Þjóðviljinn - 09.03.1975, Side 9
Sunnudagur 9. mars 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Eitthvað gruggugt
Sture KSllberg: Satt að segja
hefi ég andúð á þessu styrkja-
veseni. Siðan ég var þrettan ára
gamall hefi ég unnið með þessum
minum tveim höndum og ég hefi
meöfætt vantraust á allri þessari
félagslegu yfirbyggingu, sem
menntastéttirnar eru fulltrúar
fyrir. Það er hægt að spilla öllum.
Ulla Isaksson: Ég er þvi sam-
mála að það er eitthvað gruggugt
við rikisstyrki. Það veeta við
bókasafnsgjaldið er að það bygg-
ist á peningum sem við höfum
sannarlega unnið fyrir. Að þvi er
varðar samband við lesendur þá
er engin leið önnur til að halda þvi
við en að skrifa mjög góðar sögur.
En jafnvel það er ekki nóg þegar
markaðsástandið snýst öndvert
gegn manni.
Frelsi er
annað en klám
Jan Myrdal: Jan Gehlin og aðrir
tala rétt eins og við hefðum neytt
rikið til undanhalds. En litið nú
betur á þessa stjórnmálamenn
sem um ’ 54 byrjuðu á sumum af
þessum umbótum og viðurkenndu
rétt rithöfunda til bókasafnspen-
inga. Þið muniðkomast að þvi, að
þetta voru sömu stjórnmála-
mennirnir sem á öðrum vettvangi
drápu blöð okkar, timarit og út-
gáfufyrirtæki. A fimmta og sjötta
áratugnum voru enn til útgáfu-
fyrirtæki sem alþýðuhreyfing-
arnar áttu, sem áttu fulltrúa á
næstum þvi hverjum einasta
vinnustað um alla Sviþjóð.
Stjórnvöld komust að þeirri
niðurstöðu að þetta væri hættu-
legt, káluðu þessum útgáfum og
byrjuðu að styrkja þá af okkur
sem komust lifs af.
1965 var annað markvert ár.
Það var þá að menn byrjuðu að
ræða frelsi til að fara með klám.
Og það var einmitt á sama ári að
nokkrir höfundar urðu I raun og
veru hættulegir i félagslegu tilliti.
Það fór svo að stjórnvöldin veittu
klámfrelsi, rétt eins og prent-
frelsi væri i raun og veru spurn-
ing um klám. Sem það vissulega
alls ekki er. Maður gæti sagt, að
rikisstyrkjakerfið hafi vaxið I
samkeppni við almenna menn-
ingarpólitik sem stefnir á hnign-
un og verslunarhyggju. Og það er
neikvæða hliðin á þessu máli.
Mutur?
Thomas von Vegesack: Og
þetta á heldur ekki við um rithöf-
unda eina. Það var um þetta
sama leyti að pólitisku flokkarnir
fóru lika að taka við rikisstyrkj-
um, sem að sjálfsögðu gerir þá að
nokkru leyti óháða meðlimum
sinum.
1 dag er svo komið að jafnvel
sértrúarflokkar geta ekki lifað á
söfnunarfé, án þess að rikið reyni
að troða peningum sinum upp á
þá. Menn komast ekki undan
þeim. Rithöfundar eru I annarri
stöðu gagnvart þessum „laun-
um” eða hvað menn vilja kalla
peningana, en gagnvart þvi að
selja verk sin á markaði og lifa á
þvi. Og þar með eru menn orðnir
háðir, ósjálfstaiðir, þó að enginn
vilji játa það, e tkieinu sinni fyrir
sjálfum sér. Samt er þetta stað-
reynd og hefur áhrif, þvi að hver
einstaklingur hefur takmarkaða
hæfileika til að sjá i gegnum sjálf-
an sig.
P.B. Austin: Þótt skrýtið sé
hafa svör ykkar leitt að þeirri
spurningu sem ég bar fram I upp-
hafi með öðru orðalagi — hvort
þetta kerfi gæti ekki leitt til þess
að bókmenntamönnum sé mútað
til að svikja köllun slna;
Jan Myrdal: Pólitiskt mikil-
vægi bókmennta er fólgið i þeirri
heildstæðumynd sem þær gefa af
tilveru manna. Ég sé fyrstu ára-
tugi þessarar aldar með augum
mestu sænskra rithöfunda
þeirra tima. Ef að tekin er af fólki
hin hlutstæða mynd af veru-
leikanum, ef að teknar eru frá þvi
hugmyndir bókmenntanna þá
hefur saga þess einnig verið tek-
in, allt. Og þá eru eftir aðeins
þegnar en ekki fullgildir sam-
borgarar.
