Þjóðviljinn - 09.03.1975, Síða 3
Sunnudagur 9. mars 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
ELÍSABET
GUNNARSDÓTTIR
SKRIFAR
UM MYNDLIST
Listsýning
kvenna
Lófalcstur hcfur til þessa verið sérréttindi spákvenna. En nú hafa
visindamenn skorist i leikinn. Ilvitrússneskir visindamenn hafa fært
likur að þvi, að linur lófans gefi ýmsar upplýsingar um arfgenga eigin-
leika, og þá ekki sist um hugsanlega arfgenga sjúkdóma. (Ijósm. apn)
Listsýning íslenskra
kvenna 1975 stendur nú
yfir í Norræna húsinu.
Menningar- og friðarsam-
tök íslenskra kvenna, Fé-
lag íslenskra myndlistar-
manna og Norræna húsið
standa fyrir sýningunni.
Þegar stofnað er til sérstakrar
lega um konur i verkum sinum,
og þaðan af siður er þetta kven-
réttindasýning sem ætlað sé að
vera innlegg i baráttuna fyrir
jafnrétti kynjanna, þvi fæstir
þátttakendur koma nokkuð inn á
þau mál. Þó má vel vera að konur
þær sem sjaldan eða aldrei fara á
myndlistarsýningar hafi sig nú af
stað, vegna þess að kvennasýning
höfði meir til þeirra en aðrar. Um
Kristin Jónsdóttir: Sólblóm.
listsýningar kvenna, vaknar eðli-
lega sú spurning, hvert sé mark-
miðið með slikri sýningu. Ekki
ætti að þurfa að sanna þá stað-
reynd að konur stunda myndlist.
Sýningin i Norræna húsinu er ekki
á verkum samstæðs hóps eða list-
stefnu sem borin er uppi af kon-
um. Ekki er heldur um það að
ræða að þátttakendum sé það
sameiginlegt að fjalla sérstak-
þetta þori ég ekkert að fullyrða,
en tók þó eftir þvi að óvenjulega
margar konur voru i kjallara
Norræna hússins þegar ég skoð-
aði sýninguna. Þetta kann þó að
hafa verið tilviljun.
Þar sem kvennasýninguna
skortir samtengingu og heildar-
form, verður hún nokkuð sundur-
laus eins og oft vill verða um
samsýningar. Þátttakendur eru
Sápuaugiýsing eftir Hildi Hákonardóttur
44 og vinna þær i hin fjölbreyti-
legustu efni. Þarna eru bæði mál-
verk og teikningar, skúlptúr og
vefnaður, grafik og keramik, auk
þess sem ein sýnir silfursmiði og
önnur húsagerðarlist, en þar sem
svo lítið er af þessu tvennu, fellur
það ekki inn i ramma sýningar-
innar og er ofaukið.
Vefnaðurinn er sá hluti sýning-
arinnar sem óneitanlega vekur
mesta athygli, en tólf vefarar
eiga þarna verk. Vigdis Krist-
jánsdóttir er með eitt stórt teppi,
en Gunnlaugur Scheving gerði
frummyndina að þvi. Asgerður
Búadóttir einnig stórt teppi, gert
á siðastliðnu ári. Báðar eru þess-
ar konur löngu orðnar þekktar
fyrir verk sin, og þvi er meiri nýj-
ung að sjá verk þeirra yngri. Þær
eiga þaö flestar sameiginlegt að
verk þeirra eru hlutbundin og
einnig að þær taka málefnalega
afstöðu. Hafa nokkrar þeirra ein-
mitt valið sér jafnréttisbaráttu
kvenna að viðfangsefni. Hildur
Hákonardóttir hefur áður sýnt
verk sin, bæði hér og erlendis, en
er nú með stórt, nýtt teppi, sem
ekki hefur verið á sýningu hér-
lendis, en var aftur á móti á sýn-
ingu sem sett var upp viða um
Norðurlönd á vegum Súm á sið-
astliðnu ári. Fékk þetta verk þar
lofsamlega dóma. Hildur hefur á
seinni árum tekið mjög eindregna
pólitiska afstöðu i verkum sinum,
og þá oft fjallað um hlutskipti
kvenna i samfélaginu. Hún hefur
einnig verið kennari flestra, ef
ekki allra, yngri vefaranna á sýn-
ingunni, og bera sum verkin þess
glögg merki.
