Þjóðviljinn - 09.03.1975, Side 5

Þjóðviljinn - 09.03.1975, Side 5
Sunnudagur 9. mars 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 HEIMSKOMMUNISMINN Hvað hét tröllið? Heimskommúnisminn var mik- ið tröll og skelfilegt hér á árun- um. í fjölmiðlum um okkar hluta heimskringlunnar var hann eins- konar risavaxin kónguló hroll- vekjuskáldsögunnar, sat kropp- urinn ofan á Moskvu en fálmar- arnir teygðu sig um heim all- an og enduðu undir rúmi hvers frjálsborins manns. Hann var á kreiki i þjóðfrelsishreyfingum á Malakkaskaga eða Indókina eða Filippseyjum, það var hann sem veifað hafði einum fálmaranum þegar hafnarverkamenn i Marseille fóru i verkfall eða italskir prófessorar skrifuðu undir friðarskjal. Álagið varð mörgum manni ofviða. Bylt- ingarskáld eins og Arnulf Over- land iðraðist fyrir allt sem hann hafði gott gjört og grátbað frændur sina islendinga um að ganga i Atlantshafsbandalagið. Einn af varnarmálaráðherrum Bandarikjanna henti sér út um glugga með frægu hrópi: ,,Rúss arnir koma”. Pólitisk galdartrú greip um sig i landi hans, eins og Arthur Miller lýsir mætavel i frægu verki, 1 deiglunni. Prívatþrautsegja Það hlálega við þetta allt sam- an var, að óttinn við heims- kommúnismann var útbreiddast- ur einmitt þegar höfuðpaurarnir, rússar, voru enn litið sem ekki búnir kjarnavopnum og stóðu yfirleitt i mörgum greinum mjög höllum fæti i hertæknilegum efn- um. En eftir að ljóst var að her- tæknilegt jafnvægi einskonar var komiðámilli risavelda, þá bregð- ur svo við að tröllið er talið miklu viðráðanlegra en áður: við lifum á timum bættrar sambúðar. Þarna ber margt til, og ein ástæð- an er reyndar sú, að út hefur breiðst annar skilningur á eðli og útbreiðslu sósialiskra hugmynda og hreyfinga, sem eru nær eðli málsins en hinar uppblásnu sam- særishugmyndir fyrri ára. Vissu- lega eru þeir aðilar til sem halda fast i hina einfölduðu mynd kaldastriðsáranna. En þeir eru á fáum stöðum jafn háværir og á Islandi. Ekkert stórblað (á landsmælikvarða) hefur af jafn- mikilli þrautsegju og reyndar söknuði righaldið i myndina af tröllinu hryllilega og Morgun- blaðið — við finnum fleiri eða færri dæmi um þetta svotil á degi hverjum. Sem dæmi um raunsætt mat á sögninni um heimskommúnism ann skal hér tilfærður leiðari úr sænska stórblaðinu Dagens nyheter (4. mars) Þar koma fram viðhorf sem eru i reynd furðu svipuð þeim sem á dagskrá eru meðal evrópskra sósialista og reyndar viðar: Mao Tse-tung Vantrú „Saga heimskommúnismans siðasta aldarfjórung er saga æ djúptækari klofnings. Segja má, að svo hafi farið sem verða hlaut. Var það ekki óhugsandi til lengd- ar, að næstum þvi hundrað kommúnistaflokkar, starfandi við ólikustu efnahagslegar, fé- lagslegar og pólitiskar aðstæður, gætu fallið undir einkynja hug- myndafræði og pólitik? Atti það reyndar ekki að vera ljóst, að Krústjof hafði með uppgjöri sinu við Stalin og hans tima eyðilegt sjálfan grundvöllinn undir ,,m ó n o 1 i t i s k r i ” einingu kommúniskrar hreyfingar: dul- fræðilega hugmynd um óskeikul- leika hinna svoésku leiðtoga? En þetta er að vera vitur eftir á. Samtíðia var skammsýn, svo vægt sé^iii orða tekið. Alltaf var hún jafafcáaa á þvi, sem fram fór i kommúaáaiiri hreyfingu. Enginn sá það fyrir, að Tito myndi