Þjóðviljinn - 09.03.1975, Síða 16
16 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. mars 1975
Hjördís Bergsdóttir
velur gítargrip
viö vinsæl lög
Tökum lagið
Halló, þiö!
Ég ætla að byrja þáttinn i dag á þvi að þakka Helenu og Björk frá
Breiðdalsvik bréfið.
Ég hef ekki ennþá fengið textann við lagið, sem þið báðuð um en von-
andi þurfið þið ekki að biða lengi.
Þá snúum við okkur að laginu, sem við tökum fyrir i dag, en það er
lagið „Hvi ertu svona breyttur?”, sem söngtrióið ÞRJÚ A PALLI
sungu inn á LP-plötuna „Viðhöldum til hafs á ný”.
Ljóöið er eftir Jónas Árnason en lagið er erlent þjóðlag.
Hví ertu svona breyttur?
e G
Er Johnny kom heim af heljarslóð, húrra, húrra,
e G B7
er Johnny kom heim af heljarslóð, húrra, húrra,
e D
er Johnny kom heim af heljarslóð
e B7
á hlaðinu gömul kona stóð
e D e B7
og sagði: ,,ég orðin er ellimóð,
e D e
en eitthvað mér sýnist þú breyttur”.
Viðlag:
e G
,,Við lúðrablástur og bumbuslátt, — húrra, húrra.
e G B7
við lúðrablástur og bumbuslátt, — húrra, húrra,
e D
við lúðranna blástur og bumbuslátt
e B7
þú brytjaðir fjölda manns i smátt,
e d e B7
og fyrir það var þér hossað hátt,
e D e
en hvi ertu svona breyttur?”
,,Já hvar eru augun blá og blið, — húrra, húrra,
já, hvar eru augun blá og blið, — húrra, húrra,
já, hvar eru augun þin bernskublið,
sem brostu við mér forðum tið,
er heiman þú fórst og hélst i strið?
Æ, hvi ertu svona breyttur?”.
Viðlag:
,,Og hvar eru þínar hendur tvær, — húrra, húrra,
og hvar eru þinar hendur tvær, — húrra, húrra,
og hvar eru þinar hendur tvær,
og hvar er þinn fótur og þinar tær?
Og hvar er nú hlátur þinn hár og skær?
Æ, hvi ertu svona breyttur?”
Viðlag:
,,Hvað gerðu þeir við þitt glæsta hár, — húrra,
húrra,
hvað gerðu þeir við þitt glæsta hár, — húrra, húrra,
hvað gerðu þeir við þitt glæsta hár,
sem gljáði og skein eins og hrafnsvængur blár?
Og hvers vegna er kúpa þin hvit sem nár?
Æ, hvi ertu svona breyttur?”
Gc-hLjómur
---—i——
Jón Hjartarson:
Bingó eru mikil uppgrip fyrir
knattspyrnufélög, stjórnmála-
flokka og gúttemplararegluna
um þessar mundir. Eins og
jafnan i krepputið hleypur nú
mikil gróska i hvers kyns lotteri
og fjárhættuleiki á borð við
bingóið. — Viðskiptalifið er
hvort eð er orðið hálfgert spila-
viti, þar sem spilað er af dirfsku
upp á gengisgróðann. Og rétt
eins og fólk hleypur til og reynir
að fá eitthvað á gamla veröinu
fyrir þessar fáu krónur og
smáu, sem eftir eru i vasanum,
þvi þá ekki alveg eins að spila
upp á stóravinninginn i stór-
bingóinu. Komast út á Spán
fyrir sama og ekkert! eða fá þó
ekki væri nema grammófón,
lifstiðarapparat fyrir lúsarpen-
fjármagna hvort tveggja. —
Einhverntimá"’ var þvi dróttað
að iþróttafélögum, að þau leigðu
nöfn sin bingóhaldara, sem sið-
an hirti gróðann. Það er önnur
saga. Bingóum fylgir sumsé
mikill gróði.
Öli og Stina ætluðu lika að
græða. Þau drifu sig á stórbingó
um daginn. Þetta var grá-
muskulegt fimmtudagskvöld.
