Þjóðviljinn - 09.03.1975, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 09.03.1975, Blaðsíða 17
Sunnudagur 9. mars 1975 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17 Konur á miðöldum: „En þú veröur að gera eins og mér þóknast” Forn tréskuröarmynd sem á aö sýna eöli hjónabandsins. Sögubækur tala um hinar „myrku miðaldir”, og eitt af þvi sem slik umsögn felur i sér er hugmynd um afleitt hlutskipti kvenna. Nú hefur frönsk kona, Evelyne Sullerot, skoðað það nánar eftir frumheimildum hvernig konur lifðu, hugsuðu og elskuðu á þessum tima, og kemst að þeirri niðurstöðu að hinu fagra kyni hafi þá vegnað furðu vel á ýmsan hátt. Könnun þessi er rak- in i bók hennar „Saga ástarinnar og goösögnin um hana”. Miðaldaskáld sungu konunni lof sem væri hún jómfrú Maria endurborin, tiguleg og ilmandi jurt, sem menn virða fyrir sér úr fjarska. En margar konur þess tlma voru miklu jarðbundnari og hispurslausari i sinum skrifum. Beatrice de Die frá Provence skrifaði á þessa lund á tólftu öld: Heföi ég þig á vaidi minu gæti ég aöeins sofiö hjá þér nótt og gefiö þér koss ástarinnar trúöu mér, þaö væri mér sönn ánægja. að halda þér i örmum minum I staö manns mins Evelyne Sullerot: hún varö hissa á hreinskilninni. með því skilyröi aö þú lofir aö gera allt eins og ég vil. Sullerot er reyndar hissa á þessum tón, sem fram kemur i fleiri miðaldakvæðum kvenna. Hún segir: „Miðaldakonan eyðir ekki orði til að lýsa hræðslu, læ- vlsi eða brögðum freistinga. Um leið og hún hefur komið auga á mann sem henni fellur vel i geð, lætur hún I ljós ást sina, eða rétt- ara sagt óskir. Hún sendir honum gjafir, sendir þjóna sfna eftir hon- um, setur hann niður á rúmstokk- inn, leggur fyrir hann þrautir. A seinni öldum þurfti konan að bregða fyrir sig grimu og dylja sannar óskir sinar, en miðalda- konan er hreinskilin og gengur rakleitt til verks”. betta er timi riddara og kross- ferða. Hjónabandið er allsstaðar talið heilagt sakramenti, og ef karlmaðurinn telur það sér fjötur um fót, þá getur hann blátt áfram hlaupist á brott. Slikt flakk gat konan ekki leyft sér, segir höfundur. Stúlkur voru oftast gefnar eldri mönnum þegar þær voru enn kornungar, og þær hefndu sin á sinn hátt. „Þær upp- lifðu ástina i framhjáhaldi, án samviskubits, en i laumi”. Evelyne Sullerot hefur einnig sýnt fram á það i annarri bók, að á þessum tima áttu konur marga möguleika, ekki aðeins i ástum heldur og i margvislegum störf- um. A þeim tima voru starfandi kvenlæknar (i Frankfurt og Bo- logna til dæmis), konur áttu sér eigin iðngildi (i silki- og glitvefn- aði) og I mörgum öðrum iðn- greinum urðu þær iðnmeistarar þegar þær tóku við af látnum eig- inmönnum sfnum. í Galliu og Germaniu til forna höfðu þær náð furðu miklu jafn- rétti. Þær fóru i strið með mönn- um sinum, þær sátu i ráðum og dómstólum. Það var um 1400 að hag kvenna tók aðhrakaaðmun. Næstu fjórar aldir voru þær ofsóttar hundruð- um þúsunda saman sem galdra- nornir. AUGLYSINGASTOFA WUSTINAB tf r Att þú von á tekjuafgangi frá þínu tryggingafélagi ? er vel hugsanlegt, ef þú tryggir hjá gagnkvæmu tryggingafelagi. Verði hagnaður af þeirri grein trygginga, sem þú kaupir hjá Samvinnutryggingum, mátt þú eiga von á tekjuafgangi til þín. Samvinnutryggingar hafa þegar endurgreitt til viðskiptamanna sinna yfir 500 milljónir króna á verðgildi dagsins í dag. Att þú von á tekjuafgangi frá þínu tryggingafelagi ? SAMVINNUTRYGGINGAR GT ÁRMÚLA 3 >^00^* SÍMI 38500

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.