Þjóðviljinn - 09.03.1975, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 09.03.1975, Qupperneq 8
8 SIÐA — ÞJóÐVILJINNSunnudagur 9. mars 1975 Rithöfundar og daglegt brauð Hér fer á eftir í nokkuð styttri útgáfu skýrsla um samtal bresks höfundar, Paul Britten Austins, við fimm fulltrúa sænskra rit- höfunda og bókaútgáfu og er f jallað um launakjör og frelsi rithöfunda. Mál sem eru allsstaðar á dagskrá þótt með ýmsum hætti sé. Austin ræðir við Jan Gehlin, sem er skáldsagnahöfundur og aðalritari Sænska rithöfunda- sambandsins, Jan Myrdal, sem einna frægastur er róttækra sænskra rithöfunda, Ullu Isakson, sem er höfundur skáldsagna og leikrita, Sture KSllberg sem hef- ur skrifað heimildarbækur og Thomas von Vegesack sem er gagnrýnandi og vinnur að útgáfu- málum hjá Nordstedt. Öryggi Austin vék fyrst að greiðslu fyrir afnot af bókum höfunda á al- menningsbókasöfnum sem sænskum höfundum tókst fyrr en öðrum að fá rfkið til að fallast á. Hann sagði siðan: Austin— Rithöfundur lifir á að selja innsæi sitt og skoðanir. Þess vegna skiptir frelsi hann svo miklu. Hann hefur alltaf verið öðrum háður, aðalsherra eða þá kapitaliskum útgefanda. Frelsi hans hefur verið frelsi til að svelta eða hætta ella að vera rit- höfundur. Svo er bókasafnspen- ingunum fyrir að þakka að ykkar stéttarfélag hefur tryggt ykkur visst öryggi. En getur þetta öryggi orðið að ósjálfstæði af nýrri gerð? Jan Gehlin: Bersýnilega verða menn að greiða fyrir hvaða öryggi sem er með takmörkunum á frelsi. Hér er þvi um að ræða að vega og meta, og að við sjálfir höfum nokkur tök á þvi verði, sem greitt er fyrir öryggið. Verð- ið er einnig fólgið i vissri sam- stöðu, sem verður að byggja á sameiginlegum áhrifum og á- byrgð. En við verðum i samtök- um okkar einnig að reyna að haida sem mest i skefjum stjórn að ofan og miðstjórnarvaldi. 'Sture KSllberg: Mjög fáir okk- ar geta lifað á opnum markaði. Þvi er oftast spurt um einhvers- konar „gerviöndun” til að halda i okkur lifinu. Ég hefi fengið fimm ára starfsstyrk, 1250 sænskar á mánuði. Þetta auðveldar mér að gera ýmislegt án þess að taka.við greiðslu fyrir, halda sambandi við lesendur, vinna fyrir Vietnamhreyfinguna osfrv. i stað þess að skrifa greinar i dagblöð. Ulla Isaksson: Ég held að ég sé gott dæmi um það sem þetta kerfi getur falið i sér. Um 35 ára skeið hefi ég haft ofan af fyrir mér sem rithöfundur. Ég hefi aldrei gegnt öðrum störfum og ég hefi aldrei skrifað neitt nema skáldskap. Á fimmta áratugnum var ástandið ekki sem verst. Eða á þeim sjötta. En frá 1964 hefur það verið afleitt. Tekjur minar minnkuðu um þrjá f jórðu. Ég þurfti að taka upp á þvi að flytja fyrirlestra fyrir kvenfélög, skrifa greinar og smásögur fyrir 200—300 krónur sænskar. Ég hafði svotil engar tekjur af skáldsögum minum. Þvi hafa bókasafnspeningarnir verið mér stórupphæð. Þessi 24 þúsund króna grundvallartekjutrygging hefur veitt mér frelsi. Hugsjónastyrkur Jan Myrdal: Ég man nú ekki lengur hvernig ég komst af árin áður en ég náði mér á strik sem rithöfundur. En á næsta tima- skeiði, frá þvi um 1953, fékk ég styrki úr ýmsum sjóðum, styrki sem veittir voru af hugsjónaá- stæðum af fólki sem vildi efla yngri höfunda sem voru félags- lega sinnaðir, nokkuð svo upp- reisnargjarnir. An þessara pólitisku styrkja hefði ég ekki getað komist af. En eitt er ég viss um: ef að grundvallaröryggi Rit- höfundasambandsins á að byggjast einungis á einhverskon- ar hagsmunasamtakapólitik (trade unionism) rithöfunda, ef að öll umræða um gæði er látin þoka fyrir einhverskonar af- strakthugmyndum um rit- mennsku ritmennskunnar vegna, þá er það alveg vist, að við verð- um afmáðir af jörðunni. Þegar allt kemur til alls eru bókmennt- irnar aðeins lítið svið. Drauma- verksmiðjurnar liggja utan þeirra. En ef að við höldum lifi i umræðu um menningu og bók- menntir þá eru hugmyndir Jans Gehlins um lýðræði á rökum reistar. Thomas von Vegesack: Ummæli Jan Gehlins skjóta mér nokkrum skelk i bringu. Hann minnir mig á þá tegund. tækni- krata sem