Þjóðviljinn - 09.03.1975, Page 15

Þjóðviljinn - 09.03.1975, Page 15
Sunnudagur 9. mars 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 Nú er allt ryk úr teppinu, glens I stúdentakaffihúsi einu i Latinuhverfi Parisar er að finna svohljóðandi skilti: Kvartið ekki yfir kaffinu. Þið verðið lika þunn og köld ein- hverntima. — Eg hef heyrt, að þú farir með konuna þina hvert sem er, er það rétt? — Já, en það er alveg sama hvert ég fer með hana, — hún rat- ar alltaf heim aftur. A horni einu i Newark, Ohio, þar sem akvegur sker járn- brautarlinu er að finna svofellda áletrun: Hér var lifi James Watkinsons bjargað á dásamlegan hátt. Hann stöðvaði bil sinn og beið eftir þvi að lestin æki fram hjá. — Tii hamingju með soninn. Ertu búinn að velja honum nafn? — Það var nú hægur vandi. Það er ekki nema einn rikur frændi i ættinni. — Mér er sagt, aö hér sé bruggað I nágrenninu..! Sonur Jóhanns forstjóra var byrjaöur að vinna hjá fyrirtæk- inu, og faðirinn tók hann inn til sin, til að gefa honum nokkur góð ráð i sambandi við viðskipti. — Mundu, drengur minn, að án heiðarleika og heilbrigðrar skyn- semi kemstu ekkert áfram. — Algjörs heiðarleika? — Ég á við, að þú skulir ævin- lega halda öll þin loforð. — En hvað um heilbrigða skyn- semi? — Með þvi á ég við að þú eigir aldrei að lofa nokkrum sköpuðum hlut. Flækingurinn stöðvaði mann nokkurn, og bað hann um peninga fyrir mat. — Þú skalt fá nokkuð, sem er miklu betra, sagði maðurinn. — Komdu með mér og ég gef þér einn bjór. — Nei takk, sagði flakkarinn, — ég drekk ekki áfengi. — Nú, en hvað þá um góðan vindil? — Nei takk, ég reyki ekki. — Hmm... nú, en heyrðu mig... mér hefur verið sagt frá pottþétt- um sigurvegara á veðhlaupa- brautinni. Ég veðja hundraðkalli fýrir þig, og þá geturðu keypt eins og þig lystir af fötum og mat. — Nei takk, svaraði flækingur- inn. — Ég veðja ekki. Það eina sem ég hef áhuga á eru dálitlir peningar fyrir mat. — Allt i lagi, sagði maðurinn. — Það er i lagi. En gerðu mér þann greiða, að koma með mér heim i hádegismat ... mig langar til að sýna konunni minni hvernig fer fyrir þeim, sem ekki drekkur, reykir eða veðjar á hesta. — Pétur, eigum við að borða? Ekkert svar. — Pétur, ertu ekki þarna? — Hvar, mamma? Met í vistinni Johnson Vandyke Grigsby var orðinn 89 ára þegar hann losnaði nýlega úr rikisfangelsinu i Indiana i Bandarikjunum eftir að hafa setið inni i 66 ár. — Mér finnst ég einsog nýfæddur, sagði hann, ég er svo feginn að sleppa. Grigsby var dæmdur i fang- elsi eftir að hafa orðið tveim mönnum að bana við slagsmál I veitingahúsi nokkru i villta vestrinu, sem enduðu með að skipst var á skotum. Methafi I fangelsisvist i Bandarikjunum framað þessu var maður, sem setið hafði inni i 64 ár. Samtök fanga vinna nú að þvi að fá met Grigsbys staðfest. Sleðaferð að Bæringssundi Japanski ferðabókahöfund- urinn Naomo Uemura flaug nýlega til Grænlands til að hefja þar lengstu og hættulegustu hundasleðaferð sem nokkur maður hefur farið. 7. april 1977 ætlar hann að vera kominn 10 þús. km leið að Bæringssundi og fljúga þaðan aftur heim til Tókyó. Leiðin frá vesturströnd Grænlands yfir hafisbreiður, meginland Kanada og Alaska er sú, sem hann heldur fram, að eskimóarnir hafi komið, en i öfuga átt, fyrir þúsundum ára. Æ erfiðara Breski rithöfundurinn Barbara Cartland hefur nýlega sent frá sér 150. skáldsöguna, — og einsog hinar 149 er þetta ástarsaga þar sem aðalper- sónan er jómfrú. Til viðbótar á hún tilbúnar 20 aðrar skáldsögur um sama efni, sem biða prentunar. — En það er að verða æ erfiðara að skrifa 300 blaðsiður án þess að söguhetjan lendi i rúminu með elskhuga, segir Barbara Cartland. Sameiginlegt Börn og áhyggjur eiga margt sameiginlegt, — bæði þrifast ef vel er um þau hugsað! Amée nnmni VÍSNA- ÞÁTTUR S.dór. == „Augnabliksins ævintýr” í