Þjóðviljinn - 12.11.1974, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 12.11.1974, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 12. nóvember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 íslandsmótiö í körfuknattleik — 1. deild: BæðiÁrmann og ÍS töpuðu um helgina útlit er fyrir æsispennandi keppni í 1. deild í vetur Það væri synd að segja að 1. deildarkeppnin í körfuknattleik hefði ekki boðið uppá tvísýna og skemmtilega keppni um síðustu helgi og þá ekki síð- ur óvænt úrslit. Það er alveg Ijöst að keppnin í vetur verður jafnvel enn tvisýnni og skemmtilegri en í fyrra og var hún þó þá sú jafnasta sem menn muna. Það er til marks um þetta að tvö toppliðanna; Ármann, nýbakaðir Reykjavíkurmeistarar töpuðu fyrir Val og IS, sem margir hafa spáð frama í vetur tapaði fyrir UAAF Njarðvíkur og KR-ingar, sjálft stórveldið átti í mjög miklum erfiðleikum með nýliðana í 1. deild, UMF Snæfell. Það var ekki fyrr en þjálfari UMF Snæfells og besti leikmaður Einar Sigfússon fór útaf með 5 villur að KR-ingum tókst að tryggja sér sigurinn. t allt voru leiknir 5 leikir i 1. deild um helgina og strax i fyrsta leik helgarinnar urðu óvænt úr- slit, en þá sigraði UMF Njarðvik- ur tS 85:69 eftir að jafnt var i leik- hléi 35:35. betta tap fór mjög i taugarnar á stúdentunum og þeir reyndu að kenna dómurunum um tapið, sem auðvitað var fjar- stæða, það sem gerðist var ein- faldlega það að Njarðvikingar náðu þarna sinum besta leik um árabil, en tS náði sér aldrei á strik, meira þurfti ekki til. Og strax á eftir þessum leik, léku UMF Snæfells og HSK og aft- ur urðu nokkuð óvænt úrslit. Nýliðarnir úr Stykkishólmi sigr- uðu 65:64 i æsispennandi leik eftir framlengingu. Að venjulegum leiktima loknum var staðan 54:54 en jafntefli er ekki til i körfu og þvi var framlengt og Snæfellingar höfðu betur. A laugardaginn léku svo einnig KR og Valur og sigruðu KR-ingar örugglega 94:81 eftir að hafa haft yfir i leikhléi 44:36. KR mætti svo UMF Snæfell á sunnudaginn og þar bjuggust menn við mjög ójöfnum leik, þar sem mættust Islandsmeistararnir og nýliðarnir i deildinni, en það var nú eitthvað annað. Snæfellingarnir voru mun betri aðilinn i fyrri hálfleik og höfðu þá lengt af yfir þar til rétt fyrir leik- hlé að KR-ingum tókst að komast eitt stig yfir 39:38 og þannig var staðan i leikhléi. Um miðjan siðari hálfleik var enn jafnt en þá varð Einar Sigfús- son þjálfari og besti maður UMFS að yfirgefa leikvöllinn með 5 vill- ur og eftir það þurfti ekki að spyrja að úrslitum, það gat ekki farið nema á einn veg, KR hlaut að sigra sem það og gerði 98:72. Eigi að siður var frammistaða Snæfellinga frábær. Siðasti leikurinn var svo á milli nýbakaðra Reykjavikurmeist- ara, Armanns og Vals og þar ætl- uðu flestir að um auðveldan sigur Armanns yrði að ræða. 1 fyrri hálfleik höfðu Armenningar yfir- leitt betur og staðan i leikhléi 50:49 Ármanni i vil. En i siðari hálfleik sýndu Vals- menn sinar bestu hliðar og léku mjög vel, einkum bræðurnir Jó- hannes og bórir Magnússynir, auk þess sem Torfi Magnússon átti góðan leik. betta dugði Val, sem sigraði örugglega 101:91 og þar með voru enn ein óvænt úrslit staðreynd og nú þorir enginn