til eru i bókaútgáfunni — það virðist skipta þá mestu að lifskjörum vissra persóna sé haldið uppi og að gefnir séu út ungir höfundar af metnaðará- stæðum en ekki til að koma þeim á framfæri við lesendur. Auðvitað ættu höfundar að vera þakklátir fyrir að einhverjir aðilar taka að sér fjárhagsleg vandamál þeirra. En þetta leysir ekki kreppuna i bókaútgáfu. Vandinn mikli er að koma á aftur sambandi milli les- enda og þess sem skrifað er. Eru ríkisstyrkir hættulegir frelsi rithöfunda? Dregur fjárhagslegt öryggi úr dugnaði þeirra? Kemur hrein hagsmuna- barátta í veg fyrir umræðu um gæði bókmennta? Prentfrelsið og rétturinn til að vita sannleikann Valdhafar og rithöfundar 1 fyrri viku skrifaði dr. Arnór Hannibalsson grein i Morgun- blaðið um rithöfunda og ríkis- styrki. Málflutningurinn var reistur á þessari forsendu: „Það ber að hafa í huga, að valdhafar (ekki síður hér á landi en annarsstaðar) hræðast og hata þá sem skrifa. Þvi að rithöfundar segja satt. Ef þeir ljúga bregðast þeir köllun sinni og skyldu... Helst vildu valdhaf- ar geta þurrkað rithöfunda út af yfirborði jarðar”. Af þessum sökum telur Arnór það út f hött að búast við þvi að valdhafar styrki óvini slna „og því hrökkva eins fáir molar af boröum rikisins til rithöfunda og hægt er”. Niðurstaðan er á þá leið, að þótt eðlilegt sé að rit- höfundar standi I kjarabaráttu, eigi þeir allra síst að karpa um skiptingu þessara „mola” eða telja verkum sinum sóma sýnd- an með úthlutun þeirra. Hættulegir menn Hér er komið að nokkrum þeim hlutum sem einnig eru á dagskrá I umræðu fimm sænskra bókmenntamanna um ríkisfé, bókmenntir og frelsi rit- höfunda, sem birt er hér á opn- unni. Hinn galvaski og eldrauði Jan Myrdal hefur til dæmis mjög hugann við fjandskap valdhafa við rithöfunda. En hann hefur ekki frammi eins vfötækar alhæfingar og Arnór. Hann telur bersýnilega aðeins nokkurn hluta rithöfunda i raun og veru hættulega valdinu, það er meira að segja á honum að skilja að fyrir 1965 hafi slíkir menn verið meira en fágætir i hans landi um hrið. Mér sýnist aö slik þrenging sé skynsamleg, I samræmi við veruleikann. í allskonar samfélögum eig- um við sögur af beinum átökum rithöfunda við valdhafa, sem telja af þeim háska stafa. Það er fljótlegt að visa til sovét- manna eða þá spánverja, og svfarnir láta á sér brenna 1B- málið f sinu umburðarlynda riki. En þótt þjóðfélögin séu ólik, er það jafnan aðeins nokk- ur hluti rithöfunda sem lendir i flokki hinna „hættulegu”. Margir eru sjálfsagt einhvers-. staðar á mörkunum. Og svo er til drjúgur hópur sem i öllum venjulegum skilningi er gjör- samlega hættulaus, á aldrei I neinum útistöðum við pólitiska valdhafa. Ég get til dæmis ekki Imyndað mér að Gunnar Gunn- arsson hafi nokkurntima þótt hæpinn þegn, hvorki i Dan- mörku né á íslandi. Þessir menn eiga að sjálfsögðu sinn rétt I bókmenntunum. Við get- um heldur ekki neitað þvi, að til hafa verið dugandi rithöfundar sem voru beinlinis jábræður valdamanna, aðhylltust I öllum veigamiklum atriðum það gild- ismat sem viðkomandi samfé- lag var alið upp I. Enda skulum við leyfa okkur að halda þvi fram, að valdhafar séu misjafn- ir: til eru þeir sem eru sjálf- kjömir fjandmenn góðs rithöf- undar og glæpur að mylja undir, aðrir eru þolanlegir, enn aðrir skipta ekki miklu máli til eða frá. Samstaða Þótt menn skipti höfundum i hættulega og hættulausa, er ekki þar með tekið af dagskrá vandamáleins og nauðsyn sam- stöðu höfunda um rétt sinn og starfsskilyrði — um það prent- frelsi sem einnig er til umræðu hjá þeim sænsku. Ulla Isaksson, svo dæmi sé tekið, veit litið um IB-málið, henni er það persónu- lega ekki brýnt mál, hvort menn fái aö vita hvað sænsk njósna- skrifstofa hefst að eða ekki. En þegar sá grunur sækir að henni, að prentfrelsið sé i hættu vegna málaferla gegn samstarfs- mönnum Sture Kallberg (sem afhjúpuðu IB), þá tekur hún auðvitað afstöðu með sinum kollegum. Það er skortur á slikri samstöðu sem hefur haft æruna af sovéskum rithöfund- um. Hliðstæð samstaða hefur