Þjóðviljinn - 21.12.1974, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.12.1974, Blaðsíða 11
Laugardagur 21. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11 — Það má sjálfsagt segja það. t bókinni sést ekki að neinn annar bóndi þar i sveit hafi gert endur- bætur á jörð sinni milli 1930-1940. — Hvað er svo að frétta af stjórnmálaafskiptum þinum eftir að þú sagðir skilið við Framsókn? — Þá var ég staðráðinn i að fara aldrei i flokk framar. Nú kom kreppan mikla og ekki var annað sýnna en allur atvinnu- rekstur væri úr sögunni og land- búnaður ekki sist. Ég hugsaði málið mikið og komst að þeirri niðurstöðu að ekki dygði annað en skipulagning á framleiðslunni og styrkur frá rikissjóði. Ég ræddi þetta á fjölmennum fundi á Egils- stöðum á Völlum 1933 og fékk stuðning mikils meirihluta fund- armanna við tillögur minar. Það var fyrst og fremst til þess að kynna þessar tillögur að ég bauð mig fram til þings i Norður-Múla- sýslu 1933. Ég fékk 134 atkvæöi, eða um 20%, en komst ekki að. Halldór Stefánsson og Páll Her- mannsson héldu þingsætinu fyrir Framsókn. Samtimis gaus sundr- ungareldurinn upp i Framsókn- arflokknum, er Tryggvi Þórhalls- son og Halldór Stefánsson yfir- gáfu flokkinn þegar Jón i Stóradal og Hannes á Hvammstanga voru reknir úr honum. Þá var Bænda- flokkurinn myndaður. Kjötverðið hækkaði um helming — Og þú varst þar með? — Ég var beðinn að ganga i þann flokk, bæði af mönnum syðra og bændum i N.-Múlasýslu. . Það er kunn saga að BændaflokkHrinn náði ekki nægjanlegum tökum og frambjóðendur hans féllu flestir.. Við Halldór Stefánsson vorum i framboði fyrir flokkinn i Norður- Múlasýslu, og þar átti sér stað sannkallaður svartapálsgaldur. A öllum fundum þar var ekki annað að sjá en við Halldór hefðum yfir- gnæfandi fylgi, en svo þegar til kom reyndumst við ekki nema liðlega hálfdrættingar á við Framsókn. Framsóknarmenn mynduðu þá stjórn með jafnað- armönnum, sem frægt er, og enn var nirvana. Þeir settu afurða- sölulögin, en þau tryggðu ekki nema brot af þvi sem ég hafði barist fyrir. — Nú hefur þú alltaf verið vinstrisinnaður, samvinnumaður og sósialisti. En engu að siður varstu um skeið i liði með ihald- inu? — Já, ég fór i framboð fyrir Sjálfstæðisflokkinn i Norður- Þingeyjarsýslu. Þá voru forlögin komin með sjálft peningagosið, og afurðaverð bænda það lágt að vonlaust var að þeir gætu keppt á vinnumarkaðnum. Vinnufólkið hvarf úr sveitunum. Ég fór til Eyjólfs Jóhannessonar, sem Jakob Möller hafði visað mér á sem aðalmann Sjálfstæðisflokks- ins i landbúnaðarmálum.Ég lagðí fyrir hann tillögur minar um að rétta landbúnaðinn við, og hann sagði að þær væru eins og talaðar úr sinu hjarta. Niðurstaðan varð sú að kjötverðið til bænda hækk- aði upp i kónur 6.40 á kilóið, sem var helmingi méira en þeir höfðu áður fengið. En sú dýrð stóð ekki lengi. Ég var veikur um hálfs annars árs skeið og gat þá litið sinnt opinberum málum. Á með- an bræddu sjálfstæðismenn og framsóknarmenn sig saman i sexmannanefndinni og þakkaði hver öðrum hástöfum. Með verð- lagi þvi til bænda, er nefndin ákvað, var bændum gert að skyldu að hafa sama kaup og vinnumenn. Síðasta verkið í stjórnmálunum — Var beinni stjórnmálaþátt- töku þinni þá lokið? — Mitt siðasta verk i pólitik var að eftir flokksráöstefnu Sjálf- stæðisflokksins i september 1944 skaut ég þvi að Sigurði Kristjáns- syni, alþingismanni, að ekki kæmi til greina að mynda stjórn nema með þátttöku sósialista. Þá höfðu flokkarnir ekki getað komið sér saman um stjórnarmyndun um skeið og utanþingsstjórn var við völd. Við Sigurður gengum svo heim til hans og ræddum þetta vandlega. Hann lagði þetta svo fyrir Ólaf Thors sem sina til- lögu. Það sýndi