Þjóðviljinn - 09.03.1975, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 09.03.1975, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. mars 1975 Hún var að hagræða þorskflökum f kassa, sem Sambandiö reynir svo Við færibandið i vinnsiusal Meitilsins i Þorlákshöfn. að selja frystan i Bandarikjunum. Þar sem þorskurinn og loðnan hafa völdin Nú tala Þorlákshafnarbúar um að fara suður i skóg, eins og akureyringar sem fara ,,inn I skóg”. Skóg- urinn þeirra i Þorlákshöfn er ólikur Vaglaskógi, m.a. að þvi leyti að hann er steyptur og kallast „Ilolosa-skógur”. ,,Ég kom hingað til Þorlákshafnar fyrst fyrir um tuttugu árum. Þá var ég skipverji á mjólkur- flutningaskipi frá Vestmannaeyjum. Skelfing leist mér illa á mig. Sjórinn gekk yfir hafnargarðinn, og við vorum þeirri stundu fegnastir þegar við fórum út aftur. Þá óraði mig ekki fyrir þvi, að ég ætti eftir að setjast hér að. En þannig var það, og hér hef ég nú starfað og búið i fimmtán ár.” Það er Siguröur Helgason, yfir- verkstjóri i vinnslusal Meitilsins i Þorlákshöfn, sem þannig sagði frá sinum fyrstu kynnum af byggðarlagi sinu. Þorlákshöfn er ört vaxandi byggð. Yfir vetrarvertiðina býr þar kringum 1000 manns, og hafnarstjórinn, Sigurður Jónsson ^agði okkur að i fyrra hefðu 57 bátar lagt upp afla sinn i Þorláks- höfn. A árunum um og fyrst eftir strið voru bátarnir miklu færri, þá lá við borð að útræði frá Þor- lákshöfn legðist alveg niður, kringum 1940 var aðeins einn bát- ur gerður út frá Þorlákshöfn. Þjóðviljamenn heimsóttu Þor- lákshöfn i veðurbliðu fyrir skömmu, lituðust um á staðnum undir öruggri leiðsögn Þorsteins Sigvaldasonar, ræddu við hafnar- stjórann og litu við hjá Meitlin- um, þvi fyrirtæki Sambandsins, sem er að verða allt i öllu i Þor- lákshöfn, rétt eins og KEA á Akureyri, og við spjölluðum lika um hafnarframkvæmdirnar við Ólaf Gislason, verkfræðing hjá ístak h.f. en hann hefur yfirum- sjón með þvi mikla verki sem hafnargerðin er. 200 manns hjá Meitlinum Það er jafnan mikið um að- komufólk i Þorlákshöfn. Ibúatala staðarins er um 800, en fer áreiðanlega yfir 1000 þegar flest er af aðkomufólkinu. Fiskvinnsl- an tekur við bróðurpartinum af þeim vinnukrafti sem aðfenginn er, en nú hækkar tstak, eða hafnargerðin ibúatöluna I bili. Fimmtiu manns vinna við hafn- argerðina þessa dagana. Hjá Meitlinum starfa nú yfir vetrarvertiðina um 200 manns, ,, og nú hringja fjórir eða fimm daglega og biðja um vinnu”, sagði Sigurður Helgason, yfir- verkstjóri, ,,en við tökum þvi miður ekki við fleirum. Við ráð- um hér eftir aðeins heimamenn til að forða okkar fólki hér frá at- vinnuleysi. Það er ljóst, að nú er vinna farin að dragast saman annars staðar, og þá leita menn m.a. hingað”. Það eru aðallega reykvikingar sem leita eftir vinnu i Þorláks- höfn. Það er heldur ekki Iangt austur, varla klukkutima ferð I bil, og þess eru enda dæmi að ein- hverjir þeirra sem við hafnar- gerðina vinna, aki daglega á milli Reykjavikur og Þorlákshafnar, til og frá vinnu. Meitillinn er orðinn öflugt fyrir- tæki. Hann rekur frystihús og fiskvinnslu, loðnubræðslu og einnig fiskvinnslustöðina Maris, sem