Þjóðviljinn - 12.11.1974, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 12.11.1974, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 12. nóvember 1974. 36 rit af samningnum. Eldri stúlkan kannaöist við nafnið og gat sagt frá þvi, að þessi maður hefði farið I sams konar ferðalag nokkrum sinnum áður. Stúlkan sagði frá þvi, að maðurinn i ljósa rykfrakk- anum hefði ekki beðið eftir núm- erinu sinu, en hefði boðið henni hundrað krónur fyrir að fá að vita hvert fyrri maðurinn ætlaði. Þeg- ar hún hefði hikað, hefði hann sjálfur togað til sin samninginn á borðinu hjá henni, lesið það sem i honum stóð og farið siðan aftur. Lögreglumaðurinn fékk ljósrit af undirritaða samningnum. — Gerið mér greiða, sagði •hann. — Hringið til min ef annar- hvor þessara tveggja kemur aftur. Og látið fyrir hvern mun ekkert uppi um það að einhver hafi haft áhuga á ferðum þeirra. Eða þeir hvor á öðrum. Við höfum áhuga á þvi að þeir fari úr landi báðir tveir. Hún sá hann fara út úr skrif- stofunni og berjast á móti vindin- um og rykfrakkinn hans þandist út eins og segl rétt eins og á hin- um manninum; þetta hafði verið býsna furðulegt upphaf á nýja starfinu hennar. Maðurinn i bláa rykfrakkanum fauk hvað eftir annað næstum út af gangstéttinni i rokinu. Þvi nær sem hann kom skrifstofunni sinni og höfninni, þvi hvassara varð. Kvöldið eftir, þegar byrjað hafði að hvessa, hafði vindurinn verið hlýr. Nú var hann kaldur og sjávarlykt af honum. A skrifstofu hans sátu tveir starfsbræður. — Jæja? — Ganga þá reikningarnir UDD? — Eða: Hann Brun okkar sér ofsjónir enn einu sinni. Segðu frá, segðu frá. — Ég byrjaði upp á nýtt i morgun. Ég — — Fyrir timakaup upp á.... á hvað eigum við að meta þig? Tuttugu? Tuttugu og fimm? Skattgreiðendur — — Sama gistiheimili, en i dag var hann snemma á fótum. Hann virtist hafa eitthvað ákveðið i huga og ég þóttist strax viss um aö nú væri dagurinn upp runninn. Það átti sem sé að nota bilinn sem hann tók á leigu til einhvers. Og hvert haldið þið svo að hann hafi farið? — Út i afskekktan skóg. bar náði hann i skóflu i skottið og fór að grafa eins og óður maður. Inn- an skamms heyrðirðu skófluna glamra við eitthvað og þú læddist I áttina til hans og gættir þess vandlega að — — Hana! Maðurinn i bláa rykfrakkanum þaggaði niður i hinum með þvi að leggja ljósritið af samningnum á borðið. Hana, endurtók hann. Lesið sjálfir. Hinir tveir lásu. • — Mjög athyglisvert. Ferðalag til Tunis næsta föstudag. Hvað i ósköpunum kemur það... Heyrðu mig, hann skrifar ekki einu sinni sitt rétta nafn, þessi Sorgenfrey. Þetta er falskt nafn, eða hvað? — bvættingur. Þetta er ekki hann. Lestu nafnið aftur. — bað kviknar ekki á neinni peru. Ef það er ekki hann, hvað á þetta þá — — Borck. Hugsið ykkur um. — Borck? — Flemming Borck. Takið nú rögg á ykkur, vinir góðir. Hvaða samband er milli Flemmings Borck og Wilhelms Christian Sorgenfrey? Sambandinu er þannig háttað milli Flemmings Borcks og Wilhelms Christians Sorgenfrey að það var — — Megum við giska. — Giskið endilega. — Það var gjaldkerinn. Gjald- kerinn I bankanum, þar sem allur þessi sandur af peningum hvarf. Gjaldkerinn sem gat fullyrt með húndrað og tiu prósent vissu að — —- Að Sorgenfrey væri ekki bankaræninginn hans að minnsta kosti. I morgun ók Sorgenfrey út úr bænum i leigða bilnum slnum. Ég hélt vissulega að ætlunin væri að fara út i skóg að grafa. Það hefur reyndar alltaf verið tilgáta min. Að það værisami maðurinn. Að við þyrftum ekki annað en blða eftir þvi að hann yrði látinn laus og elta hann siðan. Imyndið ykkur undrun mina, þegar mér verður ljóst að Sorgenfrey er alls ekki á leiðinni út I skóg. Imyndið ykkur undrun mina þegar ég upp- götva — — Hann Brun okkar finnur lykt af stöðuhækkun. Tiltekinn hátt- settur lögreglumaður á eftir að iðrast þess að hann var vægast sagt með hundshaus, þegar hann Brun okkar bað leyfis til að — halda áfram! — Borck hefur ekki haft bú- staðaskipti. Sorgenfrey fer ekki upp og hringir dyrabjöllunni. Hann situr i bilnum og biður þess að Borck komi niður. Aður en varir er ég ekki lengur annar i röðinniheldur