Þjóðviljinn - 09.03.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.03.1975, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. mars 1975 UOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS . titgefandi: ÍJtgáfufélag Þjóöviljans Umsjón með sunnudagsblaði: Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Vilborg Harðardóttir Ritstjórar: Kjartan ólafsson, Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Svavar Gestsson Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 linur) Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Prentun: Blaðaprent h.f. „VAFASAMUR HAGNAÐUR AÐ FA ALLA KJARASKERÐINGUNA BÆTTA í EINU” Forseti Alþýðusambands íslands, Al- þýðuflokksmaðurinn Björn Jónsson, hefur i viðtali við Morgunblaðið lýst sérstökum áhyggjum sinum út af þvi að atvinnurek- endur og rikisstjórn kunni að bjóða verka- fólki of miklar kjarabætur á næstunni. Það væri „vafasamur hagnaður”, segir Björn Jónsson, ,,að fá alla kjaraskerðing- una bætta i einu”. Kveðst hann telja að verklýðshreyfingin ætti að „hugsa sig tvisvar um” ef henni „yrði boðinn ailur pakkinn”. Ekki minnast menn þess að Björn Jónsson hafi haft hliðstæðar á- hyggjur af „pökkum” þeim sem launa- menn áttu kost á i tið vinstristjórnarinnar, enda skiptir það miklu máli við mat á slik- um viðfangsefnum hvort menn styðja rikisstjórn og stefnu hennar eða vilja hana feiga. Og það dylst ekki að Morgunblaðið telur Alþýðuflokksmanninn Björn Jónsson einn besta stuðningsmann núverandi rik- isstjórnar,- það hefur birt sérstakan leið- ara um „skilning” hans og „jákvæð við- horf”. Munu umvandanir Björns vafa- laust leiða til þess að ekki verði boðinn öllu stærri „pakki” en þær 3.800 kr. sem nægja til þess að fylla bensingeymi á fólksbil einu sinni, enda hefur Morgunblaðið sann- að það með merkum reikningskúnstum undanfarna daga að þetta sé kappnóg handa láglaunafólki. Þessar eru semsé áhyggjur Alþýðu- flokksmannsins Björns Jónssonar, forseta A.S.í. Launafólk á fslandi hefur hins veg- ar allt aðrar áhyggjur. Það hefur á hálfu ári orðið að þola snöggari almenna kjara- skerðingu en dæmi eru um hérlendis, og engum sem fylgist með þróun efnahags- mála dylst að ætlunin er að fylgja henni fast eftir. Leiðin til þess er ævinlega sú að koma á hæfilegu atvinnuleysi. Það at- vinnuleysi er nú komið á þröskuld ís- lenskra alþýðuheimila og er raunar þegar tekið að búa um sig innan dyra hjá sumum starfshópum. Þær ráðstafanir sem rikis- stjórnin er nú að framkvæma i kjölfar gengislækkunarinnar siðari, harkaleg takmörkun á útlánum banka og annarra lánastofnana, stórfelldur niðurskurður á framkvæmdum rikis og sveitarfélaga, geta á skömmum tima haft örlagarikar afleiðingar. Veigamiklir þættir i fram- leiðslu landsmanna eru mjög háðir kaup- getu almennings og stefnu stjórnarvalda i peningamálum? þetta á við um islenskan iðnað sem framleiðir að langmestu leyti fyrir innlendan neyslumarkað,- þetta á við um byggingariðnað, allar þjónustugreinar og almenna verslun. Tugir þúsunda manna hafa atvinnu af þessari starfsemi, ekki sist á höfuðborgarsvæðinu, og haldi rikisstjórnin áfram samdráttarstefnu sinni getur atvinnuöryggi þessara starfs- hópa hrunið eins og spilaborg. Þessa samdráttarstefnu er ekki hægt ab réttlæta með umtali um versnandi við- skiptakjör. Verði þjóðfélag fyrir ytri áföll- um ber þvi að styrkja innviði sina, nýta framleiðslugetuna til hins ýtrasta, tryggja hverjum vinnandi manni næg verkefni. Samdráttarstefna rikisstjórnarinnar hef- ur þveröfug áhrif og getur ekki haft neinn annan tilgang en þann að fylgja kjara- skerðingunni eftir og reyna að festa hana i sessi með ógnunum um atvinnuleýsi. Hafi nokkru sinni verið ástæða til að tala um móðuharðindi af manna völdum blasir það tilefni nú við þjóðinni allri. Það sem þegar hefur verið lagt á launamenn kann að reynast smámunir i samanburði við þau ótiðindi sem geta dunið yfir á næstu mánuðum, ef ekki tekst að knýja valdhaf- ana til gerbreyttrar stefnu. Verkefni alþýðusamtakanna eru þvi viðtækari nú en þau hafa verið um langt skeið. Þau geta ekki verið bundin við það afmarkaða svið að semja um einhverjar smávægilegar og timabundnar bætur fyrir þá hrikalegu verðbólgu sem menn hafa orðið að þola undanfarna mánuði. Samtök launamanna hljóta einnig að ein- beita sér að þvi að knýja fram gerbreytta stjórnarstefnu, sem tryggi fullkomið