Þjóðviljinn - 04.01.1975, Page 2

Þjóðviljinn - 04.01.1975, Page 2
2 8!ÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. Janéar 1*75 Kakwirakeron og annar af hinum siöustu móhikönum. Nýtt indiánamál í Bandarikjunum Drögum okkur út úr heimi hvítra manna Enn eitt indjánamál er að koma upp í Bandaríkj- unum og er í tengslum við þá hörku sem færst hefur í réttindabaráttu frum- byggja Norður-Ameríku og greinilegast hefurtil þessa komið fram í töku þorps- sins Wounded Knee. Þeir sem nú eru á ferS eru af- komendur þeirra sex írokesa- þjóöa sem áöur bjuggu i norður- hluta New York rikis, Vermont, Ontario og Quebec i Kanada. Þeir hafa sest að á um 600 ekra skóg- lendi þar sem áður voru ung- lingabúðir og gera tilkall til 9 miljón ekra lands i New York og Vermont sem þeir kalla Ganien- keh, Land tinnunnar. Þessir „sið- ustu móhikanar” — i bókstafleg- um skilningi — aka i bilum á fundi við hvita manninn og striðsmenn þeirra eru lögfræðingar sem veifa ávörpum og 200 ára gömlum samningum. En tilgangur þeirra er sá aö taka upp aftur forna siðu. Yfirvöld New York rikis létu fyrst sem þetta mál mundi gufa upp af sjálfu sér. Indjánarnir komu i mai, og höföu með sér nokkra nautgripi, kaninur, svin, geitur, þeir settu niður grænmeti og felldu nokkur tré til að loka slóðum um svæðið. Þeir visuðu á brott öllum hvitum mönnum, kurteisir en ákveðnir og mönnum bar ekki saman um það hve margir þeir væru — sumir sögðu um 30, aðrir töldu þá um 100 talsins. Samningarog skothríð Ibúar næsta þorps, Big Moose, hvöttu stjórnvöld hvað eftir ann- að til aö gripa i taumana. En það var ekki fyrr en i september að New York rikið sneri sér til alrik- isdómstóls með kröfu um að indjánarnir yrðu fluttir á brott — og var krafan grundvölluð á þvi, að i amerlsku byltingunni hefðu móhikanar barist meö englend- ingum og siðan samið um að láta lönd sin af hendi. Indjánar mótmæltu og sögðu að land móhikana hefði verið af þeim haft með svikum þáverandi fylkisstjóra. Seint i október sauð upp úr, þegar tvær fjölskyldur sem áttu leið hjá Big Moose urðu fyrir skothrið frá búðum indjána, sem að sinu leyti halda þvi fram að þeir hafi átt hendur sinar að verja. Lentu þau mál fljótt i lög- fræðilegum hnút þvi að indjánar segja, að staðaryfirvöld hafi ekki dómsvald yfir þeim, heldur verði málið aðeins tekið upp á grund- velli beinna viðræðna foringja hinna sex irokesaþjóða við full- trúa stjórnarinnar i Washington. Indjánar segja að draumur þeirra sé að draga sig út úr heimi hvita mannsins og læra að lifa aftur án bila og sjálfvirkra þvottavéla, að lifa I samræmi við náttúruna eins og feður þeirra gerðu áður. Einn af talsmönnum þeirra, Kakwirakeron, segir, aö þeirgeri aðeins tilkall tií almenn- ingslendna, þeir hafi engin áform um að gera tilkall til lands sem nú er i eigu einstakra hvitra manna, enda væri það ekki rétt sam- kvæmt þeirra Miklu lögum. Iðnaðarráðuneytið Arnarhvoli y/vinnuyélanámskeiðs Stjórnendur vinnuyéla á Norðurlandi Námskeið fyrir stjórnendur vinnuvéla verður haldið á Akureyri 17.—26. janúar næstkomandi. Námskeiðið er haldið i samræmi við ákvæði i samningum verkalýðsfélaga og atvinnurekenda á starfssvæði Alþýðu- sambands Norðurlands. Væntanlegir þátttakendur þurfa að hafa a.m.k. eins árs starfsreynslu á jarðýtu, gröfu eða krana. Þátttaka tilkynnist Jóni Ásgeirssyni, á skrifstofu A.S.N., Glerárgötu 20, Akur- eyri, simi 11080, eða Þórólfi Árnasyni, á skrifstofu Norðurverks h.f., simi 21777. Nánari upplýsingar hjá ofangreindum að- ilum. Stjórn námskeiðanna. Auglýsingasíminn er 17500 PJODVHJ/NN sjónvarp nœstu viku Sunnudagur 17.00 Jólastundin okkar Jóla- skemmtun i sjónvarpssal með hljómsveit Ragnars Bjarnasonar og leikurunum Guðrúnu Asmundsdóttur og Pétri Einarssyni. Jóla- sveinninn kemur I heim- sókn. Leikstjóri er Kjartan Ragnarsson. Umsjónar- menn Sigriður Margrét G u ðm u n d sdó tt ir og Hermann Ragnar Stefáns- son. Sýning aðeins fyrir Noröur- og Austurland. 