Þjóðviljinn - 21.12.1974, Blaðsíða 13
Laugardagur 21. desember 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
Kröfugerð
sjómanna til
umsagnar
hjá félögum
Kröfur um betri kjör til handa
sjómönnum hafa nú verið sendar
einstökum sjómannafélögum til
umsagnar, en nefnd manna hefur
unnið að kröfugerðinni siðan sjó-
mannaráðstefnunni lauk.
Formaður Sjómannasambands
tslands, Jón Sigurösson, sagði að
reynt yrði aö leggja fram kröf-
urnar fyrir áramótin.
Miðað er við aö félögin skili
kröfunum með umsögnum og
breytingatillögum við þær fyrir
áramótin, þvi Jón sagði að sjó-
menn óskuöu eftir þvi að vertíð
yrði ekki byrjuð ef til stöðvunar
þyrfti að koma.
Verkfall er hægt að boða með
viku fyrirvara. —úþ
Færð
Framhald af bls. 9.
veginn milli Patreksfjarðar og
Bildudals. Hins vegar er ófært yf-
ir Kleifarheiði, en vegagerðar-
menn vonuðust til að hægt yröi að
opna hana i dag.
Ofært er i Dýrafiröi og önund-
arfirði, en i dag að reyna að opna
vegi þar ef veður leyfir. Fært er
frá ísafirði til Bolungavikur og i
gær var mokað af veginum til
Súðavikur.
Blindbylur var á Norðurlandi
um miöjan dag i gær en veður
gekk þó eitthvaö niður siðdegis.
Ekki hafði Holtavöröuheiði verið
rudd siðdegis, en beðið færis til
þess.
í gær var verið að moka vegi
frá Reyðarfirði og suður með
fjörðum en gefist var upp við það
siðdegis. Lónsheiði var ófær i
gær, en ef til vill tekst að opna
hana i dag. Allir fjallvegir austan
lands voru ófærir i gær og Fagri-
dalur lika. A héraði var hið versta
veður i gær. —úþ
Látalæti
Framhald af bls. 6.
útúrsnúningur og tilbúningur
æðstu sannindi.
3
Það viðurstyggilegasta við
rógsherferð Morgunblaðsins og
samtaka atvinnurekenda á hend-
ur námsfólki og menntamönnum
er, að hún sýnist vera gerð af
yfirlögðu ráði, þar sem hver leik-
ur er úthugsaður og skipulagður.
Gegn svo sterkum fjölmiðli sem
Morgunblaðiö er er erfitt að berj-
ast, og aðallega verður að treysta
á skynsemi almennings, en vist
hrekkur hún skammt gegn þeirri
vægðarlausu og glórulausu æs-
ingarherferð sem borgarastéttin
skipuleggur.
Einsog ráöstefna sjómanna
benti réttilega á er verkafólk og
námsmenn engir andstæðingar.
Miklu heldur er þaö samherjar I
baráttunni gegn auövaldinu og
borgarastéttinni á íslandi. Sam-
koma stúdenta á fullveldisdaginn
var engin árás á islenska alþýðu,
hún var árás á ráöaöfl þjóöfélags-
ins, árás á þá hugmyndafræði
sem falsar og lýgur, fegrar hið
illa, en málar skrattann á vegg-
inn þegar eitthvaö það kemur til
tals sem bætt getur aðstöðu al-
þýðufólks.
Sú er von min að heiðarlegir
verkamenn og sjómenn, fiskverk-
unarfólk og aörir læri þá lexiu af
æsingum Moggans og atvinnu-
rekenda undanliöna daga, aft
málstaður borgarastéttarinnar er
ekki þeirra málstaöur. Það væri
grátlegt ef verkafólk tæki þátt i
galdraofsóknum ihaldsins á
hendur námsfólki, beröist fyrir
kúgara sina gegn baráttuvinum.
Guð vors lands
Framhald af bls. 2.
Það er ótriræð krafa margra
landsmanna að ofanskráð leik-
verk veröi alls ekki gerð að sjón-
arspili i kirkjum, nú um jólin.
Megi Guð vors lands og góftir
menn foröa kirkjunni frá slikri
smekkleysu.
Virðingarfyllst.
Bjarni Th. Rögnvaldsson
Safamýri 42, Rvik.
SÖLU SK ATTUR
Viðurlög falla á söluskatt fyrir
nóvembermánuð 1974, hafi hann ekki
verið greiddur i siðasta lagi 27. þ.m.
Viðurlög eru 2% af vangreiddum sölu-
skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag
eftir eindaga uns þau eru orðin 10%, en
siðan eru viðurlögin 1 1/2% til viðbótar
fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og
með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga.
Fjármálaráðuneytið, 20. desember 1974.
Fyrir hönd aðstandenda Bjarna M. Sigurössonar vél-
smiös, ólafsvik, flyt ég öllum einstaklingum og félaga-
samtökum nær og fjær, innilegustu þakkir fyrir hina
mikiu hjáip við leitina að honum i ágúst og september, og
alia auðsýnda samúð við fráfall hans. Þetta fórnfúsa
starf, vikum saman, mun aldrei gleymast. Guö blessi ykk-
ur.
Vígd's L. Sigurgeirsdóttir.
Tæknifræðingur
Að Iðnskóla ísafjarðar vantar okkur
tæknifræðing til kennslu. Auk almenns
iðnskólanáms starfrækir skólinn einnig
nám i undirbúningsdeild og raungreina-
deild tækniskóla, stýrimannanám 1. stig,
vélstjóranám, 1. og 2. stig og tækniteikn-
un.
Upplýsingar gefur skólastjóri i sima
94-3680, Isafirði.
Þakka hjartanlega auðsýnda samúðog vinarhug þeirra er
styrktu okkur við fráfall og minningarathöfn eiginmanns
mins.
Guðmundar Gislasonar
Aðalstræti 15, ísafiröi
Sérstakar þakkir færi ég útgeröarfélaginu Hrönn h/f, út-
gerðarmanni þess, skipstjóra og skipsfélögum öllum.
Fyrir hönd barna okkar, móður hins látna og systkina.
Ragna Sólberg.
Efst á vinsældalistanum
Sem betur fer, eru mörg eða jafnvel flest þeirra
tækja, sem við höfum á boðstólum, vinsæl, en
þessi tvö slá þó öll met. Bæði eru þau framleidd
af SUPERSCOPE verksmiðjunum amerísku, og er
skýringin á vinsældum þeirra einfaldlega sú, að
hvorttveggja eru þetta góð og ódýr tæki. Kassettu-
segulbandstækið heitir C-101, og býður það upp á
alla þá notkunarmöguleika, sem gerast í svona
tæki, m.a. hefur það innbyggðan, sjálfstillandi hljóð-
nema, úttak fyrir aukahátalara og gengur hvort
heldur er fyrir rafhlöðum eða 220V húsarafmagni,
þar sem i þvi er innbyggður spennubreytir. Sam-
byggða útvarps- og segulbandstækið, sem heitir
CR-1300, er mikið og veglegt tæki, og er útvarpið
með FM-bylgju, langbylgju og miðbylgju. Segul-
bandshluti CR-1300 tækisins hefur alla sömu eigin-
leika og C-101 tækið. — Verðið á SUPERSCOPE
C-101 er kr. 12.900,00 og á CR-1300 kr. 24.700,00.
NESCO HF
Leiáandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps-útvarps- og hljómtækja.
Verzlun Laugavegi 10 Reykjavík. Simar: 19150-19192-27788