Þjóðviljinn - 04.01.1975, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. janúar 1975
Fyrri leikur FH
og ASK Frankfurt
fer fram 18. jan.
ensíðari leikurinnannaðhvort 31.jan. eöal.febr.
Sem kunnugt er leikur FH
gegn a-þýsku meisturunum
ASK Frankfurt i 8 liða úrslit-
um Evrópumeistarakeppn-
innar i hendknattleik. í fyrra-
dag ákváðu liðin að fyrri leik-
urinn, sem fram fer hér á
landi, skuli fara fram 18.
janúar nk. Þá stungu a-þjóð-
verjar uppá þvi að siðari leik-
urinn sem fram fer i A-Þýska-
landi verði leikinn 31. janúar,
en vegna þess að Norður-
landameistaramótið hefst 2.
febr. og islenska liðið á ekki að
leika fyrr en 3 febrúar, óskuðu
FH-ingar eftir þvi að leikurinn
færi ekki fram fyrr en 1.
febrúar, og er það gert til þess
að þeir leikmenn sem einnig
eru i landsliðinu missi sem
allra fæsta vinnudaga.
Þjóðverjarnir sögðu, að
sögn Birgis Björnssonar, að
það væri erfitt fyrir þá að
hnika þessu til hjá sér vegna
annarra leikja en þeir ætluðu
aö gera allt sem þeir gætu til
þess að svo mætti verða. Þvl
er það enn ekki vlst hvorn
daginn s'ðari leikurinn fer
fram.
islandsmeistarar FH eiga erfiða leiki framundan I 8 liða úrslitum
EB.
Þá má geta þess að FH ósk-
aði eftir þvl við a-þjóðverjana
að þeir lékju hér einn auka-
leik, en þeir gátu ekki orðið við
þeirri ósk FH frekar en
SAAB-liðið sem lék gegn FH
fyrr I vetur.
Þess má svo að lokum geta,
að norskir dómarar munu
dæma leikinn, þeir hinir sömu
og dæmdu leik FH og SAAB
hér á landi I haust, en þeir
þóttu þá standa sig með mik-
illi prýði.
Landsliðsæfingarnar í handknattleik
*
Lítil æfingasókn
hjá landsliösmönnum yfir hátíðarnar — togstreitan
milli félaganna og landliðsins heldur áfram
Æfingar landsliðsins í
handknattleik sem fram
fóru um hátíðarnar, allt
frá 20. desember og fram-
yfir áramót, misheppnuð-
ust að verulegu leyti, og á-
stæðan var sú að leikmenn
mættu mjög illa. Og sem
dæmi má nefna að á einni
æfingunni mættu aðeins 5
leikmenn af 26 manna
hópi.
Birgir Björnsson landsliðs-
þjálfari var að visu ekki mjög
óhress yfir æfingasókninni er við
ræddum við hann i gær. Hann tók
þannig til orða er við spurðum
hann um æfingasóknina, að hún
hefði verið „svona la-la”. En
hann benti á að félögin hafi verið
með mjög stift æfingaprógram á
sama tima og landsliðið -og leik-
menn mætt vel þar.
þá að fá þau til að mæta þar til æf-
ingaleikja. Birgir sagði að ekki
væri um annað að gera en að fá
inni á æfingum liðanna með æf-
ingaleiki fyrir augum, sökum
þess mikla húsnæðisskorts til æf-
inga sem fyrir hendi er og bitnað
hefur hart á landsliðinu i haust og
vetur.
NM hefst eins og áður segir 2.
febr., og siðustu 10 dagana fyrir
mótið sagðist Birgir vonast til að
fá að hafa liðið ótruflað af félags-
æfingum og leikjum i 1. deild.
Síðari landsleikur-
inn er á morgun
Slðari landsleikur íslands og
bandarikjamanna I kvennahand-
knattleik fer fram á morgun I
iþróttahúsinu i Njarðvik og hefst
kl. 14.