18.00 Stundin okkar Þátturinn byrjar með heimsókn til dverganna Bjarts og Búa. Söngfuglarnir syngja og sýnd veröur mynd um strák sem heitir Jakob. Þá verða lesin bréf sem þættinum hafa borist. Oli og Maggi koma I heimsókn, nokkrar stúlkur úr Þjóðdansafélagi Reykjavikur dansa viki- vaka, og að lokum verður sýndur leikþáttur um Stein Bollason. Umsjónarmenn Sigriöur Margrét Guðm- undsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. Stjórn upptöku Kristin Pálsdóttir. 19.00 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrárkynning og augiýsingar 20.30 Dansar úr Leðurblök- unni Islenski dansflokkur- inn flytur dansa úr Leður- blökunni eftir Jóhann Strauss. Ballettmeistari Alan Carter. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 20.50 Maður er nefndur Hafsteinn Björnsson t þætt- inum er rætt við Hafstein Björnsson og sýnd upptaka frá miðilsfundi sem fór fram i upptökusal Sjón- varps fyrir skömmu. Umsjónarmaður Rúnar Gunnarsson. Max von Sydow 21.50 Vesturfararnir Fram- haldsmynd i átta þáttum, byggö á sagnaflokki eftir sænska höfundinn Vilhelm Moberg. 3. þáttur. Skip hlaðið draumum. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. (Nordvision) Efni 2. þáttar: Karl Óskar, smá- bóndi I Smálöndum, og Kristin, kona hans, ákveða að flytjast til Vesturheims. Með þeim fara Róbert, bróðir Karls Óskars, Arvid vinnumaður og trúboðinn Daniel, móðurbróðir Krist- ínar, ásamt áhangendum hans. 22.40 Að kvöldi dags Sr. Val- geir Astráðsson flytur hug- vekju. 22.50 Dagskrárlok 21.45 í Grænlandsis Þýsk heimildamynd um starf- semi danska iseftirlitsins, Is-Recco, við Grænland. Þýöandi Stefán Jökulsson. 22.05 Höggmyndaskáldið Einar Jónsson A þessu ári eru 100 ár liðin frá fæðingu Einars Jónssonar, og 20 ár eru siðan hann lést. I mynd- inni sem gerð var siðastliðið sumar er greint frá lifi Einars og list. Meðal annars er svipast um í Hnit- björgum, listasafni Einars, og brugðiö upp myndum frá æskuslóðum hans, Galtafelli I Hrunamannahreppi. Þulir Magnús Bjarnfreðsson og Hörður Bjarnason. Kvik- myndun Sigurliði Guðmundsson. Handrit og stjórn upptöku Andrés Indriðason. Aður á dagskrá 25. desember 1974. 22.50 Dagskrárlok Mánudagur 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.35 Onedin skipafélagið Bresk framhaldsmynd. 14. þáttur. Teflt á tvær hættur Efni 13. þáttar: í afmælis- veislu Williams sonar Elisabetar og Alberts Frazer, nefnir Róbert hann Daniel. Albert fyllist grun- semdum og Elisabet stað- festir að lokum, að Daniel Fogarty sé hinn rétti faðir barnsins. James fer til Kanada með útflytjendur. Bólusótt kemur upp á skipinu og Jeremy, bróðir Söru, deyr. Albert segir Elisabetu að hann hafi i huga að taka tilboði banda- risks skipaverkfræðings um starf I Bandarikjunum. Þýðandi Óskar Ingimars- son. 21.25 Eddukórinn syngur jóla- og áramótasöngva Stjórn- andi Eddukórsins er Friðrik Guðni Þórleifsson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. Þriðjudagur 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.35 Söngur Sólveigar. Finnskt framhaldsleikrit I þremur þáttum. Aðalhlut- verk Leena Uotila, Lii- samaija Laaksonen og Aino Lehtinmahi. 