Sture Kállberg: Hvað sem ann-
ars má segja um Jan Gehlin og
baráttu hans, þá er það svo, að ef
að hún hefði ekki til komið
hefðum við auðveldlega getað
hafnað i aðstæðum sem hefðu
bannað okkur allar bjargir. Rit-
höfundar hefðu orðið að vinna
fyrir sér með einhverjum öðrum
hætti, svipað þvi sem að margir
blaðamenn verða nú að vinna
fyrir ýmiskonar auglýsingablöð
eftir að hvert dagblað af öðru hef-
ur hætt að koma út.
Iðjuleysi?
P.B. Austin: Kannski finnst
ykkur næsta spurning min létt-
úðug, en ég er viss um að hinn al-
menni borgari telur sig eiga svar
við henni. Rithöfundur þarf að
hugsa um sin verk, hann er
vangaveltumaður, og sliku fólki
er hætt við ódugnaði. Það er
meira gaman að smiða skáldsögu
i huganum en að skrifa hana.
Býður fjárhagslegt öryggi rithöf-
unda ekki upp á iðjuleysi?
Jan Gehlin: Þeir peningar sem
við fáum eru allt annað en lista-
mannalaun rfkisins. Slik lista-
mannalaun nema nú um 40 þús-
und sænskum krónum á ári.
(rúmlega 1,5 miljónum Isl.
króna). Það fé annað sem lista-
menn á launum fá er dregið frá
þessari upphæð. Og einmitt þess
vegna virka rikislaunin nokkuð i
þá átt sem þú sagðir. Það er af-
skaplega þægilegt að draga sig i
hlé i snotru húsi uppi i sveit þar
sem ekki er mjög dýrt að lifa. En
við erum alveg á móti þessu. Það
sem við höfum komið á er tekju-
trygging. Fyrsta stigið er um 24
þúsund krónur. Og enginn hættir
að vinna vegna þessa. Þvi þessi
upphæð nægir ekki til framfærslu.
Það sem dregið er frá þessari
tryggingarupphæð eru það sem
við köllum „óvirkir” peningar
sem koma til hvers höfundar per-
sónulega fyrir útlán á
fyrri verkum hans. Aðrar tekjur
hans hafa ekki áhrif á þessa
tryggingu. Við höfum reynt að
finna skynsamlegt jafnvægi milli
undirstöðu-öryggis og örvunar til
frekari vinnu.
UUa Isaksson: Það getur verið
að ég sé að ýmsu leyti mesti
græningi, en mér finnst ekki að
þessi spurning komi neitt við mig.
Ég er blátt áfram mjög þakklát
fyrir þetta undirstöðuöryggi. Ef
að ég hefi að loknum tveim árum
skrifað slæma skáldsögu, þá get
ég tekið mér tvö ár I viðbót til að
vinna að henni, án þess að láta frá
mér allskonar leiðindaefni sem er
bara brauðstrit.
önnur störf
Sture Kallberg: Ég get vist
sagt, að sá styrkur sem ég fæ hafi
gert mér mögulegt að byggja upp
i sjálfboðavinnu timaritið sem
kom upp um hernjósnamið-
stöðina IB (tveim
blaðamönnum ritsins var
stefnt fyrir njósnir fyrir að þeir
náðu I og birtu leyniskjöl IB og fer
mikið fyrir þvi máli i umræðu um
prentfrelsi i Sviþjóð). Þessir pen-
ingar þýða einnig að ég þarf ekki
að skrifa eins mikið, aðeins til
þess að hafa ofan af fyrir mér.
P.B. Austin: Þegar þú segir
„skrifa til að lifa”, átt þú þá við
ritstörf sem þú vilt i raun alls ekki
fást við?
Sture K'állberg: Nei, slik störf
vinn ég aldrei. En það er t.d.
miklu betur borgað fyrir greinar i
blöð en fyrir að skrifa bækur.
