Þjóðviljinn - 21.12.1974, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.12.1974, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 21. desember 1974. SfT 'W ■§? JI ®. I #11$ **í - * t«r i - s* Það sópað að mörgum okkar Áttræður verður i dag tuttugasta og fyrsta desem- ber, Benedikt Gislason frá Hofteigi, búhöldur, stjórnmálamaður, fræðimaður, rithöfundur, búnað- arfrömuður, uppfinningamaður, ljóðskáld, og er þó sjálfsagt vantalið enn, þvi að vissulega hefur Bene- dikt lagt gjörva hönd að mörgu um dagana. Bene- dikt er fæddur á Egilsstöðum i Vopnafirði, og voru HsiteaS foreldrar hans Gisli Sigurður Helgason frá Geirólfs- stöðum i Skriðdal og Jónina Hildur Benediktsdóttir, bónda og póstafgreiðslumanns i höfða á Völlum. Eiginkona Benedikts er Geirþrúður Bjarnadóttir frá Sólmundarhöfða á Akranesi, og varð þeim ellefu barna auðið. Rætt við Benedikt Gíslason frá Hofteigi áttræðan Benedikt var einn af nemend- um Sam vinnuskólans fyrsta starfsár hans, 1918-19, og fyrsti umsjónarmaður skólans. Hann var bóndi á Egilsstöðum i Vopna- firði 1921-28 og á Hofteigi i Jökul- . dal 1928-44. Hann var i hrepps- nefnd i Vopnafirði 1922-27, átti frumkvæði að stofnun búnaðar- ráðs, sem leiddi til Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins og Stéttar- samb. bænda, formaður Bú- stofnsjóðsins og endurskoðandi kaupfélags- og hreppsreikinga um tima, formaður ungmennafé- lags og búnaðarfélags frá 1914, var i framboði fyrir Bændaflokk- inn i Norður-Múlasýslu 1934 og 1937 i Norður-bingeyjarsýslu og fyrir Sjálfstæðisflokkinn I sömu sýslu 1942. Benedikt hefur ætiö verið framarlega i ræktunar- og búskaparmálum og meðal annars fundið upp viðurkennda aðferð til heyþurrkunar, án efnataps, óháða veðurfari. Fyrir fræðistörf er Benedikt ekki siður þekktur. Hann er m.a. stofnandi Sögufé- lags Austurlands og hefur komið fram með skoðanir á uppruna is- lensku þjóðarinnar, sem miklar umræður hafa vakið. Þjóðviljinn hafði viðtal við Benedikt af tilefni afmælisins og fer það hér á eftir. Ræktun lýðs og lands — Hvenær hófst þú afskipti af stjórnmálum, Benedikt? — Ég varð orðinn hápólitiskur þegar árið 1908 og fylgi þá Heimastjórnarflokknum dyggi- lega. Svo hallaðist ég að Bænda- flokknum eldri, sem var fyrir- rennari Framsóknarflokksins, enda var einn helsti leiðtogi hans, Þórarinn alþingismaður i Gilsár- teigi, móðurbróðir minn. En Þór- arinn féll i kosningunum 1916. Þá var það að önnur bændasamlök komu til skjalanna og á þeirra vegum var Sigurður á Ystafelli kosinn á þing 1916. Úr þeim sam- tökum varð Framsóknarflokkur- inn til. Ég var frá upphafi stuðn- ingsmaður. bá kom af sjálfu sér. Stefna Framsóknarflokksins var upphaflega stefna bændastéttar- innar og ungmennafélaganna, sem höfðu kjörorðið: Ræktun lýðs og lands. Sú var stefna allra ungra og framsækinna manna af bændastétt, sem ekki höfðu efni á að ganga menntaveginn en hugs- uðu sér hærra en að binda vota- band, skera torf og vinna önnur þessháttar erfið og arðlitil störf. Kjörorð Framsóknarflokksins var i raun réttri: Fjármagnið i sveitirnar. Og við ungmennafé- lagarnir vissum hvað fjármagnið átti að gera i sveitunum: það átti að standa undir ræktun lýðs og lands. Samvinnu-Bensi — Þið hafið verið vigreifir i baráttunni? — Með þetta veganesti fórum við af