Þetta er fyrsti landsleikurinn
sem fram fer I hinu ágæta
iþróttahúsi þeirra suðurnesja-
manna. Allir aðrir landsleikir I
innanhússlþróttum hafa farið
fram I I.augardalshöll eða
iþróttahúsinu I Hafnarfiröi.
Fyrri leikur liðanna fór fram I
gærkveldi, en þetta er skrifað áð-
ur en sá leikur hófst.
Björgvin hættur
við að flytjast
til Egilsstaða?
•Eins og kom fram I fréttum skömmu fyrir jól, kom til greina að
hinn góðkunni handknattleiksmaður Björgvin Björgvinsson flyttist
til Egilsstaða og tæki þar við lögregluþjónsstöðu, en Björgvin er
lögregluþjónn. Við höfðum af þvi spurnir að afturkippur hefði komið
I þetta mál, en þvi miður náðum við ekki sambandi við Björgvin I
gær til að fá það staðfest. Við náðum aftur á móti I Ólaf Jónsson for-
mann handknattleiksdeildar Fram, sem fylgst hefur æði-vel með
þessu máli, enda ekki lltið sem Fram hefði misst ef Björgvin hefði
farið.
Ólafur sagðist hafa hitt Björgvin I fyrradag og þá hefði hann sagt
sér að litlar sem engar Hkur væru til þess, að af þessu yrði, sér litist
ekki sem best á að flytjast austur. Það mun þvi sennilega fleirum en
Frömurum létta við þessa frétt. Allir handknattleiksunnendur
hefðu séð eftir Björgvini, slikur snillingur sem hann er I handknatt-
leik.
Þau Nadeshda Gorshkova og Evgeni Shevalovsky sigruðu á al-
þjóðalistskautahlaupinu I Moskvu.
Nýjar stjörnur í listskautahlaupi
Gamla sagan virðist þvi ætla að
endurtaka sig með togstreituna á
milli félaganna og landsliðsins
um leikmennina. Þetta er ekkert
nýtt vandamál og virðist þvi ill-
leysanlegt.
Birgir sagðist myndi velja
landslið það sem leika á fyrir
Islands hönd á Norðurlanda-
meistaramótinu sem hefst 2.
febrúar nk. i Danmörku. Sagðist
hann siðan ætla að reyna að fá æf-
ingaleiki við 1. deildar liðin I æf-
ingatima þeirra eða ef landsliðið
fær einhverja æfingatlma sjálft,
„Moskvuskautarnir”, alþjóða-
keppni I listdansi á skautum fór
fram I Moskvu I desember sl.
Irlna Rodnina og Alxander Zait-
sev komu litiliega fram á mótinu,
en þau munu taka þátt I Sovét-
meistaramótinu nú I janúar og
eru að búa sig undir Evrópu-
meistaramótið og heimsmeist-
aramótið. Nadeshda Gorshkova
og Evgeni Shevalovsky fengu
þess vegna gullið tækifæri til að
vinna „Kristalsskautana”, en það
var ekki létt verk.
Ungu pörin frá Austur-býska-
landi veittu jieim harða keppni.
Rodnina telur, að þessi ungu pör
verði orðin hættulegir keppinaut-
ar innan skamms tima.
Iþróttafólk frá 13 löndum kom
til Moskvu til að taka þátt I
keppninni.
Sá timi er nú liðinn, þegar dans
á ís var talinn lltt iþróttaleg
grein. Nú er dans á Is orðinn
Olympíugrein. Það verður keppt I
henni á Olympluleikunum 1976 i
Innsbrðck. A keppninni I Moskvu
var hægt að sjá, hversu fjölbreytt
og fögur iþróttagreinin er. Eink-
um kom það fram I dansi þeirra
Ljúdmllu Pakhomovu og Alex-
anders Gorshkovs, sem eru
fimmfaldir heimsmeistarar I
dansi á Is. Þau voru með alveg
nýtt „prógramm”, sem Anna
Sinilkina, forseti Sambands list-
skautahlaupara taldi vera besta
„prógrammið” á ferli þeirra.