Jan Myrdal: Mjög fáir sænskir
höfundar hafa aðeins skrifað
„bókmenntir”. Þeir hafa um leið
verið gagnrýnendur og margt
annað. Ég held ekki að þetta kerfi
leiði til þess að menn hætti að
skrifa. Það gæti hinsvegar leitt til
þess að ýmislegt sem hefur borg-
að sig til þessa hætti að borga sig
að fást við.
P.B. Austin: Hvað segir
Thomas von Vegesack um þetta,
útgefandinn?
Thomas von Vegesack: Mér
sýnist að sænskir höfundar birti
venjulega bækur með 2—3 ára
hléi. 1 Þýskalandi liða einatt 5—6
ár milli bóka. Þetta þýðir ekki
annað en að þýskir höfundar geta
lifað lengur á einni bók.
Maður gæti búist við þvi að hin-
ar bættu efnahagslegu aðstæður
rithöfunda hægðu á sköpunar-
hraðanum hjá þeim. Og það getur
aðeins verið til góðs fyrir bók-
menntirnar.
Samstaða og
prentfrelsi
P.B. Austin: Frelsi rithöfundar
er fyrst og siðast tengt prentfrels-
inu. Og það er pólitiskt frelsi.
Fyrir nokkrum dögum skrifaði
Jan Myrdal um það vegna IB-
málsins, að „I fyrsta sinn siðan i
striðinu hafi sænskum rithöfund-
um verið mögulegt að verja
grundvallarréttindi”. Að hve
miklu leyti hafa bókasafnspen-
ingarnir og rithöfundasambandið
gert þessa samstöðu mögulega?
Og hve langt haldið þið að rithöf-
undasambandið geti gengið i póli-
tiskum athöfnum?
Jan Gehlin: Ekkert verklýðsfé-
lag lætur sér nægja að ná góðum
kjarasamningi. Það reynir einnig
að skapa góð starfsskilyrði, gott
starfsumhverfi. Það fylgist með
atvinnuöryggi meðlima sinna.
Prentfrelsi kemur i veg fyrir að
fingur okkar séu stýfðir. Við höf-
um þegar i nokkrum tilvikum
unnið góða sigra á pólitiskum
vettvangi. Þegar borið var fram
frumvarp um að lýsa striðsáróð-
ur glæpsamlegt og refsivert at-
hæfi, þá voru það aðeins þrenn
samtök af 50, sem það var borið
undir, sem skildu að það gat falið
i sér alvarlegar hömlur á tján-
ingarfrelsi, og af þeim voru það
aðeins rithöfundasamtökin sem
skilgreindu allar hugsanlegar af-
leiðingar þess. Svo fór að frum-
varpinu var hafnað. Ég held ekki
að Jan Myrdal hafi rétt fyrir sér
þegar hann telur að það sé með
IB-málinu sem menntamenn hafi
getað staðið saman i fyrsta sinn.
Jan Myrdal: Aðstæður i Sviþjéð
breytast ört rétt eins og annars-
staðar i Evrópu og einmitt með
þeim hætti að við fáum betri
skilning á þvi hve margt við eig-
um sameiginlegt. Til eru stórir
hópar hér i Sviþjóð sem ekki fara
i neina launkofa með að þeim
finnst timi til kominn að skjóta á
þessa menntamenn sem séu alltaf
til vandræða. Þeir tala jafnskýrt
og Komsomolskaja Pravda eða
franskir hægriöfgamenn. Og gegn
þessu verðum við að rísa. Og hér
er um meira að ræða en starfsör-
yggi-
Ulla Isaksson: Ég skrifaði und-
ir ávarpið vegna IB-málsins, ekki
vegna þess að ég þekkti vissar
staðreyndir og ekki heldur
vegna þess að sú tilfinning að
prentfrelsið væri i hættu hefði náð
jafnvel til min, og það þýðir að
hún hefur náð alllangt út i út-
hverfin.
Tíðindi í
þjóðfélaginu
Thomas von Vegesack: Þú
spurðir hvort Rithöfundasam-
bandið hefði lagt sitt af mörkum
til þessarar samstöðu með þeim
sem ákærðir voru I IB-málinu. I
raun er þessu öfugt farið. Það eru
atburðir I samfélaginu sem neyða
rithöfunda til að taka saman
höndum til að vernda borgaraleg
réttindi sem við höfum öðlast
þrátt fyrir allt. Allir sjáum við
hvað ritað er á vegginn.
