Þjóðviljinn - 21.12.1974, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. desember 1974.
Guðmundur Magnússon, menntaskólanemi:
Um látalœti
og lokleysu
1
Nil er Bleik brugðið. Morgun-
blaðið, kjánalegasta ihaldsblað
Evrasiu sýnist orðið að umskipt-
ing. Eða hvernig verða fleðulæti
þess i garð almúgafólks annars
útskýrð? Hvað veldur þvi að for-
hertir hægri menn tala i vingjarn-
legum tón til alþýðufólks og
skammast út i róttæklinga, sem
þeir segja uppfulla af rembingi og
menntamannagorgeir? Af hverju
samþykkja útgerðarmenn það á
fundi sinum, að árás á útgerðar-
menn og brask þeirra sé jafn-
framt árás á fiskverkunarfólk og
sjómenn- Hvi skyldi auðvaldið
allt i einu vilja samfylkja með
verkalýðnum gegn námsfólki og
menntamönnum?
Spyrja má, þó viti, segir máls-
hátturinn.
Eina af orsökum þeirrar
skammdegisklikkunar sem hel-
tekið hefur Morgunblaðið og
tötraborgarana má rekja til kosn-
inga meðal háskólanema i októ-
ber s.l. Þá var um það kosíð
hvaða málefni samkoma stúd-
enta á næsta fullveldisdegi skyldi
helguð. Ungir ihaldsmenn stungu
upp á þvi að samkoman yrði til-
einkuð tjáningarfrelsi og frjáls-
um fjölmiðlum, en jafnaðarmenn
vildu ljúka þessu mærðarmikla
þjóðrembingsári með samkomu
undir heitinu „tsland — þjóðsag-
an og veruleikinn.” Þar sem
stúdentar hafa litinn áhuga á
framgangi þeirra hugsjóna I-
haldsins, að braskarar og fé-
sýslumenn reki útvörp og sjón-
vörp islendinga, og þar sem þeir
eru hugsandi fólk greiddu þeir
lista jafnaðarmanna atkvæði sitt,
næstum 6 af hverjum 10.
Skömmu eftir þessar kosningar
birtist merkileg hugvekja i Stak-
steinum Morgunblaðsins. Þar var
lýst undrun á uppátæki stúdenta
og varað við þvi að hefðbundnum
söguskýringum yrði kollvarpað.
Og Staksteinn bætti við, að ljótt
væri ef satt væri, að stúdentar
ætluðu að skoða íslandssöguna
með „rússneskum gleraugum” 1.
desember, og þar átti huldumað-
urinn við þau marxistisku fræði
sem enginn þenkjandi maður get-
ur horft framhjá þegar saga og
söguskoöun er til umræðu.
„Rússnesk gleraugu”, það er
afar frumleg liking!! Siðan hve-
nær varð marxismi og vlsinda-
legur sósialismi að einkaeign
rússa og kenndur við þá? t min-
um bókum stendur að Karl Marx
hafi verið þýskur gyðingur sem
lengst af bjó i Englandi og ekki
veit ég betur en að hinn visinda-
maðurinn Friðrik Engels hafi lika
verið þjóðverji.
Ég hygg að þarna sé á ferðinni •
þaulúthugsað óþokkabragð, og
hafna öllu tali um að Staksteinn
sé barasta vitgrannur bjálfi. Þeir
Morgunblaðsmenn vita að þegar
Rússland er nefnt á nafn þá signir
þorri fólks sig og ákallar jesúpét-
ur. Að sumum setur siberlskan
kuldahroll og hugurinn hvarflar
til þeirra Stalins og Solsenitsins.
Ef stúdentar eru i slagtogi við
hina gersku fanta þá hlýtur fólk
að fussa og sveia, og litil verður
löngunin i að heyra boðskapinn.
En sannleikurinn er sá að stúd-
entum er jafn illa við ófrelsið i
Rússlandi og ritstjórum Morgun-
blaðsins. Samkvæmt biflium
marxismans eru Ráðstjórnarrik-
in langt frá þvi að vera það riki
„þar sem frjáls þróun hvers ein-
staklings er skilyrði fyrir frjálsri
þróun heildarinnar” svo vitnað sé
i sjálft Kommúnistaávarpið.
Stúdentar settu ekki upp nein
rússnesk gleraugu 1. desember
s.l. Þeir leyfðu sér bara að nota
niðurstöður merks visindamanns
við krufningu á ellefu alda Is-
landssögu.