neita að beygja sig fyrir valdboði Stalins. Margir voru meira að s«gja vantrúaðir eftir að júgóslavneski kommúnistaflokk- urinn hafði verið lýstur i bann sumarið 1948 og rekinn úr kommúnisku samfélagi. Var hér ekki um að ræða óvenju lymskt og torskilið herbragð af hálfu þeirra i Moskvu? Leonid Brésjnéf Fljóttaldir voru og þeir, sem töldu hinn mikla klofning milli Kina og Sovétrikjanna möguleg- an eða trúlegan. Bandariskir for- ystumenn töldu, að með stjórn Maós hefði verið komið á fót sovésku leppriki, sem næstum þvi mátti bera saman við leppriki það sem Japanir komu á fót i hluta Kina á fjúrða áratugnum. Dean Rusk, þáverandi aðstoðarutan- riksiráðherra lýsti stjórn Maós sem „rússneskri nýlendustjórn, slavnesku Mansjúkúo, aðeins stærra i sniðum en hið fyrra”. Or þvi menn trúðu að rikjandi kommúnistaflokkur i fjölmenn- asta riki heims væri svo lágt lagð- ur — hvað láttu menn þá að halda t.d. um rúmenska kommúnista- flokkinn? En einnig sá flokkur átti eftir að taka sér á siðasta Furöulegar upp- finningar Nýlega kom út í London bók um ýmsar sérkenni- legar uppf inningar, sem til urðu á seinni hluta síðustu aldar þegar trúin á vöxt og viðgang tækninnar var sterkari en hún hefur í annan tíma verið. Þessar uppfinningar eiga það þó sameiginlegt að þær urðu ekki að veruleika. Þarna eru m.a. sýndar teikningar af skipum sem svo voru útbúin að far- þegar áttu ekki að geta fundið til sjóveiki, því að vistarverur þeirra hengu inni á skipinu með þeim hætti, að þær héldu alltaf láréttri stöðu. Afar margar uppfinningar voru tilbrigði við reiðhjólið. Ein þeirra séstá þessari mynd. Lítill farkostur til ferða- laga á sjó, rekinn áfram af tveim hand- og fótstignum skrúfum og lítið segl haft uppi. áratug sérstætt sjálfstæði: mikið sjálfstæði i utanrikismálum sam- fara harðri réttlinustefnu i innan- landsmálum. Rómantískir flokkar Enn i dag er erfitt að skilja margt i þróun kommúnismans til margbreytileika. Frakkland á sér öflugri lýðræðislega hefð og þró- aðra efnahagslif en Italia. Samt Josip Broz Tito er franski kommúnistaflokkurinn I miklu rikara mæli „kommún- iskur á gamla visu” en sá italski. Ætti þessu ekki að vera þveröfugt farið? Og hvernig stendur á þvi, að tveir kommúnistaflokkar, sem áratugum saman hafa verið bannaðir heima fyrir og foringj- arnir i útlegð — portúgalski kommúnistaflokkurinn og sá spænski — þróuðust á jafn ólikan hátt og raun ber vitni? Spænski kommúnistaforinginn Carillo sagði nýlega i ræðu um prótúgalska kommúnista: „Þeir eru andvigir pólitiskum plúralisma (margra flokka kerfi) en við erum fylgjandi þeirri skip- an”. Og þannig er það bersýni- lega. Eigum við að trúa á þá út- skýringu sem Carillo gefur sjálf- ur? „Cunhal (foringi portúgalskra kommúnista) hefur verið alltof lengi i einangrun fangelsisins”. Heimsráöstefna Nú eru þvi til allskonar kommúnistaflokkar. En sovésku leiðtogarnir hafa ekki gefið upp von um að koma á aftur einskonar röð og reglu. Um tveggja ára skeið hafa þeir i þvi skyni reynt að koma á heimsráð- stefnu kommúnista. Zdenek Heizlar, sem meðan á stóð hlákunni I Prag, var yfir- maður tékkneska útvarpsins og starfar nú við Utanrikismála- stofnunina i Stokkhólmi, hefur lýst þessum undirbúningi i nýút- komnu riti „Heimskommúnism- inn 