Sólin sást varla allan þann dag,
hálfdrungalegt utan dyra sem
innan. Og þeir voru að auglýsa
þetta bingó strákarnir, stór-
bingó með sólskinsferðum út i
bláinn, meira að segja lika frija
ferð austur á land og hóteluppi-
hald, haldiðisénú lúxus. Svona
ferðir ku lækna gikt, hugsaði Óli
og strauk sér um lær.
Nú, svo byrjaði bingóstjórinn
að kalla upp tölur. Hann las
þetta næstum i belg og biðu. Þau
hjón máttu hafa sig öll við.
— Asskota kornið að maður
fylgist með þessu sagði sá
gamli. —■ Já þú verður að sjá um
þig, ég hef nóg með min átta,
gall i Stinu, svona truflaðu ekki.
Umferðirnar kláruðust hver af
annarri. Þegar siga tók á seinni
hiutann var óli hættur að fylgj-
ast með nema á þremur spjöld-
um. Og i fimmtándu umferð
hafði hann bara tvö i takinu, lét
hin eiga sig. Það vannst ekkert
á þetta hvort eð var, það fann
hann á sér.
Hann fór i staðinn að reikna út
i huganum, hvað hægt væri að
græða á sisona stórbingói. — Jú,
Stór-stór bingó!
ing. Happdrætti eru lika góð, en
ekki eins fljótvirk.
Hliðstæð spil og lotteri áttu
miklum vinsældum að fagna i
Bandarikjunum I kreppunni
miklu, eða rétt áður en hún skall
á. Og nú er mikið búið að aug-
lýsa og útmála kreppu, þar með
kominn góður jarðvegur fyrir
spilamangið. Það voru ferða-
sirkusar i Bandarikjunum sem
fundu upp á svona spili fyrir
nærri hundrað árum. Bingóið er
enn þann dag i dag langvinsæl-
asta veðmála- eða happdrættis-
spii, sem þrifst i Bandarikjun-
um, þó að það sé bannað þar i
mörgum rikjum. Bingóið er lika
gifurlega vinsælt i Bretlandi
eins og kunnugt er. Það þrifst
raunar i ýmsum myndum og
undir mörgum nöfnum svo sem
keno, lucky, radio, fortune
o.s.frv.
Saga bingósins hér á landi er
ekki býsna gömul, en þetta
furðulega fjárhættuspil virðist
þó eiga mikilla og vaxandi vin-
sælda að fagna. Knattspyrna og
pólitik hefur gjarna farið saman
hér á landi, eins og kunnugt er.
Bingóið virðist gera vel i að
Stina hafði ævinlega verið
svag fyrir bingói siðan hún vann
straujárnið i Gúttó, daginn sæla
fyrir ellefu árum. Nú voru þeir
með prjónavél og ýmsar aðrar
meiriháttar freistingar. — Æ,
svo var borgandi fyrir þó ekki
væri nema smáspenning á þess-
um stemmningslausu barlóms-
timum ... og var nokkuð þarfara
við þessa skitnu aura að gera?
Húsið opnaði klukkan sjö.
Stina hafði sig strax i að kaupa
spjöldin, fimm stykki, ekki
dyggði minna, til þess að hreppa
prjónarokkinn, seinna keypti
hún þrjú i viðbót. Óli treysti sér
ekki i nema fjögur, hafði ekki
æfingu i meira, sjónin lika farin
að gefa sig, gleraugun orðin
alltof dauf. (Þyrfti liklega að
kikja til hans Kristjáns
bráðlega ef það var þá óhætt,
búnirað gera hann heiðursborg-
ara). Salurinn smáfylltist með
fniklu skvaldri, sem smám
saman varð að samfelidum klið,
flestir búnir að raða fimm — sex
spjöldum fyrir framan sig. —
Sumir með meira, allt upp i tiu
stykki. Það þurfti frána sjón i
slikt.
reikningsdæmið var einfalt:
Gestirnir voru allt að þúsund.