Þeir sem hlýddu á dagskrána I
Háskólabfói s.l. fullveldisdag
heyrðu að þar var hent fyrir róða
ýmsum gömlum bábiljum og
skröksögum sem hérlendir yfir-
stéttarmenn hafa komið á kreik
og reynst furðu lifsseigar. Stúd-
entar bentu á að á söguöld byggðu
þetta land fleiri en „frjálsræðis-
hetjurnar”, og nefndu þar vinnu-
fólk og þræla, sem íslenskar
sögubækur vilja sýnilega þegja
um. Og stúdentar bentu lika á
það að vikingarnir sem ætlast er
til að við tignum voru ribbaldar
og ræningjar, jafnvel barnamorð-
ingjar. Þeir voru hrokafullir yfir-
stéttarmenn sem léku sér að lífi
hinna undirokuðu, hjuggu karl-
menn og svivirtu konur. Stúdent-
ar sögðu okkur lika að þó viking-
arnir væru nú komnir undir
græna torfu eða I djúpan mar þá
væru slfkir yfirstéttarmenn enn á
meðal okkar. Raunar er öll Is-
landssagan, öll saga mannfélags-
ins saga um baráttu andstæðra
stétta, kúgara og kúgaðra, yfir-
stéttar og lágstéttar. Þessar and-
stæður birtust I höfðingjanum og
hjáleigubóndanum á Islandi 19.
aldar og áður, og siðar i andstæð-
um verkamanns og atvinnurek-
anda. Mig minnir að stúdentar
hafi bætt þvi við að timi væri til
kominn að afsetja þessa asnalegu
skiptingu manna i stéttir, enda
eru öll skilyrði til þess á Islandi
að stofna sameignarríki þar sem
atvinnutækin væru I eign fólksins
og framleitt væri með hag þess i
huga, en ekki til þess að svala
gróðafýsn kapftalista einsog nú
er.
2
Þriðjudaginn eftir fullveldis-
daginn sagði Morgunblaðið að
stúdentar hefðu sungið þjóðsöng
rússa I lok samkomunnar, og átti
blaðið þar við Internationalinn,
alþjóðasöng verkamanna og
vinstri sinna. Auðvitað vissi blað-
ið að Internationalinn er ekki
þjóðsöngur rússa, enda var það
leiörétt daginn eftir I litilli klausu
á innsiðu blaðsins. Hins vegar
mun það sama hafa verið i huga
þeirra Morgunblaðsmanna og
þegar Staksteinn skrifaði um
rússnesku gleraugun, fá fólk til að
halda að stúdentar væru einhvers
konar rússadindlar. 1 frétt Morg-
unblaðsins gleymdist ekki að taka
fram að þjóðin væri ofsareið
vegna þessarar samkomu, sér-
staklega vegna þess að henni var
útvarpað.
Daginn eftir byrjaði ballið af
alvöru. Velvakandi geystist fram
bæði sárhneykslaður og reiður.
Kerling nokkur, þekkt sem leir-
skáld, skrifaði að nú væri nóg
komið. Hún lagði til að Háskólan-
um yrði lokað eða þá að þangað
yrði send sveit sálfræðinga og
geölækna. Svo merkileg þótti
þessi tillaga „skáldkonunnar” að
hún var tekin til meðferðar i leið-
ara blaðsins, en þar hafnað að
hluta til. Aftur á móti virtist leið-
arahöfundurinn hlynntur þvi að
sálfræðingar yrðu látnir athuga
stúdenta.
Tillögur þessar má vitaskuld
afgreiða sem bjálfalega móður-
sýki, en það alvarlega er að fáum
dögum áður samþykkti ráðstefna
útgerðarmanna að námsfólk og
menntamenn væru baggar á
launafólki og afætur i þjóðfélag-
inu. Þetta fólk væri sifellt að reka
áróður gegn fiskverkunarfólki og
sjómönnum, og til þess væri út-
varp og sjónvarp notað. Attu þar
útgerðarmenn við barnatima
ungrar stúlku sem frægur varð
þvi börnunum var sagður sann-
leikurinn um útgerðarmenn, og
svo myndina „Fiskur undir
steini” þar sem deilt var á þá
skipan mála, að verkafólki væri
þrælað út, svo það gæti ekki notið
andlegrar menningar, bók-
mennta, myndlistar eða leikrit-
unar.
Ekki er auðskilið hvernig út-
gerðarbraskararnir koma þessu
heim og saman við „árásir á fisk-
verkunarfólk og sjómenn.” Það
er gegn þeim sjálfum sem spjót-
unum er beint, enda urðu sjó-
menn furðu lostnir þegar þeir
heyrðu ályktun útgerðarmanna
og ráðstefna sjómanna sam-
þykkti að mótmæla þeim og benti
um leið á að námsfólk sýndi kjör-
um og áhugamálum sjómanna
mun meiri skilning en útgerðar-
menn.