sá þriðji.Maðurinn sem ég er að elta, er sjálfur að elta mann. Mennirnir þrir horfðu þegjandi hver á annan. Svo fóru þeir að hlæja. — Ekki vildi ég vera i sporum hans. Hinir tveir hlógu enn hærra, maðurinn I rykfrakkanum hætti likt og hann gæti stöðvað hlátur sinn með þvi að ýta á ákveðinn takka. Rét.t strax hættu hinir lika að hlæja. — Attu við að Borck og Sorgen- frey hafi skipulagt þetta i sam- einingu. — Ég á ekki vð nokkurn skap- áðan hlut. \ Vinnur Borck enn i sama bankanum? — Við komumst að þvi. Hann bjó I sömu íbúðinni og billinn sýndist ékki nýr. Brun stóð upp og hengdi ryk- frakkann sinn á eina herðatréð á skrifstofunni. Vindurinn skók gluggarúðu og hann lokaði glugg- anum. Regnský voru að feykjast inn yfir borgina. Hann settist við skrifborðið og virti fyrir sér ljós- ritið af ferðasamningnum. — Brottför föstudag. Heim- koma fjórtánda október. Þrjár vikur. Hótel Riadh, flokkur F — minus. — Það lætur fátæklega i eyr- um. Hann Brun okkar ætlar nú að útskýra fyrir okkur, hvernig óspillt eðlisávisun hans sagði honum frá upphafi að----- — Siminn hringdi. Brun svar- aði. — Já, það er hann. Hann kinkaði kolli til hinna, tók siðan upp kúlupenna og fór að krota á simablokkina. Samtalið var stutt og hann sagði i lokin: Ég þakka fyrir þetta. Hann lagði tól- ið á og horfði á hina tvo. útvarp 7.00 Morgunútvarp, Veðurfregnir kl. 7.30, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl. 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl 7.55. Morgunleikfimi kl. 7.35 og 9.05. Morgunstund barnannakl. 9.15: Kristjána Guðmundsdóttir les sögu eftir Halvor Floden „Hatturinn minn góöi” (2). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli liða. Fiskispjaii kl. 10.05: Asgeir Jakobsson flytur stuttan upplýsingaþátt á vegum Fiskifélags Islands. „Hin gömlu kynni” kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér um þátt með frá^sögnum og tónlist frá liðnum árum. Hljómplötusafnið kl. 11.00: (endurtekinn þáttur G.G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Vettvangur, 1. þáttur. Sigmar B. Hauksson tekur til athugunar áhrif hjóna- skilnaða á börn. 15.00 Miðdegistónleikar: tslensk tónlist.a. „Hugleið- ingar um fimm gamlar stemmur”, fjórtán tilbrigði um Islenskt þjóðlag og dans eftir Jórunni Viðar. Höfundur leikur á pianó. b. Lög eftir Garðar Cortes, Árna Björnsson, Elsu Sigfúss og Bjarna Böðvarsson. Svala Nielsen syngur: Guðrún Kristins- dóttir leikur á pianó. c. Flautukonsert eftir Atla Heimi Sveinsson. Robert Aitken og Sinfóniuhljóm- sveit Islands leika: höfundur stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar. 16.40 Litli barnatlminn, Anna Brynjúlfsdóttir stjórnar. 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir sér um óska- iagaþátt fyrir börn yngri en tólf ára. 17.30 Framburðarkennsla i spænsku og þýsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir, Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Kristján skáld frá Djúpaiæk. Bragi Sigurjónsson flytur erindi og ljóð eftir skáldið. 20.00 Lög unga fólksins Ragnheiður Drifa Stein- þórsdóttir kynnir 20.50 Að skoða og skilgreina. Björn Þorsteinsson sér um frétta og orðskýringaþátt fyrir unglinga. 21.40 Myndlistarþáttur i umsjá Magnúsar Tómassonar. 21.50 Tónleikakynning.Gunnar Guðmundsson segir frá tónieikum Sinfóniuhljóm- sveitar Islands i vikunni. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „í verum”, sjálfsævisaga Theodórs Friðrikssonar. Gils Guömundsson les (4) 23.00 A hljóðbergi. Þýski rithöfundurinn Max von der Grun les úr nýrri skáldsögu sinni. Hljóðritað á upplestrarkvöldi skáldsins i Rvik 7. þ.m. 23.40 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. 0s|ónvarp 20.00 Fréttir. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.40 Hjónaefnin. ftölsk fram- haldsmynd, byggð á sögu eftir Alessandro Manzoni. 