Þjóðviljinn - 21.12.1974, Blaðsíða 7
Laugardagur 21. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Eggert Kristjánsson
1922-1974
Eggert Kristjánsson hrl.
andaðist að Borgarspitalanum
siðla dags þ. 11. þ.m. Hann hafði
þá háð nokkurra mánaða hetju-
strið við ólæknandi sjúkdóm, af
karlmennsku, til hinstu stundar.
Eggert var fæddur 16/3, 1922 og
varð þvi 52 ára.
ViðEggertvorum skólabræður,
þótt hann væri nokkru á undan
mér i skóla. Aukin kynni tókust
með okkur, þá við stunduðum
framhaldsnám i Englandi, en
kona min hafði þekkt Eggert og
Björgu eiginkonu hans um langt
skeið og hélst sá kunningsskapur
og vinátta æ siðan.
Eggert var maður störfum
hlaðinn alla sina tið og fjallvegur
milli vina, þar sem ég hefi aliö
aldur all-fjarri hans heima. Mér
veittist þó sú ánægja, að kynni
okkar fóru vaxandi með árunum
og átti það jafnt viö um eiginkon-
ur okkar. Minnist ég i þessu sam-
bandi hestaferðalaga um
óbyggðir, sem við tókum þátt i
um árabil, á þeim tima árs, þegar
islensk náttúra skartar sinu besta
Gerði ég mér fljótt ljósa grein
fyrir miklum og fjölhæfum gáfum
Eggerts og mannkostum hans til
orðs og æðis. Þá voru haust og
vetrarferðir um fjöll og firnindi
unun hans og eyddum við margri
helginni á þann veg.
í þessum fáu linum ætla ég mér
ei þá dul að lýsa jafn marg-
slungnum manni og Eggert var,
enda þessi orð aðeins vinar-
kveðja. Fram hjá þvi mun þó ei
gengið, að ýmislegt var það i
skapferli Eggerts, sem alltaf
verður minnisstætt. Það er álit
mitt, að eðlislæg skaphöfn og
einkenni hennar dafni eða dofni,
til góðs eður ills, eftir samneyti
mannsins sjálfs við hug sinn, og
móti siðan allt liferni hans.
Eggert var lærður maður og vel
að sér bæði i fagi sinu og i bók-
mennt almennt, en það, sem ég
hreifst mest af i fari hans var
ekki lært i skóla þó fremur i
skóla lifsins en öðrum, en það var
hin næma réttlætiskennd hans.
Ég treysti mér ekki til þess að
leggja mat á hæfileika Eggerts,en
með vissu veit ég, að starfshæfni
hans var mikil og viðmót hans við
menn og málleysingja hafði yfir
sér sérstæðan þokka. Ég er þvi
þakklátur honum fyrir þann
aukna skilning, sem hann veitti
mér á helgi mannsins og réttind-
um hans.
Viö islendingar erum þeir
lánsmenn, ef mið er tekið af
þeirri jörð, sem við byggjum, að
vera tiltölulega lausir við fjötra
huga og handa, aðra en þá, sem
hverjum manni eru hollir og
nauösynlegir og hann undir-
gengst sjálfviljugur. Þdtt lög-
menn okkar þurfi þvi ekki að
eyða miklum tima i strið við ger-
ræðisfull yfirvöld um mann-
réttindi islenskra þegna, er sú
togstreita ætið fyrir hendi, sem
misrétti getur valdið, og hallar þá
oft á þann veikari.
Indversk
undraveröld
Jólavörurnar komnar, m.a.
bali-styttur, útskorin borð,
hillur, lampafætur, gólf-vas-
ar, reykelsi, reykelsisker,
perlu-dyrahengi, gólfmottur,
veggmyndir, bókastoðir,
stór gaffall og skeið á vegg,
könnur, öskubakkar, skálar,
kertastjakar og margt fleira
nýtt.
Einnig indversk baðmull,
batik-kjólaefni og Thai-silki I
úrvali.
JASMIN,
LAUGAVEGI 133,
(VIÐ HLEMMTORG)
Dómgreind Eggerts var slik og
réttlætiskennd svo rik.aö jafn-
vel sé ég hann berjast til sóknar
fullnægingu réttlætis sem órofa
varnar gegn villudómum. Hjá
honum sat maðurinn sjálfur, vel-
ferð hans og meðferð alltaf i
fyrirrúmi. Sem betur fer þurfti
Eggert þvi ekki að ná svo mörg-
um rangdæmdum úr þeim rimla-
klefum, sem svo algengir eru
meðal stórra þjóða.
En það eru til annars konar
klefar með öðru visi rimlum, sem
alltof margir sitja i, og horfa á
heiminn augum haturs og þröng-
sýni, sjáandi helst það sem miður
fer hjá meðbróður sinum. Ég tel,
aö Eggert hafi hjálpað mörgum
út úr þessum klefum, og vitundin
um slikan mann veitti þeim
hugarfró, sem til þekktu, Eggert
leit beint framan i menn, og
ótrufluðum augum leit hann
veröldina, til hinstu stundar,
vammlaus og óvitandi um af-
sláttarmöguleika og aðra höndlun
með sannleikann.