En allt um það, hugmyndir i-
haldsmanna um að loka Háskól-
anum eru ágætt dæmi um það hve
anr.t þeim er um menningu og
lýðfrelsi á Islandi. Og tillagan um
að senda flokk sálfræðinga I Há-
skólann og jafnvel loka stúdenta
inni á geðveikrahælum sýnist
mér keimlik viðhorfum sem rikj-
andi eru til skoðanaandstæðinga
austan járntjalds. Þegar stúdent-
ar þegja og lesa námsbækur sinar
án þess að hugleiða jafnframt
gang þjóðlifsins þá er auðvaldið
ánægt. Þegar Vaka ræður stúd-
entaráði og róttæklingarnir eru
stilltir og prúðir þá gerist þess
engin þörf að loka Háskólanum,
en þegar námsmenn neita að
stinga hausnum i sandinn þá þyk-
ir sjálfsagt að sparka þeim úr
skóla. Blygðunarlausari aftur-
haldsstefna hefur ekki i langan
tima sést.
Ot yfir allan þjófabálk þótt mér
þó taka þegar þessi sjónarmið út-
gerðarmanna voru predikuð á
„Sjómannasiðu” Morgunblaðsins
fyrir fáum dögum, og þar tekið
undir málflutning útgerðarbrask-
aranna, málflutning sem sjó-
menn hafa sjálfir fordæmt!!
Raunar ættu skrif á „Sjómanna-
siöu” Moggans kannski ekki að
undra menn lengur, þvi stutt er
siðan sá leigupenni útgerðar-
manna er siðuna skrifar reiknaði
þar út, án þess að flökra né ropa
að útgerð borgaði sig. ekki og
kröfur um hærri laun fiskverkun-
arfólks og sjómanna væru ekki
svara verðar. Með þessari maka-
lausu ritsmið fylgdi teiknimynd
úr dönsku blaði þar sem skopast
var að lánum til námsfólks, en
einmitt námslánin hafa farið I
taugar útgerðarmannanna.
Skýtur þar skökku við, þvi það
vita allir að engir fá betri lána-
fyrirgreiðslu en einmitt þeir sem
sýsla við útgerð og skylt. Náms-
lánin eru ekki notuð til að kaupa
stereógræjur og plötuspilara
einsog dróttað er að i Velvakanda
og þarna á „Sjómannasiðunni.”
Námslán eru forsenda þess að
fólk úr öllum starfsstéttum þjóð-
félagsins geti gengið menntaveg-
inn, og menntun verði ekki einka-
eign fárra útvaldra.
Morgunblaðið lauk þessari of-
sóknarhrinu borgarastéttarinnar
á hendur námsfólki og mennta-
mönnum s.l. sunnudag. Þá „bjó
blaðið til” almenningsálit á ná-
kvæmlega sama hátt og það „bjó
til’almenníngsálit þegar þvi likaði
illa myndin um Hallgrim Péturs
son og Fisk undir steini. Blaðið
fullyrti að þau viðtöl við almenn-
ing sem það birti spegluðu skoðun
þjóðarinnar, reynt hefði verið að
ná I andstæð sjónarmið, en engin
fundist. Þvi trúir maður nú rétt
mátulega.
Þeir góðborgarar sem þarna
fengu útrás áttu ekki nógu stór orð
til aö lýsa hneykslan sinni. Náms-
fólk fékk aldeilis gúmorinn, eins-
og sagt er. Með þessum viðtölum
við smáborgarakjána sýndi
Morgunblaðið I hnotskurn hve
annt þvl er um skoðanafrelsið i
landinu. Þessi voldugi fjölmiðill
lepur með sjúklegri ákefð dreggj-
arnar af afkáralegustu og aftur-
haldsömustu skoðunum sem hér
finnast. A siðlausan hátt reynir
það að troða inn I heilasellur al-
mennings að stúdentar og náms-
fólk upp til hópa séu hættulegir og
fólk verði að snúast I viðtækri
fylkingu gegn þeirri „spillingu”
sem geysi I menntastofnunum
landsins. Ekkert er til sparað við
að koma öfugmælunum og afbök-
unum á framfæri, skrök verður
sannleikur, aflögun hið eina rétta,
Framhald á bls. 13
Framkvæmdastj óri Aflatryggingasjóðs
Engin leynd yfir starfsemi sjóðsins
Sjómaður leggur nokkrar
spurningar fyrir I bæjarpósti
Þjóðviljans á miðvikudaginn
var og vildi fá svör við. Fram-
kvæmdastjóri aflatrygginga-
sjóðs varð vel við að svara
spurningum sjómannsins og
leiðrétta sumt i máli hans, og
sagði reyndar að engin leynd
væri yfir starfsemi þessa sjóðs.
Fyrst spyr sjómaður um það
hvernig háttaðsé reglum um út-
hlutun peninga úr afla-
tryggingasjóði.
Framkv.stj. sagði, að
reglurnar væru þær I aðal-
atriðum að þegar ljóst er að
eitthvert ákveðið bótasvæði og
bótaflokkur er bótaskylt eru
reiknaðar út bætur til hvers báts
fyrir sig, og fær útgerðar-
maðurinn þær svo greiddar.