Hver gestur hafði fimm spjöld,
jafnaðarlega, spjaldið kostaði
300 kall, sumsé ein og hálf
miljón brúttó. Aðgangseyrir og
veitingar stæðu undir kostnaði
við húsnæðið. — Verðlaunin
væru sjálfsagt fengin fyrir litið
— vegna auglýsingarinnar. Það
mætti reikna með minnst miljón
i gróða. Bingó!
Þegar siðasta umferðin stóð
sem hæst hætti Óli hreint að
fylgjast með þessari vitleysu,
snéri sér að lausn þyngri gátu,
hugsaði sem svo, að liklega væri
þetta besta ráðið til þess að
bjarga rikiskassanum.
— Þeir þyrftu að komast i
kynni við bingóið þessir pen-
ingaspekúlantar hins opinbera.
Hvernig væri fyrir þá að setja á
stofn eitt allsherjar stór-stór-
bingó með sólarflugferðum og
hringferðum um allar trissur til
þess að bjarga þjóðarbúskapn-
um frá gjaldþróti. Það held ég
yrði spilað. — Kannski þeir séu
þegar búnir að sjá trompið.
Bingó!
MÚSÍKALSKIR ELGIR
MOSKVU (APN) Gröfustjórinn
Dumov varð ekki litið hissa, þeg-
ar hann snéri gröfu sinni til að
tæma skófluna á vörubilspall.
Fyrirframan vélina var stæðileg-
ur elgur, sem drúpti höfði og
hlustaði af athygli. Hvorki hávað-
inn frá vélinni, né flaut vörubila,
er óku framhjá virtust trufla
hann hið minnsta. Elgurinn var
greinilega bergnuminn af ljúfum
tónum, er bárust frá útvarpi gröf-
unnar.
Dumov lækkaði skófluna hægt
til að hræða ekki elginn, sneri
gröfunni siðan aftur að kola-
bingnum. Elgurinn fylgdi eftir. I
næstum hálfa klukkustund fylgdi
hann snúningum gröfunnar, og
fór ekki aftur inn i skóginn fyrr en
að hljómleikunum loknum.
Enn meira undrandi varð
gröfustjórinn tveim dögum siðar,
þegar elgurinn kom aftur og hafði
maka sinn með sér. Eftir öllu að
dæma kunni hún lika að meta tón-
list, þvi hvað eftir annað endur-
tóku þau þessar tónleikaferðir
sinar.
Svæðið, þar sem Dumov vinn-
ur, er á mörkum Siberiska frum-
skógarins og Kusnetskij Alatau
fjallgarðsins i suðurhluta Siveriu.
Þetta var ekki i fyrsta sinn, sem
verkamennirnir hittu ibúa frum-
skógarins. Birnir höfðu lika oft
komið til að hlusta á tónlist. Tón-
listaráhugi virðist með öðrum
orðum vera útbreiddur meðal
villtra dýra, a.m.k. i Siberiu.
Thorvaldsensfélagiö 100 ára
Thorvaldsensfélagið i Reykja-
vík verður 100 ára þ. 19. nóvem-
ber á þessu ári. t tiiefni af þessum
timamótum hafa félagskonur á-
kveðið, að allt það fé er þær geta
afiað, skuli renna til vangefinna
og vanheilla barna.
Félagskonur afla sér fjár með
ýmsu móti, sölu jólamerkja,
happdrætti og siðast en ekki sist
með rekstri Thorvaldsensbasars-
ins i Austurstræti 4, en hann hefur
verið þar i eigin húsnæði siðan um
aldamót. öll vinna þar er þegn-
skylduvinna og hefur verið aila
tið.
Nú hafa félagskonur i hyggju,
að hafa „bingó” að Hótel Sögu
þriðjudaginn þ. 11. mars kl. 8.30. um leið og þeir styrkja gott og
Thorvaldsensfélagskonur heita göfugt málefni.
þvi á bæjarbúa, að koma til Vinningar eru margir og mjög
þeirra og skemmta sér með þeim, glæsilegir. (Fréttatilkynning)
Auglýsiö í
sunnudagsblaði
ÞJÓÐVILJANS