Af verkum þessa hóps þóttu
mér tvö teppi athyglisverðust.
„Kartöflukofinn” eftir Rögnu Ró-
bertsdóttur, en hún beitir
vefnum þar mjög skemmtilega
við myndbygginguna, og mynd
Þorbjargar Þórðardóttur „Lifs-
munstur konunnar”. Þorbjörg
stundar nám i Sviþjóð og sést að
hún hefur tileinkað sér nokkrar
hugmyndir sænska vefnaðarskól-
ans. Efnismeðferð hennar minnir
t.d. á aðferðir Mariu Adlercreutz
sem sýndi hér á norrænu vefnað-
arsýningunni i sumar. Þó ekki sé
ég kunnug sögu islensks vefnað-
ar, þá finnst mér ég ekki hafa séð
jafnmikla hreyfingu i þessari
grein hér, en eins og áður sagði
eru flestir þessara vefara ungir
og sýna nú i fyrsta skipti, en eiga
vonandi margt eftir ógert.
Ekki er gerlegt að telja upp öll
verkin á sýningunni, enda hvort
eð er ekki hægt að gera þeim skil
hér. Þó má nefna myndir Júli-
önu Sveinsdóttur og Kristinar
Jónsdóttur, sem nú eru báðar
látnar.
Ég sagði i upphafi að heildar-
svip skorti á sýninguna, þar sem
henni er ekki mörkuð ákveðin
stefna. Ef hún er skoðuð sem yfir-
lit yfir það helsta sem islenskar
konur hafa gert i myndlist undan-
farin ár, þá má segja að hún sýni
fram á þá staðreynd, sem hefði
átt að liggja i augum uppi fyrr, að
konur mynda ekki sérstakan hóp
innan myndlistarinnar hér. Þvi
væri það skemmtileg hugmynd að
koma upp á þessu kvennaári sýn-
ingu sem lýsti hvernig myndlist-
armenn — jafnt karlar sem konur
— hafa fjallað um lif og störf
kvenna i verkum sinum. Slik sýn-
ing væri meir i anda kvennaárs
Sameinuðu þjóðanna og gæti þar
:yrir utan verið stórskemmtileg
>g fróðleg. En sýning sú sem nú
t opin i Norræna húsinu er þó
dlrar athygli verð, en ekki eru
margir dagar eftir; henni lýkur
þann 11.
Af öðrum sýningum i bænum
mætti nefna, að Jón Baldvinsson
sýnir nú að Kjarvalsstöðum. Ekki
er hægt að gera þessari sýningu
skil hér, en þó get ég ekki stillt
mig um að minnast á það atriði
sem mér finnst Jón eiga sam-
merkt með mörgum svipuðum,
en það er fjöldi verkanna. Ef val-
ið hefði verið úr þessari sýningu,
og hún grisjuð rækilega, hefði út-
koman orðið mun viðkunnanlegri.
1 þeirri mynd sem sýningin er nú,
er ofhlæðið svo yfirgengilegt, að
þær myndir sem frekar ættu skil-
ið að sjást hverfa gjörsamlega i
mergðina.
Vísindalegur lófalestur
Hvaö varö af tunnum
og tunnugjörðum?
I gamla daga þegar allar stelp-
ur urðu að vera i pilsum hvað sem
á gekk, áttu þær ekki sjö dagana
sæla á vorin. Þá urðu þær að gera
sig ánægðar með að reka ryðg-
aðar tunnugjarðir með spýtum á
mjóum moldargötum að húsa-
baki, og eina ráðið til þess að
verða forug upp fyrir eyru var að
reyna að stýra gjörðinni i al-
mennilegan moldarpoll og steypa
sér á kollinn við að ná henni upp
úr. — Eina bótin var sú að strák-
arnir voru oftastnær boðnir og
búnir til að koma manni ofan i
forina. Þá var hægt að segja eftir
þeim og það gat verið meira gam-
an en allt annað. Nú er liklega
hætt að trúa stelpum þó þær segi
að þetta hafi allt verið strákunum
að kenna.
Eftir á að hyggja. Hvað er orðið
af tunnunum og tunnugjörðun-
um? Þetta þarf að athuga, þvi
það var búið til allt mögulegt úr
tunnum i gamla daga, og þær
gætu komið sér vel nú i dýrtiðinni.