1. þáttur. Þýð- andi Kristin M'ántyla. Sagan gerist I Finnlandi um og eftir heimsstyrjöldina siö- ari. Aöalpersónan er finnsk stúlka, Sólveig, og er saga hennar rakin frá fæöingu til fullorðinsára. Foreldrar hennar eru drykkjufólk, og sinna litiö um barnið svo uppeldið lendir að mestu á afa hennar og ömmu. (Nordvision — Finnska sjónvarpið) 21.20 Ór sögu jassins. Þáttur úr myndaflokki, sem danska sjónvarpið hefur gert um jassinn og sögu hans. Rætt er við fræga jassleikara og söngvara, sungnir negrasálmar og leikin jasstónlist ýmiss konar. Meðal þeirra sem fram koma i þættinum, eru Sonny Terry, Eubie Blake og Bessie^ Smith. Þýöandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision — Danska sjón- varpiö) 22.00 Heimshorn. Frétta- skýringaþáttur. 22.30 Dagskrárlok. Miðvikudagur 18.00 Björninn Jógi Bandarísk teiknimynd. Þýðandi Stefán Jökulsson. 18.20 Gluggar Bresk fræðslu- myndasyrpa. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 18.45 Filahirðirinn Bresk framhaldsmynd. Spila- gosarnir Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 19.10 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.35 Umhverfis jörðina á 80 dögum Breskur teikni- myndaflokkur I 16 þáttum byggður á samnefndri sögu eftir Jules Verne um sér- vitringinn Fileas Fogg og hnattreisu hans. 1. þáttur. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 21.00 Vesturfararnir Sænsk framhaldsmynd, byggð á samnefndum sagnaflokki eftir Vilhelm Moberg. 4. þáttur. Landið sem beið þeirra Þýðandi Dóra Haf- steinsdóttir. (Nordvision) 21.50 Heimsókn Handan við Hraundranga Þáttur þessi var kvikmyndaður að Staðarbakka i Hörgárdal, þar sem sjónvarpsmenn dvöldust daglangt og fylgd- ust með hversdagsstörfum fólksins i skammdeginu. Þátturinn var á dagskrá á annan dag jóla. Umsjónar- maður Omar Ragnarsson. 22.30 Dagskrárlok F östudagur 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.35 Tökum lagið. Breskur söngvaþáttur, þar sem hljómsveitin The Settlers leikur og syngur létt lög. Þýöandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 21.00 Kastljós. Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur Svala Thorlacius. 21.50 VilIidýrin.Breskur saka- málamyndaflokkur i sex þáttum. 2. þáttur. Illvirki. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 22.40 Dagskrárlok. Laugardagur 16.30 tþróttir Knattspyrnu- kennsla Þýðandi og þulur Ellert B. Schram. 16.40 Enska knattspyrnan 17.30 Aörar IþróttirUmsjónar- maður Ómar Ragnarsson. 18.30 Lína Langsokkur Sænsk framhaldsmynd fyrir börn og unglinga, byggð á sam- nefndri sögu eftir Astrid Lindgren. 2. þáttur. Þýð- andi Kristin Mántylá. Aöur á dagskrá i október 1972. 19.00 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.30 Læknir á lausum kili Breskur gamanmynda- flokkur. t greipum réttvis- innar Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Ugla sat á kvisti Get- raunaleikur með skemmti- atriðum. Umsjónarmaöur Jónas R. Jónsson. 21.35 Dagbók önnu Frank Bandarisk biómynd frá ár- inu 1959, byggð á dagbók hollenskrar gyðingastúlku. Leikstjóri George Stevens. Aðalhlutverk Mille Perkins, Joseph Schildkraut, Shelley Winters og Richard Beym- er. Þýðandi Jón O. Edwald. Myndin gerist i Amsterdam I heimsstyrjöldinni sfðari og lýsir lifi gyðingafjöl- skyldna, sem lifa i felum vegna ofsókna nasista. 00.05 Dagskrárlok

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.