Þjóðviljinn - 09.03.1975, Side 20

Þjóðviljinn - 09.03.1975, Side 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 9. mars 1975 cyVfyndir úr sögu verkalýðshreyfingar og sósíalískra samtaka Fimmtugs- afmæli HÍP Hluti háborðsins þar sem ma. stjórn félagsins sat. Frá vinstri má greina með eiginkonum sinum Arna Guðlaugsson, Guðbjart Guðmundsson, Stefán ögmundsson, Gest Pálsson og Pétur Stefánsson. í dag kikjum við enn i ljós- myndasafn prentara og birtum nú myndir úr 50 ára afmælis- fagnaði Hins islenska prentara- félags, sem er elsta starfandi verkalýðsfélag landsins, stofn- aö 4. april 1897, og myndirnar þvi frá þeim degi 1947. Ekki höfum við tölu á, hve margir sátu þessa samkomu, sem haldin var á Hótel Borg, en það hafa verið æði margir af myndunum að dæma. Sumt af þeim mönnum, sem þarna voru áberandi, eru nú horfnir okkur, en aðrir hafa elst og breyst i út- liti einsog gengur, og amk. prentararnir sem vinna hér með okkur i húsinu hafa haft mjög gaman af að skoða koilega sina eins og þeir voru fyrir nær 30 ár- um. Okkur hinum, sem færri Elin Guðmundsdóttir afhenti HÍP fána að gjöf frá Kvenfélag- inu Eddu, félagi eiginkvenna prentara. þekkjum hefur nú kannski þótt ekki siður varið i að skoða sam- kvæmistisku þessa tima, kjól- ana og hárgreiðslurnar, svo ekki sé nú minnst á sæluminn- ingar þeirra sem muna ,,gyllta salinn” á Borginni meðan hann var og hét. Þvi miður höfum við ekki upplýsingar um nöfn allra þeirra sem greina má á mynd- unum og það þótt einn af þeim, sem þarna voru viðstaddir, Helgi Hóseasson prentari, hjálpaði okkur sem best hann gat. Einkum voru það nöfn eig- inkvenna eða borðdama prent- aranna, sem vöfðust fyrir hon- um. En vafalaust munu margir lesendur Þjóðviljans kannast þarna við marga og sumir þekkja sjálfa sig. —vh Ólafur Hvanndal, fyrsti prent- myndagerðartnaðurinn á islandi. Heiðursfélagar á fimmtugsafmælinu: Sigurður Grimsson, Jón Einar Jónsson og Þorfinnur Kristjánsson (taliö frá vinstri) Þrir þjóðkunnir ásamt konum sinum. Frá vinstri: Hallbjörn Hall- dórsson, Guðbrandur Magnússon og Magnús H. Jónsson, sem lengst var formaður ÍIÍP. Séð yfir Gyllta salinn Veisluborö I fremri salnum Söngfclagiö Harpa flutti hátiöarkantötu eftir Karl O. Runólfsson, undir stjórn dr. Róberts A. Ottóssonar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.