stað og það sópaði að mörg- um okkar. Ég lagði mikið starf og talsvert fé i stofnun Framsóknar- flokksins; var til dæmis mikið á ferð fyrir kosningarnar 1916. Þá var ég kallaður Samvinnu-Bensi. Þorsteinn M. Jónsson, sem var einn af stofnendum Framsóknar- flokksins, var þá kosinn á þing i Norður-Múlasýslu. Það var heitt i kolunum fyrir þær kosningar. Jón á Hvanná, sem þar var alþingis- maður fyrir, skipaði sér i lið með þeim borgaralegu öflum, sem voru drefjar bæði úr Heima- stjdrnar- og Sjálfstæðisflokknum, en úr þvi varð um siðir íhalds- flokkurinn. Jón fékk sér ritstjóra yfir blað sitt á Seyðisfirði, og sá ritstjóri var Guðmundur Hagalin. Hann skrifaði skimpigrein, eða eins konar leikrit, um baráttuna i kosningunum, þar sem hann lýsti þvi meðal annars með mikium tilþrifum hvernig ég kem vaðandi norðan yfir Smjörvatnsheiöi og Gunnar á Fossvöllum heitir hjá honum Ógautan málóði. Nú var lifið með á skákinni og þurfti aö taka til hendi. Þegar Framsókn leið inn í nirvana — Hvernig þótti þér svo Fram- sókn reynast þegar til kom? — Þegar til kom reyndist Framsókn furðu treg að lána fé i sveitirnar. 1920-21 varð mikið verðfall eftir háa afurðaverðið 1919, en þá var Framsókn orðin nirvana. Hallgrimur Kristinsson, forstjóri SIS, var að visu á bandi okkar bændanna, og hann átti mikinn þátt i þvi að Magnús Guð- mundsson skipaði jarðræktar- nefndina, sem gekk frá jarðrækt- arlögunum, sem komu bændum að miklu haldi. Hallgrimur kom lika lögum um stofnun samvinnu- banka gegnum þingið 1922 og hann vissi svo sannarlega hvað sá banki átti að gera. En 1923 deyr Hallgrimur Kristinsson snemma árs, og þá komast öll völd innan samvinnuhreyfingarinnar og Framsóknarfiokksins undir Jónas frá Hriflu. Og Jónas sýndi ekki lit á þvi að skilja að fé þurfti að koma i sveitirnar, heldur skrifaði langar greinar um gjald- þrot útgerðarmanna. — Svo komst ihaldið til valda. — Já. Borgaraflokkurinn svo- kallaði, sem tók upp heitið Ihalds- flokkur 1924, vann kosningarnar 1923. Sá flokkur undir forustu Jóns Þorlákssonar gerði svo þann óvinafagnað aö hækka gengi krónunnar 1925. Aöur hafði ster- lingspundið verið á 36 krónur, en varð nú á 22.15. Það þýddi að lömbin okkar bændanna, sem áö- ur gerðu 36 krónur gerðu nú ekki nema 22. Þetta var hreint reiðar- slag fyrir bændastéttina. Af Framsóknarflokknum var einskis liðsinnis að vænta. i leiknum 1925 gekk ég úr Framsóknarflokknum á „hársbreidd timans”, og þóttist sem á eyðimörku staddur, þvi að öll min hugsjón um flokkinn var rokin út i veður og vind. Full vissa var nú fengin fyrir þvi að þaðan var bændum einskis stuðnings að vænta. En ég hafði verið ógætinn og treyst á flokkinn, var orðinn skuldgur og hafði þar á ofan bætt á mig skuldum föður mins jafn- framt þvi sem ég tók við jörð- inni. Það var árið 1924. Ég treysti þvi að ég myndi kljúfa fram úr eins og aðrir, sem ekkert höfðu nema vonina. Hefndist fyrir hreinskilni — Hvernig fóru bændur að þvi að standast áfallið, sem gengis- hækkunin hlýtur að hafa verið þeim? — Ég veit ekki hvernig þeir hefðu fariö að ef þeir hefðu verið gerðir upp eins og útgerðarmenn- irnir. Þeir hefðu að minnsta kosti flestir tapað jörðunum. Þá hefði væntanlega verið búið að tapa nóg á íslandi. Ég hafði erfitt heimili, og þar við bættist orma- pestin i