4. þáttur. Þýðandi Jónatan Þórmundsson. Efni 3. þátt- ar: Er hjónaleysin ungu voru komin til Monza skildu leiöir þeirra. Lúsia og Agn- es héldu til klaustursins, sem bróðir Kristófer hafði visaðþeim á, en Renzó lagði af stað til Milanó. I klaustr- inu I Monza hitta þær mæðg- ur nunnuna Gertrude, sem er furstadóttir. Fyrir milli- göngu hettumunks nokkurs ákveður hún að taka Lúsiu undir verndarvænd sinn. Siðan er rakin saga Gertrude allt frá bernsku til þess tima, er hún er þvinguð til að ganga i klaustrið. Einnig er greint frá kynnum hennar af piltinum Egidio. Þegar don Rodrigo fréttir, aö Lúsia sé gengin honum úr greipum, tryllist hann og skipar Grisó að halda þegar til Monza og leita frétta. 21.35 Sumar á norðurslóðum. Bresk-kanadisk fræðslu- mynd. Með hundasleða á selveiðar. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 22.05 Heimshorn. Frétta- skyringaþáttur. Umsjónar- maður Jón Hákon Magnús- son. 22.35 Dagskráriok. Ort er mér barst andlátsfregn Harðar Hjálmarssonar frá Hofi Oft mér finnst að öldur ramar æði um sviðið mitt. Eitt er vist að engum framar yljar brosið þitt. Ágúst Vigfússon. Einvígi Karpovs og Kortsnojs: „VÖRNIN ÓYINNANDI” A. Srebnitsky (APN) Það er ekkert erfiðara en að sigra Karpov, þrátt fyrir góða stöðu andstæöingsins. Viktor Kortsnoj hefur af eigin raun sannfærst um sannleiksgildi þessarar mótsagnar, sem leið- andi stórmeistarar I skák hafa oft látið sér um munn fara á undan- förnum árum. Oftar en einu sinni hefur Kortsnoj verið með betri stöðu i einviginu, en þeim skákum hefur ávallt lokið með jafntefli, nema i 19. skákinni, er Kortsnoj sigraði sina fyrstu skák i einvig- inu. „Vörn Karopvs er betri heldur en árásir Kortsnojs”, sagði bandariski skákmeistarinn Ro- bert Burn, og mestur hluti skák- skýrenda i fráttmiðstöð einvigs- ins var honum sammála. Hér mætti reyndar bæta þvi við, að Kortsnoj er eiginlega engu siðri i varnarlistinni. 1 mörgum jafn- teflisskákunum varð hann að verjast með klóm og kjafti og tókst það vel. Ójafnt vinnings- hlutfall er sennilega tilkomið vegna þess, að Kortsnoj tapaði taugastriðinu, i átökum persónu- leikanna. Eftir ósigurinn i annarri skák- inni fór hann út i ævintýralega stöðu I sjöttu skákinni, sem leiddi til ósigurs. Eftir tiu jafnteflis- skákir, sem hafa liklega verið prófsteinn á þolinmæði skák- mannanna, tapaði Kortsnoj 17. skákinni eftir að hafa verið með betri stöðu. Þarna áttu orð stór- meistarans Alexanders Korovs sannarlega við: „Kortsnoj biður ekki aðeins ósigur vegna frá- bærrar taflmennsku andstæð- ingsins, heldur einnig vegna eigin mistaka”. Kortsnoj, sem hefur viðurkennt oftar en einu sinni, að hann sé ekki hræddur við neitt i heiminum nema tannlækninn, sannfærðist fljótt um það, að hér dugðu ekki nein vettlingatök. Ég hef það eftir vinum hans, að hann hafi sagt, að i sliku einvigi ætti Karpov að þreytast fyrst. Það er greinilegt, að hinn reyndi meistari efaðist ekki um ágæti likamlegs undir- búnings sins. Getur ekki verið, að þar séu mistök hans fólgin? Karpov, stórmeistarinn ungi, sem varla kemst i timaþröng, er gæddur leiftrandi hæfileikum og taugastyrk. En sannast að segja hefur honum ekki fyllilega tekist að komast hjá timaþröng i þetta skiptið, en sjaldgæf hugkvæmni og innsæi hafa komið honum vel á réttum augnablikum. Dr. Max Euwe, forseti FIDE sagði, að honum hefðu komið á óvart, hversu mörg jafntefli hefðu verið i einviginu. En þáð merkti, að báðir keppendur væru mjög góðir skákmenn. Hann sagði jafnframt, að Kortsnoj hefði sýnt óvenjugóða hæfileika til að ná frumkvæðinu, en Karpov hefði sýnt, hvernig ætti að verjast. Anatoli Karpov er leiöandi i baráttunni. Dr. Max Euwe álitur, að þessi ungi stórmeistari og verðandi hagfræðingur sé sigur- stranglegri I einvigi við Fischer, þar sem skákstill hans sé mjög likur stil heimsmeistarans. Karpov á við verðugan and- stæðing að etja. Andstæðing, sem kann skil á öllu I skáklistinni. Andstæðing, sem hefur skapað ný meistaraverk i skákinni ásamt félaga sinum. Auglýsingasíminn er 17500 UOBVIUINN Atvinna ■ Atvinna VERKFRÆÐIN GUR Fasteignamat rikisins óskar að ráða verk- fræðing til starfa frá 1. janúar 1975. Laun samkv. launakerfi rikisstarfs- manna. Nokkur æfing i meðferð tölvugagna æski- leg. Umsóknarfrestur til 9. desember n.k. FASTEIGNAMAT RÍKISINS LINDARGÖTU 46.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.