1974”. Samkvæmt þvi sem gefið var til kynna i greinum og ræðum gengu áform sovésku leið- toganna fyrst mjög langt. Heims- ráðstefna kommúnista átti að for- dæma maóismann með ótviræð- um hætti. Hún átti að styðja bar- áttu Sovétmanna gegn „endur- skoðanastraumum” i Austur-Evrópu. Hún átti að koma á fót einskonar vettvangi til sam- ræmis á starfsemi kommúnista- flokka. Og viðbrögöin Meirihluti kommúnistaflokka i Austur-Evrópu eru reiðubúnir til að taka þátt i sliku fyrirtæki, enda eiga þeir ekki um annað að velja, einnig ýmsir ólikir smáflokkar hér og þar i heiminum. En margir aðrir flokkar, m.a. „þunga- vigtar”-flokkar eins og flokkar ítaliu og Spánar, Júgóslaviu og Rúmeníu og Japans, hafa hafnað þvi með öllu. Þessir flokkar eru á verði um sjálfstæði sitt og vilja sem fæst vita um nýja kommúniska „mið- stöð”. Þeir hafa fengið nóg af sliku. Þeir eru i grundvallaratrið- um mótfallnir þvi að aðrir flokkar séu fordæmdir. Þvi hver yrði næstur I röðinni að kalla slika for- dæmingu yfir sig? Þessir flokkar hallast yfirleitt að þvi að taka sér stöðu i vissri fjarlægð við Sovét- rikin. Palmiro Togliatti „Það væri stórslys fyrir flokk okkar ef trúnaður við Sovétrikin ætti að jafngilda alþjóðahyggju” sagði foringi Kommúnistaflokks Japans i fyrra. Svipað má segja um aðra flokka. Fyrir italska flokkinn sem vonast eftir „sam- fundum þriggja voldugra hug- sjónastrauma — kommúniskra, sósialiskra og kristinna”. Og einnig fyrir flokka þá sem eru i nábýli við Kina — i Norður-Viet- nam og Norður-Kóreu. Þvi mun ekki verða af ráð- stefnu af þeirri tegund sem sovésku leiðtogarnir hefðu óskað sér. Og engin heimsráðsstefna i bili. Hins vegar koma 28 kommúnistaflokkar Evrópu sam- an til fundar i Austur-Berlin i vor. Sú ráðstefna hefði getað haldið upp á aldarfjórðungsafmæli syndafallsins. En liklegra er að hún verði sýning á samstöðu sem hefur ekki mikið að segja”. Svo mörg voru þau orð. Vissu- lega er hér vikið að mörgum hlut- um sem um mætti skrifa langar greinar. (Einar Olgeirsson skrif- ar t.d. i siðasta Rétt athyglis- verða grein um verkefni vesturevrópskra verkalýðs- flokka). Það má til dæmis bregða upp spurningu um það, hvort ekki sé til annarskonar marxisk heimshreyfing, sem þá er ekki tengd gömlum eða nýjum nug- myndum um sérstakt sovéskt for- ystuhlutverk i heiminum. óend- anlega margbreytileg hreyfing, sem tengist saman, ekki skipu- lagslega, ekki i stórum ráðstefn- um, heldur i þörf mannfólksins fyrir það að losna úr þeim vita- hring sem efnahagslegt forræði kapitalismans spannar um jörð- ina. Vitahring, sem tengdur er efnahagslegu misrétti innan þjóð- félaga og enn geigvænlegra mis- ræmi i þróun heimshluta, feikna- legu bruðli og sóun á auðæfum, á takmörkuðum kostum geim- skipsins Jörð. Slikum vangavelt- um munu menn sjálfsagt geta andmælt með þvi, að sósialismi i kenningu eða framkvæmd hafi ekki til þessa bent á ótviræðar leiðir út úr nærri öllum vanda. Það er rétt. Hitt er vist, að kapitalisminn er á margan hátt enn siður til þess fallinn. I leit að enn ófundnum svörum er sjálf- „sundrungin”, vaxandi marg- breytileiki i flokkum og hreyfing- um sem kenna sig við kommúnisma eða sósialisma ekki farartálmi heldur hvatning. A.B.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.