fyrir skemmstu var i eigu annars aðila, og gerir út togara og tvo stóra báta. Eignaraðilar Meitilsins eru að mestu leiti Samvinnuhreyfingin. Mjólkurbú flóamanna hefur eitt- hvað verið orðað við Meitilinn og svo sýslufélögin á Suðurlandi. Eignaraðild einstaklinga er óveruleg þótt margir menn eigi hlutabréf i fyrirtækinu. Helmingi aflans ekiö burtu í fyrra lögðu 57 bátar upp afla sinn i Þorlákshöfn. Sú tala segir reyndar ekki alla sögu um at- hafnasemina i þorpinu, þvi að meira en helmingi aflans sem landað var, var ekið burtu og hann unnin annars staðar. Aflan- um var ekið til Keflavikur, Hafn- arfjarðar og Reykjavikur, en einnig að verulegu leiti austur fyrir ölfusá, til Selfoss, Stokkseyrar og Eyrabakka. í fyrra óku stokkseyringar einir 20.000 tonnum af loðnu frá Þor- lákshöfn. Af öllu þessu magni frystu þeir aðeins um 6000 tonn, og urðu þannig að aka 14000 tonn- um aftur til Þorlákshafnar, þar sem þessi afgangsloðna var brædd. Það gefur að skilja, að flutningskostnaður er afar hár. Vegalengdin fram og til baka er nær 100 km, hver bill er 2 klst. i ferð. Nýlega óku selfyssingar salti úr skipi sem landaði i Þor- lákshöfn. Selfyssingar fluttu 800 tonn af salti á bilum heim til sin og kostnaðurinn nam 600 þúsund krónum. Það er þvi eðlilegt að byggðar- lögin austan Olfusár, og reyndar ibúar Þorlákshafnar lika, leggi áherslu á, að brú komi sem fyrst yfir ósa Olfusár Nægur fiskur í sjónum „Þeir segja sjómennirnir, að það sé nægur fiskur i sjónum”, sagði Sigurður Jónsson, hafnar- stjóri, er við ræddum við hann. „Veður hefur bara hamlað veiðum á vertiðinni það sem af er. Það er áreiðanlega fiskur. Veðrið hefur verið illvigt, og þótt gefið hafi dag og dag, þá er tak- markað á þvi að græða, þvi að þá verða menn að rjúka út, henda út: netunum einhvers staðar þvi það gefst ekki timi til að kanna málið, finna mið”. Sigurður tjáði okkur, að það sem af væri þessari vertið, hefðu fengist 2.200 tonn af þorski og ufsa og rúmlega 7000 tonn af loðnu. i fyrra höfðu Þorlákshafnarbátar fengið um 1500 tonn af þorski og ufsa á þessum tima, en 12000 tonn voru þá komin af loðnunni. „Það er Nordglobal sem veldur þvi, að við höfum fengið þetta minna af loðnunni núna”, sagði hafnarstjórinn,” hún kom hingað viku seinna, en árin á undan”. Heimabátar i Þorlákshöfn eru nú 14 talsins, en auk þeirra gerir Meitillinn út skuttogarann Jón Vidalin, en það er einn af minni skuttogurunum, nýlega kominn til landsins. Til viðbótar bátUáum 14. eru aðkomubátar 23 talsins, en þessi tala á eftir að hækka verulega, þegar liður á vertiðina. „Nú er mikil tilhneiging hjá stokkseyringum og eyrbekking- um að stækka við sig, fá sér stærri báta, og þá verða þeir að gera út héðan”, sagði hafnarstjór inn, „og þá verða þeír að gera al- veg út héðan. Aðstaðan heima hjá þeim er afleit. Þeir verða oft að sitja inni dögum og jafnvel vikum saman. Þótt gott veður sé komið i landi, er sjór oft ókyrr eigi að sið- ur, og þá þýðir ekki að reyna að fara út á þessum stöðum.” Höfnin á vonarvöl Þar eð svo mikil umsvif eru i höfninni þar i Þorlákshöfn,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.