir fréttaf vl- mennum á íslandi og hinu grimmilega áhlaupi þeirra niöur I Grindavikina, þá finnst mér að þið Þorsteinn hefðuð ekki átt að leggja hálsinn á höggstokkinn með þvi að gera einmitt svona mynd. Grindvikurnar á þessu iandi eru margar, en það var hárrétt af ykkur að velja einmitt þessa. Þar hafa pilsfaldakapitalistarnir örugg tök á fólkinu, þar hafa þeir njörvað mennina niður með skuldaklafa og eilifri peningaþörf. Þar er hermengun sennilega ivið minni en t.d. i Reykjavik og þar eru greinileg ættarböndin mannanna og náttúrunnar. Þið Þorsteinn máttuð gera hálf- tfma mynd um islenskt sjávarpláss. Eftir mikil heilabrot duttuð þið niður á að láta leikara I gervi „listamanns” úr borginni flakka um þorpið og reka sleiki- fingur i venjulega fólkið þar og tuldra eitthvað um vinnuþrælkun. Afhverju er enginn í félags- heimilinu? Hvers vegna byggir fólk svona fin hús? Er nokkur að semja tónlist hér? Borgarbúinn, kominn úr auðum sölum Lista- safns Islands átti að vekja með- aumkun með áhorfendum og sýna rækilega muninn á grindvikingn- um og menningargutlaranum. En þið feilreiknuðuð ykkur, Ólafur Haukur, og það sérðu best af um- ræðunni sem í kjölfarið kom. Hún snýst ekki um sambandsleysið við grindvikingana og djöfullega framkomu moggamannanna i þeirra garð. Nei. Umræðan snýst um ykkur. Aðkomumaðurinn i Fiskur undir steini er persónu- gervingur ykkar og nú er barna- kennarinn i þorpinu, þessi sem fékk bágt fyrir hjá ykkur af þvi hann var að kenna perspektivteikningu, hann er far- inn að skrifa i moggann og benda ykkur á aö fara á námskeið hjá Dale velgjörðarmanni Carnigie. Ólafur Haukur, skrif þitt til hinna dularfuilu ber það meö sér, að þú ætlaðir þér i Fiski undir steini, að segja þá hluti sem okk- ur báða, og marga fleiri is- lendinga, hefur árum saman langað til að segja með kvik- mynd.. En það tókst ekki nægi- lega vel núna. Vegna þess, að nú er svo komið i Grindavikunum, aö hin æðsta sæla felst i nógu mörgum kókflöskum, 170 fer- metrum, hálfsmánaðar romm- þambi á Spáni á hverju ári og glórulausum þrældómi þess á milli vegna þess að Tómas I fisk- iðjunni h.f. var svo vinsamlegur að redda láni fyrir húsi hér um árið og þú ert uppfyrir haus i vlxlasúpunni. En húsið er flott og á meðan Tómas leyfir þér að þræla eins og þú getur, þá ert þú honum þakklátur. Hvað eru menn svo að vilja upp á dekk að gera kvikmynd? Höfum við ekki djöfulsmenningu hér eins og skit? Svo verða menn vitlausir ef nokkrar þreyttar sálir, sem setjast niður við sjónvarp eftir vinnu um miðnættið, vilja fá að horfa á kanann. Við viljum kana- sjónvarp og útvarp, kana inn á hvert heimili, en að halda þvi fram aö Grindavik sé kanabæli! Það þarf sko sannarlega að taka þig, ólafur Haukur, og fleiri slika I þann háskóla sem ykkur hæfir best og einhver barngóður út- gerðarmaður stjórnar. Tómasar þessa lands hafa komið sér upp skotheldu virki, Ólafur Haukur, og þú vinnur það ekki með þvi að veifa rauðri dulu og öskra. Þú veist nákvæmlega hvað er á seyði innan islensku verk- lýðshreyfingarinnar, eða réttar sagt, hvað ekki er þar á seyði. Samt ertu sá kálfur að koma röltandi inn i frystihúsabæinn með eithvert morgunfrúartal um málverk og sinfóni. Þú gengur til verks, eins og i Grindavik séu menn svo sannarlega verseraðir i bókmenntum launabaráttunnar, að þeir þarna suður undir herstöð þekki svo vel til þeirrar jarðar sem þeir standa á, að i kanabæli breytist þeir aldrei, að finnist þeim að þeim þjarmað á einhvern hátt, þá hafi þeir sig i burtu þangað sem lifið er betra. Nei, góði ritverkamaður, ef þú