heldur ekki verið upp á marga fiska á tslandi — en við tökum ekki mikið eftir þvi, vegna þess aö þörf fyrir hana er sjaldan eða aldrei jafn brýn og átakanleg og við þekkjum úr mörgum öðrum álfum. Að segja satt Fáir yrðu til að halda I alvöru fram þeirri kenningu, að hægt sé að skapa skilyrði fyrir ást- samlegri sambúð valdhafa og rithöfunda. Enn erfiðara væri að finna rök fyrir þvi að slikar ástir samrýmdra hjóna væru æskilegar. En við komumst heldur ekki að kjarna vandans með þvi að slá þvi fram, að valdhafar hati rithöfunda af þvi að rithöfundar segi satt. I fyrsta lagi hafa rithöfundar ekki einkarétt á sannleikanum fram yfir heimspekinga, sál- fræðinga eða aðra þá sem sýsla við manninn og samfélag hans. Né heldur eru þeir lausir við þann heilaga rétt að láta sér skjátlast. Það þarf fleira en góöan vilja til að segja sannleik- ann, til þess þarf kunnáttu, dirfsku og sitthvað fleira (Brecht). Og að þvi er varðar ótta og hatur valdhafa á bók- menntum, þá er þetta hatur lik- ast til ekki höfuðvandi rithöf- unda i tiltölulega frjálslyndum þjóðfélögum af vesturevrópskri eöa skandínavlskri gerð. Það getur I raun orðið miklu stærri vandi, að valdhöfum finnist bókmenntir engu máli skipta, eða svo litlu, að ekki taki þvi að gera veður út af. Viss sérhæfing bókmennta samfara minnkandi áhrifavaldi þeirra andspænis sókn voldugri fjölmiðla ýtir undir þessa þró- un. Þetta kemur til að mynda fram i þvi, að þjóðfélagsádeila I skáldsöguformi er látin svotil afskiptalaus nú orðið af hand- löngurum valdsins. En ef að svipuð ádeila kemur fram i sjónvarpskvikmynd ætlar allt um koll að keyra af hugaræs- ingi. Vfglinan hefur færst til. Og það er þetta áhugaleysi vald- hafa sem að minu viti skapar öðru fremur nisku rikisvalds við rithöfunda, fækkar „molum af borði þess”. Ef að valdhafar óttuðust rithöfunda að marki, þá væri eins liklegt að þeir reyndu að ausa yfir þá pening- um. Nóg eru dæmin. Stéttarfélög og gæði Rithöfundar beita stéttarfé- lagsaðferðum I þeirri viðleitni að skapa starfi sinu efnahags- legan grundvöll. En umræðan sænska dregur einmitt mjög vel fram þann vanda sem þessari kjarabaráttu fylgir. Rithöfund- arnir taka það fram, að það verði að rjúfa venjuleg mark- aðslögmál (framboð, eftir- spurn) ef þeir eigi að geta lifað. En um leið er þeim um og ó: I stað frelsis á óhagstæðum markaði fá þeir visst öryggi sem er rikistryggt, og getur þar með haft áhrif á sjálfstæði þeirra. Menn lenda i þvi að reyna að gera sitt besta innan vftahrings. Annar vandi kemur fram i ummælum Jans Myrdals sem segir á þá leið, að „ef öryggi það sem Rithöfundasambandið veitir byggir einungis á eins- konar stéttarfélagsstefnu höf- unda (trade unionism), ef að öll umræða um gæði bókmennta er þar með lögð niður, þá verður okkur komið fyrir kattarnef. „Það sýnist kannski ósvifni að ætlast til þess, að rithöfundar haldi uppi kappræðu um gæði verka sinna meðan þeir eru að glfma við ýmsan frumvanda i kjaramálum eins og hér á landi. En undan þessari umræðu kom- ast hvorki þeir né aðrir, þvi miður. Samt er hún á undan- haldi hér um slóðir. Það voru fáheyrð tfðindi þegar Hannes Pétursson birti i blaðagrein miskunnarlitlar útskýringar slnar á þvi, af hverju við gætum ekki búist við þvi að erlendir að- ilar hefðu nema takmarkaðan áhuga á að þýða islenskar bæk- ur. Og það er um fleiri að ræða en erlenda útgefendur og les- endur. Mér finnstoftar en skyldi látiðnægja að útskýra daufleg- ar undirtektir við bækur eða þarfir rithöfunda með þvi að benda á nisku yfirvalda, ill- kvittni gagnrýnenda eða sjón- varpsforheimskun almennings. Þetta eru að sönnu allt þættir sem vert er að skoða. En þá er eftir að meta það sem mestu skiptir — bókmenntaframleiðsl- una sjálfa. Arni Bergmann P.S.l siðasta pistli var óvenju hraklega farið með tilvitnun I þjóösögu i prentsmiðju — þar var leikgerð Hússins eftir Guð- mund Danielsson likt við „lang- an graut” en á auðvitað að vera langur gaur I litilli grýtu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.