Þvi næst segist sjómaðurinn
hafa imyndað sér, að afla-
tryggingasjóður væri til þess að
gripa til ef svo illa gengi til með
útgerð að hún gæti ekki borgað
sjómönnum kaup.
Framkvæmdastjóri sagði, að
rétt væri að sjóðurinn hefði
oröið til með þetta fyrir augum
ma, og sérstaklega þegar um
aflabrest er að ræöa. Þegar
ákveðið útgerðarsvæði verður
bótaskylt vegna aflaleysis, fær
útgerðin bætur miðað við afla.
hvers báts. Svo getur hins vegar
farið, að mælist ekki aflabrestur
á útgerðarsvæöinu, en einn eða
annar bátur hafi hins vegar afl-
að litið, að enginn fái bætur.
Þarna ræður meðaltal afla á út-‘
gerðarsvæði. Þetta getur leitt til
þess, að bátar, sem hafa aflað
meira en þeir sem engar bætur
fá, fái bætur úr sjóðnum, séu
þeir á útgerðarsvæði, sem er
bótaskylt.
Þá segist sjómaðurinn hafa
reynt að komast eftir þvi hversu
mikið togaraútgerðarmaður sá,
sem hann rær hjá hafi fengið úr
sjóðnum, en án árangurs.
Framkv.stj. segir það vist að
sjómaðurinn hafi ekki leitað
upplýsinga á réttum stað, þvi
svar við þvi hefði hann getað
fengið á svipstundu hjá sér. Þá
talar sjómaðurinn um togara i
þessu sambandi, en ekki vissi
framkv.stj. hvort hann ætti við
siðutogara, stóran skuttogara
eða litin skuttogara, en það get-
ur breytt miklu, þvi td. hafa
minnstu skuttogararnir ekki
fengið eina einustu krónu úr
aflatryggingasjóði, enn sem
komið er. Siðutogarar hafa hins
vegar fengið bætur undan-
gengin ár, annað kastið amk.,
og þá á svipuðum forsendum og
bátar.
Sjómaðurinn segist hafa
spurst fyrir um það hvort
áhafnir skipa gætu fengið fé úr
aflatryggingasjóði, ef ekki væri
gert upp við þær, en bætir við,
að þetta hafi ekki fengist, og
engir hafi aðgang að sjóðnum
nema útgerðarmenn.
Þetta sagði framkv.stj. vera
að vissu leyti rétt, að öðru leyti
en þvi, að i 13. grein laganna um
sjóðinn er heimildarákvæði,
sem hljóðar svo: „Nú fær út-
gerðarmaður fé úr sjóðnum og
getur stjórn hans þá krafist
þeirrar tryggingar af útgerðar-
manninum, sem henni þykir
þörf fyrir þvi að fénu verði varið
til greiöslu á eftirtöldum gjalda-
liðum, I þeirri röð sem hér er
upptalið: Kaup og fæði
skipverja, vátryggingar . .
„Siöan ég tók við þessum
sjóði höfum við ávallt tekið við
erindum manna i sllkum tilfell-
um sem þvi, að skipverji telji
sig eiga inni hjá útgerðarmanni,
sem á að fá bætur úr sjóðnum.
Ef útgerðarmaðurinn neitar
erindinu, frystum við upp-
hæðina, sem hann á að fá þar til
málið hefur verið leyst. Þetta
hefur I örfáum tilvikum komið
fyrir. En mér er einnig óhætt að
segja það, að oftsinnis af-
greiðum við skipverja af báti
með fé, sem þannig var ástatt
um, að útgerðarmaður hans átti
að fá fé úr sjóðnum”, sagði
framkv.stj.
Framkv.stj. kvaðst vilja gera
athugasemd við siðasta lið bréfs
sjómannsins, en þar talar hann
um lán úr sjóðnum, þvi
framkv.stj. kvað aldrei vera um
það að ræða, að sjóðurinn lánaði
fé. Þetta eru aflabætur, greidd-
ar ef um aflabrest er að ræða.
Að sjálfsögðu óafturkræfar bæt-
ur. Sjóðinn mynda útgerðar-
menn, sjómenn og
fiskverkendur, og litilsháttar
mótframlag kemur frá rikis-
sjóði, og fé til hans kemur af út-
flutningsverðmætum sjávar-
afurða.
Loks spyr sjómaöurinn eftir
þvi hvernig úthlutunarreglun-
um sé háttað. Framkv.stj.
sagði, að slik upplýsingagjöf
þýddi það, að prenta þyrfti stór-
an hluta af lögunum um sjóðinn,
og það væri talsvert mikið mál.
Lögin getur sjómaðurinn hins
vegar orðið sér úti um i
Stjórnartiðindum A númer 80
frá 1971.
— úþ