ætlar að taka að þér fræðslustarfið I stað ASl, þá duga ekki vettlinga tök. Ég held t.d. að þú næðir meiri árangri með þvi að fara með kassa með þér suður I Grindavik, standa á þeim kassa og lesa þar yfir hausamótunum á þeim ein- hverja beinskeytta samantekt eftir sjálfan þig, svipaða þeirri sem þú skrifaðir til þess dularfulla. Þú segir að langtimamarkmið verklýðshreyfingarinnar hljóti að vera „uppréttur maður sem hefur tök á sjálfum sér og umhverfi sinu, og jöfnuður til andlegra og efnalegra afurða þjóöarinnar. Ekki flatur lýður sem lætur draga sig á asnaeyrunum til hvaða heimsku sem vera skal”. Og þitt framlag til baráttunnar fyrir langtimamarkmiöinu er að láta fólk róthneykslast yfir merkilegheitum listagutlarans? Þú heldur, ólafur Haukur rit- verkamaður að kona „dauðleið á fáránlegum slagsmálum karla og kynferðisfasisma tiðarinnar” hafi samið Njálu. Ekki mótmæli ég þessari kenningu, enda mót- mæli ég yfirleitt ekki kenningum. En það þykir mér trúlegt, að ein- hvern tima i framtiðinni, þegar Islendingar taka til við að róta i gömlu drasli þessa fyrirtækis sem einhvern tima var kallað sjónvarp, þá finnst þar ræma nokkur, ræma án einkenna, og ruslasafnari framtiðarinnar finnur upp kenningu. Kenning hans er sú, að i fyrnd- inni hafi verið gömul útgerðar- mannsfrú, sem i fristundum fékkst viö kvikmyndun. Kannski hefur hún notað dulnefnið Magnús Bjarnfreðsson, kannski séra Emil. Það er erfitt að spá, Ólafur Haukur, en þaö standa vonir til að þessari útgerðar- mannsfrú verði ekki eignaðar all- ar þær ræmur sem i drasli kunna að finnast. Og i krafti þeirrar vonar, þá stefnir þú einn að lang- timamarkmiðinu. Hvernig væri að byrja á að filma ASÍ sem sef- ur? Og af þvi að við erum alltaf að tala um sjónvarpið og Magnús Bjarnfreðsson, hvernig væri þá aö sækja um leyfi til að búa til sjónvarpsmynd um sjónvarpið? Það yrði nú meiri farsinn. Við fengjum að fylgjast með sjónvarpsmönnum þegar þeir bruna til Grindavikur. Abúðar- miklir draga þeir hreppsstjórann niður á byrggju og láta hann fara með langa þulu utanað um afla- magn i fyrra samanborið við hitteðfyrra, lfkur á heildarafla i ár. Grindvikingurinn miðaldra, „The walking Jew” sem þeir sjónvarpsmenn þekkja orðið út og inn bunar upp úr áer talnaromsu um hugsanlegar og væntanlegar framkvæmdir við höfnina, við frystihúsið og á sviði einbýlis- húsafjölgunar. Og svo fengjum við að sjá, hvernig ræmumaðurinn sveiflar myndavélinni I boga yfir höfuð hreppsnefndarinnar og siglutoppana og i fjarska er Þor- björn svo fallegur i haustsólinni. Bless. Við gætum lika reynt að gera þá mynd sem þið Þorsteinn viljið að grindvlkingar geri núna. Nýlega kom hingað til lands nýtt sanddæluskip og hefur það hlotið nafnið Grjótjötunn. Er þetta 10 ára gamalt skip, byggt i Þýskalandi. Eigandi þess er hiutafélagið Sandskip. M/s Grjótjötunn er 299 brúttólestir og tekur 300 rúm- metra af sandi i lest. Upphaflega var það byggt sem venjulegt flutningaskip en árið 1967 var þvi breytt i sanddæluskip I Dan- mörku. Hingað er skipið keypt frá Noregi en þar var það endurbyggt á árunum 1972-74. Ganghraði skipsins er 10 milur. Dæla skipsins getur dælt 3 þúsund rúm- metrum á klukkustund og er þá skipið fullt þar sem venjulega eru 90% þess sem upp kemur vatn. Fullbúið tækjum kostaði skipið um 60 miljónir Islenskra króna. Ætlun eigenda þess er aðlátaþaö Kvikmynd um „miðaldra grind- vfking” sem sækir menningar- samkomur, listsýningar, bló og böll til Reykjavíkur. Og á timum þrautsmurðra samgangna, þá munar grindvikinginn ekkert um aö bruna I fordinum i bæínn