Sture KSllberg: Það sem mér
finnst skeifilegast er það að
stjórnmálamenn — sósialdemó-
kratar, frjálslyndir, miðflokks-
menn, ihaldsmenn og jafnvel
kommúnistar — hafa — hver út
frá sinu sjónarmiði — ekkert gert
til að andæfa þessari hættu.
Jan Myrdal: Þið verðið að hafa
i huga hina . sérstæðu sögu Svi-
þjóðar. Við áttum okkur aldrei
neina miðstéttabyltingu. Rikis-
kerfið hefur aldrei orðið fyrir
áfalli siðan þvi var komið á fót I
þrjátiu ára striðinu á 17.. öld. I
mörgum greinum er Sviþjóð riki
sem á sér þjóð en ekki þjóð sem á
sér riki. Ef að við höfum ekki rétt
til að fá upplýsingar, þá mun eini
réttur okkar verða sá að dreyma
dagdrauma og hafa skoðanir. Ef
við slökum á núna, þá veit ég ekki
hvað gæti gerst. Menn gleyma þvi
að óhlutdrægni dómstóla er fal--
legur frasi, þótt hann sé ekki
alveg innihaldslaus. Ef að menn
skilgreina rithöf. sem fólk sem
hamrar á ritvélar þá er það eitt.
En ef að menn sjá fyrir sér mik-
inn meirihluta sænskra mennta-
manna sem fólk sem virðir á-
kveðin sameiginleg gildi, fólk
sem á sér hugmyndir sem ættað-
ar eru frá 1789, sósialistar, frjáls-
lyndir menn, þá stöndum við
sameinaðir, menn sem á ýmsan
hátt skirskota til húmanisma og
hugsjóna hans.
(Ab þýddi úr Sweden now)
Níu af
hverjum
tíu ...
Allir hafa heyrt auglýsinguna
frá ákveðinni sápugerð, sem
fullyrðir að niu af hverjum tiu
kvikmyndastjörnum noti sápu frá
hesni. I sjónvarpinu er það venju-
lega fögur stúika sem auglýsir
þessa sápu, — gætir þess reyndar
vandlega að maka eins litlu af
henni framan i sig og hægt er að
komast af með.
Nú hefur einhver sænskur skó-
kaupmaður barnað þessa
auglýsingu. A Sveavagen i
Stokkhólmi trónar nú auglýsinga-
skilti, sem á stendur: „Niu af
hverjum tiu kvikmyndastjörnum
nota skó. Gerir þú það lika?”
Segið þið svo að allir kaupmenn
séu sneyddir kimnigáfu.
Bókmenntir
hörfa af
menningar-
síðum blaða
Nýlega var birt í Svíþjóð
athyglisverð könnun á
breytingum sem orðið haf a
á efnisvali menningar-
siðna í dagblöðum. Þar
kemur mjög greinilega í
Ijós, að allt frá 1960 hefur
það orðið erfiðara með
hverju ári að fylgjast með
bókmenntum og bókaút-
gáfu í dagblöðum.
Umsögnum um bækur hefur
fækkað jafnt og þétt. En i staðinn
hafa umræður um félagsleg efni
— uppeldi, hlutverkaskipti milli
kynja, umhverfismál, aðstæður á
vinnustöðum, utanrikismál ofl.
lagt undir sig menningarsiðurnar
i vaxandi mæii.
Umræða og gagnrýni á aðrar
greinar lista hafa einnig skroppið
saman. Að visu er meira efni birt
en áður um t.d. leikhús — en það
er þá aðallega i kynningarformi,
eða þá i formi viðtala.
Klagaöi
vegna okur-
starfsemi
Þegar viðskiptavinur einn á
leynilegu vændishúsi i borginni
Lille i Norður-Frakklandi fékk að
vita hvað hann ætti að greiða fyr-
ir veitta þjónustu varð hann alveg
æfurSnaraði sér niður á lögreglu-
stöð og klagaði eigendur hússins
fyrir okurstarfsemi. Lögreglan
þakkaði að sjálfsögðu upp-
lýsingarnar, framkvæmdi
skyndikönnun á staðnum og
vændishúsið er nú lokað.
Þessum skapbráða við-
skiptavini fannst of langt
gengið, þegar honum var sýndur
reikningur upp á sem svaraði
65.000 isl. krónur fyrir þessa
kvöldstund sem hann hafði dvalið
á staðnum.