að spá neinu um úrslit móstins. íslandsmótið í handknattleik 2, deild: Fylkir tapaði báðum leikjunum áAkureyri og KR-ingar sigruðu ÍBK í sögulegum leik 2. deildarkeppnin í hand- knattleik hófst sl. laugar- dag með leik Fylkis og Þórs frá Akpreyri og sigr- ingarnir með 23:16 en eins ust muna féll deild í fyrra þeirri uðu Akurey yfirburðum og menn efla Þór niður í 2 eftir eins áré dvöl fyrstu. A sunnudaginn lék Fylkir svo við KA frá Akureyri og enn varð Fylkiraðþola st irtap, KA sigraði 24:15. bað bendir þvi flest til þess að Akureyrar iðin verði bæði sterk i vetur og komi til með að blanda sér i toppbaráttuna. A sunnudagirin fóru KR-ingar suður i Njarðvik og léku þar gegn IBK. bessi leil^ur varð all sögu- legur þar sem húsráðendur bönn- uðu liðunum að nota trjákvoðu, en það er alltaf gert i handknattleik svo menn vefði ekki sleipir á höndunum vegna svita. KR-ingar höfðu ekki hugmynd um þetta og urðu af nokkrar deilur. betta háðf KR-ingunum mjög enda eru þeir alls óvanir að leika án þess að nota trjákvoðuna og i leikhléi var staðan jöfn 6:6. En i siðari hálfleik náðu KR-ingar sér á strik og sigruðu örugglega 18:12. bað er hætt við að þetta bann við notkun trjákvoðu eigi eftir að draga dilk á eftir sér og hætt við að liðin neiti einfaldlega að leika I Njarðvik ef banninu verður hald- ið til streitu, enda er hvergi i heiminum bannað að nota þetta efni i handknattleik, það þvæst auðveldlega af gólfum. 1. deild kvenna í handknattleik: Ármann vann stórsigur á Akureyri Keppnin i 1. deild kvenna hófst sl. laugardag með leik bórs frá Akureyri og Armanns, Fór leik- urinn fram á Akureyri. Eins og búist var við sigraði Ar- mann, en yfirburðirnir voru meiri en búist var við fyrirfram, Ar- mann sigraði 27:10. Að visu er búist við að Armann verði með i toppbaráttunni i 1. deild i vetur, en þessum ósköpum bjuggust menn þó ekki við. Nokkurt hlé verður nú á 1. deildarkeppni kvenna eða þar til 23. nóvember er Breiðabliks-liðið fer norður og leikur gegn bór og þá sömu helgi mun karlaflokkur Breiðabliks i 2. deild leika gegn Akureyrarliðunum bór og KA. Kristinn Stefánsson fyrirliði KR skorar fyrir lið sitt gegn UMF Snæfeli Við eigum eftir að gera miklu betur sagði Einar Sigfússon þjálfari UMF Snæfells Frammistaða strákanna úr Stykkishólmi, UMF Snæfells kom verulega á óvart um helgina og við náðum augna- blik tali af þjálfara þeirra og besta leikmanni, Einari Sig- fússyni hinum fyrrum fræga leikmanni 1R sem býr nú í Stykkishólmi og hefur rifið upp mjög efnilegt liö þar, lið sem hefur komist alia leið uppi 1. deild á ótrúlega skömmum tima. — Við eigum eftir að gera miklu betur en þetta sagði Einar, — það sem hefur háð okkur i haust er æfingaleikja- leysið. Þegar við fórum i fyrsta leik mótsins höfðum við engan æfingaleik leikið og nú eftir 3 leiki i mótinu sé ég stór- an mun á liöinu og við eigum eftir að koma á óvart. — Ég fullyrði að frantmi- staða okkar til þessa hafi sannaö svo ekki verði um villst að við áttum fullt erindi uppi 1. deild. Þetta er ungt og efnilegt lið og ég hef sem þjálfari úr miklum og góðum efniviði aö spila. —S.dór Einar Sigfússon

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.