með „Þaö sefur I djúpinu” eftir frænda sinn I hanskahólfinu? Við skulum gera sjónvarps- mynd um þennan uppáhalds grindviking morgunbleðskunnar og biðja Indriða G. Þorsteinsson að skrifa handritið. Og á meðan við horfum á ræmuna og hlaustum á kliðmjúkan textann, þá snæðum við konfekt og horfum á hinn miðaldra grindviking strjúka kviðinn. Hvernig væri að gera mynd um háskólann i lifi hins miðaldra grindvlkings? Hann varð ungur fyrir umtalsverðum menningar- áhrifum I þorpinu heima. Hann hlýddi á pianóspil og kór. Hann fór á fund I verkalýðsfélaginu. Reyndar er búið að leggja það niður núna og menn fara i lions I staðinn. Þá filmum við bara lions. Lionsið á það sannarlega inni aö gerð verði um það kvikmynd. Það er okkar verkalýðsfélag, háskóli og menningarmiðlari. Fórstu ekki ólafur Haukur á fund hjá lionsinu I Grindavik? Þeir voru þar að ræða um heilsufar Nixons. Ég held ólafur Haukur, að eina ráöið til að festa grindviking okk- ar tíma á ræmu, sé að finna hann. vinna við dýpkunarframkvæmdir I sambandi við hafnargerð. Ekki hefur verið gengið endanlega frá samningum um verkefni fyrir þaö en ýmislegt mun vera i bi- gerð. Meðal annars hefur verið rættum verkefni I Noregi á næsta ári. Hafa eigendur ma. I huga að flytja og selja efni til steypugerð- ar úr Hvalfirði til Reykjavikur og út á landsbyggðina en áður en af þvi verður þurfa þeir að koma sér upp aðstöðu i landi. Helstu hluthafar i Sandskip hf. eru Kristinn Sigurjónsson bygg- ingameistari, Páll Jónsson frkvstj., Jóhann Kristjónsson vél- stjóri og Knútur Bruun hrl. Skipstjóri á Grjótjötni er Roy Ólafsson og 1. vélstjóri Bjarni Gestsson, Atta manna áhöfn verður á skipinu. —ÞH Nýtt sanddæluskip Grjótjötunn Útvarp í kvöld klukkan 20,50 Að skoöa og skilgreina Að skoöa og skilgreina heitir nýr útvarpsþáttur sem Björn Þorsteinsson, kennari og sagn- fræðingur hrindir af stokkunum i kvöld. Menn kannast eflaust við Björn úr Þingviku sjónvarpsins, en hann og nafni hans Teitsson hafa haft umsjón þess þáttar með höndum frá þvi i fyrra. Þátturinn sem Björn byrjar að annast núna i útvarpinu er annars eðlis. „Það er nú ekki rétt að kalla þétta fréttaskýringaþátt, eins og er gert I dagskránni”, sagði Björn Þorsteinsson Björn, er Þjóðviljinn hafði af honum tal i Menntaskólanum i Kópavogi, þar sem Björn kenn- ir, „heldur á þetta að vera orða- og hugtakaskýringaþáttur. Við ætlum okkur að taka fyrir ýms orð, sem fyrir koma I frétt- um útvarps og blaða og skýra þau frekar. Kanna hvað býr aö baki margra orða sem daglega eru notuð, en unglingar, og ef- laust margir fullorðnir lika, skilja illa eða ekki. Hvað er t.d. verðbólga? Hvað merkir visitala? Hvernig er skuttogari? Hvar eiga Palestinu-Arabar heima?” Hefurðu orðið var við það i kennslunni, að unglingar skilja illa þessi hugtök? „Já, Þráfaldlega hef ég orðið var við, að fólkið horfir á mann, og það kemur i ljós að það hefur ekki hugmynd um, hvað þessi orö merkja, sem stöðugt er ver- ið að nota. Það er ekki ætlun okkar að fara inn á svið „Mælts máls”, ÚTVARPIÐ viö ætlum ekki að skýra uppruna orðanna, heldur ein- faldlega útskýra orðalag frétta. Hvað felst t.d. I þvi þegar segir, aö ákveðið skip hafi fariö á spærlingsveiðar? Hvað er spærlingur?” Birni Þorsteinssyni til aðstoð- ar i þessum þætti verða kennar- arnir Guðmundur Haukur Jóns- son og Kristján Jónsson og hugsanlega munu þeir fá ung- linga til að koma fram i þættin- um töku sinnum, og fá þá til að útskýra merkingu ýmissa orða sem þeir nota, en fullorðnir skilja ekki. —GG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.