sig að Sósialista- flokkurinn var reiöubúinn lil stjórnarmyndunar upp á viðtæka atvinnuuppbyggingu. Svó var haldinn fundur með helstu ráða- mönnum Sjálfstæðisflokksins, og I Ólafur læsti dyrunum og sagði að héðan færi enginn út fyrr en end- anlega ákvörðun hefði verið tek- I in. Mergurinn málsins — A siðari árum hefur þú orðið þekktur fyrir fræðimennsku og þá sérstaklega umdeildar skoðanir á uppruna islensku þjóðarinnar. Hvað varð til þess að athygli þin beindist að þessu atriði? — Ég hafði allt frá bernsku mikinn áhuga á sögu og ættfræði. Ég man að þegar ég var ellefu ára að aldri staddur á Refstað i Vopnafirði og las i Óðni, blaði Þorsteins Gislasonar, meðan ég var að drekka kaffi, en ég var yf- irleitt vanur að lesa meðan ég sat að borðum. Ég las þá grein eftir Guðmund skáld á Sandi, og var fyrirsögn hennar Mergurinn málsins. Ég fór svo að lesa Is- lendingasögur af kappi, og rit- fræði. Ég veitti þvi fljótt athygli að fræðin voru götótt, heimildir litlar um lif fólksins i landinu, en mergurinn málsins var stál, sem mikið gat borið. 930 var hér stofn- að siðmenntað þjóðfélag, og for- senda þess var að það var kon- ungslaust, einskonar kommúna. Það er algerlega útilokað að sá safnaður óeirðamanna og vik- inga, sem hraktist hingað úr Nor- egi fyrir þá sök að þeir gátu ekki sættsig við vaxandi félagslegt að- hald þar i landi, hafi sett slikt þjóðfélag á stofn. Niðurstaða min er þvi sú að hér hafi verið sið- menntað samfélag fyrir svokall- aða landnámsöld. Island hefur veriðbyggt keltum frá þvi um 200 fyrir Krist, og á fimmtu öld koma hingað gotar, liklega búrgundar, sem áður höfðu haft viðkomu i Skotlandi. Það er eftirtektarvert að samfélög gotanna voru einmitt konungslaus, einskonar kommúnur. Ummæli Langelyths Islenskir sagnfræðingar hafa verið furðulega blindir á þessi at- riði, og ég er ekki sá eini sem komið hefur auga á það. John Langelyth segir til dæmis um rit. Jóns Jóhannessonar, Saga Is- lands á Miðöldum, að höfundur sé afhinum „islenska skóla” Björns M. Ólsen, Sigurðar Nordals, Ein- ars ólafs Sveinssonar, Magnúsar Más Eárussonar o.fl. Langelyth bendir á að verk þeirra séu ekki byggö á sjálfstæðum rannsókn- um. — Þú hefur samið margar bækur, Benedikt? — Þær hafa komið út átta og tveir bæklingar, en Saga Jónasar Kristjánssonar læknis fær ekki að koma út. A prent hef ég komið í timaritum, svo sem Göngum og réttum, Landpóstinum, Lifinu i landinu, Múlaþingi (230 bls), jóla- blöðum Timans, Þjóðviljanum, Austurlandi, sem svarar fjórum bókum vænum, og efni á ég i ca. fimm bækur, sem ég kem ekki út hjá neinu forlagi. Virðist ég hafa búið til einskonar svarta hönd á mér með ritdómum um Nordælu 1951 og fleiri grófum pennastrik- um, enda er ég ekki talinn rithöf - undur i nýjasta fræðiriti Jóns Jó- hannessonar bræðra. En þar sem nafn mitt er nú komið á útlendar tungur i sambandi við fræðirit, fara þeir bræður að verða skrýtn+ ir á svipinn. Sjálfsagður hlutur — Þú hefur verið sósialisti frá æskuárum. Hvernig list þér á framtiðina i ljósi þeirra viðhorfa? — Já, ég hef alltaf verið sósial ■ isti, og raunar kommúnisti, og lit- ið á þau viðhorf sem sjálfsagðan hlut. Ég átti þátt i þvi að koma Rétti af stað, hafði útsölu á hon- um og tapaði raunar á þvi fjár•• hagslega. Það blað var frá upp- hafi frábært fróðleiksrit um hag- fræði, enda var Þórólfur i Bald- ursheimi búinn aö gerkynna sér alla alþýðuhagfræðina. Hann var vel heima i kenningum Henrys George, lagði allt upp úr verð-. fræðinni, sá að hún var undir- staða allrar hagfræði. Þegar á heildina er litið, er ég bjartsýnn. Það hefur alltaf verið háttur auðvaldsins að hleypa af stað styrjöldum, þegar mál þess hafa verið komin i flækju