visnaþáttunum undanfarnar vikur hefur uppistaða þáttanna verið aðsent efni og er i raun ekkert nema gott um það að segja. Þó finnst mér ástæða til aö breyta svo litið til i þessum þætti og hafa uppistöðu hans kynningu á hagyrðingi. Sá sem fyrir valinu hefur orðið er Hall- grimur Jónasson kennari. Það getur þó aldrei orðið nema ör- litið sýnishorn af kveðskap Hallgrims að ræða, og þar sem ég veit að hann er i hópi snjöllustu núlifandi hagyrðinga landsins er mikill vandi að velja og hafna úr visum hans og ég tek fram að það sem hér birtist er ekkert úrval, heldur sýnis- horn. Það er þvi kannski ekki úr vegi að byrja á þvi sem hann segir um stökuna sina. Stakan min Hún er hvorki dul né dýr, dálitill vafafengur, augnabliksins ævintýr, eins og bærður strengur, Geld ég skuld og ber á bug best I þuldum stökum, meðan kuldinn hjarta og hug herpir dulum tökum. Landið góða Ort við sólaruppkomu uppá öræfum: Auðnin hljóða iss og báls árdagsglóöum hlýnar. Landið góða, förum frjáls fjallaslóðir þinar. Hundalif t lestarferð úr kaupstað I gamla daga: Þegar hvorki vif né vln vermir lundu slaka, finnst mér hálfgert hundalif heila nótt að vaka. í vinahópi Hlógum, sungum, lékum listir, Ijóð af tungu flugu snör. Hugir ungir, örir, þyrstir öllum drunga viku úr för. Létum harma flesta flýja, fyllti barma gleöin heið. Ykkar varma vinahlýja varpar bjarma á mina leið. Til hálfveigjumanns Eigi að merkja ættarslóð undirlægju kjörum, lltið verður landi og þjóð lið I hálfum svörum. Skammarvaðli svarað: Skammanöldrið þvöglu þunga, þunnt, sem vilpugnauð við skarir. Það er likt og loppin tunga leggi svona mál á varir. 1 lystigarði Akureyrar Ferskeytlan er hrjúf og hlý, hnittin, beinir skeytum. Þú ert merkust Þura I þessum aldinreitum Um litla jurt og fræið fætt ferðusnijúkum höndum En visur þinar eiga ætt austur á Mývatnsströndum. Þekkjumst ekki/þó ég kem, þin hefi lengi beðið. Það er aðeins sveitin sem svona getur kveðið. Dauður dagur Lltil visa.léttur bragur, liðka skap og taugar styrkja. Þetta verður dauður dagur, drottinn varnar mér að yrkja. Snúum okkur þá næst að visum sem okkur hafa borist. R.B. segir: Nábleik vofa viðreisnar, vafrar landið kringum. Styðst við ráðlaust stjórnarfar stelur af fátæklingum. Jón Pétursson frá Hafnardal sendir okkur eftirfarandi: „Við vorum á leið inn i strætisvagn, vinur minn og ég, en á undan okkur fór inni vagn- inn snotur stúlka. Hvernig iist þér á sagði kunningi minn og ég svaraði: Ellin bannar ást og hopp, æskuna sárt ég trega. Sjái ég fagran kvennmanns- kropp kitlar mig yndislega. í biðröð Þarna eru friðir fætur, freista min Evudætur, aftrar þó elli fjandi oftast nær að mér... Að lokum segir Jón: — Fyrir nokkru varstu með visu: — Eignast hefur okkar bær —. Þetta var útúrsnúningur á visu eftir mig; i minni rusla- kompu var þetta svona: Blómgast hagur. byggðin hlær berast höpp að landi. Eignast hefur okkar bær asna I róðrarbandi. Um hvern visan er ort er ann- að mál, segir Jón. Það væri vissulega gaman að fá meira frá Jóni bæði gamlar og nýjar visur. Kona i Norðurbænum i Hafnarfirði sendir okkur tvær vlsur. Hún lýsir aðdraganda þeirrar fyrri svona: Þegar fjár- málaráðherrann kom með fjár- lögin fyrir jól, sagði hann að hin mikla hækkun þeirra ætti ekki að snerta fólk. Þá varð þessi til: Svo frábær að eðli og full- komin I sinni list cru f jármálaráðherrans verk meðislenskri þjóð, að kraftaverk þau sem aö kennd hafa verið við Krist, kallast nú ei nema tæplega miðlungi góð. Svo kom Mathiesen fjármála- ráðherra i sjónvarpið um ára- mótin og boðaði kreppu; þá varð þessi til: Itáðvillt er kirkjan og ristág vor nýárssól og rausið prestanna drukknar I kaupsýslu.glymnum. Þá stigur Mathiesen ráðherra upp I stól og startar kreppu og gengis- hruni á himnum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.