at- vinnuöryggi og þau lifskjör sem allir vita að þjóðarbúið getur staðið undir. Við þess- ar aðstæður er ömurlegt til þess að vita að forseti Alþýðusambands íslands, Alþýðu- flokksmaðurinn Björn Jónsson, skuli lýsa sjálfum sér sem eins konar pakkhúsmanni hjá rikisstjórn og atvinnurekendum sem hafi það hlutverk að gæta þess að pinklar þeir sem láglaunafólk ber út úr krambúð- inni verði ekki of stórir. — m. Lúðvík Jósepsson alþingismaöur: Óheiðarlegur málflutningur Vegna skrifa Alþýðublaðsins um afstöðu Alþýðubandalagsins til fjáföflunar vegna Vestmannaeyja og Norðfjarðar Að undanförnu hefir Alþýðu- blaðið þrástagast á þvi, að Al- þýðubandalagið hafi við af- greiðslu frumvarpsins um við- lagasjóð og snjóflóðin i Neskaup- stað barist fyrir hækkun sölu- skattsins og þar með stutt árásir á verkalýðshreyfinguna I landinu. í skrifum blaðsins er þvi beinlinis haldið fram, að ég hafi verið tals- maður söluskattshækkunarinnar og viljað fara þá tekjuöflunarleið frá upphafi. Allar þessar fuilyröingar Al- þýðublaðsins eru staðlausar. 1 umræðunum á alþingi um frum- varp rikisstjórnarinnar um við- lagasjóð og snjóflóðin i Neskaup- stað, tók ég margsinnis fram, i öllum minum ræðum.að ég teldi þá tekjuöflunarleið frumvarpsins að söluskattur yrði hækkaður um 1 stig ranga og óhyggilega. Ég sagði, að ég myndi beita mér fyrir annarri leið til fjáröflunar fyrir viðlagasjóð, leið sem þó tryggði, að hægt yrði að standa við gefin ioforð til vestmannaey- inga og norðfirðinga. Þetta gerði ég með tillögum i fjárhagsnefnd, sem fjallaði um málið, og þetta gerði ég einnig með flutningi til- lagna á alþingi um jafnmikla tekjuöflun til sjóðsins og frum- varp rikisstjórnarinnar gerði ráð fyrir, en þó án þess að söluskattur yrði hækkaður. Afstaða min og annarra Alþýðubandalagsmanna á alþingi kom þvi skýrt fram i þvi að við vorum andvigir söluskatts- hækkun. En frumvarpið um viðlagasjóð fjallaði um mál, sem óhjákvæmi- lega varð að leysa.Allir flokkar á alþingi höfðu gefið hátiðlegar yfirlýsingar um að bæta vest- mannaeyjatjónin samkvæmt ákveðnum reglum og um að bæta norðfirðingum á sama hátt tjónin af snjóflóðunum frá i desember- mánuði. Það hvildi þvi sú skylda á þing- mönnum að standa við þessi fyrirheit og ná samkomulagi um nauðsynlcga fjáröflun til viðlaga- sjóðs. Það er staðreynd að við- lagasjóður skuidaði Seðlabank- anum um siðustu áramót 1547 miljónir króna vegna vestmanna- eyjatjónanna. Það var lika stað- reynd, sem fyrir lá, að viðlaga- sjóður þyrfti að greiða i ár vegna 'Vestmannaeyja um 1100 miljónir króna og enn lá íyrir áætlun um, aö norðfjarðartjónin myndu nema um 500 milj. kr. Þennan fjárhagslega vanda varð aí leysa. Það var afstaða min, sem ég lýsti á alþingi, að ef ekki feng- ist samkomulag um aðra leið til fjáröflunar, en þá sem frumvarp- ið gerði ráð fyrir, þá greiddi ég þvi atkvæði, af þeirri ástæðu að ég teldi óhjákvæmilegtað standa við gefin loforð gagnvart vest- mannaeyingum og norðfirðing- um. I umræðunum á alþingi kom skýrt i ljós, að Gylfi Þ. Gislason formaður þingflokks Alþýðu- flokksins hafði vægast sagt litinn áhuga á að standa við gefin loforð um bætur til Vestmannaeyja og þó einkum til norðfirðinga. Hann notaði meirihlutann af sinum ræðutima i almennar umræður um efnahagsmál og i árásir á mig og Alþýðubandalagið. Hann taldi nægilegt fyrir sig að segja að rik- issjóður gæti greitt bæturnar til norðfirðinga og að rikissjóður gæti sparað á ýmsum sviðum eins og til dæmis með því að greiða ekki búnaðarþingmönnum laun. Avisun á greiðslur úr ríkissjóði þannig gefnar og á móti vilja rik- isstjórnar, hefðu að sjálfsögðu orðið norðfirðingum litils virði. Kjarni málsins var sá, að tjónin i Vcstmannaeyjum og I Neskaup- stað þurfti að bæta og til þess þurfti peninga. Auðvitað hefði rikisstjórnin átt að reyna sam- komulag við alla flokka á alþingi um fjáröflun.Það lögðum við Al- þýðubandalagsmenn til og gerð- um grein fyrir okkar tillögum. Afstaða min til endanlegrar af- greiðslu frumvarpsins miðaðist við að standa við gefin loforð, en hlaupa ekki frá þeim. MEITILLINN ÞORLAKSHÖFN Útgerö — fiskverkun — hraðfrysting — söltun — skreiðarverkun — söltun og frysting hrogna — saltfiskverkun og þurrkun — humarfrysting — loðnufrysting — síldar- og fiskimjölsverksmiðja 1 Meitillinn, sími 99-3700

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.