og kreppan ógnað. En nú þorir auð-. valdið ekki i strið. Og kreppari þess kemur með sósialismann. dþ. Sæmundur Brynjólfsson og Haraldur Sæmundsson Fáein minningarorð um feðga Léttuð hendi, greiðagóð gestum lendinguna. Ykkur sendi ég, sveinn og fljóð, sið’stu hendinguna. Með stuttu millibili bar að and- lát þeirra feðga á Kletti i Gufu- dalssveit, Sæmundar Brynjólfs- sonar og Haralds sonar hans. Annar var hniginn að aldri. Hinn 45 ára. Fyrir rúmum 22 árum hitti ég þá fyrst. Við vorum nokkrir menn á ferð vestur i Barðastrandar- sýslu á 14 manna bifreið. Það var tilraun þess efnis, hvort hægt myndi að aka slikum farkosti yfir hreinar vegleysur, sem þá voru frá Brekku i Gufufirði og vestur að Þingmannaheiði. lnnarlega i Kollafirði festum við vagninn i sandbleytu og misstum hann jafnhraðan niður og upp náðist. Gekk svo alllengi. Var á slagveðursrigning, sem brátt breyttist i krepju og snjó til fjalla. Komu þá tveir menn okkur til hjálpar handan um fjörðinn. Þetta voru feðgarnir á Kletti, Sæ- mundur og Haraldur. Náðum við með aðstoð þeirra vasklegri biln- um upp og þá á haldbetri undir- stöðu, siðan eftir þeirra tilvisan yfir Kollafjörð. Var þá öllum boð- ið til bæjar og siðan borinn heitur kjarnamatur af hinni mestu rausn. Mun okkur aldrei gleym- ást hjálpsemi þeirra, gestrisni heimilisins og sú djúpa velvild og hlýja, er við nutum hjá Sæmundi, konu hans og börnum þeirra, Haraldi og Ólinu. Og er við lögð- um enn af stað upp undir Klett- hálsinn til að leggja til atlögu við verstu torfæruna á allri okkar leið, fylgdi Haraldur okkur þang- að, sem komist varð þann daginn. Hann taldi yfirförina vonlitla, en vildi ekki draga úr okkur kjark einum of. A þeim þrem dögum samtals, er i það gengu, að komast yfir þennan fremur illræmda háls, mættum við þeim Haraldi og Ólinu með heybandslest vestan frá Vattarnesi. Fáum árum seinna, þá er ak- vegur var kominn um þessar sveitir, gafst mér færi á að koma að Kletti og heilsa upp á Harald. Og i hvert sinn, er ég fór um þennan veg með ferðafólk, horfði ég með heitri löngun þangað heim, löngun eftir að heilsa upp á hið gestrisna hjálpsama og trausta velgerðaheimili sem við aldrei gleymum, er vorum i áður umgetinni för, 1952. Ein þeirra visna, sem þá urðu til, austan i Kletthálsinum, um þau systkinin Ölinu og Harald er svona: Nú eru þeir feðgar báðir horfnir sjónum okkar. Og ekki er það ætl- un þessara fáu orða að ýfa upp sár þeirra, sem þar eiga um við- kvæmastar undir að binda. Þeim vil ég einungis flytja innilega samúð og hluttekningarhug. Gamlar, djúphlýjar tilfinningar streyma um huga minn, er ég minnist þeirra feðga og fjöl- skyldunnar á Kletti, heimilis, sem tók okkur, dálitið hröktum ferðalöngum, svo opnum örmum og vinsemdarfullum einn svalan haustdag fyrir röskum 22 árum. Ég lýk svo þessum fáu línum með stökunni, sem ort var seinna kvöldið, sem við dvöldumst i hlið- inni ofan við Klettabæinn. Út með sænum öldukvik undir grænum skrúða, og í blænum aftanblik yfir bænum prúða. Hallgrímur Jónasson. EINANGRUN Frysti- og kæliklefar Tökum að okkur að einangra frysti- og kæliklefa, skiptum um einangrun i gömlum klefum. Notum eingöngu sprautaða poiyurethane einangrun. Tökum að okkur aö einangra hverskonar húsnæði. EINANGRUNARTÆKNI H/F P. Box 9154, Reykjavlk Simi 72163 á kvöldin fái einnig þægileg húsgögn? Nú getum við boðið ódýr en sterk húsgögn i ýmsum litum - Verð: Stóll kr. 3.200 og borð kr. 4.800 - LITIR: Rautt, grænt og orange OP/Ð TIL KL. 10 í KVÖLD HÚSBÚNAÐARÚRVAL Á 5 HÆÐUM -..: íi- L-X Hringbraut 1 2 1 — Simi 1 0-600 Verzlið þar sem úrvalið er , mest og kjörin bezt Er ekki kominn tími til að

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.