Góða ferð,vinur. Guð gefi þér og
þinum styrk. Við hjónin kveðjum
og þökkum.
des.
Þorlákshöfn að kveldi þess 11.
Benedikt.
Vinarkveðja
Með Eggerti Kristjánssyni er
genginn mætur maður, sem ég
get ekki látið hjá liða að senda ör-
fáar vinarkveðjur. Ég átti þvi
láni að fagna i tvo áratugi að
kynnast honum allnáið, og nú við
fráfall hans sakna ég vinar i stað.
Ég læt öðrum eftir að rekja hans
æviatriði, en þesfi i stað vildi ég
fara nokkrum orðum um þau per-
sónukynni, sem ég hafði af hon-
um. — Eggert var fjölhæfur mað-
ur, sem tók starf sitt alvarlega
hvort sem heldur var á sviði lög-
fræði, endurskoðunar, eða við-
skipta. Hann vann sér traust
allra, sem til hansleituðu, i rikum
mæli, og lagði sig allan fram um
að fylgja fram þeim málum, sem
hann tók að sér, með þeirri festu,
yfirvegun og öryggi, sem hann
var gæddur i svo rikum mæli.
Ég minnist sérstaklega þess
tima, er við gengum saman til
lokaprófs i endurskoðun árið 1955
— þú, Eggert, með þinn glæsilega
námsárangur að baki, sem lög-
fræðingur, og þá þegar með mikla
reynslu i okkar fagi, sem endur-
skoðandi. Hollráð þin i flóknum
lögskýringarreglum voru mér þá
og siðar gott vegarnesti. — Þú
lést ekki hlut þinn fyrir neinum
þegar þú vissir að þú varst á rétti
braut, enda fórst þú með sigur af
hólmi, þegar upp var staðið, þótt
baráttan væri á stundum löng og
ströng, enda varst þú mikill
málafylgjumaður.
Það var ævinlega gott til þin að
leita og á engan er hallað, þótt ég
fullyrði að fáir hafi notið meira
trausts okkar endurskoðenda,
þegar um vandasöm lögfræðileg
mál var að ræða, en þú. Það var
að vonum að á þig legðust störf,
sem kölluðu á slíkan hæfileika-
mann, eins og þú varst.
Ég þakka þér, Eggert,margar
ánægjustundir, sem þú veittir
mér i gegn um árin, og þin verður
saknað af öllum sem höfðu af þér
náin kynni.
Ég votta konu þinni og öörum
ástvinum mina dýpstu samúð.
Gunnar R. Magnútson
Hefurðu heyrt Svartaskóg
nefndan?
Svartiskógur er fremur lítið herað f suðvestur hluta
Vestur-Þýzkalands. Á þýzku heitir það Schwarz-
wald. í þessu héraði þykja hafa búið einhverjir
beztu handverks- og iðnaðarmenn Þýzkalands, og
hafa þær iðnaðarvörur, sem frá Svartaskógi hafa
komið, þótt vera i svo háum gæðaflokki, að smám
saman hefur orðið til orðatiltækið „Schwarzwálder-
Qualitát", eða Svartaskógar-gæði. — SABA verk-
smiðjurnar viðkunnu eru einmitt i Svartaskógi, enda
hafa þær átt sinn ríkulega þátt í að byggja upp það
ágæta orðspor, sem af héraðinu fer. — Aðaltækið
i þeirri hljómtækjasamstæðu, sem við bjóðum hér,
er frá SABA, og ber það tegundarheitið Studio
8730. Studio 8730 er sambyggt úr eftirfarandi tækj-
um: Útvarp með FM-stereo-bylgju með fimmskiptu
forvali, langbylgju, miðbylgju og stuttbylgju + 2x9
sínus/RMS watta magnari, sem hefur innan við
0,1% bjögun við hámarksútgangsstyrk og er gerður
fyrir stereo- eða fjórvíddarnotkun (SABA quadros-
onic) + 3ja hraða plötuspilari, sem fullnægir vel
öllum kröfum skv. DIN 45.500, eins og aðrir hlutar
Studio 8730, og er með DMS-200 segulþreif. Há-
talararnir eru af gerðinni SCANDYNA HT-35F, og
er tónsvið þeirra 35—20.000 rið og flutningsgeta
hvors þeirra allt að 80 wöttum. — Heildarverð þes-
arar samstæðu, sem er óvanalega vönduð og traust,
er kr. 126.700,00, og er hún fáanleg bæði í valhnotu
og hvítu.
NESCO
NESCO HF
Letöandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps-útvarps- og hljómtækja.
Verzlun Laugavegi 10 Reykjavík. Simar: 19150-19192-27788