fénu, sem var hinn mesti vágestur. Ég var þá þegar orðinn allt i öllu i sveitinni og nú gerðist það að ég var kosinn endurskoö- andi Kaupfélags Vopnfirðinga. Rekstur þess var á margan hátt með þeim endemum að ég gat ekki þagað yfir. Kaupfélagsstjór- inn rak kaupfélagið eins og sel- stöðuverslanirnar voru reknar áður. Selstöðuverslanirnar höfðu einfalt bókhald, og kaupmenn urðu að skila ákveðinni prósentu til faktorsins i Kaupmannahöfn, en máttu þar fyrir utan græða eins mikið og þeim sýndist. En það stóð ekki á þvi að mér hefnd- ist fyrir hreinskilnina. — Hvernig gekk það til? — Jónas kemur austur 1925. Hann hafði þá auðvitað tal af kaupfélagsstjóra og sótti mig svo heim. Ég fylgi honum austur yfir Smjörvatnsheiði og við hjónin bæði, og ég setti undir hann besta hestinn, sem ég fann til, enda leit ég á hann sem föður. Jónas lék þá á als oddi, en svo undarlega brá við þegar upp á heiðina kom að hann fór að senda mér undarleg- ar hnútur, sem ég þá ekki skildi. En þegar ég kem heim, frétti ég það að búið er að loka reikningn- um minum i kaupfélaginu. Búhöldur á Hofteigi — Hvað var þá til ráða? — 1927 var gengið að mér, svo að éghafðiengin ráð nema að láta gera mig upp. Mér fannst sárt að yfirgefa Egilsstaði, þvi að ég var búinn að hafa mikið fyrir að bæta jörðina. t bókinni Sveitir og jarðir i Múlaþingi má lesa, að i minni búskapartið stækkaði túnið úr fimm hekturum upp i átta hekt- ara og var þá orðið fjórða stærsta túnið i sveitinni. t þessum svipt- ingum reyndist séra Einar Jóns- son á Hofi mér mikil hjálparhella. Hann sá til þess að ég fékk leigð- an Hofteig á Jökuldal, sem var prestssetur, en þá laust og enginn sótti. Þar með var ég smoginn úr greipum þeirra Jónasar og Magnúsar Sigurðssonar banka- stjóra. — Hvernig búnaðist þér svo á Hofteigi? — Ég ætla að fljótt hafi sést á að þangað var komið atorkufólk, þar sem við hjón vorum. En við komu okkar þangað var jörðin i slikri niðurniðslu að verra gat það varla veriö. Túnið var ógirt og hross búin að naga það niður i mold. Það fyrsta sem ég tók mér fyrir hendur var aö girða túnið og lukum við þvi verki á viku, ég og vinnumaður. En eftir tiu ára búskap var svo komið að ég bar hæsta útsvarið i hreppnum og mestan skatt i rlkissjóð, sem samtals nam þúsund krónum, auk fjögur hundruð króna lands- skuldar. 1939 hafði ég sex hundr- uð fjár. Fyrir utan búskapinn sjálfan tók ég að mér ýmislegt, sem gaf tekjur, til dæmis var ég skipaður stefnuvottur á Jökuldal og eyddi grenjum, en tófuskinn voru þá i háu verði. (Hér er rétt að skjóta inn i að i fyrrnefndri bók, Sveitir og jarðir i Múlaþingi, stendur eftirfarandi um búskapartið þeirra hjóna Benedikts og Geirþrúðar Bjarna- dóttur: 1928-44. Benedikt Gislason hafði stórbú, einkum á siðari hluta búskapartimabilsins, upp úr '40 um 600 fjár, tuttugu hesta og fimm kýr. Hann byggði upp mestallan bæinn, meðal annars stofuhús með kornlofti yfir, „maskinuhús” (eldhús) 8x8 álnir meö svefnlofti yfir, beitarhús á Seli, setti járn á hlöður, ræktaði tún á beitarhúsum og Vika, lagði vatn i bæinn, girti Vikatún og Sel- tún og gerði hagagiröingu.) Egilsstaöafundurinn 1933 — Þú hefur verið athafnasam- ur þessi ár á Hofteigi, og voru þó krepputimar mikinn hluta þeirr- ar tiðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.